Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 18
SUÐURNES
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
Enn meiri verðlækkun!
30-70%
afsláttur
Frábær tilboð t.d. Buffalo, Etnies, Converse
með 50% afslætti - Margar gerðir
Kringlan, sími 533 5150
MILLJÓNATJÓN varð í nokkrum
húsum við Hafnargötu í Keflavík
þegar sjór flæddi inn á neðri hæð
húsanna í flóðunum á laugardag.
Sjávarflóð urðu víðar á Suðurnesj-
um, meðal annars í Innri-Njarðvík
og á Vatnsleysuströnd. Starfsmenn
Viðlagatryggingar Íslands skoðuðu
ummerki flóðanna í gær og starfs-
menn bæjarins unnu að lagfæring-
um
Vindur stóð á land í Keflavík þeg-
ar lægðin gekk yfir Suðurnesin á
laugardag. Á morgunflóðinu á laug-
ardag stóð bráðabirgðavarnargarð-
ur við Ægisgötu ekki fyrir sjónum,
hann flæddi yfir götuna og ruddi sér
leið inn um dyr á bakhliðum nokk-
urra verslunarhúsa sem standa við
Hafnargötu, aðalverslunargötuna í
Keflavík, þrátt fyrir að búið hafi ver-
ið að hlaða sandpokum fyrir neðri
hliðar húsanna. Mikið tjón varð á
húsunum og innbúi, tækjum og
verslunarvörum á neðri hæð
húsanna.
40 sentímetra djúpt
Jón B. Björnsson, starfsmaður á
veitingahúsinu Ránni, segir að hurð
hafi gefið sig undan ágangi sjávarins
og flætt inn á trésmíðaverkstæði,
skrifstofur, eldhús, ganga og salerni.
Hafi sjórinn verið 40 sentímetra
djúpur, þegar mest var. Segist Jón
hafa verið við vinnu á veitingastaðn-
um til klukkan fimm um morguninn
og þá hafi allt verið með felldu, þrátt
fyrir óveðrið. Slökkviliðið hafi síðan
vakið sig um klukkan tíu um morg-
uninn, þá hafi aðvörunarkerfi farið í
gang á Ránni. Rafmagnstafla hafði
hitnað en höfuðrofa slegið út. Telur
Jón að það kunni að hafa bjargað því
að eldur varð ekki laus.
Jón segir að tjón sé mikið á vélum,
innanstokksmunum og húsnæðinu.
Miklar skemmdir urðu á húsnæði
og verslunarvörum á neðri hæð
húsanna þar sem Sportbúð Óskars
og Ljósboginn eru til húsa. Sigurður
í Ljósboganum telur að tjón í verslun
sinni skipti milljónum en fjöldi heim-
ilistækja sem þar stóð á gólfi
skemmdist. Óskar Færseth, kaup-
maður í Sportbúð Óskars, segir að
hluti af sumarvörunum hafi eyðilagst
og jafnvel sogast út í sjó og sumt fór í
kjallara næstu húsa. Fleiri húseig-
endur urðu fyrir tjóni.
Viðlagatrygging bætir tjón
Slökkviliðsmenn aðstoðuðu við að
dæla vatni úr húsunum og starfsfólk
verslananna vann við að hreinsa til
um helgina og í gær. Ægisgatan
hvarf á um 200 metra kafla og skörð
komu í sjóvarnargarðinn.
Viðlagatrygging Íslands bætir
tjón af völdum sjávarflóða, það er að
segja á brunatryggðum fasteignum,
innbúi og verslunarvörum. Starfs-
menn Viðlagatryggingar fóru til
Keflavíkur í gær til að kynna sér að-
stæður. Ásgeir Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri segir að síðan verði
tjónið væntanlega metið með form-
legum hætti.
Milljónatjón
þegar flæddi inn
í verslunarhús
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Sjór gekk víða á land í Reykjanesbæ.
