Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Kl ippstopp 2 8 .FEB R Ú AR 20 0 2Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!! www.atv.is – Skeifunni 17 Afritunarhugbúnaður LAGT er til að lögum um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu verði breytt talsvert, sam- kvæmt tillögum nefndar sem um- hverfisráðherra skipaði í haust vegna málsins. Samkvæmt núgild- andi lögum taka lögin til Skútu- staðahrepps alls en í tillögunum er sérstakt verndarákvæði sem tekur til ákveðins tilgreinds svæðis auk þess sem lagt er til að friðun ýmissa náttúruminja í sveitinni verði ekki á grundvelli ákvæða laganna heldur verði farið í friðlýsingu á þeim á grundvelli náttúruverndarlaga. Forsaga málsins er sú, að sögn Finns Þórs Birgissonar, lögfræðings og formanns nefndarinnar, að lögin hafa sætt talsverðri gagnrýni af hálfu sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps. Samkvæmt gildandi lögum þurfi leyfi Náttúruverndar ríkisins fyrir öllum framkvæmdum í Skútu- staðahreppi. Skipulagsvaldið sé því tekið af heilu sveitarfélagi í lögun- um. Sveitarstjórnin hafi spurt hvers vegna lög sem gildi almennt um náttúruvernd og umhverfismál á Ís- landi gildi ekki þar sem annars stað- ar og hvers vegna þurfi sérlög á þessu sérstaka svæði. Finnur Þór Birgisson segir að til að svara þessum spurningum, skoða náttúruverndarmál á svæðinu og endurskoða þau í samræmi við breytingar á almennum lögum hafi Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra skipað nefnd til að fara yfir lögin og hafi hún skilað tillögum sín- um í fyrradag. Meginatriðið í þeim sé að gildissvið verndarákvæðis lag- anna sé þrengt þannig að það taki til árinnar allrar ásamt 200 metra breiðum bakka báðum megin og vatnsins alls ásamt 200 m breiðum bakka umhverfis það. Auk þess séu tilgreind votlendissvæði sem liggi við bakka vatnsins og árinnar og séu mjög mikilvægur hluti af lífkeðju vatnsins vegna þess að þar séu varplönd fugla. Ennfremur sé lagt til að sérstakt ákvæði verði sett inn í frumvarpið varðandi verndun vatna- sviðs árinnar en um önnur svæði við Mývatn sé lagt til að farið verði í þá vinnu að friðlýsa þau svæði á grund- velli ákvæða náttúruverndarlaga og því lokið fyrir árslok 2005. Í þessu sambandi nefnir hann meðal annars Dimmuborgir og Kröflusvæðið að hluta til. Finnur Þór Birgisson leggur áherslu á að í tillögunum sé ekki gert ráð fyrir að hróflað verði við verndun vatnsins en um friðlýsingu annarra svæða verði farið eftir því ferli sem ákveðið sé í náttúruvernd- arlögum. Markmiðið sé ekki að draga úr vernduninni heldur að hafa hana í samræmi við almenn lög sem gildi á sviði náttúruverndar á Ís- landi. Lagt til að breyta lögum um verndun Mývatns og Laxár VIÐ fyrstu sýn mætti ætla að vegfarandinn sá arna væri dúð- aður norðurpólsfari með vistum hlaðinn sleða í taug. Skafrenning- urinn, fannfergið og víðáttan að ógleymdu opnu hafi rennir stoð- um undir staðhæfinguna, en fljót- lega kemur hið rétta í ljós. Í fjarska blasir við forsetasetrið á Bessastöðum og Keilir á Reykja- nesi. Þetta reyndist þá vera borg- ari í vetrarferð að viðra hundinn á Ægisíðunni. Morgunblaðið/RAX Í vetrarferð SAMNINGAR hafa tekist milli fimm bæklunarlækna sem starfa á Læknastöðinni í Álftamýri 5 og Tryggingastofnunar um gerð kross- bandaaðgerða. Deilur hafa staðið um greiðslur fyrir krossbandaaðgerðir í um tvö ár og hafa sjúklingar þurft að greiða úr eigin vasa allan kostnað við aðgerðirnar. Á seinni árum hafa þessar aðgerð- ir verið gerðar á læknastofum hjá sérfræðingum. Sjúklingar hafa feng- ið að fara heim sama dag og aðgerðin fer fram. Ágreiningur hefur hins vegar verið um verð fyrir aðgerðir milli sérfræðinganna og TR. Í upp- hafi þessa árs gerði Tryggingastofn- un samning við Boga Jónsson bækl- unarlækni um krossbandaaðgerðir. Sigurður