Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 21 TALIÐ er, að nokkrir háttsettir al- Qaeda-menn, hugsanlega Osama bin Laden sjálfur, hafi fallið síðastliðinn mánudag er flugskeyti var skotið frá ómannaðri, bandarískri njósnavél á bílalest á Tora Bora-svæðinu í Suð- austur-Afganistan. Margir telja þó líklegast, að bin Laden sé ekki leng- ur í Afganistan, sé hann þá yfirleitt á lífi. Haft er eftir heimildum, að menn- irnir hafi verið á ferð í nokkrum bíl- um en höfðu stöðvað þá og að því er virtist skotið á fundi er flugskeytinu var skotið. Áður mátti sjá með aug- um Predator-njósnavélarinnar, að einn í hópnum var umkringdur líf- vörðum og augsýnilegt, að fyrir hon- um var borin mikil virðing. Haft er eftir ónefndum, bandarískum emb- ættismanni, að það gæti átt við um bin Laden en hugsanlega líka um einhvern annan háttsettan mann í al- Qaeda. Mjög hávaxinn Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS fullyrti, að einn þeirra, sem féllu í árásinni, hefði verið áberandi hærri en aðrir í hópnum og hefur það kynt enn frekar undir getgátur um, að þar hafi verið um bin Laden að ræða. Á það er hins vegar bent, að Egyptinn Ayman al-Zawahri, næstráðandi bin Ladens, sé líka mjög hávaxinn. CBS hélt því einnig fram, að talið væri, að bin Laden og nánustu samstarfsmenn hans hefðu verið í felum í Zawar Khili rétt við pakist- önsku landamærin síðan þeir flúðu árásirnar á hellana sem kenndir eru við Tora Bora. Breska dagblaðið Financial Times hafði í gær eftir Bandaríkjamannin- um Frank Spicka, yfirmanni hryðju- verkadeildar Alþjóðalögreglunnar, Interpol, að svo virtist sem bin Lad- en og hundruð stuðningsmanna hans hefðu sloppið burt frá Afganistan. Kvaðst hann ekki trúa því fyrr en annað kæmi í ljós, að bin Laden hefði fallið í árásinni sl. mánudag. „Við fáum sífellt fleiri vísbending- ar um, að margir al-Qaeda-menn hafi farið frá Afganistan áður en megin- sóknin gegn þeim hófst og þar með er líklegt, að þeir séu búnir að koma sér fyrir annars staðar. Þeir geta til dæmis verið í einhverju landi þar sem eru stór, eftirlitslaus svæði, í Jemen, Sómalíu, Pakistan eða jafn- vel í Íran,“ sagði Spicka. George Tenet, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sagði á fundi með njósnanefnd öldunga- deildarinnar í fyrradag, að hann hefði ekki hugmynd um hvort bin Laden væri lífs eða liðinn. Hann sagði hins vegar, að al-Qaeda stefndi að því að fremja ný hryðjuverk í Bandaríkjunum og öðrum vestræn- um ríkjum.Vitað væri, að hryðju- verkamennirnir hefðu velt fyrir sér árásum á stjórnarstofnanir og aðrar áberandi byggingar í Bandaríkjun- um, flugvelli, brýr, hafnir og stíflur. Kvað hann hugsanlegt, að þeir hygð- ust láta til skarar skríða á Vetraról- ympíuleikunum í Salt Lake City, sem hefjast nú um helgina. Al-Qaeda-menn sagðir hafa fallið í flugskeytaárás Efasemdir um að bin Laden hafi verið í hópnum   !" #$%&'!( )!%*&+#! !" " ', ! !&-! !-. %-/0-%%%% &#! !!12!!1-3&)"1 '!!#%!! !&# %! $% #!&" ,4                                                         ! "#$ % &   ' !" Washington. AFP. Kynning á nýju förðunum frá Kanebo í Hagkaup Kringlunni föstudag og laugardag. Húðgreiningartölvan og fagleg ráðgjöf. Nýr betrumbættur púðurfarði. FARÐINN SEM FULLKOMNAR HINA SÖNNU FEGURÐ! BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is 13.-16. FEBRÚAR AMERÍSKIR DAGAR Michael Quigley 6 rétta matseðill í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Matargerðarlist frá Kaliforníu, eins og hún gerist best. Frábær eðalvín. matreiðslumeistari kemur frá Restaurant Café Lolo í Santa Rosa í Kaliforníu. Hann hefur áunnið sér virðingu sem meistari í kalífornískri matargerð undir frönsk- ítölskum áhrifum. Quigley býður sex rétta glæsilegan matseðil þar sem hörpuskel, humar, önd, lamb og súkkulaði koma við sögu. Fyrir máltíð verður vínkynning í Þingholti: Sex víninnflytjendur gefa gestum tækifæri til að bera saman víngerðarhús og vínþrúgutegundir frá Bandaríkjunum. Takmarkaður sætafjöldi hvert kvöld. 6 tegundir af borðvíni, kaffi með koníaki eða líkjör. Verð: 11.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.