Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 29 Prófkjör Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun- blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. SVEITARFÉLÖGIN eru í sókn, um það bera vaxandi umsvif þeirra vitni. Um þetta eru flest- ir sveitarstjórnamenn meðvitaðir, því ekki er laust við að nokkur sam- keppni ríki á milli bæja og er það af hinu góða sé litið til aðhaldsins sem af því leiðir. Umfang verk- efna sveitarfélaga hefur vaxið mikið á undan- förnum árum og áratug- um. Annars vegar fyrir tilstilli ríkisvaldsins sem hefur samið við sveitar- félög um yfirtöku nýrra verkefna. En ekki síður vegna mikilla þjóðfélagsbreytinga sem hafa haft í för með sér meira jafnrétti milli kynja og vaxandi at- vinnuþátttöku á vinnumarkaði. Auknar kröfur Þessar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að framleiðsla heimilanna á vöru og þjónustu hefur minnkað verulega og flust á markaðinn. Þann- ig fást tilbúnir réttir keyptir í mat- vöruverslunum, neysla á veitinga- húsum hefur aukist, viðgerðir á flíkum og hannyrðir eru á undan- haldi á heimilum, skyrtur fást straufríar eða straujaðar úti í bæ o.s.frv. Sveitarfélögin hafa einnig fengið skerf af verkefnum heimil- anna í sinn hlut, nefnilega að ala önn fyrir íbúum sínum með mun víðtæk- ari hætti en áður. Sveitarfélögin hafa nú miklum skyldum að gegna fyrir alla aldurshópa og sér ekki fyrir end- ann á auknum kröfum um þjónustu- stig. Það er þess vegna sem bæjar- fulltrúum er vandi á höndum að finna leiðir til að framreiða sem besta þjónustu á sem hagstæðastan máta, svo ekki þurfi að hrófla mikið við gjaldskrám og skattlagningu. Skuldasöfnun margra sveitarfélaga ber því miður með sér að sum þeirra spenni bogann um of . Í höndum bæjarins Þeim börnum fjölgar í Kópavogi sem send eru í vistun allan daginn. Aukin sókn er í heilsdagspláss leik- skólanna og er talað um að innan skamms verði þeir einsetnir í Kópa- vogi eins og grunnskólarnir! Sömu sögu er að segja um ásókn í dægradvöl grunnskólanna, fleiri börn verja þar öllum deginum. Þegar börn og unglingar verja svo miklum tíma utan heimilis í umsjón starfsmanna sveitar- félaga verður að gera miklar kröfur til að- búnaðar og fagkunn- áttu starfsfólks. Þroski og lífsham- ingja barna og ung- linga eru að miklu leyti háð því, sérstak- lega þegar um sér- þarfir er að ræða. Við- leitni Kópavogsbæjar hefur einmitt verið í þá átt að takast á við þessi verkefni af myndarskap með ráðn- ingu fagfólks, bæði vegna náms og félagslífs unga fólksins. Það er mik- ilvægt að kjörnir bæjarfulltrúar fylgi þessu eftir með stefnumótun og eft- irliti svo framboð þjónustunnar verði ávallt í góðum gæðaflokki og stöð- ugri þróun. Eins og áður sagði hefur Kópa- vogsbær auknum skyldum að gegna gagnvart öllum aldurshópum hvort sem um er að ræða skólagöngu, fé- lagslega aðstoð, tómstundaiðkun eða umönnun aldraðra. Löggjafarvaldið hefur gjarnan sett lög um lágmarks- þjónustu en svo er það sveitarfélag- anna að útfæra nánar lausn þessara verkefna. Bæjarfulltrúum er það hollt að líta á íbúana sem kröfuharða neytendur. Þar sem þjónusta Kópa- vogsbæjar snertir lífsgæði íbúanna í sífellt meira mæli skiptir lykilmáli að vandað sé til verks. Kröfuharðir neytendur Sigrún Tryggvadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og býður sig fram í 5. sæti prófkjöri sjálfstæðismanna. Kópavogur Bæjarfulltrúum er það hollt, segir Sigrún Tryggvadóttir, að líta á íbúana sem kröfuharða neytendur. ÞEGAR skipulags- mál bæjar- og sveitar- félaga ber á góma, heyrist stundum frá íbúum að kynningar á breytingum í næsta nágrenni þeirra hafi á einhvern hátt farið framhjá þeim; nú sé of seint að gera athuga- semdir eða koma fram með ábendingar. Slík tilvik eru í raun og veru afar óheppileg, því ferli skipulags- mála er þannig upp- byggt að íbúar og ná- grannar eiga að geta tekið virkan þátt og komið sínum sjónarmiðum á fram- færi. Sem formaður skipulagsnefndar Kópavogs hef ég beitt mér fyrir aukinni þátttöku og vitund íbúa bæjarins um skipulagsmál. Ástæð- an er einföld: skipulagsmál bæjar- og sveitarfélaga snúast fyrst og fremst um að skapa íbúum gott umhverfi til að lifa