Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 33 ningars- varðandi llað um mgöngu- efndinni, r nefnd- ýsluvald. asemdir t nefnd- um þær að vinna eiðbein- r, óeðli- ðfinnslu- á verður din hafi varðandi sem átti ka sjálf- ggðist á rsjónar- ki skyldi ð mat á staklega ar varð- R-regln- a útilok- að slík undvall- Átti ekki að setja skilyrði í vottorðið Í nefndarálitinu er afdráttar- laust hafnað rökum Flugmála- stjórnar, sem fram komu eftir að áfrýjunarnefndin skilaði sínu áliti, um að Flugmálstjórn beri að skoða hvort gefa ætti út flugskírteini til flugmannsins með takmörkunum. Slík afstaða sé ekki málefnaleg eða eðlileg. „Hafi yfirlæknir heilbrigðis- skorar talið að niðurstaða úrskurð- arnefndar hafi byggst á misskiln- ingi eða ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sem þó verður vart ráðið af greinargerð úrskurðarnefndarinnar, hefði ver- ið eðlilegra að hann hefði beint fyr- irspurn þar um til nefndarinnar og óskað eftir endurskoðun eða aft- urköllun ákvörðunarinnar. Sú leið sem farin var, að skilyrða heil- brigðisvottorðið, þrátt fyrir ský- lausa niðurstöðu úrskurðarnefnd- arinnar, var óheimil og fór gegn góðum stjórnsýsluháttum,“ segir í áliti nefndarinnar. Nefndin var beðin um að skoða opinberar yfirlýsingar Þengils Oddssonar um þetta mál. Í áliti nefndarinnar segir að hún telji sér ekki fært að taka einstök ummæli Þengils til skoðunar sem fram hafi komið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda í mörgum tilvikum um að ræða óbeinar tilvitnanir eða til- vísanir sem ekki sé fært að stað- reyna. „Nefndin telur þó rétt að víkja að fyr- irspurnum þeim sem Þengill Odds- son beindi til tiltek- inna erlendra flug- málastjórna í þessu tiltekna máli, ann- ars vegar á árinu 1999 og hins vegar á árinu 2001. Gögn varðandi þessar fyr- irspurnir liggja fyr- ir í málinu. Ljóst er að fyrirspurnirnar eru í formi stuttra orðsendinga sem m.a. lúta að end- urkomuáhættu vegna sjúkdóms sem lýst er með al- mennum hætti, en upplýsingar voru m.a. gefnar að þessu leyti í ákveðnu hlut- falli af hundraði (%). Ljóst er að svör við fyrirspurn- um þessum geta ekki talist þess eðlis að þau hafi ein og sér getað verið grundvöllur synjunar á út- gáfu heilbrigðisvottorðs Á[rna G. Sigurðssonar flugmanns] og geta ekki talist jafngilda ítarlegum rannsóknum og athugunum, sem gerðar voru hér á landi að þessu leyti. Það verður ekki talið að til- vísuð gögn hafi getað skotið stoð- um undir staðhæfingu um að flug- öryggi á Íslandi væri ekki gert jafnhátt undir höfði og í öðrum ríkjum.“ Landlæknir með sérálit um læknisfræðilegan þátt málsins Sigurður Guðmundsson land- læknir lýsir sig sammála í megin- dráttum áliti nefndarinnar. Hann segist þó vilja gera sérstaka grein fyrir nokkrum atriðum varðandi læknisfræðilegan þátt málsins. Sigurður segir að enginn ágreingur hafi verið um sjúkdóms- greiningu flugmannsins. Sjúk- dómseinkennin hafi gengið full- komlega til baka og vel hafi gengið að ná tökum á megináhættuþátt- um sjúkdómsins, háþrýstingi og hækkaðri blóðfitu. „Telja verður því flugmanninn heilbrigðan,“ seg- ir Sigurður. Sigurður segir hins vegar að læknisfræðilega snúist málið ekki um heilbrigði flugmannsins heldur líkur á að hann fái einkenni um heilaæðasjúkdóm sinn aftur. Nið- urstöður rannsókna á endurkomu- líkum séu nokkuð á reiki eins og