Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 27 UNDIRRITUÐ sat á almennum stjórn- málafundi í félags- heimilinu Þórsveri hér á Þórshöfn um miðjan janúar, en Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var þar mætt ásamt Páli Magnússyni. Umræðurnar voru líflegar og voru byggðamálin ofarlega í huga fundargesta, en bæði samgöngu- og orkumál voru í brenni- depli. Norður-Þingeyj- arsýsla hefur lengi verið afskipt hvað varðar vegabætur en vegagerðin á Tjörnesi er stórt skref í rétta átt. Nokkrar úrbætur hafa verið gerðar hér í héraðinu og var áfanga náð með nýju brúnni yfir Sval- barðsá í Þistilfirði. Löngu var orðið tímabært að ný brú leysti gömlu brúna af hólmi en hún var bæði mikill farartálmi fyrir þungaflutn- inga og hið mesta skaðræði yfir- ferðar. Heilsársvegur yfir Öxar- fjarðarheiði er okkur sem hér búum einnig mikið kappsmál en það stytt- ir vegalengdina til Akureyrar um tæpa 70 kílómetra. Byggðastýring Miklar umræður urðu á fund- inum um byggðastýringu. Orðið „byggðastjórnun“ felur í sér mikið vald; vald sem hefur áhrif á lífskjör fólksins í landinu og búsetuskilyrði. Þetta vald ætti ríkisstjórnin að hafa í hendi sér. Vöruverð er almennt hátt á landsbyggðinni og batnaði ekki við fákeppni sem orðin er á markaðin- um og stórhækkuð flutningsgjöld. Þau gjöld þarf að taka inn í smá- söluálagningu á vöruna og síðan er virðisaukaskattur greiddur af heild- arpakkanum í ríkiskassann. Þórs- hafnarbúinn greiðir þannig 79 krón- ur í virðisaukaskatt til ríkisins af einum kornflakes- pakka meðan íbúi á stórmarkaðssvæði greiðir 53 krónur. Þarna er virðisauka- skatturinn dulin byggðastýring. Innkaupsverð pakk- ans á Þórshöfn er það sama og útsöluverð hans er í stórmarkaði en það segir sitt um fákeppni á markaðin- um. Kornflakes-pakk- inn á morgunverðar- borðið á Þórshöfn kostar því um 636 krónur en rúmar 400 hundruð krónur á stórmarkaðssvæði. Við Þórshafnarbúar gerum okkur grein fyrir því að smáverslun getur aldrei boðið sama verð og stór- markaður en verðmunurinn er al- mennt orðinn of mikill til þess að hann sé réttlætanlegur eða viðun- andi. Búsetuskipti vegna framhaldsskóla Eftir grunnskóla viljum við flest senda börnin okkar áfram til frek- ari menntunar og þá kemur að því að halda tvö heimili sem er mikill kostnaðarauki. Ekki eiga allir kost á því að vera í heimavist því þannig aðstaða er ekki við alla skóla en töluvert dýrara er að leigja á al- mennum markaði heldur en að vera í heimavist. Þessi skóla- og ferða- kostnaður leiðir oft til þess að öll fjölskyldan flytur burt að lokum. Í þessum málaflokki er þörf á útbót- um því allir eiga að hafa jafnt að- gengi til mennta. Mismunur á orkuverði Samkeppnishæfi fyrirtækja ræðst m.a. af því á hvaða verði raf- orka fæst og hvaða aðgang þau hafa að henni. Ef dæmi er tekið af loðnuverksmiðjum um landið sitja þær ekki allar við sama borð hvað orkuverð snertir og eða aðgang að orkunni. Þar skiptir lega byggðalín- unnar máli en hún var lögð af Landsvirkjun fyrir ca. 10 árum á milli stærstu byggðakjarna lands- ins. Þær verksmiðjur sem liggja ná- lægt byggðalínunni eiga nú þess kost að kaupa umframorku á um það bil eina krónu kílówattstundina í stað þess að nota olíu til þurrk- unar á mjölinu, sem er mun dýrara. Þórshöfn er ekki í leið byggðalín- unnar og því