Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku amma, við
söknum þín, amma,og
við vitum að núna líður
þér vel því að þið afi er-
uð saman hjá Guði.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Guð geymi þig, amma.
Stelpurnar þínar
Eva, Þorbjörg og Berglind.
SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á
Teygingalæk í V-
Skaftafellssýslu 1.
apríl 1929. Hún lést á
Selfossi 24. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Prestbakka-
kirkju 2. febrúar.
Í dag, laugardaginn
2. febrúar, verður jarð-
sungin frá Prestbakka-
kirkju á Síðu, frú Sigríð-
ur Jónsdóttir húsmóðir
og bóndi á Prestbakka.
Athöfnin fer fram í
kirkjunni sem var henni
svo kær, enda stendur
kirkjan í túnfætinum á
Prestbakka.
Okkar vinskapur
hófst, er mér, ungum
drengnum, var útveguð
sumardvöl í sveit hjá
þeim heiðurshjónum
Siggu og Jóni. Ég held
að ég hefði ekki getað verið heppnari
með dvalarstað. Að sjálfsögðu var
fiðringur í maganum þegar foreldrar
mínir fylgdu mér í rútuna og ekki
held ég að hann hafi verið minni hjá
henni móður minni eftir að við kvödd-
umst. Ég settist upp í rútuna, stakk
höfðinu út um gluggann og sagði:
„Mamma, fer ég svo ekki bara út úr
rútunni þegar ég sé kirkju?“ En allt
gekk nú vel og komst ég loks á leið-
arenda eftir dags ferð og beið Jón
bóndi eftir mér við brúsapallinn.
Það var þreyttur ferðalangur er
kom að Prestbakka beint í kvöldmat-
inn.
Sigga hafði af sinni alkunnu gest-
risni og góðsemi viljað taka vel á móti
mér og var með nýja soðna ýsu í mat-
inn, sem var nú ekki auðfengin á þess-
um slóðum í þá daga. Ég verð að við-
urkenna að það sunkaði nú svolítið í
mér hjartað, því ég hélt að ég væri í
fríi frá ýsunni þarna fyrir austan. En
auðvitað lét ég sem ekkert væri, sett-
ist við matarborðið með heimilisfólk-
inu og fór að fá mér á diskinn. Leit
síðan yfir borðið og spurði: „en hvar
er HP sósan?“ Það sló þögn á mann-
skapinn og ekki veit ég hvað fólkið
hugsaði um borgarbarnið.
En það var nú aldeilis ekki alltaf
soðning í öll mál hjá frú Sigríði. Því
átti ég nú eftir að kynnast, því annar
eins listakokkur og bakari er vand-
fundinn. Ég veit að allir sem til
þekkja geta tekið undir það með mér.
Þau Sigga og Jón voru höfðingjar á
allan máta. Jón, þessi ljúfi, góði mað-
ur, sem aldrei sagði styggðaryrði við
nokkurn mann og Sigga þessi káta og
myndarlega húsmóðir, sem gerði allt
svo heimilislegt og skemmtilegt á
bænum. Þau voru ung hjón þegar að
ég kom fyrst að Prestbakka og voru
þá þegar búin að eignast þrjú börn,
þau Braga, Gurrý og Jonna. Annað
sumarið mitt á Prestbakka skrifaði ég
múttu fréttabréf úr sveitinni, sem í
stóð m.a.: „Sigga var mikið veik í nótt.
Hún var næstum því dáin, en hún dó
ekki. Hún eignaðist lítinn strák.“ Og
þarna um sumarnóttina bættist Rún-
ar í barnahópinn. Þær móðir mín og
Sigga hafa oft rifjað þessa frásögn
upp og haft gaman af. Já, minninga-
brotin eru mörg frá dvölinni á Prest-
bakka. Vináttubönd voru bundin sem
aldrei hefur borið skugga á og hefur
fólkið mitt alltaf verið svo hjartanlega
velkomið á Prestbakka. Nú er ég orð-
inn fullorðinn maður og búinn í gegn-
um tíðina að renna austur með konu
og börn og síðastlíðið sumar einnig
með lítinn afastrák, því allir vildu jú
komast í sveitina til hennar Siggu. En
nú barst sú sorgarfrétt að austan að
hún Sigga mín hefði veikst, en end-
irinn varð nú ekki með sama hætti og
sumarið góða.
