Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HENRIK prins og eig-inmaður MargrétarÞórhildar Danadrottn-ingar heldur sig um þessar mundir á vínbúgarðinum sínum í Frakklandi. Þar ætlar hann að gera upp við sjálfan sig stöðu sína í dönsku samfélagi og innan konungsfjölskyldunnar en honum finnst sem hann hafi verið auðmýktur og lítillækkaður af dönsku hirðinni. Kemur þetta fram í stóru viðtali við hann í B.T. og dönsku fjölmiðlarnir eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvort skilnaður sé á næsta leiti. „Ég er kominn hingað til Caïx til að fara yfir lífshlaupið og stöðu mína í Danmörku og innan fjöl- skyldunnar,“ segir Henrik í viðtal- inu. „Þessum virðingarstiga er ekki hægt að breyta bara þegar einhverjum dettur það í hug.“ Henrik segir, að hann hafi verið auðmýktur og lítillækkaður. „Þetta er mesta tilvistarkreppa, sem ég hef upplifað.“ Virðingarstiginn Henrik segir, að í öllum sam- félögum sé ákveðinn virðingarstigi og svo hafi verið um árþúsundir. Þannig sé það í ríkisstjórninni og hernum og þannig eigi það að vera innan konungsfjölskyldunnar. Konungur og drottning eða drottn- ing og drottningarmaður séu núm- er eitt og tvö og krónprinsinn eða krónprinsessan númer þrjú. Maki þeirra sé númer fjögur og þannig koll af kolli. Hann leggur þó áherslu á, að vissulega geti það komið upp, að Friðrik krónprins sé fenginn til að leysa föður sinn af hólmi við einhverjar athafnir en hitt sé meginreglan. Henrik tekur skýrt fram, að óánægja sín hafi ekkert að gera með samband sitt við konu sína og son en sagnfræðingurinn Claus Bjørn, sem meðal annars hefur skrifað bókina „Upp á punt?“ um dönsku konungsfjölskylduna, hikar ekki við að segja, að yfirlýsingar Henriks geti haft miklar afleið- ingar í för með sér, meðal annars vegna þess, að þær geti haft áhrif á afstöðu Dana almennt til kon- ungdæmisins. Dropinn sem fyllti mælinn Sagt er, að hinn árlegi nýárs- fagnaður fjölskyldunnar hafi verið dropinn, sem fyllti mælinn hjá Henrik. Honum fannst sem hann hefði verið lítillækkaður er svo var litið á, að Friðrik krónprins væri gestgjafinn að þessu sinni. „Allir karlmenn vilja vera hús- bóndi á sínu heimili og í hlutverki gestgjafans þegar það á við. Samt segja fjölmiðlarnir og jafnvel fólk tengt hirðinni, að krónprinsinn hafi verið gestgjafi þótt hann hafi í raun aðeins verið gestur föður síns. Vilji Danir breyta reglunum, þá mega þeir það, en ég vil ekki taka þátt í því,“ segir Henrik í viðtalinu og hann segist efast um, að þessi lítillækkun hafi bara verið eitt- hvert hugsunarleysi. „Eftir 30 ár þarf ekki að segja mér, að fólk viti ekki hvaða merk- ingu nýársfagnaðurinn hefur. Hann er ekki nein áheyrn þar sem krónprinsinn leysir af móður sína þegar svo ber undir,“ segir Henrik og bætir við, að hann sé ekki að áfellast son sinn. Ekki við Friðrik að sakast „Þetta er ekki hans sök og ég veit, að honum líkar þetta ekki. Ég öfunda ekki son minn. Hann er mér ákaflega kær og það er ekki hann, sem hefur breytt virðing- arstiganum.“ Henrik prins segist ekki vera óánægður með stöðu sína númer tvö innan dönsku konungsfjöl- skyldunnar. „Ég hef verið sáttur við hana alla tíð en hér dreg ég líka mörkin. Ég sætti mig ekki við að vera núm- er þrjú.“ Ekki til í ríkisréttar- legum skilningi Danski lagadoktorinn Jens Pet- er Christensen segir í viðtali við Jyllands-Posten, að staða Henriks prins innan dönsku konungsfjöl- skyldunnar sé vissulega mjög óljós. „Henrik prins hefur í raun ekk- ert númer hvað varðar erfðarétt og í ríkisréttarlegum skilningi er hann ekki til. Drottningarmaður skiptir engu máli fyrir kon- ungdæmið og gestirnir í nýárs- fagnaðinum komu þangað í krafti síns embættis,“ sagði Christensen. Claus Bjørn segist hins vegar vel geta skilið óánægju prinsins með nýársfagnaðinn en hugs- anlega sé um að ræða einhvern misskilning vegna sambandsleysis þeirra hjóna. Líklega þurfi þau á hjónameðferð að halda. Vonbrigði á vonbrigði ofan Í viðtalinu við B.T. segir Henrik prins, að Danir og Danmörk séu sér mjög kær. „Ég hef reynt að gera hvað ég get fyrir land og þjóð en hvers vegna þetta virðingarleysi? Von- brigði á vonbrigði ofan og lít- illækkun, sem grafið hefur undan virðingu minni fyrir sjálfum mér,“ segir Henrik og bætir við, að út af þessu öllu saman hafi hann ekki viljað vera við brúðkaup hollenska krónprinsins um síðustu helgi. Hann muni aftur á móti taka þátt í enduropnun Det Danske