Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21, sími 533 2020 Fagmennirnir þekkja Müpro Rörafestingar og upphengi Allar stærðir og gerðir rörafestinga og upphengja HEILSALA - SMÁSALA EINHVER fjölmennasti borgara- fundur sem haldinn hefur verið í Vestmannaeyjum var haldinn sl. föstudagskvöld í Höllinni er Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra hélt almennan fund um samgöngu- mál. Talið er að um 400 manns hafi tekið þátt í fundinum, sem var bæði fjörugur og upplýsandi. Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, flutti framsögu um Vest- mannaeyjar á nýrri öld og fór hann þar yfir þá málaflokka sem tilheyra hans ráðuneyti. Ferðamál, sam- skiptamál, flugmál, hafnar- og vega- mál. Fram kom í máli ráðherrans að vilji er til þess í samgönguráðuneyt- inu að fjölga ferðum ferjunnar Herjólfs, einkum á álagstímum. Þá kom fram hjá ráðherranum að efla þurfi rannsóknir við Bakkafjöru, en hún liggur austast í Landeyjum, um tólf sjómílur norðan við Vestmanna- eyjar. Athugað verður hvort hægt er að byggja þar ferjulægi, eða að- stöðu fyrir svifnökkva, en slíkur far- kostur væri einungis um tíu mín- útur að sigla milli lands og Eyja og myndi bæta samgöngur mikið við Eyjarnar. Sturla upplýsti að á næstu dögum yrði skipaður vinnu- hópur sem fara mun yfir þessi mál og mun hópurinn fjalla um sam- göngur á sjó og rannsóknir á Bakkafjöru. Ráðherrann fjallaði um flugmál og fram kom að fækkun farþega með flugi til Eyja á sl. ári var tölu- verð, en aukning á farþegum á Bakkaflugvöll er í takt við það sem hefur verið að gerast síðustu ár. Sturla fjallaði einnig um útboð á rekstri strandstöðva, en Póstur og sími hefur séð um rekstur loft- skeytastöðvar í Vestmannaeyjum í 80 ár. Ráðherrann gerði ráð fyrir því að rekstur strandstöðvar í Vest- mannaeyjum yrði áfram með svip- uðu sniði og verið hefur undanfarin ár með þjónustu við báta- og skipa- flotann. Fjöldi manns tók til máls á fund- inum, sem var líflegur og málefna- legur að mestu leyti. Fundinum var sjónvarpað beint af Fjölsýn í Vest- mannaeyjum. Í lokaorðum Sturlu kom fram að hann vill beita sér fyrir fjölgun ferða Herjólfs, sem er besta viðbótin eins og staðan er í dag. Fundarstjóri var Arnar Sigur- mundsson. Fjölmennur borgarafundur Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra í Eyjum Aðstaða fyrir svifnökkva könn- uð á Bakkafjöru Morgunblaðið/Sigurgeir Samgönguráðherra í Vest- mannaeyjum á fundi í Höllinni. Vestmannaeyjar UM þessar mundir er að hefjast fræðsluátak í Húnaþingi fyrir alla kennara leik- og grunnskóla svæðisins. Markmið námskeiðsins er, eins og nafnið ber með sér, „aukin færni“, að gera kennara betur í stakk búna að mæta mis- jöfnum þörfum nemenda, bæði námslega og hegðunarlega. Nám- skeiðið mun vara allt vormisserið og er byggt upp af fyrirlestrum, lestri fræðirita og verkefnavinnu. Námskeiðið er undirbúið og rekið í samvinnu allra skólanna á svæðinu, skólamálastjóra og hér- aðsnefndar. Kennarar í Húna- þingi auka færni sína Húnaþing SPARISJÓÐUR Þórshafnar og nágrennis opnaði afgreiðslu í hús- næði Íslandspósts, Bakkagötu 2 á Kópaskeri, miðvikudaginn 6. febr- úar. Mun íbúum Kópaskers og nærsveita verða veitt öll almenn bankaþjónusta alla virka daga frá kl. 12–16. Póstafgreiðsla verður í höndum sparisjóðsins samkvæmt samningi við Íslandspóst og mun hún verða með óbreyttu sniði gagnvart viðskiptavinum. Í af- greiðslunni verða þrír starfsmenn en afgreiðslustjóri er Guðfinna R. Sigurbjörnsdóttir. Í tilefni opnunarinnar buðu sparisjóðurinn og Íslandspóstur viðskiptavinum kaffi og meðlæti á opnunardaginn. Afgreiðsla opn- uð á Kópaskeri Þórshöfn Sparisjóður Þórshafnar SUÐURNES TVEIR frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, Guðbrandur Einarsson og Skúli Thoroddsen, sækjast eftir einu af efstu sætum listans en þar er fyrir Jóhann Geirdal sem sækist eftir áframhaldandi umboði til að vera í fyrsta sæti listans. Aðrir frambjóð- endur sem hafa boðið sig fram stefna að öðru sætinu eða sætum neðar á listanum. Tólf gáfu kost á sér í próf- kjöri Samfylkingarinnar vegna bæj- arstjórnarkosninganna í vor en próf- kjörið fer fram laugardaginn 23. febrúar næstkomandi. Frambjóðendurnir eru: Agnar Breiðfjörð Þorkelsson verkstjóri, Andrea