Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 10

Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SALA hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands kom enn til umræðu á Alþingi í gær, nú við upphaf þingfundar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, vakti þá máls á því að í fréttaskeyti Reuters-fréttastofunnar væri haft eftir forstjóra Tele Danmark (TDC), Henning Dyremose, að viðræð- ur um kaup fyrirtækisins á Landssím- anum stæðu ekki yfir og ljóst væri að ekkert yrði af þeim miðað við það verð sem sett væri upp. „Eru viðræður um söluna sigldar í strand eða ekki? Eru viðræðurnar sjálfdauðar? Eru viðræður í gangi? Er verið að selja Símann eða er ekki verið að selja Símann?“ spurði Össur sem sagði allt söluferli Símans „sög- una endalausu“ og „fullkomið klúður“ og vísaði til þess að samgönguráð- herra hefði í síðustu viku haldið því fram að allt væri í fullum gangi og rík- isstjórnin héldi sínu striki. Sagði hann vá fyrir dyrum; fram- ganga ráðherrans væri með ólíkind- um en mest væri ábyrgðin þó einka- væðingarnefndar sem haft hefði íslensku þjóðina að fíflum og ætti að skammast sín. Sturla Böðvarsson (D) samgöngu- ráðherra vísaði í svari sínu til yfirlýs- ingar framkvæmdanefndar um einka- væðingu þar sem fram kemur m.a. að viðræður við TDC um viðskipti með fjórðungshlut í Landssíma Íslands standi enn. Jafnframt áskilji nefndin sér rétt til viðræðna við aðra aðila sem sýnt hafa sölunni áhuga. „Í tilkynningu til Verðbréfaþings um málið kemur fram að Pricewater- houseCoopers hefur fyrir hönd fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu sent TDC bréf þar sem fyrirtækinu var greint frá að á næsta viðræðu- fundi yrði farið yfir niðurstöðu árs- reiknings 2001 og endurskoðaða rekstraráætlun 2002 en hvort tveggja verður tilbúið fljótlega,“ sagði sam- gönguráðherra. Hann sagði einnig að TDC hafi verið greint frá því að framkvæmdanefnd um einkavæðingu áskildi sér rétt til að eiga viðræður við aðra aðila sem sýnt hafa sölunni áhuga að undanförnu. „Því er rangt að viðræðum við TDC hafi verið slitið af hálfu nefndarinnar. Þá er það miður að TDC virðist að und- anförnu kjósa að bera nefndinni skila- boð í gegnum fjölmiðla. Nefndin mun á fundi síðar í vikunni taka ákvörðun um framhald málsins.“ Ummæli samgönguráðherra vöktu mikla athygli og voru þeir Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sammála um að þau fælu í sér ákaf- lega mikil pólitísk tíðindi. Í reynd hefði viðræðum við TDC verið slitið og opnað á það að ræða um söluna við fleiri aðila. Hvöttu margir úr röðum stjórnarandstöðunnar til þess að stjórnvöld létu sér þetta að kenningu verða, hægðu nú á söluferlinu og end- urmeti stöðuna. Sagðist Steingrímur J. gráta það þurrum tárum að viðræð- ur við danska „einokunarfyrirtækið“ hefðu nú siglt í strand og hver einasta frétt af söluferlinu hafi falið í sér klúð- ur og vandræðagang. „Vandinn er mikill, enda verðið í lágmarki og kaupendur týna tölunni,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson (S) sem sagði rétt að gaumgæfa nú næstu skref og að því verki þyrfti Al- þingi að koma, enda væri ljóst að rík- isstjórnin geti ekki klárað það verk og „allra síst samgönguráðherra“ eins og hann orðaði það. Stjórnarandstað- an kallaði mjög eftir sjónarmiðum framsóknarmanna í umræðunni og sagði Guðmundur Árni að þögn þeirra væri hrópandi. Tók þó enginn þeirra til máls. „Hvaða vá er fyrir dyrum?