Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 53
Les allar tegundir greiðslukorta
sem notuð eru á Íslandi.
Er með lesara fyrir snjallkort
og segulrandarkort.
Hraðvirkur hljóðlátur prentari.
Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT
Helgarleiga / Langtímaleiga
Smáskór
Suðurlandsbraut 52, Bláu húsin við Faxafen, sími 568 3919, fax 581 3919
Sérverslun með barnaskó
Síðasta vika útsölunnar
Enn meiri afsláttur
BJÖRN Bjarnason mennta-
málaráðherra opnaði formlega nýj-
an vef Foreldra- og styrktarfélags
heyrnardaufra (FSFH) sl. laug-
ardag. Nýja vefsvæðið var unnið af
nemendum Vefskóla Streymis, en
skólinn er starfræktur af upplýs-
ingafyrirtækinu IM.
Við opnun vefjarins á laugardag
fluttu tveir nemendur Vesturhlíð-
arskóla frumsamið ljóð, sem var
túlkað af táknmáli yfir á íslensku.
Þá ávarpaði Hjörtur H. Jónsson,
formaður FSFH viðstadda en at-
höfnin var öll táknmálstúlkuð.
Nemar úr Vesturhlíðarskóla
fluttu frumsamið ljóð á táknmáli.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra opnaði vef Foreldra-
og styrktarfélags heyrnar-
daufra formlega.
Vefsvæði
Foreldra- og
styrktarfélags
heyrnar-
daufra opnað
STÆRSTA byggingin á Blöndu-
ósi lét talsvert á sjá í veðurofs-
anum um helgina. Byggingin er
nefnd Votmúli og hýsir nokkur
fyrirtæki í bænum. Að sögn Her-
manns Ívarssonar, varðstjóra lög-
reglunnar á Blönduósi, urðu bæði
skemmdir á þaki og veggjum og
er norðvesturhluti hússins sýnu
mest skemmdur.
„Það er engu líkara en það hafi
sprungið upp úr þakinu á tveimur
stöðum í það minnsta,“ segir Her-
mann. Svo virðist sem hurð hafi
opnað á þeirri hlið sem sneri mót
vindi og krafturinn var svo mikill
að þakið lét undan. Einnig brotn-
uðu rúður á einkaheimilum og víð-
ar á Blönduósi. Sums staðar fauk
grjót á rúðurnar en ýmiss konar
brak var einnig á ferð og flugi í
veðurhamnum.
Veðrið var verst seinnipart
aðfaranætur laugardags og fram-
undir morgun. Lögreglumaður
sem hafði verið við gæslu á þorra-
blóti í Vestur-Húnaþingi var um
tíma veðurtepptur í Subaru-lög-
reglubíl skammt frá Blönduósi.
Ferðin hafði sóst hægt sökum
veðurs og vegna hins mikla hvass-
viðris gekk vél bílsins illa. Þegar
komið var að bænum Hjaltabakka
þótti lögreglumanninum ráðleg-
ast að stöðva bílinn og halda kyrru
fyrir.
Segir Hermann það í raun
mestu mildi að bíllinn hafi ekki
fokið út af. Björgunarsveitin á
Blönduósi náði í lögreglumanninn.
Samkvæmt sjálfvirkri veðurat-
hugunarstöð austan við Blönduós
fór vindurinn upp í 50 m/sek. en
talið er að innanbæjar hafi vind-
styrkurinn verið um 40 m/sek.
Lögregla fékk nokkrar tilkynn-
ingar um bíla sem fuku út af veg-
um en ekki er vitað um meiðsli á
fólki. Þá brotnuðu þær rúður í fé-
lagsheimili hestamanna á
Hvammstanga sem sneru móti
vindi.
Tjón á Blönduósi
í ofsaveðri
Blönduósi. Morgunblaðið.
RÖSKVA, samtök félagshyggju-
fólks við Háskóla Íslands, hefur
kynnt lista sína fyrir kosningar til
Stúdentaráðs og háskólaráðs, en
kosningar fara fram í Háskólanum
hinn 20. og 21. febrúar nk.