Gunnarsdóttir, starfsmaður Flugleiða, Brynjar Harðarson bóka- vörður, Guðbrandur Einarsson, for- maður Verslunarmannafélags Suð- urnesja og varabæjarfulltrúi, Ey- steinn Eyjólfsson leiðbeinandi, Frið- rik Ragnarsson, húsasmiður og körfuknattleiksþjálfari, Jóhann Geirdal, kennari og bæjarfulltrúi, Jóhann Rúnar Kristjánsson, starfs- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, Ólafur Thorder- sen, framkvæmdastjóri og bæjar- fulltrúi, Sigríður Aðalsteinsdóttir, óperusöngvari og stuðningsfulltrúi, Skúli Thoroddsen forstöðumaður og Sveindís Valdimarsdóttir, kennari og varabæjarfulltrúi. Jóhann Geirdal sækist eftir því að vera í fyrsta sæti listans áfram. Að honum virðast sækja Guðbrandur Einarsson og Skúli Thoroddsen sem gefið hafa út opinberar yfirlýsingar um að þeir sækist eftir einu af efstu sætum listans. Ólafur Thordersen sækist eftir stuðningi í annað sæti listans og ekki er annað vitað en aðr- ir frambjóðendur stefni að því sæti eða næstu sætum þar fyrir neðan. Prófkjör Samfylkingarinnar 23. febrúar Samkeppni um efstu sætin Reykjanesbær YNGRI börnin í Holtaskóla í Kefla- vík hafa verið að boða vináttu á þemadögum og eldri börnin að rannsaka tónlistina í bænum. Auk þess fá þau þjálfun í að vinna saman að verkefnum. Nemendur í 5. til 10. bekk Holta- skóla tóku fyrir tónlist í Reykja- nesbæ á þemadögunum. Skiptu þau sér upp í hópa, blandaða eftir aldri, og tóku fyrir ýmsa þætti málsins. Jónína Guðmundsdóttir aðstoð- arskólastjóri segir að tilgangurinn með verkefninu sé að gera nem- endur sér meira meðvitaða um tón- listarhefðina í bænum, gefa þeim tækifæri til að vinna saman og draga fram í dagsljósið tónlist- arfólk innan skólans. Nemendur og kennarar sem blaðamaður ræddi við voru ánægð með árangurinn. Þau hafa aflað upplýsinga með ýmsum hætti. Hafa meðal annars sett sig í samband við tónlistarmenn og fjölskyldur þeirra, Rúnar Júlíusson og Heiða í Unun komu í heimsókn í skólann og gögn Poppminjasafnsins voru skoð- uð. Þá kom í ljós að tvær hljóm- sveitir voru í skólanum. Blaðahópur fékk það hlutverk meðal annars að taka viðtöl við aðra nemendur og koma upplýs- ingum um verkefnið á veggspjöld sem sett eru upp á göngum skólans. Nemendur úr blaðahópnum segja að ýmislegt hafi komið í ljós við þessa vinnu. „Ég vissi að hér hefur verið töluvert um tónlist en ekki hversu mikið,“ segir Freyr Berg- mann. Íris Hrönn Rúnarsdóttir tel- ur merkilegast að upplifa það hversu íbúar Reykjanesbæjar séu og hafi alltaf verið duglegir í tón- listinni. Freyr, Íris Hrönn og Ævar Örn Ármannsson segjast hafa feng- ið upplýsingar um ýmsar þekktar hljómsveitir úr Reykjanesbæ sem þau vissu ekki um áður og nefna Kolrössu krókríðandi og Pandoru sem dæmi um það. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hópar nemenda úr 1.–4. bekk Holtaskóla fóru um bæinn til að útbreiða boðskap sinn, vináttuna. Hópur sem Gísli Gunnarsson kennari fylgdi kom meðal annars við á Bókasafninu þar sem Svanhildur Eiríksdóttir las fyrir þau kafla úr Risanum eigingjarna og börnin sungu fyrir hana í staðinn. Boða vináttu og rannsaka tónlist Íris Hrönn Rúnarsdóttir, Freyr Bergmann og Ævar Örn Ár- mannsson eru í blaðahópnum á þemadögum Holtaskóla. Keflavík HREPPSNEFND Gerða- hrepps hefur ákveðið að aft- urkalla hækkun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og hækka ekki gjaldskrá leikskólans Gefnarborgar eins og staðið hefur til. Verkalýðsfélögin á Suður- nesjum óskuðu eftir því við Gerðahrepp, eins og aðrar sveitarstjórnir á svæðinu, að dregnar yrðu til baka hækk- anir á gjaldskrám í þeim til- gangi að stuðla að stöðugleika verðlags. Gjaldskrá Íþrótta- miðstöðvarinnar í Garði hækk- aði um 7–10% um áramót og komið var að ákvörðun um hækkun leikskólagjalda á Gefnarborg. Að tillögu fulltrúa F-listans var samþykkt samhljóða í hreppsnefnd í vikunni að draga til baka hækkun í íþróttamið- stöðinni og hækka ekki leik- skólagjöldin. Í greinargerð með tillögunni er vakin athygli á því að gjaldskrá Íþróttamið- stöðvar sé lág, miðað við aðra staði á svæðinu, og þurft hefði að hækka leikskólagjöldin um 10% svo þau yrðu sambærileg og í öðrum leikskólum. Hækkun gjaldskrár íþrótta dreg- in til baka Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.