á loðnuverksmiðjan á staðnum ekki kost á þessari um- framorku eins og margar sambæri- legar verksmiðjur. Núverandi flutn- ingskerfi raforku leyfir ekki að verksmiðjan breyti úr olíukyntri þurrkun yfir í raforkukynta þurrk- un. Orkuverðið sem verksmiðjan hér býr við er samkvæmt topptaxta frá 4-12 krónum kílówattið. Þarna er ólíku saman að jafna. Við sem höfum valið okkur bú- setu á landsbyggðinni viljum vera þar áfram og skapa enn betri bú- setuskilyrði þar. Umhverfið er jafn- an barnvænt og ekki margt sem þarf að varast. Það má heldur ekki gleymast að í sjávarplássi eins og Þórshöfn verða til miklar gjaldeyr- istekjur fyrir landið í formi þess sjávarafla sem berst á land. Hvað er byggðastýring? Líney Sigurðardóttir Byggðamál Smáverslun getur aldrei boðið sama verð og stór- markaður, segir Líney Sigurðardóttir, en verð- munurinn er orðinn of mikill til þess að hann sé réttlætanlegur eða viðunandi. Höfundur býr á Þórshöfn. ÓKYRRÐ ríkir nú í herbúðum R-lista- manna. Með Björn Bjarnason í forystu býður Sjálfstæðis- flokkurinn Reykvík- ingum upp á raunhæf- an valkost í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. R-listamenn vita að þeir geta ekki lengur gengið að valdasessinum sem vísum. Þeir gera sér grein fyrir að borg- arstjóri þeirra, Ingi- björg Sólrún, á erfitt uppdráttar í málefna- legri kappræðu við Björn. Þeir vita sem er að mál- efnastaða þeirra er veik. Því bregða þeir á það ráð að ráðast strax á persónu Björns. Hver R-listamaðurinn af öðrum ryðst nú fram til að narta í Björn og reynir að níða af honum skóinn. Megininntakið í skrifum þessara R-listamanna hefur verið að Björn sé þjakaður af valdafýsn, innsti valdakjarni Sjálfstæðislokksins líti á hann sem „erfðaprins“ og því hafi þurft að ryðja úr vegi konunni Ingu Jónu sem hafi staðið sig af- burða vel, en þetta hafi hins vegar gengið hálfbrösuglega fyrir sig því Björn geti ekki tekið ákvarðanir og stefnt hafi í að kosningarnar færu fram án þess hann gerði upp hug sinn! Þennan heilaspuna hafa R-lista- menn verið iðnir við að útbreiða í fjölmiðlunum undanfarnar vikur. Enginn fjölmiðill hefur hins vegar reynt að grafast fyrir um stað- reyndir málsins – fyrr en sl. laug- ardag (2. febrúar) að Morgunblað- ið birti ítarlega fréttaskýringu eftir Ómar Friðriksson. Þar kemur glöggt fram að ekki er heil brú í þessum samsæriskenningum. For- ysta Sjálfstæðisflokksins hafði engin afskipti af framvindu mála, allt tal um „erfða- prinsa“ er út í hött og Inga Jón vék ekki vegna þess að hún væri kona heldur ein- faldlega vegna þess að skoðanakannanir og samtöl hennar við flokksmenn bentu ein- dregið til þess að Björn væri mun lík- legri til að sigra R-listann en aðrir hugsanlegir forystu- menn D-listans. Sérkennilegast af öllu hefur verið ásök- unin um að Björn þjá- ist af „ákvörðunar- fælni“, eins og það hefur verið kallað, hann hafi þurft heilt ár til að taka ákvörðun um að helga sig borgarmálunum. Ritstjóri DV gekk jafnvel svo langt í þessu sam- hengi að gefa því undir fótinn að Björn væri haldinn „verkkvíða“! Svo virðist sem hann skilji ekki orðið því jafnvel æstustu andstæð- ingum Björns dytti ekki í hug að kalla hann „verkkvíðinn“ þótt þeir reyni núna að gera sér mat úr hin- um langa aðdraganda sem var að ákvörðun hans. Allir sem starfað hafa með Birni