Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 49 LOKAÚTKALL Föstudag og laugardag SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00 Lokað mánudag 11. og þriðjudag 12. febrúar Opnum aftur miðvikudaginn 13. febrúar seljum við alla skó á kr. 1.000 Í MORGUNBLAÐINU 2. febr. sl. (bls. 2) er frétt um uppsagnir allra starfsmanna Múlalundar, frá og með 1. mars nk. með þriggja mánaða fyr- irvara. Þetta er vond frétt. Múla- lundur hefur framleitt úrvalsvörur. Áratugum saman hef ég notað vörur frá þessu fyrirtæki, m.a. forláta plastvasa, sem eru ótvírætt betri en samsvarandi erlendar vörur. Það væri illt, ef þessar vörur heyrðu brátt sögunni til. Hér eiga og í hlut meðbræður okkar í samfélaginu, sem verðskulda virðingu okkar og skilning. Við Íslendingar erum rík þjóð. Við höfum efni á því að verja milljónum, t.d. í flugeldaskot um áramót og í það að koma á fót sendiráðum í fjarlæg- um heimsálfum. Höfum við virkilega ekki efni á að styðja hér þessa ágætu starfsmenn? Við teljum okkur kristna menn, en eru þessar upp- sagnir í samræmi við kærleiksboð- skap Krists í Biblíunni? Hér með er skorað á alla hlutaðeigandi aðila að leysa þetta mál með sómasamlegum hætti. Þetta er að minni hyggju sið- ferðilegt próf. Niðurstaða þess verð- ur væntanlega færð á spjöld sögunn- ar. Ég vona innilega, að menn standist prófið með fullnægjandi hætti. ÓLAFUR ODDSSON, kennari, Hjallalandi 1, Reykjavík. Um uppsagnir hjá Múlalundi Frá Ólafi Oddssyni: FRÉTTIR GUNNAR Ingi Gunnarsson læknir skrifaði opið bréf til Sigurðar Guð- mundssonar landlæknis vegna þátt- töku hans í auglýsingaherferð Bein- verndar og er félaginu skylt að upplýsa Gunnar Inga um Beinvernd og auglýsingar sem félagið hefur beitt sér fyrir. Landssamtökin Beinvernd voru stofnuð 12. mars árið 1997 af áhuga- fólki um beinþynningu, jafnt leikum sem lærðum. Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, var aðalhvatamaðurinn að stofnun samtakanna og jafnframt fyrsti formaður þeirra. Markmið Beinverndar er að vekja athygli á beinþynningu sem heilsufarsvanda- máli. Nú er Beinvernd fimm ára og hefur mikið áunnist á þessum 5 árum, en meira þarf að koma til, og eru fyrr- nefndar auglýsingar liður í því að vekja almenning, heilbrigðisstarfs- fólk og stjórnvöld til vitundar um þann alvarlega sjúkdóm sem bein- þynning er og minna á helstu forvarn- ir gegn honum. Auglýsingin sem birt- ist hinn 2. febrúar er ein af mörgum sem munu birtast á næstunni. Í þeim koma fram ýmsir sérfræðingar, sem flestir eru meðlimir í Beinverndar- samtökunum og er framlag þeirra allra unnið í sjálfboðavinnu, þ.e. þeir fá engar greiðslur fyrir það, heldur eru þeir að leggja Beinvernd lið í bar- áttu sinni. Þessum auglýsingum er fyrst og fremst ætlað að vera upplýs- andi um beinþynningu og helstu for- varnir gegn henni. Fræðsla er einn af grundvallarþáttum allra forvarna og telur Beinvernd að títtnefndar aug- lýsingar nái hvað mestum árangri. Aðrir þættir forvarnanna eru, eins og bent er á í auglýsingunum, hæfileg hreyfing, góð næring sem inniheldur nægjanlegt kalk og D-vítamín. Þá má bæta við, að reykingar hafa slæm áhrif á beinin og einnig óhófleg áfeng- isneysla. Í auglýsingum Beinverndar er ekki verið að auglýsa sérstaklega einhver vörumerki eða fyrirtæki, en bent er á að mjólkurvörur, sérstak- lega magrar mjólkurvörur, eru nátt- úrlegur kalkgjafi, sem líkaminn nær vel að nýta sér og er einfaldlega auð- veldasta leiðin til þess að verða sér úti um kalk. Samkvæmt upplýsingum úr Modern Nutrition in Health and Disease eftir Shils o.fl. eru í einu glasi af mjólk (um 2,5 dl) um 300 mg af kalki, og nýtir líkaminn sér rúmlega 30% af því kalki eða ríflega 90 mg. Einnig er auðnýtanlegt kalk í ýmsu dökku, grænu grænmeti eins og t.d. spergilkáli sem er eitt kalkríkasta grænmetið og sérstaklega hollt. Í ein- um skammti af því (100 g) eru um 50 mg af kalki og nýtingin áþekk og í mjólk. Þarf því samkvæmt þessu hvorki meira né minna en 6 slíka skammta til að jafngilda kalkmagni í einu mjólkurglasi. Hinn 15. febrúar nk. verður haldið námskeið um beinþynningu