al- gengt sé um vandmál af þessu tagi. Rannsóknir sem gerðar hafi verið í Svíþjóð, miðvesturríkjum Banda- ríkjanna (þar sem einkum býr fólk af skandinavískum uppruna) og Ítalíu gefi til kynna að endurkomu- líkur sjúkdómsins geti verið á bilinu 1–2% og upp í um það bil 10% árlega. „Því kemur það síður en svo á óvart að lækna kunni að greina á um hverjar hinar tölulegu líkur á endurkomu séu á hverjum tíma. Slíkur skoðanamunur er uppi nánast á hverjum degi í venjulegu klínísku starfi,“ segir í áliti Sigurð- ar. Sigurður víkur síðan að JAR- reglum og segir: „Er þar miðað við að ekki megi vera meira en 1% lík- ur á nefndum atburði, séu líkurnar meiri beri ekki að taka áhættuna sem af atburðinum gæti hlotist. Þessi regla, „1% reglan“, hefur hvergi lagaígildi í Evrópu en er til viðmiðunar. Hún er skynsamleg og vel ígrunduð faglega, en er að sjálfsögðu háð mati. Beiting ofan- greindrar 1% reglu í því máli sem hér um ræðir hefði þýtt að væru líkur á endurteknum blóðþurrðar- sjúkdómi í heila flugmanns taldar meiri en 1% ætti ekki að veita hon- um flughæfnisskírteini.“ Afstaða Þengils byggðist á gildum læknisfræðilegum rökum Sigurður segir að í þessu máli hafi legið fyrir umsögn taugasjúk- dómalæknis sem taldi endurkomu- líkur sjúkdómsins, miðað við óbreyttar aðstæður, geta lægstar verið 4%. Úrskurðarnefndinni hafi verið kunnugt um 1% regluna „og jafnframt að hún hefði ekki laga- gildi á Íslandi“. Sigurður vekur at- hygli á því að nefndin taldi end- urkomulíkur sjúkdómsins mjög litlar en hún hafi hins vegar ekki metið áhættu í tölulegu formi. „Í samantekt er því ljóst að nið- urstaða trúnaðarlæknis Flugmála- stjórnar um að skilyrða útgáfu fluglæknisvottorðs byggðist á gild- um læknisfræðilegum rökum. Stjórnsýslulega hefði verið ástæða til að standa öðruvísi að málum, í þá veru að leita hefði átt álits úr- skurðarnefndar á því að setja skil- yrði fyrir flughæfnisvottorði. Hér verður þó að minna á mjög flóknar reglur sem að þessu máli lúta en til þess má rekja hluta þess vanda sem mál þetta hefur valdið.“ Ekki fengust í gær viðbrögð frá Flugmálastjórn við skýrslunni. rúnaðarlæknis Flugmálastjórnar skilar áliti að leita álits narnefndinni Morgunblaðið/RAX Flugmálastjórnar var óheimilt að isvottorð til flugmanns með skil- nefndar sem skoðað hefur störf r telur að afstaða trúnaðarlækn- gildum læknisfræðilegum rökum. r spurður hvort Þengill Odds- ftur til starfa nú þegar úttekt á störfum hans. málefni flugmálastjóra að svara Oddsson hefur unnið á grund- kasamnings sem trún- og yfirmaður heilbrigð- að er á ábyrgð flugmálastjóra nn hagar þeim málum, en það st aðFlugmálastjórn þarf að mál alveg sérstökum tökum og stjórnsýslan sé eins og hún á hagsmunir, í þessu tilviki flug- ekki fyrir borð bornir.“ efur rækt starf sitt af trúmennsku hannesson, lögmaður Þengils sagði að Þengill hefði ávallt arf af trúmennsku hvað varðar g þá ábyrgð sem því fylgdi að arlæknir JAA hér á landi. óumdeilt og hann kvaðst telja hefði mátt geta þess í skýrsl- ngill í störfum sínum á ein- hvern hátt misstigið sig í íslenskri stjórn- sýslu má skrifa það á reikning þess að það er óskýrleiki í íslensku reglunum gagnvart þeim útlendu. Hann er ólög- lærður maður en er að leitast við að gegna sínu starfi af trúmennsku sem læknir. Enda kemur það líka fram í sér- áliti Sigurðar Guðmundssonar landlæknis, að hann telur að þessi niðurstaða Þengils sé byggð á læknisfræðilegum rökum. Þengli hefur verið legið það á hálsi að hafa verið að sverta sjúkrasögu flug- mannsins í fyrirspurnum sínum til út- lendra sérfræðinga. Í skýrslunni er engin athugasemd gerð við samskipti Þengils við útlenda sérfræðinga út af þessu máli sem við túlkum á þann veg að þar sé ekk- ert ámælisvert að finna.