Bjarnasyni, hvort heldur í blaðamennsku, embættis- mennsku eða stjórnmálum, vita að vandfundinn er maður sem er atorkusamari en hann og skjótari til ákvarðana. Björn Bjarnason hefur ekki átt í neinum erfiðleikum með að gera upp hug sinn. Hann sagði frá upp- hafi að ef víðtækur áhugi væri fyr- ir því að hann tæki að sér leiðtoga- hlutverk Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og samstaða væri um það í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna skyldi hann íhuga það af fullri alvöru. Framan af virtist lítill áhugi fyrir framboði Björns í borgarstjórnarflokknum. En þegar óskir kjósenda komu í ljós með ótvíræðum hætti í skoð- anakönnunum í síðasta mánuði og skrifum ýmissa dálkahöfunda breyttu borgarfulltrúarnir smám saman um skoðun. Lýðræðið hafði sinn framgang: Einn af öðrum tóku borgarfulltrúarnir undir vilja hins almenna kjósenda. Það nær því engri átt að segja að Björn hafi beðið í heilt ár með að taka ákvörðun. Eins og hann lagði málið fyrir í upphafi var ekki tími til að taka af skarið fyrr en al- mennir flokksmenn höfðu látið í ljós vilja sinn. Þegar það hafði gerst tók hann ákvörðun sína und- anbragðalaust. Hann var þá einnig reiðubúinn í prófkjörsslag. Biðin var því ekki eftir Birni Bjarnasyni heldur að borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins gerðu upp hug sinn í ljósi skoðanakannana. Komandi kosningabarátta verð- ur hörð. R-listamenn hafa gefið til kynna að langt muni seilst til að tryggja Sólrúnu völdin áfram. Ljóst er að hún nýtur mikils per- sónufylgis. Ekki er hins vegar jafnljóst hvers vegna. Fram kemur í skoðanakönnunum að Reykvík- ingar hafa lítið álit á stjórn R-list- ans. Hins vegar er ljóst að borg- arstjórastarfið er til vinsælda fallið og ýmsum þykir framganga Ingi- bjargar Sólrúnar sköruleg út á við. En hún hefur líka búið í vernduðu umhverfi. Fjölmiðlarnir hafa hlíft henni. Hún hefur tamið sér þann kappræðustíl að svara ekki að- finnslum nema með stuttri al- mennri fullyrðingu en gera síðan snarpa gagnárás á þann sem gagn- rýnir hana. Vegna ístöðuleysis ís- lensks fjölmiðlafólks hefur hún komist upp með þetta. En einmitt þess vegna óttast hún augljóslega Björn Bjarnason í kappræðum. Hann er ekki líklegur til að láta hana komast undan óþægilegum staðreyndum. Í síðustu viðureign- um Sólrúnar og Björns í Silfri Eg- ils hefur eina vörn hennar falist í einkennilegum hlátrasköllum sem bera hvorki vitni um þroskaða kímnigáfu né sannfæringu um traustan málstað. Með Björn Bjarnason í forystu sjálfstæðismanna mun Ingibjörg Sólrún ekki geta vikið sér undan að svara hvers vegna skuldir borg- arinnar hafa aukist um 9 milljónir á dag á valdatíma hennar, og munu aukast um milljarð fram að kosningum, hvers vegna fólki og fyrirtækjum fækkar í Reykjavík en fjölgar alls staðar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, hvers vegna framsæknir kaupmenn flýja Laugaveginn og miðbæinn unn- vörpum, hvers vegna barnafólki hefur fækkað svo í borginni að börn á leikskólaaldri eru nú 500 færri en þegar hún tók við völdum 1994, hvers vegna miðbær höfuð- borgar landsins er lagður undir nektarstaði og drykkjubúllur, hvers vegna skriffinnar borgarinn- ar hafa sprengt utan af sér hús- næði Ráðhússins, hvers vegna það er viðvarandi lóðaskortur í bæn- um, hvers vegna „félagshyggjuöfl- in“ settu þær fáu lóðir sem borgin hefur úthlutað á uppboð og notuðu lóðaskortinn til að okra á fólki, hvers vegna biðlistar leikskólanna hafa lengst þvert á gefin loforð, hvers vegna skattar hækka í Reykjavík á sama tíma og rík- isvaldið dregur úr skattheimtu, hvers vegna heimilislausum hefur fjölgað í borginni, eða hvernig stendur á hinum óhugnanlega fjár- austri í Línu.net, svo aðeins fátt eitt sé nefnt af því sem aflaga hef- ur farið á átta ára valdaskeiði Ingi- bjargar Sólrúnar – tíma stöðnunar, gríðarlegrar skuldasöfnunar og fjárhagsóreiðu í sögu Reykjavíkur. Hræðslan við Björn Jakob F. Ásgeirsson Reykjavík Hver R-listamaðurinn af öðrum, segir Jakob F. Ásgeirsson, ryðst nú fram til að narta í Björn og reynir að níða af honum skóinn. Höfundur er rithöfundur. Sé hækkun vísitölunnar í prósentum dregin frá prósentuhækkun grunn- framfærslunnar fáum við út raun- hækkunina. Hafi t.d. framfærslan hækkað um 10% og vísitala neyslu- verðs um 6%, þá er raunhækkun framfærslunar 4%. Frá árinu 1990 hefur verðlag hækkað um 51%. Samkvæmt upplýs- ingum sem finna má á vef hagstof- unnar (www.hagstofa.is) var vísitala neysluverðs árið 1990 145,5. Í lok árs- ins 2001 var vísitalan komin upp í 219,5, sem gerir um 51% hækkun. Sé miðað við árið 1990 sést berlega að grunnframfærsla námslána hefur ekki einu sinni náð því að hækka um- fram hækkanir verðlags. Hið rétta er að verðbólguleiðrétt grunnfram- færsla námslána hefur lækkað. Á tímabilinu frá 1990 hefur grunn- framfærsla hækkað úr 48.832 kr. í 69.500 kr. sem er hækkun upp á 42,3%. Ein og sér gæti þessi tala litið vel út, en þessi tala segir okkur ekk- ert nema hún sé skoðuð í samhengi við aðrar hækkanir í samfélaginu á sama tíma. Almennt verðlag hefur á sama tíma hækkað um 51% sem þýðir í raun og veru að kjör námsmanna á námslánum hafa versnað um heil 8,7% í tíu ára stjórnartíð Röskvu. Námslánin hafa í raun ekkert hækk- að undanfarinn áratug og í framhaldi af því hljóta stúdentar að krefjast breyttra baráttuaðferða fyrir betri lánum. Höfundur er oddviti Vöku og situr í lánasjóðsnefnd SHÍ. Á MORGUN, laugardag 9. febrúar, rennur út frestur til að kynna þátttöku í prófkjöri Sam- fylkingarinnar vegna framboðs Reykjavíkurlistans. Nú er ljóst að andstæðingar Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra og sam- herja hennar á listanum munu einskis láta ófreistað til að ná borginni aftur inn í valdakerfi Sjálfstæðisflokksins. Það hefur aldrei verið mikil- vægara en nú að stilla upp sterk- um lista með breiða skírskotun til borgarbúa. Samfylkingin er opin öllum þeim sem vilja bjóða sig fram til að taka sæti á Reykjavíkurlistanum. Því vil ég hvetja alla þá sem vilja láta til sín taka í borgarmálum að íhuga framboð í prófkjörinu, eða taka virkan þátt í vali fulltrúa að öðr- um kosti. Reykjavíkurlistinn hef- ur alltaf verið framboð fólksins í borginni, gegn framboði Flokks- ins sem heldur að hann eigi hana. Samfylkingin býður baráttu- glöðu fólki að taka þátt í vali full- trúa á Reykjavíkurlistann – nið- urstaðan í prófkjörinu verður veganesti okkar allra í kosninga- baráttunni. Stefán Jón Hafstein Áskorun vegna prófkjörs Höfundur er formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylking- arinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.