á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og þar geta heilbrigðisstarfsmenn sótt sér þekkingu um beinþynningu hjá helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði. HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR, íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar. Svar vegna skrifa Gunnars Inga Gunnarssonar Frá Beinvernd: EKKI linnir fréttum af mannvígum í föðurlandi kristni og gyðingdóms, Ísrael. Þar eru ísraelskir hermenn, með vélbyssur og skriðdreka, að brjóta niður hús og heimili Palest- ínumanna sem hafa steinslöngur að vopni. Þetta er hefnd Ísraela fyr- ir sjálfsmorðs- árásir Palestínu- manna. Þær eru aftur hefnd fyrir morðárásir Ísralshers. Svona berst þessi blóðugi leikur í hring en þetta er ójafn leikur. Óttasleginn almenning- ur, örvæntingarfullir öfgahópar og vanbúið lögreglulið Palestínumanna gegn harðskeyttasta og öflugasta her í heimi. Gyðingar nutu ómældrar samúðar heimsins að lokinni heimsstyrjöldinni þegar sannleikur helfararinnar varð lýðum ljós. Slegin af samviskubiti sór- ust Vesturlönd og Sovétríkin í fóst- bræðralag um stofnun Ísraelsríkis ár- ið 1948. Þá höfðu fáir heyrt nefnda „Palestínumenn“ og líklega fæstir Ís- lendingar. Lengi vel hugleiddu fáir þá stað- reynd að stofnun ríkis aðfluttra gyð- inga ruddi burtu innfæddum Palest- ínumönnum en forfeður þeirra höfðu búið þar um þúsundir ára, löngu áður en gyðingar stigu þar fyrst fæti. Þessi þjóð sem varla hafði litið augum nokkurn gyðing í tæp tvö þúsund ár var skyndilega sett til hliðar, gerð landlaus og rekin á flótta úr eigin landi. Eins og menn vita stóð til að stofna tvö ríki, Ísrael og Palestínu árið 1948. Aðeins Ísrael var stofnað. Það sem gerði gæfumuninn var ómældur stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael. Palestínumenn áttu engan slíkan bandamann. Bandarískir gyðingar eru öflugur þrýstihópur. Fjármagn þeirra er mikið og bandarískir stjórn- málamenn hafa aldrei þorað að styggja þá. Bandaríkin vernda því Ísrael tryggilega. Það vita allir sem vilja vita að eini aðilinn sem getur sett ríkisstjórn Ísr- aels stólinn fyrir dyrnar í hryðjuverk- um sínum gegn palestínskum al- menningi er Bandaríkjastjórn. Þessi stjórn sem talaði með réttu um hug- lausa menn sem réðust á landið 11. september s.l. hefur sjálf ekki kjark til að taka af skarið og stöðva Ísraela í ofbeldi sínu. Stjórn BNA beitti nýlega neitunarvaldi sínu einu sinni enn í SÞ til að stöðva alþjóðlega fordæmingu á framferði Ísraela. Og þótt alls staðar sé verið að koma upp alþjóðlegu her- liði til að gæta laga og reglu á óróa- svæðum, t.d. Kosovo, Makedóníu, Afghanistan og víðar, mega Banda- ríkjamenn ekki heyra nefnt að slíkt herlið verði sent til Ísraels. Hvern er verið að vernda? Ekki eru það Palest- ínumenn. Ísrael minnir á herskáan, illskeytt- an ungling sem beitir miskunnar- lausu ofbeldi gagnvart umhverfi sínu og Bandaríkin líkjast helst kjarklitlu foreldri þessa ungmennis sem skipar fórnarlömbunum að hafa sig hæg í stað þess að leggja það á hné sér og veita því verðskuldaða ráðningu. Þetta hugleysi Bandaríkjanna hefur orðið mörgum Ísraelsmönnum og Palestínumönnum að fjörtjóni. Fyrir nokkrum árum var allt að því friðsamlegt í Ísrael. Nú er öldin önn- ur og ríkisstjórn Ísraels á þar upp- tökin með sleitulausu ofbeldi sínu og hernámi í landi Palestínumanna. Þeim er ástandið óbærilegt og hinir herskárri láta alla skynsemi lönd og leið til að ná af og til hefndum á ofrík- ismönnunum. Ofbeldi elur af sér of- beldi. Augljóst er að Ísraelsstjórn hefur leynt og ljóst stefnt að því ástandi sem nú ríkir í landinu og lokatakmark hennar er væntanlega stríð gegn Pal- estínumönnum. Atburðarásin undan- farið sýnist miða að því að gefa stjórn- inni afsökun fyrir stríði til að reka Palestínumenn úr landi sínu. Væri friðarvilji hennar einhver ætti hún að leggja af ólöglegt hernám á landi Pal- estínumanna en það bólar ekki á því. Ljósið í myrkrinu er nýhafin við- leitni Evrópusambandsins til að beita Ísraela viðskiptaþvingunum vegna „apartheid“-stefnu þeirra innanlands. Slíku var beitt gegn Suður-Afríku