Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 1
30. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. FEBRÚAR 2002 EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær mikilvægar breytingar á lögum um fjármálaþjónustu í því skyni að auka gagnsæi og koma í veg fyrir uppákomur á borð við Enron- hneykslið í Bandaríkjunum. Yfirgnæfandi meirihluti þing- manna samþykkti tillögur svokall- aðrar Lamfalussy-skýrslu en með þeim er einnig stefnt að því að koma á einum markaði fyrir fjármála- stofnanir í Evrópusambandsríkjun- um árið 2005. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, sagði í gær, að Enron-hneykslið væri víti til varnaðar þótt vinna við þessar laga- breytingar hefði hafist fyrir ári. „Það er margt að varast en ég mun ekki hér og nú fjalla um sam- bandið milli endurskoðenda og fyr- irtækja, svokallaðar hlutabréfa- ívilnanir og annað í þeim dúr en áherslan verður að vera á gagnsæi og tryggingar. Nokkuð hefur vant- að á, að hagsmuna sparifjáreigenda hafi verið gætt sem skyldi og það á einnig við um sum lífeyriskerf- anna,“ sagði Prodi. Stefnt er að því að samþykkja 42 einstakar lagabreytingar áður en sameiginlegi fjármálaþjónustu- markaðurinn verður að veruleika og er nú búið að afgreiða 25. Úti- standandi eru meðal annars ný reglugerð um lífeyrissjóði, misnotk- un markaðsráðandi stöðu og upp- lýsingagjöf frá fyrirtækjum. Gengi hlutabréfa lækkar Gengi hlutabréfa lækkaði all- nokkuð í Evrópu í gær og kom á hæla töluverðrar lækkunar í Asíu og Bandaríkjunum í fyrradag. Ástæða óróleikans er meðal annars afkomuviðvaranir og minni hagnað- ur ýmissa stórfyrirtækja og áhyggj- ur vestanhafs af Enron-hneykslinu. Óttast sumir, að hugsanlega sé sami feluleikurinn stundaður í bókhaldi einhverra annarra fyrirtækja. Ný lög um gagnsæi í fjármálaþjónustu Reynt að girða fyrir „Enron- hneyksli“ í Evrópu Strassborg. AFP.  Forstjóra stefnt/20 BRETAR og Spánverjar hafa að undanförnu átt í viðræðum um framtíð Gíbraltar og eru sammála um, að ekki komi til mála, að „Klett- urinn“ eins og þessi breska krúnu- nýlenda er oft kölluð, fái sjálfstæði. Fjölmiðlar höfðu það eftir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í gær, að óbreytt ástand gengi hins vegar ekki til lengdar og túlka margir það þannig, að Spánverjar muni brátt fá Gíbraltar aftur eftir tæp 300 ár. Íbúarnir, 30.000 manns, sem leggja metnað sinn í að vera breskari en allt, sem breskt er, mega ekki til þess hugsa og hafa efnt til margra funda eins og þess, sem myndin sýnir, til að mótmæla því. Reuters Þriggja alda yfirráðum að ljúka? ÞESSI aldraði maður virðist vera að skoða víraflækjuna yfir höfði sér en hún er bara hluti af götumynd- inni í Nýju-Delhí, höfuðborg Ind- lands. Þar er algengt að menn sæki sér rafmagnið sjálfir í næsta staur og geri sér litla rellu út af raf- magnseftirliti og rafmagnsreikn- ingum. AP Rafmögnuð götumynd í Nýju-Delhí COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að Bandaríkjamenn væru tilbúnir að ganga frá formlegum samningi við Rússa um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Þessi yfirlýsing Powells felur í sér stefnubreytingu af hálfu Banda- ríkjastjórnar, sem fram til þessa hafði sagt að óformlegt samkomu- lag, í raun yfirlýsingar beggja aðila um fækkun vopna, myndi duga í þessu viðfangi. Rússar höfðu á hinn bóginn kraf- ist þess að formlegur sáttmáli yrði gerður varðandi fækkun lang- drægra