Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ávallt erfitt að spá í framtíðina, ekki síst þegar um tækni- framfarir er spáð. Í dag eru allflest fyrirtæki og mörg heimili komin með lagnakerfi sem gengur undir nafninu Cat-5e. Í stuttu máli ganga þau út á að miðla sambandi milli tölva og inn á Netið um tengi- skáp sem tengist með sérkoparstreng inn á hverja tölvu og hvern síma. Þessi kerfi hafa mikla möguleika og munu væntanlega verða mikið notuð næstu árin. Flutn- ingsgeta Cat-5e-kerfa er um 100 mhz og eru þegar komnar næstu kynslóðir eða Cat-6-kerfi, þó er það tilfinning mín að í rauninni verði næsta skref Fiber-kerfi. Fiber-kerfin (fiber to desk) hafa þegar hafið innreið sína, þau hafa margfalda flutningsgetu miðað við Cat-5e-kerfin. Samt sem áður eru Fib- er-kerfin enn helst til of dýr til að geta takist raunverulegur kostur, þó er stöðugt að koma fram ný og ódýrari tækni til að tengja og leggja Fiber-kerfin. Til að kynna þá tækni og til að fjalla um Cat-5e- kerfin munu Raflagnir Íslands og Landssíminn fá sérfræðinga frá Elgadphon hingað til lands 8. febrúar næst- komandi. Tæknimönn- um verður boðið á dags námskeið þeim að kostnaðarlausu og kynningu um kvöldið hinn 8. febrúar í Síðumúla 35. Skráning á námskeiðið er í síma 511 1122, kynning kl. 20 er opin áhuga- sömum. Á námskeiðinu og kynning- unni geta menn fengið innsýn í þessi kerfi og kynnst einfaldri og ódýrri lausn við að tengja endabúnað á Fib- er-strengi, endabúnaðurinn hefur verið einn stærsti þröskuldurinn við notkun Fiber-strengja. Þær lausnir hafa verið dýrar og kallað á sér verk- færi. Þessi kerfi eru tvímælalaust ein stærsta stökkbreytingin í rafkerfum nútímans enda þarf hver vinnustaður og nánast hvert heimili að vera tengt umheiminum á einn eða annan hátt. Tölvu- og síma- lagnakerfi – nútíð / framtíð Bjarni H. Matthíasson Höfundur er framkvæmdastjóri Raflagna Íslands. Raflagnir Þessi kerfi eru tvímæla- laust ein stærsta stökk- breytingin, segir Bjarni H. Matthíasson, í rafkerfum nútímans. EINS og fleiri fór ég alvarlega að velta fyrir mér merkingu orðsins hryðjuverk eftir at- burðina í Bandaríkjun- um 11. september sl. Ég fór að fylgjast betur með fréttum í þeirri von að þar myndi ég finna svarið. Ekki leið heldur á löngu þar til ég þóttist heyra svarið. Hr. Bush birtist á skjánum og sagði að hryðjuverk væru að drepa saklaust fólk. Hann sagðist sjálfur vera að vernda saklaust fólk. Eins og gefur að skilja var ég ánægð að heyra að forseti valdamesta ríkis í heimi ætlaði að vernda og styðja saklaust fólk. Ánægjan varði þó ekki lengi því fljótlega var farið að drepa saklaust fólk í Afganistan. „Mistök“ – heyrðist fleygt. Takið eftir saklaust fólk var að deyja – og hver framdi ódæðið? Jú, valdamesta ríki í heimi. Ég býst við að markmiðið hafi verið að refsa Bin Laden eða talib- önum. Þó man ég þá tíð að Banda- ríkjamenn studdu Bin Laden á móti Rússum. Hr. Bush hlaut að vera að plata mig. Í mínum huga gat þessi merking orðsins hryðjuverk ekki staðist. Ég byrjaði aftur að fylgjast með fréttum í þeirri von að ég yrði nokk- urs vísari um merkingu orðsins hryðjuverk? Hr. Bush birtist aftur á skjánum. Hann var óánægður með að Ara- fat skyldi styðja hryðju- verk í Miðausturlönd- um. Arafat færi ekki að vilja Bandaríkjanna og Ísraels í einu og öllu. Ísraelsmenn vilja að hann haldi aftur af Pal- estínumönnum og verndi Ísraelsmenn eins og lögreglumaður – sem hann gerir. Bara ekki al- veg eins og Bandaríkja- menn og Ísraelsmenn vilja. Þeir vilja ekki trúa því að hann hafi ekki keypt vopn frá Íran (umrætt skip dólaði á Rauða hafinu og kom ekki nálægt Gaza). Hver trúir orðum Arafats frekar en orðum Sharons? Arafat kemur fram í sjónvarpinu og segir að enginn megi drepa Ísr- aelsmenn. Hamas og Jihad Islami fara að dæmi hans. Þó fer því fjarri að Sharon láti segjast. Á sama tíma held- ur hann áfram að loka palestínskum svæðum, handtaka og