Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isWetzlar vill fá Rúnar Sigtryggsson / B1 Guðjón Þórðarson öskureiður eftir ósigur / B10 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM HALLDÓR Ágrímsson utanríkis- ráðherra fundaði með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í gær og kom þar fram að þeir vilja ekkert gera sem gæti truflað eða flækt stækkunarferlið innan ESB og eru því mjög nei- kvæðir gagnvart því að taka inn í ferlið samninga um Evrópska efna- hagssvæðið. Utanríkisráðherra sagði að fund- irnir með þremur framkvæmda- stjórum Evrópusambandsins í gær, Verhaugen, Patten og Lamy, en hann hitti þá hvern í sínu lagi, hafi verið mjög gagnlegir. Á fundunum hafi einkum verið til umræðu stækkun Evrópusambandsins og af- leiðingar þess fyrir Evrópska efna- hagssvæðið, en stækkun innri mark- aðarins sé jafnframt stækkun á markaði EES. „Við höfum haldið því fram og það er ósk okkar að það þurfi að taka til- lit til breytinga sem hafi orðið í Evr- ópusambandinu við þessa stækkun. Það hefur komið mjög skýrt fram í dag að þeir vilja ekkert gera sem hugsanlega gæti truflað eða flækt stækkunarferlið. Þess vegna eru þeir mjög neikvæðir gagnvart því að taka inn í stækkunarferlið samninga um Evrópska efnahagssvæðið jafn- vel þótt það séu sjálfsagðar breyt- ingar og leiðréttingar, “ sagði Hall- dór. Hann sagði að þótt fram hefði komið fullur skilningur á nauðsyn þess að gera breytingar á EES vilji þeir aðskilja þetta tvennt sem geti sett málið í mikla hættu. „Það gæti þýtt það að við stæðum frammi fyrir því að þurfa að sam- þykkja stækkunarferlið og stækkun innri markaðarins án þess að það væri tekið tillit til eðlilegra óska okkar og það er reynsla fyrir því að staðfesting slíkra samninga geti tekið mjög langan tíma,“ sagði Hall- dór. Hann sagðist telja að málið hefði skýrst heilmikið á fundunum í gær og því væri ekki lokið. Halldór sagði að hvað markaðs- aðgang varðaði lægi fyrir að ef eng- ar breytingar yrðu gerðar hefðum við betri aðgang að mörkuðum okk- ar í Austur- og Mið-Evrópu í dag en við hefðum gagnvart Evrópusam- bandinu. Ef ekkert yrði gert í þeim efnum myndu markaðsaðstæður okkar versna allmikið í umsóknar- löndunum. Það ætti til dæmis við um síldarafurðir. „Við getum ekki sætt okkur við það að á sama tíma og verið er að færa mál til meira frjálsræðis skuli okkar aðstæður versna. Okkur hef- ur tekist að koma þessu vel á fram- færi og menn hafa tekið því með já- kvæðum hætti að vinna í þessu máli áfram, en eins og með allt annað er ekkert sjálfgefið í því sambandi. Evrópusambandið er einfaldlega mjög upptekið af stækkunarferlinu og öllu sem fylgir því og margir hafa ekki almennilega áttað sig á því að það er jafnframt verið að stækka innri markaðinn til þessara þriggja landa sem standa utan Evrópusam- bandsins með þeim skuldbindingum og réttindum sem því fylgir fyrir okkur og viðkomandi lönd. Það á eftir að fara fram veruleg vinna áð- ur en niðurstaða fæst í það,“ sagði Halldór. Hann sagði að stefnt væri að því að ljúka öllum samningum sem varða stækkunina fyrir lok ársins, þannig að samþykkt þjóðþinganna geti átt sér stað á árinu 2003 og hún komið til framkvæmda í ársbyrjun 2004. Aðspurður hvort það væri ljóst að ekki yrði um uppfærslu EES-samn- ingsins að ræða fyrr en stækkunar- ferlið væri í höfn, sagði Halldór svo ekki vera. Viðræður hefðu átt sér stað undanfarið og það yrði fram- hald á þeim. „Það er mikilvægt fyrir okkur að um leið og við leggjum stækkunina fyrir Alþingi á Íslandi, væntanlega 2003, þá liggi fyrir hver staða okkar er á þessum sameig- inlega innri markaði. Þar af leiðandi komum við til með að leggja höf- uðáherslu á að þessi mynd sé alveg skýr,“ sagði Halldór. Hann bætti því við að ESB vildi aðskilja þessi mál. „Það er hugs- anlegt að hafa þau í sitthvoru skjal- inu en að okkar mati nauðsynlegt að málin fylgist að í gegnum staðfest- ingarferli um gjörvalla Evrópu.“ Utanríkisráðherra ræddi við þrjá framkvæmdastjóra ESB í gær Neikvæðir fyrir því að taka EES-samninga í stækkunarferlið Reuters Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti þrjá framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í Brussel í gær. Hér er hann með Chris Patten, sem fer með erlend samskipti innan framkvæmdastjórnarinnar. VEL á fimmta þúsund manns tók á móti íslenska landsliðinu, sem varð í fjórða sæti á Evrópumótinu í handknattleik í Svíþjóð, í versl- unarmiðstöðinni Smáralind í gær en þangað kom liðið beint frá Keflavíkurflugvelli. „Strákarnir okkar“ gengu inn í Vetrargarðinn við dynjandi lófatak og mikinn fögnuð gestanna sem beðið höfðu drjúga stund eftir að fagna liðinu. Greinilegt var að leikmenn íslenska liðsins voru hrærðir yfir móttökun- um og öllum þeim fjölda sem kom- inn var til að fagna árangri þeirra. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði landsliðið og sagði m.a. að liðið hefði veitt þjóð- inni mikla gleði. „Árangur lands- liðsins telst tvímælalaust til merk- ustu afreka í íþróttasögu okkar Íslendinga. Aldrei fyrr hefur ís- lenskt lið náð jafnlangt í keppni við öflugustu íþróttaþjóðir í heimi. Það er mikil gæfa fyrir litla þjóð að eiga slíka afreksmenn, íþróttahetjur sem vekja stolt með þjóðinni og eru æskunni fyrirmyndir.“ Að loknu ávarpi forseta Íslands afhenti Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, hverjum leikmanna blóm á meðan gestir kölluðu eftirnafn leikmannsins og klöppuðu honum lof í lófa. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra afhenti formanni HSÍ bréf til staðfestingar á 15 millj- óna króna styrk til HSÍ sem sam- þykktur var í ríkisstjórn á föstudag og HSÍ fékk afhentar tæpar 17 milljónir, sem söfnuðust meðal al- mennings og fyrirtækja hér á landi síðustu daga vegna árangurs lands- liðsins í Svíþjóð. Þá afhenti banka- stjóri Landsbankans HSÍ eina millj- ón króna vegna árangursins í Svíþjóð, en Landsbankinn hefur lengi verið helsti styrktaraðili HSÍ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fimmta þúsund manns fagnaði landsliðinu Sigfús Sigurðsson og Ólafur Stefánsson, markahæsti leik- maður Evrópumótsins, sem var greinilega mjög hrærður yfir hinum góðu móttökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.