Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 53 Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á Íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT Helgarleiga / Langtímaleiga Smáskór Suðurlandsbraut 52, Bláu húsin við Faxafen, sími 568 3919, fax 581 3919 Sérverslun með barnaskó Síðasta vika útsölunnar Enn meiri afsláttur BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra opnaði formlega nýj- an vef Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra (FSFH) sl. laug- ardag. Nýja vefsvæðið var unnið af nemendum Vefskóla Streymis, en skólinn er starfræktur af upplýs- ingafyrirtækinu IM. Við opnun vefjarins á laugardag fluttu tveir nemendur Vesturhlíð- arskóla frumsamið ljóð, sem var túlkað af táknmáli yfir á íslensku. Þá ávarpaði Hjörtur H. Jónsson, formaður FSFH viðstadda en at- höfnin var öll táknmálstúlkuð. Nemar úr Vesturhlíðarskóla fluttu frumsamið ljóð á táknmáli. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra opnaði vef Foreldra- og styrktarfélags heyrnar- daufra formlega. Vefsvæði Foreldra- og styrktarfélags heyrnar- daufra opnað STÆRSTA byggingin á Blöndu- ósi lét talsvert á sjá í veðurofs- anum um helgina. Byggingin er nefnd Votmúli og hýsir nokkur fyrirtæki í bænum. Að sögn Her- manns Ívarssonar, varðstjóra lög- reglunnar á Blönduósi, urðu bæði skemmdir á þaki og veggjum og er norðvesturhluti hússins sýnu mest skemmdur. „Það er engu líkara en það hafi sprungið upp úr þakinu á tveimur stöðum í það minnsta,“ segir Her- mann. Svo virðist sem hurð hafi opnað á þeirri hlið sem sneri mót vindi og krafturinn var svo mikill að þakið lét undan. Einnig brotn- uðu rúður á einkaheimilum og víð- ar á Blönduósi. Sums staðar fauk grjót á rúðurnar en ýmiss konar brak var einnig á ferð og flugi í veðurhamnum. Veðrið var verst seinnipart aðfaranætur laugardags og fram- undir morgun. Lögreglumaður sem hafði verið við gæslu á þorra- blóti í Vestur-Húnaþingi var um tíma veðurtepptur í Subaru-lög- reglubíl skammt frá Blönduósi. Ferðin hafði sóst hægt sökum veðurs og vegna hins mikla hvass- viðris gekk vél bílsins illa. Þegar komið var að bænum Hjaltabakka þótti lögreglumanninum ráðleg- ast að stöðva bílinn og halda kyrru fyrir. Segir Hermann það í raun mestu mildi að bíllinn hafi ekki fokið út af. Björgunarsveitin á Blönduósi náði í lögreglumanninn. Samkvæmt sjálfvirkri veðurat- hugunarstöð austan við Blönduós fór vindurinn upp í 50 m/sek. en talið er að innanbæjar hafi vind- styrkurinn verið um 40 m/sek. Lögregla fékk nokkrar tilkynn- ingar um bíla sem fuku út af veg- um en ekki er vitað um meiðsli á fólki. Þá brotnuðu þær rúður í fé- lagsheimili hestamanna á Hvammstanga sem sneru móti vindi. Tjón á Blönduósi í ofsaveðri Blönduósi. Morgunblaðið. RÖSKVA, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands, hefur kynnt lista sína fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs, en kosningar fara fram í Háskólanum hinn 20. og 21. febrúar nk. Listann til Stúdentaráðs skipa: Ingvi Snær Einarsson lögfræði, Gunnhildur Stefánsdóttir íslenska, Eiríkur Gíslason verkfræði, Freyr Gígja Gunnarsson guðfræði, Lillý Valgerður Pétursdóttir stjórnmála- fræði, Kristín Laufey Steinadóttir lyfjafræði, Björgvin Ingi Ólafsson hagfræði, Laufey Sveinsdóttir hjúkrunarfræði, Sigrún Helga Lund stærðfræði, Birna Guðbjarts- dóttir læknisfræði, Páll Jakob Lín- dal sálfræði, Bjargey Anna Guð- brandsdóttir líffræði, Bjarni Þórðarson ferðamálafræði, Heta Lampinen jarðfræði, Jóhann Möll- er viðskiptafræði, Dagný Bolladótt- ir málvísindi/íslenska, Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræði. Listann til Háskólaráðs skipa: María Guðmundsdóttir tölvunar- fræði, Birna Hlín Káradóttir lög- fræði/stjórnmálafr., Jóhann Skag- fjörð Magnússon sagnfræði, Brynja Magnúsdóttir mannfræði/ frönsku, Héðinn Halldórsson ítalska/sagnfræði, Dagný Jónsdótt- ir íslenska. Röskva kynnir lista til Stúdentaráðs og háskólaráðs UNGMENNUM á aldrinum 14– 20 ára er boðið til samkeppni í tilefni af fimmtíu ára afmæli Norðurlandaráðs. Verkefni keppninnar er Norðurlöndin nú og eftir 50 ár. Senda má til dæm- is ljóð, örstutta smásögu, lífs- reynslusögu frá Norðurlöndum nútímans eða stuta sögu um framtíðina á Norðurlöndum. Aðalverðlaunin eru flugferð með Flugleiðum til einhvers áfangastaðar á Norðurlöndum, og taka má einn ferðafélaga með sér. Fjöldi annarra verðlauna verður veittur, meðal annars geisladiskar og bækur. Framlag hvers þátttakanda má í mesta lagi vera ein A4-síða, til dæmis í Word og má skrifa á dönsku, sænsku, norsku, ís- lensku eða finnsku. Veitt verða ein aðalverðlaun fyrir besta framlagið um Norðurlönd nú – og/eða Norðurlönd eftir 50 ár. Auk flugferðanna eru ýmis minni verðlaun í boði. Senda verður öll framlög í samkeppnina í tölvupósti, þar á að koma fram nafn, heimilisfang, aldur og þjóðerni. Frestur til að senda framlög til unginor- den@nmr.dk rennur út 1. maí 2002. Nöfn verðlaunahafanna verða birt opinberlega 3. júní 2002, svo þeir sem verðlaunin hreppa geta ferðast til Norður- landanna í sumarfríinu árið 2002. Þátttakendum er velkomið að láta myndskreytingar fylgja framlagi sínu, að hámarki 500 kb. Myndskreytingarnar verða að vera á jpg-, gif- eða tif-formi og Norræna ráðherranefndin/ Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að birta þær opinberlega ásamt meðfylgjandi texta. Í dómnefnd sem fer yfir og velur úr bestu framlögunum verða meðal annars stjórnmálamenn frá Norðurlandaráði. Bestu framlögin verða birt á www.norden.org/unginorden – eða á skyldum norrænum vefsíð- um. Upplýsingadeildin áskilur sér rétt til að stytta framlög áð- ur en þau eru birt. Hugsanlega verða einhver framlög einnig birt í prentuðum ritum í tengslum við 50 ára afmæli Norðurlandaráðs. Nánari upplýsingar eru á www.norden.org/unginorden. Samkeppni meðal norrænna ungmenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.