Ásgeir Kristinsson, framkvæmdastjóri Læknastöðvar- innar í Álftamýri 5, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í fyrradag hefðu tekist samningar milli nýrrar samninganefndar TR og þeirra fimm bæklunarlækna sem gera slíkar að- gerðir á Læknastöðinni, en þeir hafa langa reynslu af því að gera þessar aðgerðir. Þeir hefðu t.d. gert um 30 slíkar aðgerðir á síðasta ári. Sigurð- ur sagði að á meðan þessi deila hefði staðið yfir hefðu sjúklingar þurft að greiða kostnað við þessar aðgerðir að fullu, en nú myndu þeir einungis greiða það gjald sem innheimt væri fyrir komu til sérfræðings, en TR myndi greiða það sem á vantaði. Hann sagði að það verð sem samið hefði verið um við TR væri nokkurn veginn það verð sem læknarnir hefðu verið að taka fyrir þessar að- gerðir fram að þessu. Samið um kross- bandaaðgerðir GYLFI Magnússon og Þórólfur G. Matthíasson, dósentar í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands, hafna nið- urstöðum Ragnars Árnasonar, pró- fessors í fiskihagfræði, um áhrif auðlindagjalds á skatttekjur ríkisins. Þeir segjast vera þeirrar skoðunar að álagning auðlindagjalds sé til þess fallin að auka landsframleiðslu. Ragnar komst að þeirri niðurstöðu að tekjuaukning ríkisins af álagn- ingu auðlindagjalds sé nánast örugg- lega miklu minni en nemur upphæð gjaldsins. Álagning gjaldsins gæti jafnvel leitt til tekjuminnkunar. Gylfi sagðist telja að áhrif auð- lindagjalds á tekjur ríkisins af tekju- skatti og eignaskatti væru ekki mjög miklar og benti á að sjávarútvegur- inn greiddi lítinn tekjuskatt. Gylfi og Þórólfur sögðu að eignaskattur væri greiddur af nafnvirði hlutabréfa og því hefði verðmæti hlutabréfa engin áhrif á eignaskatta. Þar að auki væri kvóti almennt ekki eignfærður og verðmæti hans hefði því heldur ekki áhrif á eignaskattsgreiðslur fyrir- tækja. Ennfremur væru uppi áform um að afnema eignaskatta. Auðlindagjald myndi auka hagvöxt Bæði Gylfi og Þórólfur efast um að sú niðurstaða Ragnars að auðlinda- gjald sé líklegt til að draga úr lands- framleiðslu sé rétt. Gylfi sagðist telja að ef rekstrarumhverfi sjávarút- vegsins yrði gert öruggara og meiri sátt skapaðist um hann, en auðlinda- gjald yrði væntanlega hluti af slíkri sátt, væri líklegt að landsframleiðsla myndi aukast. Þórólfur sagði að Ragnar gæfi sér þá forsendu að auðlindagjald kæmi ekki í staðinn fyrir aðra skatta held- ur til viðbótar, en það væri þvert á það sem talsmenn hugmyndarinnar hefðu yfirleitt gert. „Það er langt síðan að fiskihag- fræðingar á borð við Rögnvald Hannesson bentu á að væri auðlinda- gjald notað í stað tekjuskatta þá myndi slík aðgerð ein og sér auka hagvöxt. Niðurstöður Ragnars nú hrekja ekki þá niðurstöðu Rögnvald- ar,“ sagði Þórólfur. Dósentar við viðskipta- fræðideild Háskólans Hafna nið- urstöðu Ragnars  Auðlindagjald/11 ÞÝSKA flugfélagið Aero-Lloyd mun í sumar fljúga vikulega til Keflavíkur frá Frankfurt, Berlín og München. Ferðaskrifstofan TerraNova-Sól tók í gær formlega við umboði þýska flugfélagsins Aero-Lloyd hér á landi og mun annast sölu farseðla fyrir það. Flogið verður með nýlegum Air- bus 320-vélum hingað til lands viku- lega frá 13. júní til 20. ágúst. Anton Antonsson, framkvæmda- stjóri TerraNova-Sólar, segir að nú sé ferðaskrifstofan TerraNova-Sól með ýmsa valkosti fyrir þá sem ætli að leggja leið sína til Þýskalands í sumar. Þeir geta til dæmis valið um að fljúga með flugfélaginu LTU eða Aero-Lloyd til München eða að fljúga með Flugleiðum eða Aero- Lloyd til Frankfurt og Berlínar. Anton segir að verð á flugfarseðl- um Aero-Lloyd sé svipað og hjá LTU. Meðalverð á fargjaldi er 24.900 krónur án flugvallarskatta. TerraNova-Sól tekur við umboði Aero-Lloyd hér á landi Bjóða flug til Berlínar, München og Frankfurt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.