“ Davíð Oddsson (D) forsætisráð- herra gat þess þó að ummæli Magn- úsar Stefánssonar (B) varaformanns stjórnar Símans á þingi í fyrri viku hefðu verið fullkomlega eðlileg, enda hefði hann aðeins sagt að ef ekki feng- ist rétt verð yrði fyrirtækið ekki selt. Taldi hann aldeilis fráleitt að tala sem svo að mikil vá væri fyrir dyrum og bað menn að spara þau stóru orð sem notuð hefðu verið í umræðunni. „Menn selja þetta fyrirtæki ef þeir eru sáttir við verðið. Ella verður það ekki selt. Hvaða vá er fyrir dyrum, ekki nokkur einasta,“ sagði hann. Forsætisráðherra ítrekaði að við- ræður stæðu enn yfir við fulltrúa danska fyrirtækisins. „Viðræður eru þessa stundina í gangi og allt er í góðu lagi, vegna þess að að það er í fínu lagi að viðræður séu í gangi meðan menn vita hvað þeir eru að gera og ætla ekki að selja fyrirtækið nema þeir fái það verð sem þeir vilja. Og það er ekki nokkur vá fyrir dyrum,“ sagði hann. Sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands enn rædd á Alþingi í gær Einkavæðingarnefnd geti rætt við fleiri aðila ÞEIR voru kampakátir á göngum alþingishússins eftir atkvæða- greiðslu í gær, bræðurnir Gunnar Birgisson og Kristinn H. Gunn- arsson, enda höfðu þingmenn samþykkt með ríflegum meiri- hluta að senda frumvarp um lög- leiðingu ólympískra hnefaleika til þriðju og síðustu umræðu. Bræð- urnir hafa lengi barist fyrir þessu máli á þingi, fyrst Kristinn H. fyr- ir mörgum árum en svo Gunnar bróðir hans sl. þrjú ár. Hér fagna þeir niðurstöðunni í gær og standa þeir Guðmundur Hall- varðsson, Kristján L. Möller og Magnús Stefánsson á milli þeirra. Athygli vakti að Guðmundur studdi frumvarpið í gær, en hann hefur til þessa verið einn helsti andstæðingur þess á þingi. Morgunblaðið/Sverrir Kampakátir eftir atkvæða- greiðslu SÓLVEIG Pétursdóttir (D) dóms- málaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að dreifing ösku verði heimiluð sam- kvæmt nánari reglum. Einnig er lagt til að breyting verði gerð á skipan skipulagsnefndar kirkju- garðanna sem einnig taki við hlut- verki stjórnar Kirkjugarðasjóðs. Þá er lagt til að skyldur sveitarfé- laga í tengslum við nýja kirkju- garða verði skilgreindar nánar og ráðgert að sett verði almenn reglu- gerð um umgengni í kirkjugörðum sem allir kirkjugarðar geti notast við ef þeir sjái ekki ástæðu til að setja auknar eða sérstakar reglur. Ekki krafa úr samfélaginu um að dreifa megi ösku Í umræðunni í gær tóku tveir prestlærðir þingmenn Samfylking- arinnar, þeir Karl V. Matthíasson og Gunnlaugur Stefánsson vara- þingmaður, til máls og lýstu efa- semdum sínum um breytingar að því er varða rétt til þess að dreifa ösku látinna manna. Guldu þeir varhug við slíkum breytingum án vandlegrar umræðu, enda lægi ekki fyrir krafa um þær úr sam- félaginu. Í athugasemd með þeirri grein frumvarpsins er á það bent, að er- lendis sé algengt að ösku látinna manna sé dreift á tiltekið afmarkað svæði í kirkjugarði án þess að nokkur nafngreining eigi sér stað um það hverjir hvíli þar. Margir óski þess að askan sé látin hvíla innan um ösku annarra ónafn- greindra látinna manna. Nokkur dæmi séu um að beiðni hafi komið fram um slíkt hér, en í 3. mgr. 27. gr. laganna sé að finna heimild fyr- ir greftrun líka á slíku svæði. Eðli- legt þyki að sama eigi við, hvort heldur um ösku eða jarðneskar leifar látinna manna er að ræða. Öskudreifing heimil á Vesturlöndum, þó ávallt með skilmálum „Núgildandi lög heimila ekki dreifingu ösku. Margir hafa bent á, og skírskota þá í því sambandi m.a. til