Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 25

Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 25 25.896 02 1B / TA K T IK FULLTRÚAR Sam- fylkingarinnar í skipu- lags- og umferðarnefnd Hafnarfjarðar eru stór- yrtir í greinaskrifum sínum í Morgunblaðinu 25. og 26. janúar síðast- liðinn. Það er gott að menn tjái sig málefna- lega um skipulag á norðurbakka og veki á því athygli en það er jafnframt mikilvægt að menn fari með rétt mál í umfjöllun sinni. „Engin umræða hef- ur farið fram í skipu- lagsnefnd um bryggju- hverfið,“ skrifar Trausti Baldursson. Ekki er minnið upp á það besta hjá félaga mínum í skipulagsnefndinni. Skipulagstillög- ur að norðurbakka voru unnar fyrir nefndina 1999 og eru grundvöllur að núverandi áformum og markmiðum fyrir bryggjuhverfið. Þar voru við- höfð lýðræðisleg vinnubrögð í ýtr- asta skilningi þess orðs og hafði til þess tíma ekki jafn vel verið vandað til verka í þeim skilningi í skipulags- vinnu fyrir bæinn. Skipulagsnefnd, eins og fjöldi bæjarbúa, kom að þeirri tillögugerð, bæði með viðtölum við ráðgjafa og á kynningarfundum sem haldnir voru um málefnið. Þar var lagt af stað með aðstöðu fyrir Listaháskóla Íslands á um tveimur þriðju hlutum norðurbakkans, en um 600 íbúa byggð í 200 íbúðum á einum þriðja. Þegar tillögum um Listahá- skólann var ýtt út af borðinu á síð- asta ári lét einn lóðarhafa á svæðinu gera tillögur þar sem allt svæðið var hugsað fyrir íbúðir. Gunnar Svavarsson tekur í sama streng og flokksbróðir hans þar sem hann skrifar: „Í kjölfar þessa hefur bæjarstjóri sýnt í fjölmiðlum tillögur að háhýsabyggð og landfyllingum. Þessar tillögur hafa aldrei verið til umfjöllunar í skipulagsnefnd …“ Ég verð að hressa upp á minnið hjá þess- um samnefndarmönnum mínum, því þessar tillögur voru lagðar fram og ræddar í skipulagsnefndinni á fundi 4. september síðastliðinn í tengslum við umfjöllun um tillögur að nýrri byggð við Vesturgötu 18–24. Þeim var ekki ætlað að fá neinn dómsúr- skurð nefndarinnar heldur vera inn- legg í áframhaldandi faglega um- ræðu. Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að mér finnst þær tillögur sem hér um ræðir gera ráð fyrir of hárri byggð á þessum stað. Þess ber að minnast að ég var einn þeirra sem í valdatíð Alþýðuflokksins sáluga börðust á móti því að byggingarnar við verslunarmiðstöðina Fjörð yrðu eins háar og raunin varð. Það hefur ætíð verið skoðun mín að byggingar í hjarta Hafnarfjarðar eigi að virða gamla bæinn og taka mið af mælikvarða og hæð þeirra bygginga sem fyrir eru. Sú skoð- un mín er óbreytt og það vita félagar mínir í skipulagsnefndinni. Þær fullyrðingar og sú umfjöllun sem þess- ar tillögur um háhýsi og landfyllingar hafa feng- ið hjá fulltrúum Sam- fylkingarinnar eru vægast sagt ósmekk- legar, því þeir vita að þessar tillögur hafa verið lagðar til hliðar og hugmynda- samkeppni um svæðið er í undirbún- ingi. Í kjölfar þeirrar samkeppni og að afloknum kosningum í vor mun skipulags- og umferðarnefnd Hafn- arfjarðar að sjálfsögðu sinna laga- legri skyldu sinni og fjalla um og stýra þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer. Fái ég einhverju um það ráðið verður það gert í eins mikilli sátt við bæjarbúa og kostur er. Ítarleg um- fjöllun um bryggjuhverfi Sigurður Einarsson Höfundur er formaður skipulags- og umferðarnefndar Hafnarfjarðar. Skipulagsmál Fái ég einhverju um það ráðið, segir Sigurður Einarsson, verður það gert í eins mikilli sátt við bæjarbúa og kostur er. MIKIÐ framfaramál er nú í höfn, með sam- þykkt Alþingis á frum- varpi sjávarútvegsráð- herra um málefni svokallaðra dagabáta. Enginn vafi er á því að þessi nýju lög styrkja mjög grundvöll þessa