Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjón- ustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05 alla virka daga nema mánu- daga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyr- ir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morgun laugardag kl. 11.15 í Víkur- skóla. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Samlestrar og bænastund á mánudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Samlestrar og bænastund í safnaðar- heimilinu á fimmtudögum kl. 17. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Biblíurann- sókn/bænastund á miðvikudagskvöld- um kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Safnaðarstarf Í byrjun þorra kom upp sú hugmynd í vinnuhópi um starf fyrir eldri borgara innan Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík að bjóða upp á bingó í safn- aðarheimili safnaðarins á Laufásvegi 13. Við höfum valið mánudaginn 11. febrúar (bolludag) sem sérstakan bingó-dag. Bingóið hefst klukkan 13:00. Okkur til aðstoðar verður bingóstjórnandinn Árni Norð- fjörð. Á meðan við spilum og reynum að ná réttum tölum og vinningum munu tónlistar- stjórarnir okkar, þau Carl Möller og Anna Sigríður Helgadóttir, flytja okkur eða öllu heldur leiða okkur í fjölda- söng. Veitingar verða að sjálf- sögðu tengdar bolludeginum. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Þó er nauðsynlegt að skrá sig, til þess að við pöntum næg- ar veitingar. Skráningarsímar eru: 552 7270 og 896 8936 Sjáumst öll hress í bingó-stuði. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Bollubingó í Fríkirkj- unni í Reykjavík Morgunblaðið/Sigurður Jökull NÚ er komið að því að segja frá þeim jóla-, líknar og styrktarmerkj- um, sem gefin voru út fyrir síðustu jól og mér er kunnugt um. Eins og jafn- an áður hefur Bolli Davíðsson í Frí- merkjahúsinu látið þættinum flest þessara merkja í té og eins ýmsar upplýsingar um þau. Færi ég honum þakkir fyrir hvort tveggja. Rétt er einnig að þakka nokkrum útgefend- um jóla- og líknarmerkja, sem hafa orðið við beiðni minni í fyrri þáttum að senda mér eintak af merkjum sín- um ásamt nákvæmum upplýsingum um þau og tilgang þeirra. Að slíkum upplýsingum er einmitt verulegur fengur fyrir þá, sem safna þessum merkjum, og þá um leið að fá vitn- eskju um tilgang merkjanna og hönn- uði þeirra og skýringar á myndefni þeirra. Að vísu hugkvæmdist mér í þetta sinn að fá vitneskju um flest þessara merkja hjá Mbl., þar sem þeirra mun yfirleitt getið vikurnar fyrir jólin. Þá hef ég orðið þess var, að söfnurum þessara merkja þykir feng- ur í að fá sem gleggstar upplýsingar um þau á einum stað í frímerkjaþætti Morgunblaðsins. Þar eiga þeir þá greiðan aðgang að öllu því, sem varð- ar þau sérstaklega. Rétt er að geta þess í upphafi, að Félag MS sjúklinga gaf ekki út styrktarmerki fyrir þessi jól. Þá hef ég í þetta skipti leitað eftir meiri fróðleik en áður um jóla- og styrktarmerki og hver sé tilgangur þeirra félaga, sem standa á bak við þau. Vænti ég þess, að þeir, sem safna þeim, þyki einmitt fengur í vitneskju um það og væntanlega í eitt skipti fyrir öll. Fyrst verður að sjálfsögðu fyrir „nestor“ íslenzkra jólamerkja, jóla- merki Barnauppeldissjóðs Thorvald- sensfélagsins, sem fyrst kom á mark- að árið 1913, svo sem alkunna er meðal safnara. Hönnuður merkisins að þessu sinni er Daði Guðbjörnsson, og heitir myndefnið Jólakettir. - Ágóði af sölu merkjanna rennur að þessu sinni til Barnadeildar Land- spítalans í Fossvogi og Barna- og unglingadeildar Landspítalans við Hringbraut. Merki félagsins eru til sölu hjá félagskonum og að sjálfsögðu í Thorvaldsensbasarnum í Reykjavík. Svo hafa þau um fjölmörg ár verið til sölu á öllum pósthúsum landsins fyrir hver jól. Þá má panta þau og eins eldri merki á netfangi félagsins thor- valdsens@isl.is. Næst í aldursröðinni er jólamerki Framtíðarinnar á Akureyri. Er Framtíðin nú deild innan Félags eldri borgara á Akureyri. Áður