trúfrelsis, að þeir sem vilja af trúarlegum ástæðum láta dreifa öskunni ættu að geta fengið þá ósk uppfyllta. Í flestum vestrænum ríkjum hefur almenna þróunin orð- ið sú að heimila öskudreifingu, en þó ávallt með skilmálum. Sums staðar er þess krafist að fyrir liggi skrifleg beiðni eða samþykki hins látna, en annars staðar er talið nægilegt að nánustu aðstandendur staðfesti að það hafi verið vilji hins látna að öskunni yrði dreift,“ segir þar ennfremur og lögð til sú breyt- ing á lögunum að ráðherra geti samkvæmt nánari reglum heimilað að ösku verði dreift. Gert er ráð fyrir að þá er beiðandi leggur fram umsókn verði honum gert ljóst að ekki sé heimilt að dreifa ösku yfir byggð eða væntanlega byggð, held- ur aðeins yfir haf og óbyggðir. Þá verði einnig gerð grein fyrir því að dreifingin skuli fara fram með sómasamlegum hætti þar sem ask- an geymi jarðneskar leifar látins manns. Lagafrumvarp kirkjumálaráðherra um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu Leggur til að dreifing ösku verði heimiluð ALÞINGI samþykkti í gær að vísa frumvarpi til laga um lögleiðingu ólympískra hnefaleika til 3. og síð- ustu umræðu. Jafnframt var sam- þykkt að breyta nafni frumvarpsins þannig að það vísi til áhugahnefa- leika en ekki ólympískra hnefaleika, eins og upphaflega stóð í frumvarp- inu. Breytingartillaga Katrínar Fjeldsted (D) var felld, en hún gerði ráð fyrir banni við keppni í hnefaleikum en þó mætti þjálfa og stunda æfingar á þeim. Ríflegur meirihluti var fyrir ákvörðuninni og sé eitthvað að marka atkvæðagreiðsluna í gær, má búast við því að bann við hnefa- leikum áhugamanna verði fellt úr gildi með lagasetningu Alþingis fljótlega eftir helgi, en þriðja um- ræða um frumvarpið fer fram á mánudag. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi í þriðja sinn óbreytt sl. haust. Nokkur styrr hefur jafnan staðið um efni þess þegar það hefur komið til umræðu í þingsal og afstaða þess verið þverpólitísk. Stuðningsmönn- um þess hefur greinilega fjölgað frá því það kom til afgreiðslu á Alþingi fyrir tveimur árum. Þá var það fellt í atkvæðagreiðslu eftir aðra um- ræðu 14. maí með 27 atkvæðum gegn 26. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu þá voru meðal stuðningsmanna þess nú. Hnefaleikar áhugamanna Bann fellt úr gildi eftir helgi? Lög um útlendinga DÓMSMÁLARÁÐHERRA mælti í gær fyrir viðamiklu frumvarpi til laga um útlend- inga. Það kom fram á síðasta þingi en varð ekki útrætt í mikl- um önnum sl. vor. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á lögum um eftirlit með útlend- ingum, nr. 45 12. maí 1965, og er því ætlað að leysa þau af hólmi. Í því er að finna reglur um rétt- arstöðu útlendinga hér á landi, við komu þeirra, dvöl og brott- för. Gert er ráð fyrir breyttu heiti á Útlendingaeftirlitinu sem farið hefur með fram- kvæmd laga um eftirlit með út- lendingum. Þá eru í frumvarp- inu settar reglur um rétt flóttamanna til hælis hér á landi og um vernd gegn ofsókn- um. Baráttan gegn hryðjuverkum Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra mælti einnig fyr- ir frumvarpi um breytingu á al- mennum hegningarlögum og lögum um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opin- bers starfsmanns (hryðjuverk). Markmið frumvarpsins er að gera nauðsynlegar breytingar á lögum til þess að íslenska rík- ið uppfylli skuldbindingar sam- kvæmt þremur alþjóðasam- þykktum á vegum Sameinuðu þjóðanna gegn hryðjuverkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.