Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 54

Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍ I 564 0000 - .s arabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 6 og 10. B.i. 12. Sýnd í LÚXUS kl. 4. „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i . Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum There´s Something About Mary og Me myself & Irene kemur Feitasta gamanmynd allra tíma  SV Mbl  DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i 14. Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd í LÚXUS kl. 8 og 10.30. Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Spennutryllir ársins FRUMSÝNING Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. í kvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900 ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöld. Hátíðinni verður sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu, en þar að auki gefst almenningi í fyrsta sinn kostur á að vera viðstaddur afhendinguna með því að kaupa sér aðgang að henni. Auk sjálfrar verðlaunaafhending- arinnar, sem menn bíða vitanlega eft- ir með öndina í hálsinum, munu koma fram nokkrir af þeim tónlistarmönn- um sem vöktu athygli á síðasta ári; Páll Óskar og Mónika, Graduale Nobili, Jagúar, Svala Björgvins, XXX Rottweilerhundar, Páll Rós- inkranz og Védís Hervör. Kynnar verða þau Selma Björnsdóttir og Bergþór Pálsson, hinir landsfrægu söngvarar og leikarar. Að sögn Einars Bárðarsonar, framkvæmdastjóra og aðalskipu- leggjanda verðlaunahátíðarinnar, er tilgangurinn með veitingu Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrst og fremst sá að vekja athygli á því sem vel hefur verið gert og gefa tónlist- armönnum þeim sem lagt hafa hart að sér gott klapp á bakið. „Það var ákveðið eftir að afhending verð- launanna féll niður í fyrra að auka veg þeirra og umfang til muna. Sinna að jöfnu allri tónlistarsköpun í land- inu og þannig er vonast til að trú- verðugleiki þeirra aukist og þau verði eftirsóknarverð fyrir lista- menn.“ Sérstaklega skipaðar dómefndir fyrir hvern verðlaunaflokk fyrir sig munu gegna því vandasama verki að velja sigurvegara úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið. Til þess að auka trúverðugleikann og sanngirnina segir Einar að rík áhersla hafi verið lögð á að dómnefndirnar væru vel mannaðar fagfólki sem kæmi að tón- list og tónlistarsköpun í landinu á sem fjölbreyttastan hátt. Einar ítrekar að menn hafi viljað forðast að búa til einhverja glys- gjarna skjallskemmtun. Allt miðist við að hafa veg tónlistarinnar sem mestan og vissulega að afþreyingar- gildi viðburðarins sé hið ríkulegasta fyrir gesti Borgarleikhússins og þá sem heima sitja. Þess má að lokum geta að þegar verðlaunahátíðinni er lokið mun fögnuðurinn halda áfram á skemmti- staðnum NASA þar sem dansinn mun duna við tónlist Lúdó og Stefáns og hægt verður að óska verð- launahöfum til hamingju með sigurinn. Miðasala er í Borgarleik- húsinu. Til framdráttar íslenskri tónlist Morgunblaðið/Árni Sæberg Selma Björnsdóttir og Bergþór Pálsson verða kynnar á hátíðinni. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent á sunnudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.