Á þessari kveðjustund, sé ég Siggu
fyrir mér standandi á hlaðinu, eftir
faðmlög og kossa, veifandi með báð-
um höndum í kveðjuskyni eins og
hennar var háttur, þar til bíllinn
hverfur sjónum.
Systkinunum frá Prestbakka og
fjölskyldum þeirra, sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegustu samúðar-
kveðjur, um leið og ég bið góðan Guð
að geyma heiðurskonuna Siggu á
Prestbakka.
Haukur Ragnar.
Í dag kveðjum við hana Sigríði
Jónsdóttur frá Prestsbakka, mikla
heiðurskonu. Með þessum kveðjuorð-
um langar okkur til að minnast henn-
ar og þakka henni fyrir samfylgdina.
Fundum okkar Siggu bar fyrst
saman haustið 1974 þegar tekið var
við starfi héraðsdýralæknis í Kirkju-
bæjarklaustursumdæmi. Þá var hún
að vinna í sláturhúsinu jafnframt því
að vera aðaldriffjöðrin í að hugsa um
kýrnar heima á Prestsbakka. Eins og
gengur þá þurfti stundum á dýra-
lækni að halda og alltaf var jafn gott
að koma í fjósið til Siggu og Jóns og
sjá hvað þau hugsuðu vel um dýrin.
Að verki loknu bauð hún til bæjar og
sjaldnast stóðst maður freistinguna
að þiggja kaffi og kökur. Það var
sama að hvaða verki Sigga gekk, alls
staðar var sama snyrtimennskan, al-
úðin og velviljinn í fyrirrúmi. Þegar
ófærðarkaflar gengu yfir, engin mjólk
fékkst í Kaupfélaginu og stórt barna-
heimili kallaði á mjólk, þá var Sigga
ein af fáum konum í sveitinni sem við
báðum um að fá mjólk hjá, beint úr
tanknum.
Það sem stendur upp úr í minning-
unni um hana Siggu, er ástfóstrið sem
hún tók við börnin okkar fjögur. Elstu
strákarnir fengu að vera hjá henni í
sveit nokkrum sinnum, öll fjölskyldan
fór oft í heimsókn og smám saman
skapaðist sú venja hjá krökkunum að
kalla hana Siggu ömmu, slík var ást-
úðin sem hún sýndi þeim, þó vanda-
lausum. Alltaf mundi hún eftir afmæl-
isdögum þeirra og sendi þá kort með
kveðjum og fleiru. Börnin okkar biðja
fyrir sérstakar samúðarkveðjur til
hinna mörgu ömmubarna hennar
Siggu, þau skilja best hvað þau hafa
misst mikið.
Öll sendum við eftirlifandi ástvin-
um innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að blessa minningu
þessarar góðu konu.
Halldór, Steinunn og börn.
Hún Sigga á Prestsbakka er
skyndilega farin. Lífsbók hennar hef-
ur verið skellt aftur með látum. Hvers
vegna í ósköpunum gerðist það? Ég
fékk hana Siggu í arf frá föður mínum
þegar ég var smá stelpukrakki. Hann
var 6 sumur í sveit hjá henni sem
strákur og síðar útvegaði ég mér sjálf
pláss hjá henni og var sömuleiðis 6
sumur og meira til því ég fór austur
hvenær sem færi gafst, um áramót og
páska og oftar ef tækifæri gafst til.
Það var alltaf eins og einhver ósýnileg
taug togaði mig aftur og aftur austur.
Það var einfaldlega gott að vera hjá
Siggu og Jóni.