Listann til Stúdentaráðs skipa:
Ingvi Snær Einarsson lögfræði,
Gunnhildur Stefánsdóttir íslenska,
Eiríkur Gíslason verkfræði, Freyr
Gígja Gunnarsson guðfræði, Lillý
Valgerður Pétursdóttir stjórnmála-
fræði, Kristín Laufey Steinadóttir
lyfjafræði, Björgvin Ingi Ólafsson
hagfræði, Laufey Sveinsdóttir
hjúkrunarfræði, Sigrún Helga
Lund stærðfræði, Birna Guðbjarts-
dóttir læknisfræði, Páll Jakob Lín-
dal sálfræði, Bjargey Anna Guð-
brandsdóttir líffræði, Bjarni
Þórðarson ferðamálafræði, Heta
Lampinen jarðfræði, Jóhann Möll-
er viðskiptafræði, Dagný Bolladótt-
ir málvísindi/íslenska, Þorvarður
Tjörvi Ólafsson hagfræði.
Listann til Háskólaráðs skipa:
María Guðmundsdóttir tölvunar-
fræði, Birna Hlín Káradóttir lög-
fræði/stjórnmálafr., Jóhann Skag-
fjörð Magnússon sagnfræði,
Brynja Magnúsdóttir mannfræði/
frönsku, Héðinn Halldórsson
ítalska/sagnfræði, Dagný Jónsdótt-
ir íslenska.
Röskva kynnir lista
til Stúdentaráðs
og háskólaráðs
UNGMENNUM á aldrinum 14–
20 ára er boðið til samkeppni í
tilefni af fimmtíu ára afmæli
Norðurlandaráðs. Verkefni
keppninnar er Norðurlöndin nú
og eftir 50 ár. Senda má til dæm-
is ljóð, örstutta smásögu, lífs-
reynslusögu frá Norðurlöndum
nútímans eða stuta sögu um
framtíðina á Norðurlöndum.
Aðalverðlaunin eru flugferð
með Flugleiðum til einhvers
áfangastaðar á Norðurlöndum,
og taka má einn ferðafélaga með
sér. Fjöldi annarra verðlauna
verður veittur, meðal annars
geisladiskar og bækur.
Framlag hvers þátttakanda
má í mesta lagi vera ein A4-síða,
til dæmis í Word og má skrifa á
dönsku, sænsku, norsku, ís-
lensku eða finnsku. Veitt verða
ein aðalverðlaun fyrir besta
framlagið um Norðurlönd nú –
og/eða Norðurlönd eftir 50 ár.
Auk flugferðanna eru ýmis minni
verðlaun í boði.
Senda verður öll framlög í
samkeppnina í tölvupósti, þar á
að koma fram nafn, heimilisfang,
aldur og þjóðerni. Frestur til að
senda framlög til unginor-
den@nmr.dk rennur út 1. maí
2002. Nöfn verðlaunahafanna
verða birt opinberlega 3. júní
2002, svo þeir sem verðlaunin
hreppa geta ferðast til Norður-
landanna í sumarfríinu árið 2002.
Þátttakendum er velkomið að
láta myndskreytingar fylgja
framlagi sínu, að hámarki 500
kb. Myndskreytingarnar verða
að vera á jpg-, gif- eða tif-formi
og Norræna ráðherranefndin/
Norðurlandaráð áskilur sér rétt
til að birta þær opinberlega
ásamt meðfylgjandi texta. Í
dómnefnd sem fer yfir og velur
úr bestu framlögunum verða
meðal annars stjórnmálamenn
frá Norðurlandaráði.
Bestu framlögin verða birt á
www.norden.org/unginorden –
eða á skyldum norrænum vefsíð-
um. Upplýsingadeildin áskilur
sér rétt til að stytta framlög áð-
ur en þau eru birt. Hugsanlega
verða einhver framlög einnig birt
í prentuðum ritum í tengslum við
50 ára afmæli Norðurlandaráðs.
Nánari upplýsingar eru á
www.norden.org/unginorden.
Samkeppni meðal
norrænna ungmenna