Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR eru eflaust nokkuð margir sem láta vefjast fyrir sér að moka tröppurnar að heimili sínu sem þó eru ekki svo ýkja margar í flestum til- fellum. Þeir félagar, Sigurður Blöndal og Pétur Ásgeirsson, starfsmenn Akureyrarbæjar, fengu hins vegar það verkefni í gærmorgun að moka kirkju- tröppurnar svonefndu, leiðina frá miðbænum og upp á brekkubrúnina að Akureyr- arkirkju. „Þetta er ekki verra en hvað annað,“ sagði Pétur sem taldi að þrepin væru 107 talsins. Sigurður bætti við að þetta verkefni gæfi góða hreyfingu. „Þetta er fínasta tröppuþrek“. Hitaleiðsla er undir kirkjutröppunum og því afar fátítt að grípa þurfi til skóflunnar við að hreinsa þær, en að sögn Péturs gerist það svona tvisvar til þrisvar á ári. Aðstæður voru með þeim hætti fyrir helgi að lofkæling var mikil og svo tók að snjóa ótæpilega um helgina, þannig að hitaleiðslur höfðu ekki und- an að bræða. Því safnaðist mikill snjór í þrepin sem voru þar af leiðandi afar ógreiðfær. Þeir Pétur og Sigurður gerðu ráð fyrir að vera tvo og hálfan til þrjá klukkutíma með verk- ið, en þá er aðeins miðað við að mokað sé öðrum megin handriðs. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Blöndal og Pétur Ásgeirsson, starfsmenn Akureyrarbæjar, við snjómokstur í kirkjutröppunum, sem eru rétt rúmlega 100 talsins. Fínasta tröppu- þrek Hitaleiðslur höfðu ekki undan að bræða snjóinn TVÖ snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg, utan við Sauðanes norðan Dalvíkur um helgina og var vegurinn lokaður frá því seinnipartinn á föstudag og fram á sunnudagsmorgun. Fyrra flóðið féll á veginn um kl. 18 á föstu- dag en lögreglunni á Dalvík var ekki kunnugt um hvenær seinna flóðið féll. Snjóflóðin féllu á svipuðum stað, það fyrra var um 30–40 metra breitt og 2–3 metra hátt en seinna flóðið var heldur minna, að sögn Sævars Ingasonar, lögreglumanns á Dalvík. Vinna við að opna Ólafsfjarðarveg hófst á laugardagskvöld og var langt komin þegar ákveðið var að hætta mokstri. Vinna við verkið hófst síðan aftur aðfaranótt sunnudags, þar sem koma þurfti tveimur sjúklingum frá Ólafsfirði á sjúkrahús á Akureyri. Misræmi í upplýsingagjöf Snjóflóðin féllu í umdæmi Dalvík- urlögreglunnar en Sævar sagði að misræmis hafi gætt milli lögreglunn- ar og Vegagerðarinnar varðandi upplýsingar til almennings um hve- nær Ólafsfjarðarvegur yrði opnaður og að það þyrfti að laga. „Þetta varð m.a. til þess að fólk sem komst frá Akureyri til Dalvíkur við erfiðar að- stæður, komst svo ekki áfram til Ólafsfjarðar og varð að snúa við.“ Sævar sagði að helgin hefði verið róleg á Dalvík og að aðeins eitt óhapp hafi orðið í umferðinni, þar sem vélsleði rakst utan í kyrrstæðan bíl. „Það er rosalegt snjómagn í bæn- um og erfið færð en því miður er minna snjómagn í fjallinu en menn vonuðu,“ sagði Sævar en sem kunn- ugt er fer Skíðamót Íslands fram á Dalvík og Ólafsfirði í byrjun apríl nk. Félagar í björgunarsveinni Lands- björg voru til taks og aðstoðuðu heimamenn eftir mætti. Þá varð að fresta snjósleðakeppni sem fram átti að fara á Dalvík um helgina. Fjölmennt þorrablót en hljóm- sveitarmeðlimir veðurtepptir Jón Konráðsson, lögreglumaður í Ólafsfirði, hafði svipaða sögu að segja, helgin hefði verið róleg en að ekki væri mikill snjór í bænum og enn minna í fjallinu. „Það er frekar að snjórinn hafi fokið úr hlíðunum of- an í bæinn.