á sínum tíma og leiddi að lokum til þess að ofríkið beið ósigur. Sjái Bandaríkin að sér og taki þátt í slíkum aðgerðum í framtíðinni er von um frið. Annars heldur saklaust blóð beggja þjóða áfram að fljóta. JÓN M. ÍVARSSON, trésmiður. Herská þjóð – huglaus verndari Frá Jóni M. Ívarssyni: Jón M. Ívarsson M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga SAMKVÆMT nýrri aðalnámskrá leikskóla, sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu 1999, ber hverjum leikskóla að vinna skólanámskrá. Í leikskólum Kópavogs var ákveðið að auðvelda námskrár- gerðina með því að vinna upp sameiginlegan grunn, sérstaklega námskrá leikskóla Kópavogs. Námskráin var unnin í samvinnu leikskólafulltrúa, leikskólaráð- gjafa og leikskólastjóra og var lokið við verkið í október 2000. Námskrá leikskóla Kópavogs er sameiginlegur grunnur að skóla- námskrá hvers leikskóla og inni- heldur sameiginlega sýn á leik- skólastarfið, er rammi sem gefur ákveðið svigrúm fyrir mismun- andi áherslur hvers leikskóla. Í nokkrum leikskólum er því nú þegar lokið að gera skólanámskrá og í öðrum er vinnan langt kom- in. Unnur Stefánsdóttir, leikskóla- stjóri Heilsuleikskólans Urðar- hóls, afhendir Sigurrósu Þor- grímsdóttur, formanni leik- skólanefndar, eintak af skóla- námskrá Urðarhóls. Námskrá leikskóla Kópavogs Plús-apótek Ónákvæmni gætti í frétt blaðsins í gær um Plúsapótek. Plús-lyfjaversl- anirnar eru 19 og útsölustaðir 27 talsins, ekki 26. Í hverri hinna 19 lyfjaverslana starfa hátt í níu manns, samtals um 170 starfsmenn. Rangt nafn Í myndatexta í viðskiptablaðinu í gær var rangt farið með nafn Stef- áns Hallssonar hjá SH-hönnun. Í blaðinu er hann sagður heita Sigurð- ur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Starfsmannaval og stefnumótun IVAN Robertson, prófessor í vinnu- sálfræði við Manchester School of Management og fræðimaður á sviði mannauðsstjórnunar, kennir á nám- skeiðinu Starfsmannaval og starfs- mat sem hefst hjá Endurmenntun HÍ 14. febrúar. Þar verður fjallað um vís- indalegar aðferðir við að velja og ráða nýtt starfsfólk og hvernig ráðningar tengjast starfsmannastefnu fyrir- tækja. Annað námskeið fyrir stjórn- endur fyrirtækja hefst 19. febrúar og heitir: Frá stefnumótun til fram- kvæmda. Þar verða kynntar leiðir fyrir stjórnendur til að framfylgja breytingum í rekstri fyrirtækja með markvissri vinnu við stefnumótun. Kennari er Einar Þór Bjarnason, ráðgjafi hjá Intellecta ehf. Frekari upplýsingar eru um þessi námskeið á vefsíðunum www.endurmenntun.is, segir í fréttatilkynningu. Markaðsfræðin og breytt viðskipta- umhverfi OPIN málstofa með Jose M. Pons markaðsfræðiprófessor verður haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudaginn 8. febrúar, á 3. hæð kl. 12.30–13.30. Jose skoðar hvernig markaðsfræðin hefur breyst á undanförnum árum og hvað starfandi markaðsfólk getur gert til að takast á við breytt við- skiptaumhverfi. Tekið verður á móti öllum meðan húsrúm leyfir, segir í fréttatilkynningu. ÍRSKI sagna- og seiðmaðurinn Shivam O’Brien heldur sagnakvöld á Kaffi Reykjavík, efri hæð, sunnu- dagskvöldið 10. febrúar kl. 20. Að- gangseyrir kr. 800. Tónlistarmenn- irnir í Delta9 pródékt leika undir. Mánudagskvöldið 11. febrúar kl. 18– 22 heldur Shivam námskeið um heim sögunnar á Dalsá í Mosfells- dal. Verð kr. 3.800, segir í frétta- tilkynningu. Sagnakvöld og námskeið Málþing á vegum Hugvísinda- stofnunar HÍ HUGVÍSINDASTOFNUN stendur fyrir málþingi í Odda, stofu 101, laugardaginn 9. febrúar kl. 13 og stendur það til kl. 16.15. Erindi halda: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Vilhjálmur Árnason prófessor, Úlfhildur Dags- dóttir bókmenntafræðingur, Árni Bergmann bókmenntafræðingur, Bryndís Valsdóttir heimspekingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Gottskálk Jensson fornfræðingur. Fagrar framtíðarsýnir hafa fylgt bókmenntum og fræðum frá fornöld. Hugmyndir manna um fullkominn heim hafa alltaf verið snar þáttur í kenningasmíð um þjóðfélagsskipan, þekkingu, siðferði og vísindi, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.