Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 47 IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ í Reykjavík hét upp á 135 ára af- mæli sitt sunnudaginn 3. febrúar. Margt góðra gesta mætti til veislu, sem haldin var í Versölum í húsi iðnaðarmanna, m.a. borgarstjórinn í Reykjavík, og skartaði hún borg- arstjórakeðjunni, en hana færði fé- lagið borgarstjóraembættinu að gjöf á 100 ára afmæli félagsins. Fyrrverandi formaður félagsins, Guðmundur J. Kristjánsson vegg- fóðrara- og dúklagningameistari, var gerður að heiðursfélaga fyrir margra ára óeigingjörn störf í þágu félagsins. Af því tilefni af- henti Örn Guðmundsson honum heiðursskjal. Iðnaðar- manna- félagið í Reykjavík 135 ára Morgunblaðið/Golli Örn Guðmundsson formaður af- henti Guðmundi J. Kristjánssyni fv. formanni heiðursskjal. Prófkjör í Bessa- staðahreppi FRAMBOÐSFRESTUR til próf- kjörs Sjálfstæðisfélags Bessastaða- hrepps rann út sunnudaginn 3. febr- úar sl. Tólf frambjóðendur gáfu kost á sér til prófkjörs, þar af þrír af núver- andi sveitarstjórnarmönnum, það eru Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti hreppsnefndar, Snorri Finnlaugsson og Þórólfur Árnason. Jón G. Gunn- laugsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér en Jón hefur verið í hrepps- nefnd þrjú síðustu kjörtímabil, fyrst sem varamaður, síðan sem aðalmað- ur. Sjálfstæðisfélag Bessastaða- hrepps hefur nú meirihluta í hrepps- nefnd, það er fjóra af sjö fulltrúum. Kjörnefnd hefur samþykkt eftir- talda aðila sem frambjóðendur til prófkjörs: Erla Guðjónsdóttir skólafulltrúi, Þórólfur Árnason verslunarmaður, Sigurdís Ólafsdóttir háskólanemi, Sigríður Rósa Magnúsdóttir við- skiptafræðingur, Guðmundur G. Gunnarsson framkvæmdastjóri, Snorri Finnlaugsson framkvæmda- stjóri, Gissur Pálsson verkfræðingur, Hervör Poulsen bókari, Doron Elia- sen deildarstjóri, Halla Jónsdóttir líf- fræðingur, Hildur Ragnars lyfjafræð- ingur og Bragi Jónsson verkstjóri. Eins og sjá má eru jafnmargar konur og karlar í framboði. Ákveðið hefur verið að prófkjörið fari fram laugar- daginn 23. febrúar, segir í frétt frá Sjálfstæðisfélagi Bessastaðahrepps. Þórsbakarí styrkir Anton Lína ÞÓRSBAKARÍ hefur ákveðið að styrkja Anton Lína Hreiðarsson, sem missti fjölskyldu sína í bruna á Þing- eyri 4. janúar sl., með því að gefa hon- um 10% af allri sölu bakarísins, bollu- helgina 9., 10. og 11. febrúar. Með þessari gjöf vilja eigendur og starfsfólk sína samúð í verki. Þórsbakarí er á Hrísateigi 47, Reykjavík, Hamraborg, Borgarholts- braut 19 og Smiðjuvegi 4E, Kópavogi, segir í fréttatilkynningu. Fræðsla um krabbamein í brjóstum eldri kvenna og lækningajurtir FÉLAG eldri borgara í Reykjavík stendur fyrir fræðslufundi laugar- daginn 9. febrúar kl. 13.30 í í félags- heimili eldri borgara í Ásgarði, Glæsibæ. Fundurinn er liður í funda- röðinni um Heilsu og hamingju á efri árum. Helgi Sigurðsson yfirlæknir mun halda erindi um krabbamein í brjóst- um eldri kvenna sem er jafn algengt og hjá yngri konum. Félagið hefur því fengið Krabbameinsfélag Íslands til að bjóða einnig konum 70 ára og eldri í skoðun. Það er því áskorun fé- lagsins að eldri konur mæti í skoðun í leitarstöð Krabbameinsfélagsins, segir í fréttatilkynningu. Það veitir öryggi ef ekkert finnst en betri bata- horfur ef eitthvað er að. Á þetta sér- staklega við um eldri konur. Þá kemur Sigmundur Guðbjarna- son prófessor og segir frá rannsókn- um, sem hann og aðstoðarfólk hans hefur gert á íslenskum lækninga- jurtum í mörg ár. Hér er um að ræða merkar rannsóknir á vísindalegum grunni, sem landsmenn hefur grun- að að væri fyrir hendi, en nú er rennt sterkum vísindalegum stoðum undir það álit. Fyrirlesarar svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir velkomnir. Lýst eftir vitnum Hinn 6. febrúar sl. um kl. 8.32 varð árekstur á gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar. Varð hann með þeim hætti að bifreiðinni BI-662, sem er Renault Chamade-fólksbif- reið, var ekið suður Lönguhlíð en bif- reiðinni RB-259, sem er Nissan Alm- era-fólksbifreið, var ekið austur Flókagötu. Varð áreksturinn á gatnamótunum, en umferð þar um er stýrt með ljósum. Ágreiningur er á milli ökumanna um hver staða ljósanna hafi verið og eru því þeir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. JÓHANNES Breiðfjörð heldur námskeið sem nefnist: Huglæg af- köst, frumkvæði og sköpun, sunnu- dagana 10., 17. og 24. febrúar, kl. 14– 16, í húsakynnum Áslandsskóla í Hafnarfirði. Verð fyrir þrjú skipti: kr. 12.000. Skráning og fyrirspurnir: johannbreidfjord@torg.is, segir í fréttatilkynningu. Námskeið í hug- lægum afköstum ALLT NÝJAR VÖRUR Í VERSLUNINNI Pantið nýja listann: 5 88 44 22 www.hm.is TÍSKA  GÆÐI  BETRA VERÐ Á sunnudaginn „Þar er konum á öllum sviðum þjóðfélagsins velkomið að ganga með gloss án þess að fá á sig vitleysisstimpil.“ Birna Anna er blaðamaður og ein af höfundum metsölubókarinnar Dís. Birna Anna Björnsdóttir skrifar vikulega pistla frá Kaliforníu, þar sem hún veltir vöngum yfir stóru og smáu, segir frá því sem drífur á daga hennar og lýsir fólki sem verður á vegi hennar. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F./ SI A. IS -M O R 16 73 2 0 2/ 20 02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.