vopnakerfa. Powell lýsti yfir því á fundi með þingnefnd í gær að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu afráðið að leggjast ekki lengur gegn þessari kröfu Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta og undirsáta hans. Slíkt samkomulag mun því að lík- indum fela í sér eftirlitsákvæði. Í máli Powells kom ennfremur fram að rangt væri að líta svo á að Bandaríkjamenn hefðu beinlínis hótað ríkjum þeim, sem George W. Bush hefur sagt að fylli flokk „öx- ulvelda hins illa“ en þannig vísar forsetinn til Írans, Íraks og Norður- Kóreu. Powell kvað Bandaríkja- stjórn standa við þessa skilgrein- ingu en orð forsetans væru ekki til marks um að innrás í lönd þessi væri ráðgerð. Bandaríkjamenn hefðu aukinheldur ekki útilokað við- ræður við stjórnvöld í ríkjum þess- um. Hefur rétt fyrir sér eins og Reagan Powell sagði að orð forsetans minntu um margt á ummæli Ron- alds Reagans forseta, sem á sinni tíð sagði Sovétríkin vera „keisara- dæmi hins illa“. „Þetta hljómar kunnuglega...,“ sagði Powell og bætti við: „Kjarni málsins er sá að Ronald Reagan hafði rétt fyrir sér og að George Bush hefur nú rétt fyrir sér.“ Fallist á af- vopnunar- samning Washington. AP, AFP. FORSTJÓRI eins helsta nútímalista- safnsins í Bretlandi hefur sagt af sér eða öllu heldur verið rekinn fyrir að kalla verk sumra kunnustu lista- manna í landinu „ömurlegt rugl“. Ivan Massow, forstjóri Nútíma- listasafnsins (Institute of Contemp- orary Art), skýrði frá þessu í gær en tilefnið var grein, sem hann skrifaði um stöðu breskrar listsköpunar nú um stundir. Í henni segir hann, að breski listaheimurinn sé í þann veg- inn „að hverfa inn um óæðri endann á sjálfum sér“ og verk hinna margverð- launuðu konsept- eða hugmyndalista- manna Tracey Emins og Damien Hirsts kallar hann „hjákátlegt og öm- urlegt rugl“. Massow, sem er maður vel í álnum aðeins 34 ára gamall, var ráðinn til safnsins 1999 og þá einkanlega til að annast fjárútvegun og skipulagningu. Sagði hann, að stjórn safnsins hefði ekki líkað greinin og verið einhuga um að segja honum upp. Hirst varð frægur 1995 þegar hann vann til hinna eftirsóttu Turner- verðlauna fyrir eitt verka sinna. Fólst það í að saga í sundur kú og kálf og koma slátrinu fyrir í formaldehýði. Emin rétt missti af sömu verðlaunum 1999 fyrir óuppbúið rúm. Berorður safnstjóri rekinn London. AFP. STJÓRNVÖLD í Víetnam vildu í gær lítið segja um þá yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar, að ríkin tvö væru að ræða hugsanleg afnot Bandaríkjamanna af flotastöðinni í Cam Ranh-flóa en hann er fyrir miðri strandlengju Víetnams. „Cam Ranh er víetnömsk höfn og hún verður nýtt með hagsmuni landsins í huga,“ sagði talsmaður víetnamska utanríkisráðuneytisins en Dennis Blair aðmíráll og yf- irmaður bandaríska Kyrrahafsflot- ans tilkynnti síðastliðinn laugar- dag, að Bandaríkjamenn ættu í viðræðum við stjórnina í Hanoi um afnot af flotastöðinni. Það voru raunar Bandaríkja- menn sjálfir, sem komu upp flota- stöðinni í Cam Ranh-flóa, en eftir ófarirnar í Víetnamstríðinu tóku Sovétmenn hana á leigu til 25 ára. Rennur sá samningur út 2004 og ætlar Moskvustjórnin ekki að end- urnýja hann vegna fjárskorts. Flotastöðin í Cam Ranh-flóa er ákaflega vel í sveit sett og myndi því auðvelda verulega flotaumsvif Bandaríkjanna í þessum heims- hluta. Fá Bandaríkjamenn aftur flotastöð í Víetnam? Hanoi. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.