Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Enn meiri verðlækkun! 30-70% afsláttur Frábær tilboð t.d. Buffalo, Etnies, Converse með 50% afslætti - Margar gerðir Kringlan, sími 533 5150 MILLJÓNATJÓN varð í nokkrum húsum við Hafnargötu í Keflavík þegar sjór flæddi inn á neðri hæð húsanna í flóðunum á laugardag. Sjávarflóð urðu víðar á Suðurnesj- um, meðal annars í Innri-Njarðvík og á Vatnsleysuströnd. Starfsmenn Viðlagatryggingar Íslands skoðuðu ummerki flóðanna í gær og starfs- menn bæjarins unnu að lagfæring- um Vindur stóð á land í Keflavík þeg- ar lægðin gekk yfir Suðurnesin á laugardag. Á morgunflóðinu á laug- ardag stóð bráðabirgðavarnargarð- ur við Ægisgötu ekki fyrir sjónum, hann flæddi yfir götuna og ruddi sér leið inn um dyr á bakhliðum nokk- urra verslunarhúsa sem standa við Hafnargötu, aðalverslunargötuna í Keflavík, þrátt fyrir að búið hafi ver- ið að hlaða sandpokum fyrir neðri hliðar húsanna. Mikið tjón varð á húsunum og innbúi, tækjum og verslunarvörum á neðri hæð húsanna. 40 sentímetra djúpt Jón B. Björnsson, starfsmaður á veitingahúsinu Ránni, segir að hurð hafi gefið sig undan ágangi sjávarins og flætt inn á trésmíðaverkstæði, skrifstofur, eldhús, ganga og salerni. Hafi sjórinn verið 40 sentímetra djúpur, þegar mest var. Segist Jón hafa verið við vinnu á veitingastaðn- um til klukkan fimm um morguninn og þá hafi allt verið með felldu, þrátt fyrir óveðrið. Slökkviliðið hafi síðan vakið sig um klukkan tíu um morg- uninn, þá hafi aðvörunarkerfi farið í gang á Ránni. Rafmagnstafla hafði hitnað en höfuðrofa slegið út. Telur Jón að það kunni að hafa bjargað því að eldur varð ekki laus. Jón segir að tjón sé mikið á vélum, innanstokksmunum og húsnæðinu. Miklar skemmdir urðu á húsnæði og verslunarvörum á neðri hæð húsanna þar sem Sportbúð Óskars og Ljósboginn eru til húsa. Sigurður í Ljósboganum telur að tjón í verslun sinni skipti milljónum en fjöldi heim- ilistækja sem þar stóð á gólfi skemmdist. Óskar Færseth, kaup- maður í Sportbúð Óskars, segir að hluti af sumarvörunum hafi eyðilagst og jafnvel sogast út í sjó og sumt fór í kjallara næstu húsa. Fleiri húseig- endur urðu fyrir tjóni. Viðlagatrygging bætir tjón Slökkviliðsmenn aðstoðuðu við að dæla vatni úr húsunum og starfsfólk verslananna vann við að hreinsa til um helgina og í gær. Ægisgatan hvarf á um 200 metra kafla og skörð komu í sjóvarnargarðinn. Viðlagatrygging Íslands bætir tjón af völdum sjávarflóða, það er að segja á brunatryggðum fasteignum, innbúi og verslunarvörum. Starfs- menn Viðlagatryggingar fóru til Keflavíkur í gær til að kynna sér að- stæður. Ásgeir Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri segir að síðan verði tjónið væntanlega metið með form- legum hætti. Milljónatjón þegar flæddi inn í verslunarhús Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Sjór gekk víða á land í Reykjanesbæ. Á vegum Reykjanesbæjar er verið að lagfæra Ægisgötuna en hún eyði- lagðist á kafla í flóðunum um helgina. Keflavík FYRIRHUGAÐ er að leggja Ægis- götuna á uppfyllingu utan við núver- andi sjóvarnargarð og byggja þar öflugri varnargarð. Að sögn Viðars Más Aðalsteins- sonar, forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, var Ægisgatan lögð til bráðabirgða á nú- verandi stað. Búið sé að skipuleggja breytingu á henni en framkvæmdin sé ekki komin inn á framkvæmda- áætlun bæjarins. Jón B. Björnsson í Ránni segir að mikið óöryggi sé að geta alltaf átt von á flóðum yfir varnargarðinn. Viðar Már tók undir þau orð að at- burðir sem þessir gætu ýtt á eftir því að gripið yrði til varanlegra ráðstaf- ana til að verjast flóðum. Ætlunin er að beina umferðinni á þessa nýju götu þegar Hafnargöt- unni verður breytt. Áformað að byggja nýjan varnargarð Á ANNAÐ hundrað gestir komu á opið hús sem haldið var í Lyngseli í Sandgerði í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því starfsemi skamm- tímavistunarinnar hófst. Lyngsel er rekið af Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi og er hugsað sem skammtímadvöl fyrir börn og ung- linga, á aldrinum fjögurra til sex- tán ára. Sigríður A. Jónsdóttir for- stöðukona er ánægð með daginn, segir að hann hafi tekist vel. Reynt er að laga starfsemina að þörfum þjónustunotenda og fjöl- skyldna þeirra. Um þessar mundir er opið frá fimmtudegi og fram á mánudag en síðar í vetur verður opið í hálfan mánuð í einu. Til- gangurinn er að börn og ungt fólk með fötlun og foreldrar þeirra eða aðrir aðstandendur fái notið þjón- ustu til að létta álagi og njóta hvíldar. Einnig að ungmennin geti átt kost á neyðarvist ef aðstæður krefjast. Reynt er að hafa sem fjölbreytt- ast tómstundaúrval, við hæfi þeirra barna og ungmenna sem þar eru hverju sinni. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sigríður A. Jónsdóttir, forstöðukona Lyngsels, ásamt Bjarka Fannari Viktorssyni og Kjartani Ásmundssyni. Yfir 100 gest- ir á opnu húsi Sandgerði UNGUR maður slasaðist þegar bif- reið hans valt út af Hafnavegi á átt- unda tímanum að morgni laugar- dags. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er hann grunaður um ölvun. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík þar sem gert var að sárum hans. Slasaðist í útafakstri Hafnavegur MARJATTA Ísberg flytur erindi um lesblindu næstkomandi fimmtudag, kl. 20, á Bókasafni Reykjanesbæjar. Hún mun segja frá nýjustu kenning- um um uppruna lesblindu, kynna niðurstöður rannsóknar sinnar sem margir Suðurnesjabúar tóku þátt í og svara fyrirspurnum um efnið. Erindið er ætlað bæði kennurum og almenningi og þeir sem eru með einhverja lesblinda í fjölskyldunni eru sérstakleg hvattir til að mæta. Marjatta er fil.mag., sérkennslu- fræðingur, sem stundar nú doktors- nám við sálfræðideild háskólans í Jy- väskylä með lesblindu sem sérsvið. Erindi um lesblindu Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.