“ Ólafsfirðingar héldu fjölmennt þorrablót á laugardags- kvöld og fór það vel fram þrátt fyrir að um helmingur hljómsveitarinnar hefði orðið veðurtepptur á Dalvík, m.a. söngvarinn og trommuleikar- inn. Gítarleikarar hljómsveitarinnar fengu þriðja gítarleikarinn til liðs við sig á staðnum og var leikið á þrjá gít- ara fyrir þorrablótsgesti, að sögn Jóns. Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg KRISTJÁN Már Magnússon sál- fræðingur flytur fyrirlestur um uppeldishætti og forvarnir í kvöld, þriðjudagskvöldið 5. febrúar. Fyr- irlesturinn verður fluttur í sam- komusal Lundarskóla og hefst hann kl. 20. Bryndís Arnarsdóttir forvarnar- fulltrúi svarar fyrirspurnum ásamt Kristjáni að fyrirlestrinum loknum. Það eru foreldra- og kennara- félög grunnskóla Akureyrar sem standa sameiginlega að þessum fræðslufundi, en þau efndu til nokk- urra slíkra sameiginlegra funda á síðasta vetri. ERILSAMT hefur verið hjá lögregl- unni á Akureyri síðustu daga við að aðstoða ökumenn sem hafa fest bíla sína á götum bæjarins eftir mikla snjókomu um helgina. „Við höfum mikið verið í því að kippa mönnum úr sköflum,“ sagði varðstjóri lögreglunnar. Lítið hefur þó verið um óhöpp, en ein bílvelta var á Svalbarðsströnd, við bæinn Breiða- ból, aðfaranótt sunnudags. Þá fipaðist ökumanni í slæmu skyggni er hann lenti á ójöfnu á veginum. Alfeiðing- arnar voru þær að bifreiðin valt út fyrir veg, en þeir þrír sem í bílnum voru sluppu án meiðsla. Um 20 tæki við snjómokstur Gunnþór Hákonarson, yfirverk- stjóri hjá Framkvæmdamiðstöð Ak- ureyrar, sagði að snjórinn væri óvenju klesstur, blautur og þungur og því tæki heldur lengri tíma að hreinsa götur en vanalega. Um 20 tæki voru við snjómokstur á götum bæjarins í gær, mánudag og var hafist handa við hreinsun kl. 5 að morgni og einhver tæki voru að til miðnættis. Þá hófst vaktin hjá starfsmönnum á tækjun- um að nýju kl. 5 nú í morgunsárið. „Við verðum búnir að hreinsa allt upp á miðvikudagskvöld,“ sagði Gunnþór, en þó gæti sett strik í reikninginn að áfram er spáð éljum norðanlands. Sakna Marra! Bæjarbúar kvörtuðu nokkuð, m.a. til lögreglu, vegna þess hve ógreið- færar götur voru í gærdag og höfðu jafnvel á orði að þeir söknuðu Marra, Hilmars Gíslasonar sem nýlega hefur látið af störfum bæjarverkstjóra. „Við erum að vinna eftir sama plani og áður hefur verið gert, en snjórinn er mjög erfiður viðureignar nú,“ sagði Gunnþór. Þá nefndi hann einnig að bæjarbúar væru orðnir góðu vanir, þar sem lítið hefði þurft að hreina göt- ur síðustu misseri, en þau hefðu verið óvenju snjólétt. Snjó kyngdi niður á Akureyri um helgina Þungur og klesstur snjórinn erfiður viðureignar HALLFRÍÐUR Kolbeinsdóttir opnar sýningu á batikverkum á veitingastaðnum Friðriki V. á Ak- ureyri í dag, þriðjudaginn 5. febr- úar. Á sýningunni, sem stendur út febrúarmánuð, eru 11 verk sem unnin voru á síðasta ári. Í sýningarskrá segir að batik sé samkvæmt heimildum bæði æva- forn og næsta ný listgrein. Batik er fyrst getið í Egyptalandi fyrir að minnsta kosti 2000 árum. Á Java og í Indónesíu mun hún hafa verið stunduð sem iðn- og list- grein. Batik hefur lítt verið stund- uð hér á landi, nema af Sigrúnu Jónsdóttur listakonu, sem nú er látin. Batiksýning á Friðriki V. Uppeldis- hættir og forvarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.