í. Til að það ætl- unarverk takist, þurfa tvær for- sendur að vera til staðar. Íbúar þurfa að hafa vitund um þróun mála og tækifæri til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Skipulagsnefndin hefur á undan- förnum vikum tekið upp tvær nýjar aðferðir til að ná þessu takmarki. Fyrr í þessari viku samþykkti nefndin að þegar til- lögur að deiliskipulagi eða breyttu deiliskipu- lagi eru auglýstar, þá skuli íbúum og lóðar- höfum í næsta ná- grenni sent erindi, þar sem vakin er athygli þeirra á viðkomandi tillögu og hvernig þeir geti kynnt sér málið og brugðist við. Með þessu viljum við tryggja að sem flest sjónarmið komi fram og grundvöllur ákvarðana í skipulagi verði þannig betri. Skipulagsnefnd tók einnig upp á þeirri nýbreytni í jan- úar, að þegar kynning á tillögu að aðalskipulagi Kópavogs hófst, var borinn út bæklingur í hvert hús í Kópavogi þar sem bæjarbúum bauðst að taka þátt í léttum spurn- ingaleik sem byggðist á tillögunni. Skipulagstillagan var sýnd á áber- andi stað í Smáralind, sett á heima- síðu bæjarins, og lá þar að auki frammi á bæjarskrifstofunni. Skemmst er frá því að segja að mjög góð þátttaka var í spurninga- leiknum og fyrir hönd skipulags- nefndar vil ég hér með koma á framfæri þökkum til allra sem tóku þátt. Ég er þess fullviss að þær nýju leiðir í kynningu á skipulagsmálum sem hér hefur verið greint frá eiga eftir að auka áhuga Kópavogsbúa á þessum mikilvæga málaflokki og hvetja þá til að koma sínum sjón- armiðum á framfæri. Aukin vitund og þátttaka íbúa í skipulagsmálum Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er formaður skipulags- nefndar Kópavogsbæjar og sækist eftir öðru sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Kópavogur Skipulagsnefndin hefur á undanförnum vikum, segir Ármann Kr. Ólafsson, tekið upp tvær nýjar aðferðir til að ná þessu takmarki. OPNUN Smáralind- ar í október á síðasta ári markaði þáttaskil í verslunarmálum landsins. Bygging Smáralindarinnar stóð yfir í tvö ár og und- irbúningur fram- kvæmda mun lengur. Smáralindin er lang- stærsta verslunarmið- stöð sem byggð hefur verið á Íslandi. Að framkvæmdinni komu fjölmargir aðilar bæði innlendir og erlendir. Skipulag og fram- kvæmdir aðila á bygg- ingartíma voru til mik- ils sóma og samstarf framkvæmdar- aðila og Kópavogsbæjar gekk einstaklega vel. Fullyrða má að ný byggingareglugerð sem tók gildi 1998 hafi átt stóran þátt í að eftirlit með framkvæmdunum gekk jafnvel og raun bar vitni. Smáralind er nútímaverslunar- miðstöð sem býður viðskiptavinum upp á þægilegt, bjart og aðlaðandi umhverfi og vingjarnlegt andrúms- loft. Sérstök áhersla er lögð á sam- spil verslunar og afþreyingar og í Vetrargarðinum, af- þreyingarmiðstöð Smáralindar, ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Nýjustu að- ferðir í hönnun versl- unarmiðstöðva voru hafðar til hliðsjónar við byggingu Smára- lindar. Fallegum arki- tektúr og hönnun, þægilegu birtustigi og skemmtilegu götuum- hverfi er ætlað að tryggja að viðskipta- vinum líði sem best í Smáralind. Öryggismál eru for- gangsmál í Smáralind. Nýjasta tækni tryggir að öryggi viðskiptavina Smáralindar er ætíð í fyrirrúmi. Hægt er að fylgjast með hvernig flæði fólks er um bygg- inguna og skilgreina öryggisþarfir eftir því. Eld- og reykvarnartæki hússins eru af nýjustu og fullkomn- ustu gerð. Nú eru liðnir fjórir mánuðir frá opnununni. Ekki er annað hægt að segja en viðtökur hafi verið ótrúlega góðar. Svartsýnisraddir sem heyrð- ust fyrir opnunina, um að umferð- armannvirkin í kringum Smáralind- ina myndu ekki anna umferðinni, áttu sem betur fer ekki við rök að styðjast. Ánægjulegt er að sjá hversu góð- ar móttökur þessi nýja verslunar- miðstöð hefur fengið og óhætt er að fullyrða að vinsældir hennar eiga eftir að aukast þegar fram líða stundir. Stórkostleg framför í verslun Gunnsteinn Sigurðsson Höfundur er formaður byggingarnefndar Kópavogs og gefur kost á sér í 1.–2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. Kópavogur Ánægjulegt er að sjá, segir Gunnsteinn Sigurðsson, hversu góðar móttökur þessi nýja verslunarmiðstöð hefur fengið. KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.