Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Samþykkur gagnrýni ÉG vil taka undir gagnrýni sem birtist í Velvakanda um strætisvagnaþjónustu í Grafarvogi, leið 15. Ég er mjög ánægð með að hann fari Húsahverfið en ekki ánægð með að vagninn, meira og minna tómur, þurfi að dóla í gegnum öll hverfi Grafarvogsins. Það tekur mig 35–40 mínútur að kom- ast niður á Grensásveg en sú ferð tók áður um 20 mín- útur. Grafarvogsbúi. Góðir tónleikar á Gauknum ÉG FÓR á Gauk á Stöng að hlusta á KK o.fl. síðastliðið fimmtudagskvöld og langar mig að lýsa yfir ánægju minni með mjög góða tón- leika og mikla fagmennsku. Ekki var Írinn hann Leo síðri en hann hitaði upp fyr- ir þá. Það mætti gefa honum meiri gaum. Þetta var mjög góð skemmtun og góð upp- lifun í skammdeginu. Helgi tattú. Í lagi með Johnny National ÉG ER sammála Kristínu sem skrifaði í Velvakanda nýlega um það að Skjár einn sýni mjög marga skemmti- lega og góða þætti og á sú sjónvarpsstöð ekkert nema hrós skilið. En ég var ekki sammála henni um Johnny National. Þátturinn er lágkúra, já. En það er vegna þess að hann á að vera lágkúra. Fólki á að ofbjóða og móðgast. Ef fólk er svona við- kvæmt fyrir svona löguðu á það bara að skipta um stöð eða slökkva á tækinu og passa að að krakkarnir sínir horfi ekki á þessa „hrika- legu“ þætti. Það er enginn að neyða það til að horfa á þáttinn. Ég þekki margt fólk, al- veg upp í sjötugt, sem finnst Johnny National vera frá- bær þáttur. Skoðanir eru mismunandi og mér sjálfri finnst þátturinn ekki sverta Skjá einn. Júlía. Pjakkur er fundinn KISINN okkar hann Pjakk- ur, sem týndist 12. desem- ber sl. úr miðbænum í Reykjavík, fannst í Linda- hverfi í Kópavogi. Viljum við þakka skáta- stelpunum Steinunni og vin- konum hennar tveimur úr Lindaskóla kærlega fyrir hjálpina. Pjakkur og fjölskylda. Tapað/fundið GSM-sími týndist NOKIA 3310 GSM-sími týndist sunnudaginn 27. janúar líklega í strætisvagni frá Engjahverfi niður í Skeifu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 586-1237. Peningaveski í óskilum PENINGAVESKI fannst sl. laugardag á Laugavegin- um. Uppl. í síma 552-1892. Dýrahald Keli er týndur SVARTUR og hvítur fress týndist frá Klettahrauni 3 í Hafnarfirði sl. þriðjudag. Hann er með rauða hálsól og eyrnamerktur. Upplýs- ingar í síma 698 0867 eða 555 0867. Persneskur köttur í óskilum PERSNESKUR köttur fannst við Furugrund í Kópavogi. Upplýsingar í síma 695-8282. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... Á DÖGUNUM rifjuðust að gefnutilefni upp fyrir Víkverja um- ræður sem urðu síðastliðið haust um reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja. Þá kom fram að gerðar höfðu verið athugasemdir við ákvæði reglu- gerðarinnar um að útgefandi lyfseðils skuli meðal annars tilgreina á skilj- anlegan hátt á lyfseðlinum hvernig, hvenær og við hverju nota eigi það lyf sem ávísað er á. Víkverja er ekki kunnugt um það hvort læknar til- greina almennt á lyfseðli við hvaða sjúkdómi lyf er gefið, en hann heyrði nýlega sögu sem hann telur vissulega undirstrika þörfina á því. Þannig er að góð vinkona Víkverja er kominn á þann ágæta aldur þegar konum getur verið bæði hollt og gott að taka inn svokölluð hormónalyf, en eðli málsins samkvæmt kemur þörfin fyrir slík lyf yfirleitt upp um svipað leyti og konur eru að komast úr barneign. Umrædd vinkona Víkverja er bæði lækna- og lyfjafælin með afbrigðum, en í kjölfar ákveðinnar vanlíðanar hafði hún á sínum tíma mannað sig upp í að hafa samband við kvensjúkdómalækni. Sá var ekki í neinum vafa um hvaða hormónalyf hentaði í þessu tilfelli og reyndist vera sannspár eftir því sem vinkona Víkverja segir. Hún fékk hjá lækninum fjölnota lyfseðil sem dugði í heilt ár og við