“ Helgi sagði mikilvægt að hafa í huga að Þengill Oddsson hefði engra persónulega hagsmuna að gæta í sambandi við hvaða flugmenn fengju að fljúga hjá Flugleiðum eða öðrum aðilum. „Þengill hefur ekki horn í síðu þessa flugmanns. Hann kemur að þessu máli sem fagmaður og leitast við að svara þeirri spurningu hvort flugmað- urinn uppfyllir skilyrði JAA-reglna sem hann hefur undirgengist að vinna eftir.“ Sættum okkur ekki við að Þengill komi aftur til starfa Atli Gíslason, lögmaður Árna G. Sig- urðssonar flugmanns, sagðist vera mjög ánægður með skýrslu nefndarinnar. „Þetta felur í sér mikinn áfellisdóm yfir trúnaðarlækninum og Flugmálastjórn. Flugmálastjórn hefur virt réttindi hans að vettugi og orðið honum og öðrum til stór- tjóns.“ Atli var spurður hvort hann teldi að í skýrslunni væri að finna það þungan áfell- isdóm yfir trúnaðarlækni Flugmála- stjórnar að hann ætti ekki að koma aftur til starfa. „Ég hygg að umbjóðendur mínir, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, muni aldrei sætta sig við að hann komi aftur til starfa. Þeir geta ekki treyst honum eftir það sem á undan er gengið. Komi hann til starfa aftur munum við krefjast þess að hann víki sæti í hvert sinn sem þeirra fé- lagsmaður á hlut að máli,“ sagði Atli. ráðherra um niðurstöður nefndarinnar jórnsýslu Flugmálastjórnar BRESKA dagblaðið The Observersagði frá því í frétt um helgina aðvísindamönnum hjá Íslenskri erfðagreiningu hefði tekist að staðsetja erfðavísi sem stjórnar heilbrigði og langlífi aldraðra og nefnir blaðið umrætt gen ,,Metú- salemsgen“. Þessi uppgötvun hafi aukið vonir vísindamanna um að geta búið til lyf sem auki líkurnar á langlífi, að því er segir í frétt netútgáfu Observer. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreining- ar, að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að þetta verði mögulegt. Fleiri fréttamiðlar í Evrópu hafa í kjölfarið tekið upp frétt The Ob- server. Rannsóknaráfanginn var birtur í október 2000 Hópur sjö vísindamanna hjá ÍE hefur um árabil starfað að rann- sóknum á áhrifum erfða á langlífi og voru þessar rannsóknarniður- stöður, sem greint er frá í the Ob- server, birtar í fagtímaritinu European Journal of Human Genetics í október árið 2000. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá ÍE í gær hafa ekki verið birtar opinberlega neinar nýjar niður- stöður úr þessari rannsókn frá því greinin birtist. Í framhaldi af birtingu hennar, eða í júlí árið 2001, var hins vegar haldið stórt málþing á vegum sam- starfshóps 30 innlendra og er- lendra vísindamanna þar sem bornar voru saman niðurstöður rannsókna á áhrifum erfða og um- hverfis á langlífi. Í frásögn Morgunblaðsins af þeirri ráðstefnu sagði Kári Stef- ánsson, að rannsókn ÍE á langlífi hafi sýnt fram á, svo ekki verður um villst, að langlífi erfist milli kynslóða. Eru miklar vonir bundn- ar við áframhaldandi rannsóknir á umræddum erfðavísi en næsta skref er að einangra genið og finna