útgerðarforms og treysta forsendur þess. Þegar fjallað var um málefni svo-kallaðra krókaflamarksbáta á haustmánuðum á Al- þingi kom staða daga- bátanna til umræðu. Ljóst var að treysta þyrfti rekstrarforsend- ur þessa útgerðarflokks og gera breytingar á rekstrarumhverfi hans. Lögðum við þingmenn í meirihluta sjávarútvegsnefndar í nefndaráliti okkar áherslu á að það yrði gert fyrir 1. febrúar nk., enda ljóst að mál þess- ara báta yrðu ekki leidd til lykta fyrir áramót. Nú hefur verið við það staðið og er það í senn mikilvægt og ánægjulegt. Engum nema ofurmennum ætlandi var Gamalt baráttumál smábátasjó- manna er leitt í lög með þessari breytingu. Horfið er frá því að sókn- areiningin sé sólarhringur. Þess í stað verður sóknareiningin klukkustund. Þetta er mikið réttlætis- og framfara- mál. Fyrra fyrirkomulag leiddi til of- urkapps. Menn stóðu við færin í heil- an sólarhring án hvíldar. Slíkt er engum ætlandi nema ofurmennum. Handfæraveiðarnar hefðu með sama áframhaldi breyst í eðli sínu og ein- ungis orðið á færi þeirra yngstu og hraustustu og það einungis um skamma hríð. Þetta fyrirkomulag bauð líka hættunni heim, þar sem menn fóru ekki í land þótt brældi, fyrr en í fulla hnefana. Breytingin nú leiðir til þess að ofurkappið hverfur og öryggi sjó- manna eykst. Var það raunar ein af ábending- um stjórnskipaðrar nefndar um öryggismál sjómanna sem skilaði áliti sínu fyrir ekki löngu síðan. Þá má ætla að hráefnismeðferð batni með þessu móti. Samhliða þessu fær Fiskistofa aðgang að hinu sjálfvirka tilkynn- ingakerfi. Þar með verður tímamæling sóknarinnar gerð alveg örugg og getsakir um að teygst hefði stundum úr sólarhring dagabátanna ættu að heyra sögunni til. Eykst aflinn? Skiptar skoðanir eru um hvort þessi lagabreyting muni auka afla þessa bátaflokks. Ýmislegt gæti orðið til þess að sóknin minnki. Í fyrsta lagi það sem hér hefur verið nefnt „ofur- kapp“ og ætla má að dragi úr. Í annan stað er augljóst að veiðiferðum fjölg- ar og tíminn sem nýtist við veiðar skerðist af þeim ástæðum. Loks var það þannig í gildandi lögum að menn gátu látið minnka báta sína til þess að verða sér úti um fleiri sóknardaga. Það er nú afnumið og mun því skerða sóknarmöguleika dagabátanna frá því sem ella hefði orðið. Tíminn einn mun hins vegar leiða í ljós nákvæm- lega hver þróunin verður. Það er raunar einn megin tilgangur þessara laga að menn sjái betur hver sé hin raunverulega sóknargeta þessa flota, en upplýsingar um það hafa verið á reiki. Háðir veðri og vindum Öllum sem til þekkja er þó auðvitað ljóst, að engir bátar eru háðari veðri og vindum, en einmitt litlir handfæra- bátar. Veðurlag, straumar, hitastig sjávar og fiskigöngur munu mestu ráða um afla þessara báta. Haldi fisk- urinn sig á grunnslóðinni og séu veð- urskilyrði góð afla þessir bátar vel. Sé tíðarfar óhagstætt, eða sá guli fer ut- ar, minnkar aflinn. Stærri bátar með fjölbreyttari sóknarmöguleika geta fremur aðlagað sig slíkum breyting- um, en hinir minni miklu síður. Knýjandi nauðsyn Það gerði þessa lagasetningu nú mjög knýjandi, að við lagabreyting- arnar varðandi smábáta fyrir jólin var opnað á að floti 78 báta, svokall- aðir þakbátar, fengi heimild til þess að velja á milli krókaflamarkskerfis og dagakerfis. Fyrir þá var þess vegna brýnt að forsendurnar og framtíðarskipulagið væri sem ljósast. Fyrir í dagabátaflotanum eru 218 bátar. Eigendur þeirra áttu sannar- lega tilkall til löggjafans um að það yrði gert skýrara hver staða þeirra yrði þegar inn í þeirra veiðikerfi kæmu nýir bátar. Það hefur nú verið gert og útgerðarmönnum þessara báta gert auðveldara að móta sér stefnu til framtíðar. Gömlu baráttumáli siglt í höfn Einar