Á vegum Reykjanesbæjar er verið að lagfæra Ægisgötuna en hún eyði-
lagðist á kafla í flóðunum um helgina.
Keflavík
FYRIRHUGAÐ er að leggja Ægis-
götuna á uppfyllingu utan við núver-
andi sjóvarnargarð og byggja þar
öflugri varnargarð.
Að sögn Viðars Más Aðalsteins-
sonar, forstöðumanns umhverfis- og
tæknisviðs Reykjanesbæjar, var
Ægisgatan lögð til bráðabirgða á nú-
verandi stað. Búið sé að skipuleggja
breytingu á henni en framkvæmdin
sé ekki komin inn á framkvæmda-
áætlun bæjarins.
Jón B. Björnsson í Ránni segir að
mikið óöryggi sé að geta alltaf átt
von á flóðum yfir varnargarðinn.
Viðar Már tók undir þau orð að at-
burðir sem þessir gætu ýtt á eftir því
að gripið yrði til varanlegra ráðstaf-
ana til að verjast flóðum.
Ætlunin er að beina umferðinni á
þessa nýju götu þegar Hafnargöt-
unni verður breytt.
Áformað að
byggja nýjan
varnargarð
Á ANNAÐ hundrað gestir komu á
opið hús sem haldið var í Lyngseli
í Sandgerði í tilefni þess að tíu ár
eru liðin frá því starfsemi skamm-
tímavistunarinnar hófst.
Lyngsel er rekið af Svæð-
isskrifstofu um málefni fatlaðra á
Reykjanesi og er hugsað sem
skammtímadvöl fyrir börn og ung-
linga, á aldrinum fjögurra til sex-
tán ára.
Sigríður A. Jónsdóttir for-
stöðukona er ánægð með daginn,
segir að hann hafi tekist vel.
Reynt er að laga starfsemina að
þörfum þjónustunotenda og fjöl-
skyldna þeirra. Um þessar mundir
er opið frá fimmtudegi og fram á
mánudag en síðar í vetur verður
opið í hálfan mánuð í einu. Til-
gangurinn er að börn og ungt fólk
með fötlun og foreldrar þeirra eða
aðrir aðstandendur fái notið þjón-
ustu til að létta álagi og njóta
hvíldar. Einnig að ungmennin geti
átt kost á neyðarvist ef aðstæður
krefjast.
Reynt er að hafa sem fjölbreytt-
ast tómstundaúrval, við hæfi
þeirra barna og ungmenna sem
þar eru hverju sinni.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sigríður A. Jónsdóttir, forstöðukona Lyngsels, ásamt Bjarka Fannari
Viktorssyni og Kjartani Ásmundssyni.
Yfir 100 gest-
ir á opnu húsi
Sandgerði
UNGUR maður slasaðist þegar bif-
reið hans valt út af Hafnavegi á átt-
unda tímanum að morgni laugar-
dags.
Ökumaðurinn var einn í bílnum og
er hann grunaður um ölvun. Var
hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík
þar sem gert var að sárum hans.
Slasaðist í
útafakstri
Hafnavegur
MARJATTA Ísberg flytur erindi um
lesblindu næstkomandi fimmtudag,
kl. 20, á Bókasafni Reykjanesbæjar.
Hún mun segja frá nýjustu kenning-
um um uppruna lesblindu, kynna
niðurstöður rannsóknar sinnar sem
margir Suðurnesjabúar tóku þátt í
og svara fyrirspurnum um efnið.
Erindið er ætlað bæði kennurum
og almenningi og þeir sem eru með
einhverja lesblinda í fjölskyldunni
eru sérstakleg hvattir til að mæta.
Marjatta er fil.mag., sérkennslu-
fræðingur, sem stundar nú doktors-
nám við sálfræðideild háskólans í Jy-
väskylä með lesblindu sem sérsvið.
Erindi um
lesblindu
Keflavík