afurðir þess. Samstarfshópurinn sem kom saman á málþinginu sl. sumar nýt- ur styrks frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og er gert ráð fyrir að hann komi saman á nýjan leik á þessu ári þar sem vísindamenn- irnir beri saman bækur sínar. Rannsóknir ÍE á langlífi vekja athygli erlendis GERT er ráð fyrir að kostnaður við bólusetningu barna frá fyrsta ári og til 18 ára unglinga vegna meningókokka C hlaupi á tugum milljóna, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Þessi hópur er kringum 50 þúsund manns. Heilbrigðisráðherra hefur falið honum að hefja undirbúning og segir Haraldur fyrsta skrefið að leita tilboða í bóluefni. Sýking af völdum meningókokka baktería getur leitt til heilahimnu- bólgu en hérlendis hafa gerðirnar B og C einkum valdið sjúkdómum. Einkenni um heilahimnubólgu seg- ir Haraldur einkum vera hita, breytingu á meðvitundarástandi, útbrot, marbletti og blæðingar. Segir hann brýnt að greina sjúk- dóminn snemma og hefja sýkla- lyfjagjöf en hann segir hana oft ekki duga til. Bólusetning sé öflugasta vörnin og segir hann öflugt bóluefni kom- ið á markað og dugi ein bólusetn- ing hjá þeim sem eru 12 mánaða og eldri. Hann segir bólusett fólk sjaldnast sýkjast og bólusetning geti komið í veg fyrir faraldur. Tæpur aldarfjórðungur er síðan sjúkdómurinn gekk sem faraldur hérlendis. Reynsla í Bretlandi hafi verið góð en þar og á Írlandi hefur verið tekin upp al- menn ungbarnabólu- setning. Haraldur segir bóluefni fáanlegt gegn C-gerðinni en árlega koma upp hér um 10 tilfelli sem rakin eru til hennar. Einn af þeim tíu að meðaltali deyr af sjúkdómnum og segir sótt- varnalæknir því mikilvægt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir dauðsföll. Ástæðan fyrir miklum kostnaði við bólusetningu er að í byrjun þarf að bólusetja alla árganga frá þriggja mánaða aldri til 18 ára, alls um 50 þúsund manns. Haraldur segir það e.t.v. unnt á einu ári en telur líklegra að verkinu verði skipt í áfanga. Fyrst verði mestu áhættuhóp- arnir bólusetttir, þ.e. börn á fyrsta ári til fimm ára aldurs og 14 til 18 ára unglingar. Þegar þessum áföngum væri náð yrðu börn bólu- sett á fyrsta ári. Gert er ráð fyrir að bólusetning gæti hafist seint á árinu gangi vel að fá nægilegt bóluefni. Há tíðni á Íslandi, Bretlandi og Írlandi Útbreiðsla sjúkdómsins er oft tilviljanakennd og segir sóttvarna- læknir að einn af hverjum tíu beri bakteríuna. Ekki sé vitað af hverju hún láti skyndilega og stundum á sér kræla svo skyndilega. Tíðnin sé mikil hérlendis, eins og í Bretlandi og Írlandi, og því sé rétt að taka upp þessar bólusetn- ingar. „Rétt er þó að taka fram að meningókokkasjúkdómi verður ekki með öllu bægt frá því enn er ekki til gott bóluefni gegn B-gerð- inni,“ segir Haraldur. Hann er að síðustu beðinn að rifja upp hvaða ung- barnabólusetningar séu gerðar hérlendis: „Þær beinast gegn barnaveiki, stíf- krampa, kíghósta, he- mophilus influenza b, sem tekin var upp árið 1989, rauðum hund- um, mislingum, hettusótt og löm- unarveiki. Ég geri svo ráð fyrir að bólu- setning gegn meningókokkum C falli að öðrum bólusetningum á börnum á fyrsta ári.“ Leitað tilboða í bóluefni vegna heilahimnubólgu Kringum 50 þúsund börn og unglingar bólu- sett í byrjun Útbreiðsla sjúkdómsins oft tilviljanakennd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.