Þegar ég hugsa til baka eru minn-
ingarnar geysimargar, við Sigga sam-
an úti á vesturtúni að raka dreif og
hlusta á síðdegissöguna í ferðaút-
varpinu, gangandi um heiðina ýmist
til að sækja kýrnar eða fara inn undir
girðingu í réttirnar. Stundum geng-
um við um heiðina, mýrina og Akur-
hólinn af hreint engu tilefni, bara til
að ganga saman. Eða þegar loftið í
eldhúsinu hrundi eina nóttina og
hrúgan lá á gólfinu þegar allir komu á
fætur næsta morgun, þá var bara tek-
ið til við að moka. Mér fannst gamla
húsið frábært hús þegar ég var
krakki og ekki síst gamli stiginn niður
í kjallara sem var svo slitinn að ef
maður rann til í efstu þrepum, þá
rann maður á rassinum alla leið niður
á gólf. Þótt maður væri svolítið aumur
á eftir var samt hægt að hlæja að öllu
saman eftir á. Sigga sá alltaf fyndnu
hliðarnar á málunum og áttum við því
margar skondnar stundir. Bestur
fannst mér eldhúsglugginn því hann
náði alveg niður að eldhúsbekknum
og alloft þegar Sigga var að baka
hafði hún gluggann galopinn og þá
kom Elding og stakk sínum stóra
haus inn um gluggann til að sníkja sér
kökur og kleinur, kumraði dálítið í
þakkarskyni. Svo stóð hún þarna iðu-
lega áfram gónandi á Siggu að sýsla í
eldhúsinu. Svo kom að því að ég átti
að læra að mjólka. Það leist mér hins
vegar hreint ekkert á svo að í hvert
sinn sem Sigga minntist á þetta flýtti
ég mér að binda kýrnar á básana og
lét mig svo hverfa. Þegar ég taldi
mjöltum lokið birtist ég aftur í fjósinu
eins og ekkert hefði í skorist og fór út
með kýrnar en Sigga vissi ekkert
hvað af mér hafði orðið – og ég sem
hefði átt að læra að mjólka. Svona
slapp stelpuóhemjan heilt sumar en
næsta sumar á eftir kunni Sigga orðið
tökin og minntist ekkert á mjaltalær-
dóm fyrirfram heldur greip mig glóð-
volga einn daginn, rétti mér mjalta-
tækin og sagði að nú væri kominn tími
til að læra að mjólka. Þar með varð
ekki lengur skotist undan skyldunni.
Seinna, þegar ég hætti að vera í
sveit og leiðin lá til annarra hluta leið
þó aldrei langur tími á milli heim-
sókna, enn togaði sveitin og var haldið
þangað á hestamannamót, í réttir, á
þorrablót, um áramót og páska og yf-
irleitt flestar helgar sem hægt var. Á
hverju sumri tók ég svo hálfs mán-
aðar sumarfrí áður en skólinn byrjaði
á haustin. Allt gert til að komast aust-
ur til Siggu og Jóns.
Árin liðu og Árni kom til sögunnar.
Hann kom með mér í sveitina og urðu
þau Sigga sérstakir einkavinir. Við
fórum í heimsókn eins oft og hægt
var, stundum einu sinni í mánuði allt
árið um kring eða eftir því sem veður
og færð leyfði. Árni naut þess að færa
henni Siggu sinni eitthvað í hvert
sinn, venjulegast nokkur kíló af fiski.
Alls konar fiski því hún hafði mikið
dálæti á slíkum mat. Á sumrin veiddi
hann oft silung og sjóbirting þarna
fyrir austan og skildi góðan hluta
aflans eftir handa Siggu. Svo dund-
uðu þau saman í garðinum, hann við
að slá og raka á meðan hún sýslaði við
blómin. Honum þótti ekki leiðinlegt
að rétta henni hjálparhönd við hvað
sem þurfti.
Dætur okkar Árna komu til sög-
unnar og í ljósi þess hve þeim þótti af-
skaplega vænt um hana vöndust þær
á að kalla hana ömmu. Hún var ein-
faldlega amma í sveitinni, fyrir þeim
var það sjálfsagður hlutur. Hún lét
líka ýmislegt eftir þeim, svo sem að
búa til kakósúpuna góðu sem var í svo
miklu uppáhaldi hjá þeim. Nú eða
„ullarbrauðið“ handa mér. Það var
svo sem ævinlega dekrað við mig líka.