beita F-16 or- ustuflugvélum gegn saklausu fólki. Samt dettur engum í hug að nota orð- ið hryðjuverk. Ég veit að eina krafa Palestínu- manna er að Ísraelsmenn fari að sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna og dragi sig til baka frá Gaza og Vesturbakk- anum til að loksins komist á friður. Satt best að segja finnst mér ákaflega öfugsnúið að talað sé um að Palest- ínumenn með samþykki Sameinuðu þjóðanna á bakvið sig séu hryðju- verkamenn – ekki Ísraelsmenn. Aftur verður mér hugsað til hr. Bush. Nú man ég að hann sagðist vera í stríði við djöfulinn. Nú skil ég loksins hvað orðið hryðjuverk merkir. Hryðjuverk eru allar árásir gegn Bandaríkjunum og Ísrael. Ef á hinn bóginn Bandaríkjamenn og Ísraelar fara alveg eins að í öðrum löndum er talað um hetjudáð. Aðeins þessi tvö ríki geta sagt til um hvað er hetjudáð og hvað er hryðjuverk. Engin önnur! Ég skil ekki af hverju Palestínumenn setja sig upp á móti Bandaríkjamönn- um og Ísraelsmönnum? Hafa þeir einhvern rétt til þess? Loksins HryðjuverkSamkvæmt þessu eru allar árásir gegn Banda- ríkjunum og Ísrael skil- greindar sem hryðju- verk, segir Amal Tamimi, en sem hetju- dáð ef Bandaríkjamenn og Ísraelar fara alveg eins að í öðrum löndum. Höfundur er palestínsk og stundar félagsfræði við HÍ. ÞEIR vilja setja ljósastaura á veginn frá Reykjavík til Hveragerðis. Háttvirt- ir þingmenn Kristján Pálsson, Ísólfur Gylfi Pálmason og Guð- mundur Hallvarðsson lögðu fram þingsálykt- unartillögu um þetta á Alþingi, og fór 1. um- ræða fram 3. apríl 2001 (mál nr. 443). Til- laga þremenninganna er illa undirbúin vegna þess að framlagðar forsendur eru rangar. Sérstaka athygli vek- ur það álit þeirra að raflýsingin muni bæta umferðarör- yggið. Vegagerð ríkisins heldur nefnilega öðru fram. Reynslan af raflýsingu Reykjanesbrautar ætti að vera mönnum víti til varnaðar því samfélagskostnaðurinn vegna slysa á veginum hefur stóraukist. Krafan um raflýsingu Hellisheiðar hlýtur því að teljast eitt mesta klúðursmál á Alþingi á seinni árum. Í viðtali við Morgunblaðið 26. júlí 2001 segir Jón Rögnvaldsson að- stoðarvegamálastjóri um raflýsingu Hellisheiðar: „Við teljum að lýsing muni ekki bæta umferðaröryggi á þessum stað...“. Allt bendir því til að þær hundruð milljóna kr. sem lagðar yrðu í ljósastaurana, ásamt rekstri þeirra og viðhaldi á kom- andi árum, myndu ekki skila sér til baka. Allir ættu að geta séð, með hliðsjón af reynslunni af raflýsingu Reykjanesbrautar, að mikil hætta er á að umferðaröryggið versni, ef Hellisheiðin verður raflýst. Reynslan af Reykjanesbraut Uppsetningu raflýsingar var að langmestu leyti lokið á Reykjanes- braut í fyrri hluta janúar 1997. Þegar Kristján Pálsson mælti fyrir þingsályktunartillögunni 3. apríl 2001 talaði hann m.a. um reynsluna af raflýsingu Reykjanesbrautar og sagði orðrétt: „Frá því að lýsingin var sett upp hefur slysum fækkað. Miðað við viðmiðunarárin fyrir 1997 hefur slysum fækkað um 55% á árunum 1997–1998 samkvæmt út- tekt Vegagerðar ríkisins. Auðvitað er erfitt, herra forseti, að fullyrða að þetta sé allt lýsingunni að þakka...“ Það er rangt að slysum hafi fækkað um 55% á árunum 1997–1998 miðað við viðmiðunar- árin fyrir 1997. Hið rétta er að slysum fækkaði um 21% samanbor- ið við árin 1992–1995, en ef litið er á slys með meiðslum sérstaklega, þá fjölgaði þeim um 12% á árunum 1997–1998 miðað við árin 1992– 1995. Skv. upplýsingum Vegagerð- ar ríksins var tíðni óhappa með meiðslum 0,26 (á milljón ekna km) árið 1997 og 0,27 árið 1998 en á við- miðunartímabilinu 1992–1995 var tíðnin 0,235 að meðaltali. Tölurnar miðast við vegarkaflann frá Krýsu- víkurvegi að Víknavegi. Ámælisvert er einnig að þremenningarnir skuli nota tveggja ára tímabil og ekki leggja fram nein gögn um árið 1999. Í samanburðar- athugunum af þessu tagi þarf að nota minnst þriggja ára tímabil. „Röksemdir“ þremenninganna eru því hvorki fugl né fisk- ur. Í maí 2001 birti Vegagerð ríkisins nið- urstöður skýrslu sem heitir „Samanburður á fjölda umferðaróhappa á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur á tveimur tímabilum“. Borin voru saman tímabilin 1993–1995 og 1997– 1999. Í lokaorðum skýrslunnar seg- ir: „Sú niðurstaða athugunarinnar sem kemur mest á óvart og vekur ugg er tvímælalaust sú staðreynd að óhöpp með miklum meiðslum á fólki eru umtalsvert fleiri á síðara athugunartímabilinu.