K. Guðfinnsson Dagabátar Enginn vafi er á því, segir Einar K. Guð- finnsson, að þessi nýju lög styrkja mjög grund- völl þessa útgerð- arforms og treysta forsendur þess. Höfundur er formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. AF ÞVÍ Háskóli Ís- lands undir stjórn þinni hefur ákveðið að taka upp inntökupróf í læknisfræðiskor og sjúkraþjálfunarskor langar mig til þess að senda þér þetta bréf- korn, bæði sem göml- um nemanda Mennta- skólans á Akureyri og sem forstöðumanni merkustu og virðuleg- ustu menntastofnunar landsins. Í fyrsta lagi vil ég í upphafi gera athuga- semd við að ekkert samráð var haft við framhaldsskóla landsins um breyt- ingarnar. Ástæða hefði verið til að leita umsagnar hvers einstaks framhaldsskóla þegar um svo rót- tækar breytingar var að ræða, breytingar sem hafa áhrif á stöðu framhaldsskólanna og nemenda þeirra. HÍ ber að mínum dómi að hafa góð tengsl við framhaldsskóla landsins, vilji hann teygja til sín nemendur – að ekki sé talað um góða nemendur. Þessi háttur, sem nú er á hafður, getur hins vegar valdið því að stúdentar sniðganga HÍ og halda annað til menntunar. Í öðru lagi vil ég benda þér á að með þessum nýju reglum er enn gengið á rétt nemenda utan af landi. Inntökuprófið er haldið í júní á vegum Háskóla Íslands og í hús- næði hans, eins og segir í reglunum. Þannig verða nemendur utan höf- uðborgarsvæðisins að taka sér far til Reykjavíkur og koma sér þar í hús. Nemur kostnaður af slíku háum fjárhæðum og er beinn aukakostn- aður sem nemendur af höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að greiða. Í þriðja lagi gera inntökupróf af þessu tagi framhaldsskólana ómynduga og rýra gildi almenns stúd- entsprófs, enda eru sumir stúdentaskólar teknir að búa nemend- ur sína undir ákveðin próf í HÍ – með ágæt- um árangri – en slíkt stuðlar að sérhæfingu og rýrir gildi almenns stúdentsprófs. Í stað einhliða aðgerða hefði ver- ið eðlilegra að auka samráð HÍ og stúdentaskóla og ræða hugsanlega sérhæfingu í framhaldsskólum til undirbúnings námi í HÍ og öðrum háskólum. Að mínum dómi kemur aukin sérhæfing til greina, ef með því er unnt að bæta hag nemenda og efla menntun á háskólastigi, en meginmarkmið Menntaskólans á Akureyri – eins og annarra stúd- entaskóla – er að búa nemendur undir nám í háskóla og líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi í sífelldri þróun. Í fjórða lagi verða reglur af því tagi, sem HÍ hyggst nú taka upp, til þess að nemendur verða að ákveða sig þegar í grunnskóla, ef þeir ætla að eiga greiða leið í læknadeild HÍ. Má efast um gildi reglna af því tagi. Í fimmta lagi var orðin sæmileg sátt um núgildandi reglur um inn- töku í læknadeild HÍ, enda þótt sumt hefði mátt lagfæra. Ef núgild- andi reglur hafa valdið vonbrigðum og skaða verða nýjar reglur ekki síður til þess – og varla hefur það verið ætlunin – en í upphafi skal endinn skoða. Ég vil því andmæla meðferð þessa máls og efnislegum þáttum reglnanna. Eðlilegra hefði verið að ganga í þveröfuga átt og heimila öllum, sem lokið hafa stúdentsprófi, að hefja nám í læknadeild HÍ. Slíkt hefði verið í samræmi við aukið frjálsræði samtímans og ekki kostnaðarmeira þegar upp var stað- ið. Síðan hefði HÍ mótað skýrar reglur á faglegum grunni um hvaða nemendur fengju að halda áfram námi, á sama hátt og framhalds- skólar gera nú. Þá bæri HÍ ábyrgð á menntun og menntunarkröfum nemenda sinna og allir sætu við sama borð. Með bestu kveðjum að norðan. Opið bréf til Páls Skúla- sonar háskólarektors Tryggvi Gíslason Inntökupróf Ég vil því andmæla meðferð þessa máls, segir Tryggvi Gíslason, og efnislegum þáttum reglnanna. Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.