Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. EFTIR aðeins tveggja vikna viðræð- ur hafa lyfjafyrirtækin Delta hf. og Omega Farma ehf. gert samkomulag um sameiningu félaganna tveggja undir nafni hins fyrrnefnda. Gert er ráð fyrir að eigendur Omega Farma fái 26% hlut í Delta sem greiðslu. Ekki er fyrirhugað að gefa út nýtt hlutafé vegna samrunans, en þess í stað hefur Delta keypt mikið af eigin hlutabréfum og hefur Búnaðarbank- inn haft umsjón með fjármögnuninni. Samkomulag félaganna um sam- runa er með ítarlegum fyrirvörum m.a. um niðurstöðu áreiðanleika- könnunar, en stefnt er að undirritun endanlegs kaupsamnings um miðjan mars næstkomandi. Omega Farma er óskráð félag en Delta er skráð á Verðbréfaþingi Ís- lands og voru viðskipti með hlutabréf þess stöðvuð laust fyrir hádegi í gær og skömmu síðar var greint frá fyr- irhuguðum samruna. Gengi bréfa fé- lagsins hækkaði í gær um 19,9% og var lokagengið 58,50. Heildarvið- skiptin námu tæpum 2,6 milljörðum króna í 72 viðskiptum. Omega Farma verður rekið sem dótturfélag Delta. Friðrik Steinn Kristjánsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Omega Farma, mun áfram veita fyrirtækinu forstöðu ásamt því að taka við stöðu faglegs framkvæmdastjóra í sameinuðu fé- lagi og eiga sæti í framkvæmda- stjórn. Róbert Wessman, forstjóri Delta, verður forstjóri hins samein- aða félags. Fjöldi starfsmanna sameinaðs fé- lags verður um 550 og segja Róbert og Friðrik að markmiðið með samein- ingunni sé að stuðla að auknum vexti í þróun og sölu á samheitalyfjum en ekki að fækka starfsfólki. Með sam- einingu félaganna nýtist fjárfestingar þeirra betur en ella, fleiri lyfjum verði hægt að koma á markað og hægt verði að byggja upp enn öflugra sölu- net erlendis. Frá árinu 1998 hefur velta beggja fyrirtækja um það bil tífaldast og samkvæmt áætlunum fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir um 10,5 milljarða króna veltu og að yfir 90% af tekjum samstæðunnar komi erlendis frá. Þá gera áætlanir ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða króna hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Hagnaður eftir skatta fyrir árið 2002 er áætl- aður um 1,7 milljarðar króna. Delta og Omega Farma hyggja á aukna útrás  Áætluð ársvelta/21 AFTAKAVEÐRIÐ sem gekk yfir landið um helgina var einna verst í Staðarsveit og Breiðuvík á Snæ- fellsnesi þar sem mörg útihús urðu fyrir barðinu á veðurofs- anum. Mikið tjón varð einnig í Lýsuhólsskóla. Á myndinni má sjá þá Einar Magnússon og Björn Tryggvason, skoðunarmenn hjá Vátrygginga- félagi Íslands, meta tjónið sem varð á gömlu fjárhúsi og hlöðu við bæinn Hlíðarholt í Staðarsveit. Fjallið Kambshaus er í baksýn. Morgunblaðið/RAX Skoðun- armenn meta tjónið  Fárviðri/14 NOKKRIR hópar starfsmanna Landspítala – háskólasjúkrahúss fengu um mánaðamótin bréf þar sem þeim var tilkynnt að farið yrði fram á breytingar á starfskjörum þeirra. Er þar átt við starfshlutfall og fastar yfirvinnugreiðslur. Í febrúar á að ræða við nokkurn hóp starfsmanna sem þannig er ástatt um. Til greina kemur að minnka starfshlutfall þeirra og fella niður fastar yfirvinnu- greiðslur. Þessi kjör eiga við um margar stéttir. Verði teknar ákvarðanir um slíkar breytingar þarf að segja þeim kjörum form- lega upp með þriggja mánaða fyr- irvara. Með þessu er hugmyndin sú að forðast í lengstu lög beinar upp- sagnir. Einnig er ætlunin að nýta starfsmannaveltu