hafði Kven- félagið Framtíðin, sem stofnað var 1894, gefið út jólamerki frá árinu 1935. Félagið hefur nú verið lagt nið- ur, en hins vegar var ákveðið að halda áfram útgáfu jólamerkja og minning- arkorta til stuðnings öldruðum, eins og kvenfélagið hafði áður gert um áraraðir. Kristín Pálsdóttir á Akur- eyri teiknaði mynd merkisins. Er það í annað sinn, sem hún leggur til mynd á merki félagsins. Þriðja merkið er gefið út af Rot- aryklúbbi Hafnarfjarðar. Samkv. upplýsingum frá Skúla Þórssyni hannaði einn félaganna, Níels Árna- son, jólamerki klúbbsins. Þá teiknaði Þóra Dal Þorsteinsdóttir merki klúbbsins árið 2000. Um það vissi ég ekki í fyrra og læt þær upplýsingar því fylgja með að þessu sinni. Fjórða merkið er á vegum Líkn- arsjóðs Lionsklúbbsins Þórs. Er það í 35. skiptið, en klúbburinn var stofn- aður 6. jan. 1956 og hefur frá upphafi lagt sitt af mörkum til líknarmála. Hefur líknarsjóður Þórs um árabil styrkt Tjaldanesheimilið í Mosfells- dal og barnadeildir sjúkrahúsanna í Reykjavík o. fl. Á merkinu, sem er hannað af Þórhildi Jónsdóttur aug- lýsingateiknara, er mynd af Skál- holtskirkju. Ungmennasamband Borgarfjarðar gefur út jólamerki 15. árið í röð og nú með teikningu af nýju kirkjunni í Reykholti. Guðmundur Sigurðsson hannaði merkið eins og öll fyrri merki sambandsins. Ekki kemur fram í til- kynningu þess, hvert ágóði af sölu merkisins rennur, en ætla verður, að það sé til einhverra líknarmála um Borgarfjörð og Mýrar. Merkin eru fáanleg bæði tökkuð og ótökkuð. Ég hef áður látið þá skoðun í ljós, að mér finnist tæplega viðeigandi að gefa líknarmerki út á þennan hátt, jafnvel þótt slíkt sé gert til styrktar ákveðnu málefni. Kaþólski söfnuðurinn gefur aftur út fallegt merki, þar sem myndefnið er hið sama og í fyrra, þ. e. María guðsmóðir með barn sitt í fanginu, en örlítið breytt. Fyrir ofan myndina stendur CARITAS ÍSLAND og að neðan JÓLIN 2001. Caritas á Íslandi er hluti af Caritas Internationalis, sem starfar innan rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar og er umsvifamikil hjálparstofnun. Caritas á Íslandi stendur fyrir tveimur árlegum söfn- unum, um jól og páska. Orðrétt segir svo í tilkynningu um þennan fé- lagsskap: „Meginhlutverk Caritas er að styðja við bakið á þeim, sem minna mega sín. Caritas á Íslandi hefur m.a. styrkt krabbameinssjúk börn, misþroska og ofvirk börn, Alzheimer-sjúklinga, bágstadda fyrir jólin í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar, Reykjalund, Foreldrahús vímulausrar æsku og aðstoð við Afganistan í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. – Ágóði af jólamerkjum Caritas rennur í hjálp- arstarf innanlands.“ Hið íslenska biblíufélag sendir í fjórða sinn jóla- merki. „hverjum sem þau vilja og ræður fólk hve mikið það gefur í söfn- unina“, eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Söfnun sú, sem hér um ræðir, er „til styrktar Biblíufélaginu í Úsbek- istan sem vinnur að þýðingu Bibl- íunnar í fyrsta sinn og að útgáfu barnabiblíu sem dreift verður til barna í skólum, barnaheimilum og sumarbúðum.“ Hverju merkjanna fylgir viðhengi með hluta af jólaguð- spjallinu, alls átta. Allt er á einni örk, sem í eru tíu merki, hvert með sínu myndefni. Örkin er sem hinar fyrri eigulegur safngripur sem heild og með sama sniði og þær. Hér fylgja tvö merki með viðhengi, þar sem stend- ur: Hið íslenska Biblíufélag – Jólin 2001. Einnig er þar nafn listakonunn- ar, sem heitir Ingrid Rosenfeldt. Rauði kross Íslands bætir enn heldur betur við safn jólamerkja, eins og hann hefur gert fyrir undanfar- andi tvenn jól. Hann sendi fé- lagsmönnum sínum jólakveðju með 36 merkjum með sex mismunandi út- færslum. Er þetta gjöf frá Freyju Ön- undardóttur myndlistarkonu. Þá er jólamerki Neistans, Styrkt- arfélags hjartveikra barna. Er það þriðja merki félagsins. Það prýðir fal- leg mynd af Langholtskirkju í Með- allandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Hef- ur