Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýir sýslu- menn DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Bjarna Stefáns- son, sýslumann á Hólmavík, til þess að vera sýslumaður á Blönduósi og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, skattstjóra Vestfjarðaumdæmis, til þess að vera sýslumaður á Ísafirði. Skipanirnar taka gildi 15. febrúar nk, segir í frétt frá dóms- og kirkjumálráðuneyt- inu. SJÁLFSTÆÐISMENN í Kópavogi halda prófkjör til undirbúnings sveitarstjórnarkosninganna á morg- un, laugardag. Prófkjörið fer fram í Félagsheimili Kópavogs og stendur yfir frá kl. 10 til 22. Kosningin verður rafræn en þátt- takendum gefst þó einnig kostur á að kjósa á gamla mátann, skv. upplýs- ingum sem fengust á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Þátttakendur í prófkjörinu eiga að raða frambjóðendum í átta sæti á framboðslistanum svo atkvæðið telj- ist gilt. 14 manns gefa kost á sér í próf- kjörinu þ.á m. eru allir sitjandi bæj- arfulltrúar og fyrstu varamenn þeirra. Í framboði eru Jóhanna Thorsteinson leikskólastjóri, Ár- mann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Ásdís Ólafs- dóttir íþróttakennari, Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri, Gísli Rúnar Gíslason lögfræðingur, Margrét Björnsdóttir bókari, Björn Ólafsson matreiðslumeistari, Sigrún Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur, dr. Gunnar Birgisson verkfræðing- ur, Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórn- sýslufræðingur, Ingimundur K. Guðmundsson kerfisfræðingur, Halla Halldórsdóttir ljósmóðir, Pét- ur M. Birgisson og Bragi Michaels- son eftirlitsmaður. Ef mikill meirihluti þátttakenda í prófkjörinu kýs í rafræna kosninga- kerfinu er búist við að niðurstöður talningar geti legið fyrir fljótlega eða innan klukkustundar eftir að kjör- fundi lýkur á laugardagskvöldið. Þá halda sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ prófkjör á morgun í Varm- árskóla milli klukkan 10 og 19. Alls gefa 13 kost á sér í prófkjörinu. Þeir eru: Bjarki Sigurðsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur S. Pét- ursson, Gylfi Guðjónsson, Hafdís Rut Rúdólfsdóttir, Hafsteinn Páls- son, Haraldur H. Guðjónsson, Har- aldur Sverrisson, Herdís Sigurjóns- dóttir, Klara Sigurðardóttir, Ólafur Matthíasson, Pétur Berg Matthías- son og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Valdir verða sex þátttakendur á lista sjálfstæðismanna og verða úr- slit kynnt á þorrablóti Sjálfstæðis- félags Mosfellinga annað kvöld. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi fer fram á morgun 14 manns gefa kost á sér í kjörinu VEGGSKREYTING eftir Vetur- liða Gunnarsson, sem var í sal í Árbæjarskóla í Reykjavík, var rif- in niður og eyðilögð fyrir um tveimur árum þegar hafist var handa um að stækka skólann vegna einsetningar. Málið kom til umræðu á borgarstjórnarfundi í gær og kvað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri þetta vera yfirsjón sem hún harmaði og bæri fulla ábyrgð á. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, tók málið upp í framhaldi af fyr- irspurn sjálfstæðismanna á fundi borgarráðs 29. janúar. Fyrirspurn- inni var svarað á fundi borgarráðs 5. febrúar með minnisblaði frá for- stöðumanni Fasteignastofu borg- arinnar. Þar kemur fram að lista- verkið, veggskreyting sem límd var á steyptan 20 cm burðarvegg og var 2,5 m hátt og 8 m langt, hafi þurft að víkja þegar salurinn var rifinn vegna stækkunar skól- ans. Haft hafi verið samband við skólastjóra, forstöðumann Kjar- valsstaða, sem lagt hafi til að verk- ið yrði myndað, borgarlögmann og leitað eftir sambandi við lista- manninn. Segir forstöðumaðurinn