“ Í greinargerð með þingsályktun- artillögunni stendur m.a: „Lýsing Hellisheiðar mun kosta um 200 millj. kr. Slík framkvæmd mun skila sér margfalt til baka með fækkun slysa.“. Enn eru þingmenn- irnir á villigötum. Samfélagskostn- aðurinn af slysum á Reykjanes- braut árin 1997–2000 er meira en einum milljarði kr. hærri en hann var árin 1992–1995. Til að leggja mat á samfélagskostnaðinn notaði ég opinber gögn frá Umferðarráði sem birtast hér í töflu (Tölur árs 2000 eru bráðabirgðatölur). Einnig hafði ég hliðsjón af skýrslunni „Kostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi“ (útg. 1996 af Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands). Skv. mínum útreikningum er mat á sam- félagskostnaði áranna 1992–1995 samtals 678 milljónir kr. Tilsvar- andi tala fyrir tímabilið 1997–2000 er 1.804 milljónir kr. Fjárhæðirnar eru á verðlagi ársins 2002, og þær eiga við vegarkaflann sem til- greindur er í töflunni. Áhrif veglýsingar Ýmsir halda fram því sjónarmiði að þægilegra sé að aka um Reykja- nesbraut eftir að hún var raflýst. Þýðir þetta að menn séu tilbúnir að fórna umferðaröryggi til að hafa veg raflýstan? Ég tel svo ekki vera. Umferðaröryggi á Reykjanesbraut er lakara eftir að hún var raflýst, vegna þess að slys með meiðslum hafa á hverju ári verið fleiri en fyr- ir raflýsingu, jafnvel þó að tekið sé tillit til umferðaraukningar. Hvern- ig getur raflýsing vega í dreifbýli dregið úr umferðaröryggi? T.d. vegna meiri ökuhraða og vegna árekstra við ljósastaura (vitað er að stór hluti óhappa á veginum frá Reykjavík til Hveragerðis eru út- afakstrar). Ökumenn geta fengið falska öryggiskennd og árveknin minnkað. Í slæmu skyggni virkar raflýsing illa vegna þess hvernig ljósið dreifist og fleira mætti nefna. Náttúruspjöll Mikil sjónmengun myndi fylgja ljósastaurum á hinni fallegu leið frá Reykjavík til Hveragerðis. Náttúra Íslands var algengasta tilefni komu 302.000 erlendra ferðamanna sem lögðu leið sína til Íslands árið 2000. Margir leggjast gegn lagningu raf- lína á hálendinu. Hvað þá um ljósa- staura á 35 km langri leið sem ligg- ur um fjallveg í um 400 metra hæð? Raflýsing vega í dreifbýli er ekki tíðkuð í nágrannalöndum okk- ar. Ætla Íslendingar að skera sig úr og reisa ljósastaura við þjóðveg nr. 1 víðsvegar um Ísland, án þess að fyrir því séu efnahagslegar for- sendur? Niðurstaða Rík ábyrgð er lögð á þingmenn þegar þeir ákveða vegafram- kvæmdir. Það er óviðunandi að skert umferðaröryggi geti fylgt ákvörðunum þeirra og því eru þingmenn að vinna gegn hagsmun- um vegfarenda á leiðinni milli Reykjavíkur og Hveragerðis ef þeir ákveða að vegurinn verði raflýstur. Að sjálfsögðu á að nota tiltækt fé til að auka umferðaröryggið. Það er meginviðfangsefni dagsins í dag, og raunhæfar tillögur liggja fyrir í þeim efnum m.a. frá Vegagerð rík- isins og lögreglu. Klúður í uppsiglingu Sveinn Benediktsson Veglýsing Rík ábyrgð er lögð á þingmenn, segir Sveinn Benediktsson, þegar þeir ákveða vegafram- kvæmdir. Höfundur er tölvunarfræðingur. Fjöldi eignatjóna og slasaðra/látinna á Reykjanesbraut Vegkafli: Krýsuvíkurvegur að Víknavegi. Tímabil Eingöngu eignatjón Lítil meiðsl Mikil meiðsl Látnir 1992-1995 108 86 15 0 1997-2000 104 83 28 4 (Heimild: Umferðarráð, skv. lögregluskýrslum) Útsölunni lýkur laugardaginn 9. febrúar Enn meiri afsláttur síðustu dagana. Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Amal Tamimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.