Hus í París í dag ásamt konu sinni. Skilnaður á döfinni? Danska konungsfjölskyldan boð- aði til blaðamannafundar í gær í Caïx, búgarðinum í Frakklandi, og búist var við, að þar yrði allt í ást og eindrægni. Í umfjöllun dönsku fjölmiðlanna kemur þó orðið „skilnaður“ fyrir hvað eftir annað og sum spyrja hve lengi verði reynt að halda við glansmyndinni, sem Henrik prins sé raunar búinn að rífa í sundur. Extra Bladet segir, að skúrkarn- ir í augum Henriks séu hinir valda- miklu embættismenn við hirðina en að slást við þá muni ekki koma sér vel fyrir konungsfjölskylduna. Hætt sé við, að útlendingar muni hafa litla samúð með prinsinum og því sé best að kveða þetta mál nið- ur og það sem fyrst. „Konungs- fjölskyldan verður að hafa frum- kvæðið og best að aðrir haldi sig til hlés um sinn. Henrik prins verður að sýna það svart á hvítu, að hann vilji leysa þennan vanda en ekki bara vera í fýlu, og fjölskyldan öll verður að slá um hann skjaldborg og styðja hann í þessum erf- iðleikum,“ sagði í Extra Bladet. Henrik prins, eiginmaður Danadrottningar, segist hafa verið auðmýktur og lítillækkaður „Mesta til- vistarkreppa sem ég hef upplifað“ ’ Ég vil ekki takaþátt í þessu. Ég er númer tvö og á að vera það ‘ AP Margrét Danadrottning og eiginmaður hennar, Henrik prins (t.h), ásamt sonum þeirra, Friðrik og Jóakim, á vínbúgarði prinsins, Caïx, í Frakklandi í gær. Henrik segist hafa verið auðmýktur af dönsku hirðinni. THORBJØRN Jagland tilkynnti á sunnudag að hann hygðist láta af for- mennsku í norska Verkamannaflokknum og talið er að Jens Stol- tenberg, fyrrverandi forsætisráðherra, verði eftirmaður hans. Jagl- and hefur verið formað- ur flokksins í 10 ár. Jagland sagði að hann hygðist segja af sér sem formaður Verkamanna- flokksins til að reyna að binda enda á deilur í for- ystu flokksins eftir mik- ið fylgistap hans í þingkosningunum í haust. Norska dagblaðið Aftenposten sagði í gær að þetta virtist hafa tek- ist því eining væri meðal helstu for- ystumanna Verka- mannaflokksins um að Stoltenberg tæki við formennskunni. Flest benti til þess að hann yrði kjörinn formaður án mótframboðs. Helstu stuðningsmenn Jag- lands segjast ætla að styðja Stoltenberg. Meiri óvissa er hins vegar um hver verði kjörinn eftirmaður Stol- tenbergs sem varafor- maður Verkamanna- flokksins. Talið er að nokkrir menn verði í framboði í varaformannskjörinu. Ekki er ljóst hvenær Jagland fer frá, en hann verður ekki í framboði á landsfundi Verkamannaflokksins í haust. Verkamannaflokkurinn í Noregi Jagland ætlar að láta af formennsku Thorbjørn Jagland LÍK 45 manna hafa fundist eftir jarðskjálfta sem reið yfir miðhluta Tyrklands á sunnudag. 318 manns slösuðust í skjálftanum og meira en 600 hús eyðilögðust eða skemmdust. Skjálftinn var 6,2 stig á Richters- kvarða og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir Tyrkland frá 1999 þegar um 20.000 manns fórust í tveimur skjálftum sem mældust 7,4 og 7,2 stig á Richters-kvarða. Allt að tíu stiga frost var á skjálftasvæðinu og fólk hélt sig utandyra þar sem það þorði ekki heim af ótta við eftir- skjálfta. Yfirvöld lögðu kapp á að koma tjöldum og ofnum á svæðið fyrir sól- setur í gær. Rauði hálfmáninn í Tyrklandi sagði að allir á skjálfta- svæðinu hefðu fengið tjöld innan sól- arhrings eftir skjálftann en frétta- stofan Anatolia hafði eftir embættismönnum á svæðinu að mik- ill skortur væri á hjálpargögnum. Fólkið þyrfti að minnsta kosti 20.000 teppi en aðeins nokkur þúsund hefðu borist, auk þess sem skortur væri á matvælum og vatni. Björgunarmenn og íbúar á svæð- inu röktu manntjónið og eyðilegg- inguna til lélegra bygginga og sögðu að skjálftinn sýndi að stórherða þyrfti byggingarreglugerðir í Tyrk- landi. Átta af hverjum tíu húsum bæj- arins Eber, sem er með 2.000 íbúa, eyðilögðust í skjálftanum. Þau voru öll úr leirsteini og aðeins steinsteypt hús bæjarins stóðu uppi. „Okkur var aldrei sagt að við ættum ekki að reisa leirsteinshús,“ sagði einn íbú- anna. Eyðileggingin var einnig rakin til þess að bærinn var reistur á mýri. „Bærinn eyðilagðist á nokkrum sek- úndum,“ sagði einn björgunarmann- anna. „Hverjum datt í hug að byggja á þessu landi?“ Skjálftamiðjan var nálægt Bolvad- in, um 300 km suðvestan við Ankara. Jarðskjálfti kost- aði 45 Tyrki lífið   !"      #$ % &  '  '(   )   * +, - .   /  / ,  0/ (        12  /     4 56 +%% 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.