Og nostrað við Árna á alla lund, séð til
þess að alltaf væri til kaffi handa hon-
um á könnunni þótt auðvitað gætum
við vel hellt upp á sjálf. Svo var henni
umhugað um að vel færi um hann ef
hann var slæmur í bakinu. Náð í púða
handa honum og ýmislegt þess hátt-
ar. Svona var Sigga, alltaf að hugsa
um aðra en vildi minnst láta hafa fyrir
sjálfri sér.
Nú er óvænt komið að leiðarlokum
hjá Siggu, við það verður ekkert ráð-
ið. Ekki munum við lengur spjalla
saman á morgnana yfir kaffibolla og
hringingar okkar á milli verða ekki
fleiri, undantekningarlaust spurði
hún mig að því hvenær við kæmum
næst. Það verður heldur ekkert meira
þras yfir því að við Árni skyldum hafa
komið við í búð á leiðinni og keypt í
matinn. Hún neitaði ávallt að hlusta á
mín rök fyrir því að ég borgaði til
heimilisins með því að kaupa í matinn.
Ekki mátti ég heldur elda matinn eða
gera of mikið af húsverkum, heldur
átti ég bara að slappa af. Ég svaraði
þá oft með því að fara út og kaupa
meiri mat. Upp úr því hófst þá enn
meira þras sem endaði þó alltaf með
því að við hlógum að allri vitleysunni
og fórum út í göngutúr eða fengum
okkur kaffi og konfektmola. „Svona,
vertu nú ekki að þessari vitleysu,
stelpa, og fáðu þér bara kaffi og mola
með,“ sagði hún gjarnan. Gönguferð-
um okkar Siggu er nú einnig lokið en
ég trúi því að hún gangi með okkur
öllum í anda og fylgist vel með bæði
fjölskyldu sinni og vinum. Nú er hún
með honum afa og hafa þau eflaust átt
góða endurfundi á himnum.
Hvíli þau bæði í friði.
Heiða og Árni,
Kristjana H.
Margrét J.
og Hafdís Eva.
Það er ekki oft að maður hittir fyrir
í lífinu manneskju eins og Siggu á
Prestbakka. Kynni okkar hófust þeg-
ar ég fór að venja komur mínar á
Prestbakka í sumarkot fjölskyldu
mannsins míns, sem var systursonur
Siggu. Hún tók mér opnum örmum
frá fyrsta degi og góðmennska henn-
ar og hlýja í garð okkar hjóna og
barna okkar var einstök. Heimili
hennar stóð okkur ætíð opið og börn-
in nutu þess að leita til hennar. Við
hjónin vorum sérstaklega þakklát
Siggu þegar sonur okkar, Kristófer
Máni var skírður en þá lét hún sig
ekki muna um að leggja heimili sitt
undir skírnarveislu hans. Dóttir okk-
ar, Ólöf Sunna, brast í grát þegar ég
bar henni fréttina af ótímabæru frá-
falli Siggu. Hún óskar einskis heitar
en að fá „ömmu“ á Prestbakka aftur,
en það sama gildir reyndar um okkur
öll. Það verður ekki eins að koma í
sveitina eftir fráfall hennar en minn-
ing hennar mun lifa með okkur.
Börnum Siggu og öðrum ástvinum
sendum við hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Þórhildur.
,
"
G
? 2$
' <-
*&+./&
4#
-"
'
"+, "#
7 $(()
5
6
6
'
"
-,
# 91 2 '1 1 H%''
4 4
!$I4
F &(% J
F(%/)
!" -
4#
." -,
# '# , 4 + * '1
8#
' #
6
.
.
6
' !
#
!!
# 0 4 K0 DL& AM
0 @ N,
*&+./&
/6
'#
!"
O 8% '
. 4/' A 8P
9
6
6
.
.
1
.
" # D64 0$ .&@) '
@ <
13.
-,
#
*)
)+1 '1
21 D %'1
01%(/) D %'1