sem mest, þ.e. að ráða ekki í stað þeirra sem hætta. Talið er að ekki verði kom- ist alveg hjá uppsögnum en reynt verður einnig að bjóða tilfærslur í störfum. Boða breytingar á starfs- kjörum STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra mun í dag eiga fund með Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra um skýrslu nefndar sem fjallað hefur um störf Þengils Oddssonar, trúnaðar- læknis Flugmálastjórnar. Í skýrsl- unni er komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun Þengils að gefa út heilbrigðisvottorð til flugmanns með skilyrðum hafi verið óheimil og hafi farið gegn góðum stjórnsýsluhátt- um. „Samgönguráðuneytið hefur sent Flugmálastjórn Íslands skýrslu út- tektarnefndarinnar. Jafnframt hefur ráðuneytið lýst þeirri skoðun sinni að í skýrslunni felist alvarleg áminn- ing um að stjórnsýslu Flugmála- stjórnar hafi verið áfátt við útgáfu heilbrigðisvottorðs og flugskírteinis til flugmannsins,“ sagði samgöngu- ráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem skýrslan var kynnt. Helgi Jóhannesson, lögmaður Þengils Oddssonar, sagði að Þengill hefði ávallt rækt sitt starf af trú- mennsku hvað varðar læknalög og þá ábyrgð sem því fylgdi að vera trúnaðarlæknir JAA hér á landi. Atli Gíslason, lögmaður flug- mannsins, sagðist telja að Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna myndi aldrei sætta sig við að Þengill Odds- son kæmi aftur til starfa. Ráðherra ræð- ir nefndarálit  Hefði átt/32 „MÉR þótti stórmerkilegt að vera lifandi,“ segir Bjarki Gunnarsson sem lenti í sjónum í höfninni á Skagaströnd á laugardaginn. Sólarhring áður munaði minnstu að hurð fyki í gegnum framrúðuna á bílnum hans en Bjarki náði að gefa duglega inn sem varð til þess að hurðin lenti á aftari hliðarrúðu. Tvisvar slapp hann því úr lífsháska um helgina. Rafmagn fór af á Skagaströnd aðfaranótt laugardags og komst ekki aftur á fyrr en um hádegi. Bjarki, sem er vélstjóri í rækju- vinnslunni á Skagaströnd, fór þá í rækjuvinnsluna til að tryggja að rafmagn kæmist aftur á frystiklefa. Að því loknu hugðist hann fara sömu leið til baka en vegna veðurs varð hann að skríða eftir stórum skafli. Var hann með slitin snjó- gleraugu og sá lítið út þegar hann skreið skáhallt upp í veðrið. „Svo sá ég eitthvað dökkt fyrir framan mig og af því að ég hafði farið svo oft þarna hélt ég að þetta væri mal- bikið,“ segir Bjarki. Hoppaði hann því fram af skaflinum og bjóst við að lenda á hörðu malbikinu. Hann hafði hins vegar borið nokkuð af leið og það sem hann taldi vera malbik var í raun sjórinn í höfninni. Bjarki segir að það hafi verið „dá- lítið svakaleg tilfinning“ að lenda á kaf ofan í köldum sjónum. Honum til happs synti hann bein- ustu leið að neyðarstiga á bryggj- unni og komst þannig að mestu upp úr sjónum. Snjóhengja hindraði þá för en eftir talsvert erfiði tókst honum að komast upp á bryggjuna. Rakti hann spor sín aftur að rækju- vinnslunni og þaðan hjálpuðu hon- um tveir björgunarsveitarmenn. Bjarki frétti síðar að tveir trillu- karlar hefðu verið litlu utar við bryggjuna en þeir heyrðu hvorki né sáu Bjarka í sjónum vegna há- vaða í veðrinu. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Fyrir aftan Bjarka Gunnarsson er snjóhengjan sem hann stökk fram af þar sem hann taldi að malbik væri fyrir neðan. „Stórmerkilegt að vera lifandi“  Slapp tvisvar/15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.