tók jafnlangt skeið andlegrar og líkamlegrar vellíðanar. Þegar að því kom að lyfseðillinn var útrunninn og vinkonan byrjuð að taka inn síðasta mánaðarskammtinn hafði hún samband við kvensjúkdóma- lækninn. Varð að samkomulagi þeirra að heppilegast væri að hún tæki áfram sama lyfið og fékk vinkonan í hendur nýjan fjölnotalyfseðil til 12 mánaða. Það var svo auðvitað ekki fyrr en daginn sem eldri lyfja- skammturinn kláraðist að hún dreif sig í lyfjabúð með nýja lyfseðilinn og fékk þar nýjan þriggja mánaða skammt. Þegar heim kom og pokinn úr lyfjabúðinni var opnaður kom í ljós að eitthvað voru umbúðirnar öðruvísi en áður. Við skyndiskoðun virtist nafnið á lyfinu vera það sama og í um- búðunum voru vissulega þrír 28 daga lyfjaskammtar. Vinkona Víkverja hafði auðvitað hent gömlu umbúðun- um, en eftir nokkara leit fann hún þó tómt lyfjahylki í skúffunni hjá sér. Þegar hún bar svo saman lyfjanöfnin kom í ljós að ekki var um sama lyfja- heitið að ræða þótt vissulega væru nöfnin mjög lík. Bölvaði hún læknin- um í hljóði og datt helst í hug að hann hefði haft einhverja hagsmuni af því að ávísa annarri tegund en áður, þótt auðvitað hlyti að vera um sama lyfið að ræða. Til þess að vera alveg viss um að svo væri fletti hún upp í lyfja- skránni á netdoktor.is og þá varð vin- kona Víkverja heldur betur hissa. Í ljós kom að læknirinn hafði ávísað á hana 12 mánaða skammti af getnað- arvarnalyfi en ekki umræddu horm- ónalyfi. Þakkaði vinkona Víkverja sínum sæla fyrir að hafa ekki byrjað að gleypa nýja lyfið hugsunarlaust. Þar sem þetta var um helgi hafði hún strax samband við lyfjafræðing þar sem lyfið hafði verið keypt og sagði honum málavöxtu. Hann sá í tölvunni hjá sér að hún hafði áður fengið um- rætt hormónalyf í lyfjabúðinni og vafningalaust leiðrétti hann mistök læknisins. Vinkona Víkverja á hins vegar eftir að ræða málið við hann og verður fróðlegt að frétta hvaða skýr- ingar hann gefur á þessum mistökum. LÁRÉTT: 1 gustur, 4 konungs, 7 höfum í hyggju, 8 gróði, 9 beisk, 11 stund, 13 stakt, 14 get um, 15 himna, 17 stjórna, 20 stór geymir, 22 á, 23 þunnur ís, 24 lóga, 25 siglutré með seglabúnaði. LÓÐRÉTT: 1 bjart, 2 flennum, 3 rekkju, 4 hestur, 5 jurt, 6 þrautgott, 10 rándýr, 12 greinir,13 málmur, 15 titra, 16 kjáni, 18 þor, 19 þátttakandi, 20 þroska, 21 reykir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 snjókoman, 8 vegur, 9 goðum, 10 úra, 11 tjara, 13 nýrum, 15 skafa, 18 salli, 21 tík, 22 signa, 23 eiður, 24 niðurlags. Lóðrétt: 2 negra, 3 ótrúa, 4 organ, 5 auðar, 6 hvet, 7 ám- um, 12 rif, 14 ýsa, 15 sess, 16 angri, 17 ataðu, 18 skell, 19 liðug, 20 iðra. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen, Lagarfoss, Dettifoss og Helgafell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom í gær til Straumsvíkur. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl 10 boccia, kl 10 enska, kl 11 enska og dans Lance, kl 13 vinnu- stofa, postulínsmálning og bað. Kl. 10.15 Bún- aðarbankinn.Versl- unarferð í Hagkaup miðvikud. 6. feb. kl. 10 frá Grandavegi 47 með viðkomu í Aflagranda 40. Kaffiveitingar í boði Hagkaupa. Skráning í Aflagranda s. 562-2571. Fimmtud. 7. feb. er opið hús frá kl. 19.30, fé- lagsvist kl. 20. Kaffi á könnunni. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Þorrablót verður 8. febrúar Hjördís Geirs og hljómsveit. Bingóið fellur niður 8. febrúar. Upplýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14. dans. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl.14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur Félag eldri borgara Kópavogi. Almennur fundur í Gjábakka, laug- ard. 9. febrúar. Fund- arefni: Kjara- og fram- boðsmál. Óskað hefur verið eftir að fulltrúar stjórnmálaflokkanna mæti og ræði málin og svari fyrirspurnum. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9 vinnu- hópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður, kl. 13.30 spilað í Kirkju- hvoli, kl. 16 bútasaumur. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumur og brids kl. 13:30 Á morgun línu- dans kl. 11, pílukast kl 13:30, myndlist kl. 13. Fimmtudagin 7 febr. Verður farið í heimsókn í Menningarmiðstöðina Gerðuberg að skoða þýskar tískuljósmindir 1945–1995. Rúta frá Hraunseli kl. 13:30. Skráning í Hraunseli s. 555-0142 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Þriðjud: skák kl. 13. Myndaafhending frá haustmóti fer fram. Meistaramót deild- arinnar hefst þriðjud. 5. mars. Telft í tveim flokkum A og B.Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum flokki fyrir þrjú efstu sætin. Skrán- ing þriðjudaga í febrúar kl. 13 og 16.30 í Ás- garði. Alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Heilsa og ham- ingja á efri árum laug- ard. 9. feb. kl. 13.30. 1. Minnkandi heyrn hjá öldruðum. 2. Íslenskar lækningajurtir. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Allir vel- komnir. Brids fyrir byrjendur hefst fimm- tud. 7. feb. kl. 20.30. Stjórn Ólafur Lárusson. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia og spilamennska. Á morg- un er þorrahlaðborð í hádeginu í veitingabúð. Fimmtud. 7. feb. koma eldri borgarar úr Hafn- arfirði í heimsókn kl. 14. Föstudaginn kl. 16 verður opnuð myndlist- arsýning Braga Þórs Guðjónssonar. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 13 enska, kl. 14 þriðjudagsganga, kl. 15.30 spænska, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, handsnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hár- greiðsla, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja eldri borgara á morgun mið- vikudag, samvera fyrir bænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Þorrablót verður haldið föstud. 8. feb. kl. 19. Skráning í s. 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl.9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spilamennska. Þorra- blót verður fimmtudag- inn 7. febrúar. Húsið opnað kl. 17, skráning í afgreiðslu. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskuður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð. Kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. ITC-deildin Fífa Kópa- vogi, fundur á morgun kl. 20.15–22.15 í Safn- aðarheimili Hjalla- kirkju. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Guð- björg í síma 586 -2565. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur fund í kvöld kl. 20. Snyrtivör- ur, veitingar. Gestir vel- komnir. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Að- alfundurinn er í kvöld í safnaðarheimilinu við Linnetstíg 6, kl. 20.30. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur aðalfund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 11. febrúar kl. 20. Venjuleg aðal- fundarstörf. ITC-deildin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 í Hverafold 5. Á dagskrá verður m.a. þjálfun fyrir ræðukeppni, en keppnin verður haldin hinn 19. febrúar nk. Allir vel- komnir. Uppl. í s. 699- 5023. Kvenélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Að- alfundurinn verður fimmtud. 7. feb. kl. 20 í safnaðarheimilinu Lauf- ásvegi 13. Aðalfund- arstörf. Kaffiveitingar. Kvenfélag, Langholts- sóknar. Aðalfundurinn verður haldinn í safn- aðarheimilinu í kvöld kl. 20. Þorramatur. Í dag er þriðjudagur 5. febrúar, 36. dagur ársins 2002. Agötumessa. Orð dagsins: Trúið á ljósið, meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins. (Jóh. 12, 36.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.