að sér hafi verið tjáð að hann væri ekki til viðtals vegna veikinda. Ákvörðun um að varðveita ekki veggskreytinguna hafi verið tekin í samráði við skólastjóra Árbæj- arskóla. Sagði vinnubrögðin til vansa Inga Jóna lýsti furðu sinni á því að borgarstjóri skyldi ekki svara með öðru en áðurnefndu bréfi forstöðumanns Fasteignastofu. Spurði hún um ábyrgð borgar- stjóra í málinu og hvort eignarhald borgarinnar á verkinu réttlætti eyðileggingu verksins. Kvað hún þessi vinnubrögð til vansa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvaðst ekki geta varist þeirri hugsun að Inga Jóna væri svo ill- skeytt að hún ætlaði mönnum að vera svo illa innrættir að vilja eyðileggja listaverk. Borgarstjóri sagði þetta yfirsjón, rétt hefði ver- ið að gera borgaryfirvöldum við- vart um listaverkið og að borg- arráð hefði átt að fjalla um málið. Sagði hún engum hafa gengið illt til með þessu, þetta væri yfirsjón sem hún kvaðst bera ábyrgð á og baðst afsökunar á. Yfirsjón að rífa lista- verk í Árbæjarskóla STOFNUÐ verður staða lektors við Háskóla Íslands sem hefur með höndum rannsóknir og kennslu á sviði sjálfboðastarfa og þjónustu félagasamtaka. Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands og Ómar H. Kristmundsson for- maður Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands skrifuðu undir sam- komulag þessa efnis í gær. Sig- urveig H. Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar og Ólafur Þ. Harðarson forseti félagsvísindadeildar skrifuðu einnig undir. „Við fögnuðum ári sjálfboðalið- ans á síðasta ári og þá kom í ljós að það er full ástæða til að rann- saka þjóðhagslegt mikilvægi sjálfboðastarfs í íslensku sam- félagi,“ sagði Ómar H. Krist- mundsson við undirritunina. Samkvæmt samkomulaginu verður á næstunni ráðið í fullt starf lektors til þriggja ára. Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís- lands greiðir laun og launatengd gjöld, en hluti af starfsskyldu lektorsins verður að gera rann- sóknir á málum sem eru á verk- sviði Rauða krossins. „Þessi geiri þjóðfélagsins hefur orðið útundan í rannsóknum og í þessu samstarfi eru sett metn- aðarfull markmið í rannsókn- arstarfi,“ sagði Ólafur Þ. Harð- arson við undirritunina í gær. „Ég sé mikla möguleika á að þróa þetta frekar.“ Á ráðstefnu sem Rauði kross Íslands hélt á síðasta ári vegna alþjóðlegs árs sjálfboðaliðans 2001 kom meðal annars fram að framlag sjálfboðaliða, í löndum þar sem það hefur verið metið til fjár, skilar sér áttfalt í störfum til samfélagsins miðað við þann kostnað sem til fellur. Ólafur Þ. Harðarson prófessor, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ómar H. Kristmundsson og Sigurveig H. Sigurðardóttir, Rauða krossi Íslands, við undirritun samkomulagsins í gær. Stofnuð lektorsstaða til rann- sóknar á starfi sjálfboðaliða KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa borist uppástungur um tæplega 200 manns sem fulltrúa- ráðsmenn flokksins vilja sjá ofarlega á framboðslista fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Könnunin fór fram meðal 1.400 fulltrúaráðsmanna sem voru beðnir um að stinga upp á 2 til 4 nöfnum sem þeir vilja sjá ofar- lega á lista flokksins í vor. Þau nöfn máttu ekki koma úr hópi sex núver- andi borgarfulltrúa flokksins. Frestur til að skila inn uppástung- um rann út kl. 17 sl. miðvikudag en í gær voru enn að berast ábendingar sem höfðu verið póstlagðar áður en frestur rann út og endanleg tala lá því ekki fyrir yfir vænlega frambjóðend- ur að mati fulltrúaráðsmanna. Niðurstaða könnunar er ekki bind- andi fyrir kjörnefndina en verður höfð til hliðsjónar við uppstillingu á framboðslistann. Sveinn H. Skúlason, formaður kjörnefndar, segir