dr. Nikulás Sigfússon læknir málað hana. Þá hafa Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi gefið út í annað sinn merki, sem sker sig mjög frá öðrum jóla- merkjum eins og á árinu á undan, því að það er hringlaga og sjálflímandi eins og innsiglismerki. Er þetta snot- urt merki með svipuðum hvatningar- orðum og áður: STÖNDUM SAMAN – STYRKJUM SUNNUHLÍÐ. Að auki stendur svo: Gleðileg jól 2001. Ágóði af sölu þessa merkis er til styrktar nýbyggingu við Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa- vogi. Öll þau félög, sem hér hafa verið nefnd og hafa gefið út jóla- eða styrktarmerki, hafa gert það til þess að styrkja ýmis áhugamál sín og not- að ágóðann til margvíslegra hluta. Nú hefur aftur á móti orðið hér á nokkur breyting, sem ég játa, að mér finnst verulega á skjön við tilgang margnefndra merkja. Er það útgáfa míns gamla félags, Félags frímerkja- safnara, og svo Myntsafnarafélags Ís- lands. Þessi félög hafa nú róið á sömu mið með sameiginlegt myndefni, en í mis- munandi lit. Eins hef ég öruggar heimildir fyrir því, að einhver hluti merkjanna sé ótakkaður. Þetta eru falleg merki, en hönnuður þeirra er Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir. Ekki hef ég fengið gefið upp, hver sé til- gangur með þessari sameiginlegu út- gáfu eða hvort styrkja eigi eitthvert ákveðið málefni með þeim. Raunar hef ég grun um, að hér hafi stjórnir téðra félaga einungis verið að gleðja þá safnara innan sinna vébanda, sem einnig safna jólamerkjum. En er ekki of langt gengið? Ég held það. Jóla- merki áttu í upphafi þeirra í Dan- mörku 1904 og svo á Íslandi 1913 að vera styrktarmerki manna í alls kon- ar nauð og það eru þau enn í dag. Það hafa þau vissulega verið lengst af og í trausti þess keyptu menn þau og settu á kort sín og bréf til vina og vandamanna ásamt frímerkjum fyrir burðargjaldi. En þegar þau urðu safngripir til hliðs við sjálf frímerkin, breyttist viðhorfið til þeirra. Á það „spila“ svo útgefendur þeirra að ein- hverju leyti í von um sem mestan ágóða fyrir félög sín. En þegar félög safnara eru sjálf farin að gefa út jóla- merki án sérstakrar ástæðu – að því er séð verður –, er mælirinn orðinn fullur. Jóla-, líknar- og styrktarmerki 2001 FRÍMERKI Jól 2001 Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvald- sensfélagsins, Framtíðarinnar á Ak- ureyri, Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar, Líkn- arsjóðs Lionsklúbbsins Þórs, Ungmennasambands Borgarfjarðar, Kaþ- ólska safnaðarins, Neistans – styrkt- arfélags hjartveikra barna, Rauða kross Íslands, Hins íslenska biblíufélags, Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi, Fé- lags frímerkjasafnara og Myntsafn- arafélags Íslands. Jón Aðalsteinn Jónsson Jóla-, líknar- og styrktarmerki 2001. SUMAR- OG ORLOFSHÚS Sumarhúsalóðir Nokkrar lóðir til sölu í landi Vaðness. Heitt og kalt vatn á svæðinu. Kjarrivaxið land. Upplýsingar í síma 486 4448 eða 893 5248. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  182287  Þb. I.O.O.F. 12  182288½  9.0. Sunnud. 10. feb. Undrin við Kleifarvatn. Gengið í kringum Kleifarvatn. Þetta er framhald á göngu sem farin var fyrr í haust. Fararstjóri Haukur Jóhannesson. Verð kr. 1.500/1.800. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkju- garðinn í Hafnarfirði. www.fi.is , Dagskrá F.Í. bls. 619 í textavarp- inu. Góða ferð. Myndasýning í F.Í.-salnum mið- vikudaginn 13. febrúar kl. 20:30. Allir velkomnir. Í kvöld kl. 21 heldur Þórarinn Þór- arinsson erindium Línur jarðar í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Kristjáns Fr. Guðmundssonar „Spjall um yogaiðkun“. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í umsjá Önnu S. Bjarna- dóttur „Hugrækt”. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið er 122 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralagi meðal mannkyns. www.gudspekifelagid.is RAÐAUGLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.