Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 17 UMHVERFISRÁÐ Akureyrar- bæjar hefur synjað tveimur erind- um þar sem sótt var um bygg- ingalóðir á svæðinu milli Þórunnarstrætis og Hrafnagils- strætis. Á þessu svæði er nú tjald- stæði Akureyrarbæjar. Íslenskir aðalverktakar sóttu um lóðina, en hún afmarkast af Hrafnagilsstræti, Byggðavegi, Þingvallastræti og Þórunnar- stræti, en þar hafði félagið hug á að byggja um 150 íbúðir í fjölbýlis- húsahverfi. Hyrna ehf. á Akureyri sótti einnig um þessa lóð, en áform þess byggingafélags voru að reisa þar íbúðir fyrir aldraða. Umhverf- isráð synjaði þessum erindum þar sem þetta svæði er skilgreint sem tjaldsvæði í aðalskipulagi. Vill byggja á svæði austan Glerárkirkju Meirihluti umhverfisráðs tók hins vegar jákvætt í erindi frá Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars sem sótti um að fá úthlutað svæði austan lóðar Glerárkirkju, milli Arnarsíðu og nýskipulagðra lóða við Lindarsíðu. Óskaði ráðið eftir nánari hugmyndum um nýtingu svæðisins. Tveir nefndarmanna höfnuðu erindinu, þar sem umrætt svæði er skilgreint sem opið al- mennt útivistarsvæði í aðalskipu- lagi. Á umhverfisdeild bæjarins sé nú unnið að verkefni um þéttingu byggðar, en að því loknu verði auglýst þau svæði sem ætluð verða til byggingar. Áhugi á að byggja íbúðir á tjaldstæðinu Umhverfis- ráð synjar umsóknum EINN af föstu liðunum í skólastarfi Grunnskólans í Grímsey er áheita- sund sem skólabörnin standa fyrir, til að safna fyrir væntanlegu vor- ferðalagi. Öll skólabörnin syntu samtals 6 kílómetra, við góða hvatningu frá foreldrum og ættingjum sem komu til að fylgjast með í sundlauginni. Fljótlega eftir sundið fóru börn eldri deildarinnar í Félagsheimilið Múla og tóku til hendinni við að steikja hamborgara og franskar kartöflur, til að selja íbúum. Vel var mætt, um 60 manns snæddu gómsæta borgara með frönskum og ýmsu góðu meðlæti. Skólabörnin þjónuðu gestum sín- um til borðs með bros á vör og allir héldu síðan til síns heima, saddir og sælir eftir vellukkaðan dag og skólasjóðurinn talsvert feitari. Morgunblaðið/Helga Mattína Börn í Grímsey syntu áheitasund til að safna fé í ferðasjóð sinn. Öll skólabörnin syntu áheitasund ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson pí- anóleikari heldur einleikstónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld 20.30. Þorsteinn Gauti hóf ungur píanó- nám og lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Fram- haldsnám stundaði hann við Juilliard School of Music í New York og í Róm á Ítalíu. Þorsteinn Gauti hefur komið fram á tónleikum víða um heim og verið einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og hljómsveitum á Norðurlöndunum, segir í fréttatil- kynnngu. Þorsteinn Gauti hefur m.a. sigrað í keppni einleikara og ein- söngvara, hinum samnorræna tvíær- ingi. Árið 1993 sigraði Þorsteinn Gauti í keppni Ríkisútvarpsins, Tón- vakanum, sem haldin er fyrir einleik- ara og einsöngvara. Á efnisskrá tónleika Þorsteins Gauta í Laugarborg eru mörg af vin- sælustu verkum píanóbókmenntanna eftir m.a. Chopin, Liszt, Ravel, De- bussy og Rachmaninov. Þorsteinn Gauti býr nú tímabundið á Ítalíu. Tónleikarnir eru liður í und- irbúningi hans fyrir tónleika sem hon- um hefur verið boðið að halda í Sviss. Þorsteinn Gauti leikur í Laugarborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.