ljóst að könnunin hafi tekist mjög vel og sé í samræmi við þær vonir sem kjörnefndarmenn höfðu gert sér. Hann sagði að þessar uppástungur myndu létta kjörnefnd mjög störfin. Ekki eru veittar upplýs- ingar um einstök nöfn sem stungið var upp á eða hverjir fengu flestar til- nefningar en Sveinn sagði að um væri að ræða skemmtilega blöndu bæði kvenna og karla, m.a. ábendingar um ungt og menntað fólk. Hann sagði greinilegt að fulltrúaráðsmenn hefðu lagt sig fram um vandaðar og rök- studdar uppástungur. Gerir hann ráð fyrir að niðurstöður kjörnefndar muni liggja fyrir um miðjan febrúar. Könnun meðal sjálfstæðismanna Stungið uppá 200 frambjóðendum FYRIRHUGUÐ Sundabraut, veg- tenging milli Vogahverfis og Gufu- ness yfir Kleppsvík og áfram norður fyrir Geldinganes, var rædd á fundi borgarstjórnar í gær. Gagnrýndu nokkrir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins Reykjavíkurlistann fyrir að vilja falla frá fyrri hugmyndum um að hraða sem mest framkvæmdum, eins og þeir hefðu lýst í aðdraganda síð- ustu borgarstjórnarkosninga. Inga Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kvaðst telja það til tíðinda að borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans hefðu breytt stefnu sinni varðandi Sundabraut. Fram hefði komið í borgarráði 29. janúar í tengslum við umræðu um matsáætlun fyrir Sundabraut að for- sendur og arðsemi fyrir henni hefðu raskast. Fyrir síðustu kosningar hefði verið á stefnuskrá Reykjavíkurlistans að Sundabraut hefði forgang, m.a. til að tengja betur Reykjavík við sam- einaða byggð á Kjalarnesi. Hefði Kjalnesingum verið lofað þessu og spurði borgarfulltrúinn hvort þeim hefði verið gerð grein fyrir því á ný- legu íbúaþingi þar, að hætt hefði verið að leggja áherslu á Sundabraut. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að í nærri fjögur ár hefði ekkert gerst af hálfu meirihlutans annað en skýrslugerðir og athuganir varðandi Sundabraut. Þrátt fyrir stór orð og mikil áform í síðustu kosningabaráttu væri ljóst að borgarfulltrúar Reykja- víkurlistans hefðu engan áhuga á Sundabraut. Sagði hann brýnt að hraða gerð Sundabrautar m.a. til að létta á umferðarþunga um Ártúns- holtið. Telur málflutning Vilhjálms lýðskrum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði sér ekki vera kunnugt um sérstök pólitísk tíðindi af Sunda- braut. Borgaryfirvöld vildu leggja brautina utar en samgönguyfirvöld og sá kostur væri dýrari. Framkvæmdin yrði greidd af ríkinu og ekki undarlegt að það stæði í yfirvöldum að ráðast í þessa dýrari leið. Sagði borgarstjóri að fram hefði komið við vinnu við svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins, að byggð myndi ekki rísa í Álfsnesi fyrr en við lok skipulagstímabilsins 2024 og þar af leiðandi væri það hæpið að gera þá kröfu að ráðist yrði í gerð Sunda- brautar. Borgarstjóri taldi málflutning Vil- hjálms lýðskrum. Ekki væri hægt að tala þannig um gerð Sundabrautar að aðeins þyrfti að sækja fjármagnið í ríkissjóð. Sagði hún framlög til vega- mála ekki vera auðsótt, jafnvel þótt þau hefðu verið á vegaáætlun hefðu þau iðulega verið skorin niður við af- greiðslu fjárlaga. Borgarstjóri sagði 14 milljarða króna framkvæmd Sundabrautar ekki talda með í þeim 60 milljörðum sem talin væri þörf á til vegaframkvæmda á tíma svæðis- skipulags höfuðborgarsvæðisins. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði furðulegt að gagnrýna meirihlutann fyrir að Sunda- braut skyldi ekki komin á áætlun, þar væri ekki við Reykjavíkurlistann að sakast heldur samgönguyfirvöld. Minnihlutinn vill hraða Sundabraut Telja meirihlut- ann hafa breytt afstöðu sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.