Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 35 ÞÁTTTAKENDUR í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eru góðir ein- staklingar sem tilbúnir eru að verja kröftum sínum í þágu okkar bæj- arfélags. Aðal- og varabæjarfulltrúar flokksins hafa undir forystu Gunnars I. Birgissonar skilað okkur íbúum Kópa- vogs árangursríku kjörtímabili. Ég er þess fullviss að við viljum áfram sjá haldið á málum með þeim hætti sem gert hefur verið á þessum upp- bygginartíma. Það er því mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að taka þátt í prófkjörinu. Ég hef setið með Sigurrósu Þor- grímsdóttur bæjarfulltrúa í leik- sólanefnd á kjörtímabilinu. Sig- urrós er með langa reynslu í sveitarstjórnarmálum. Undir for- ystu hennar í leikskólanefnd hefur verið tekið af festu á málum og mikil uppbygging hefur átt sér stað. Sigurrós hefur verið farsæl í sínum störfum og nýtur virðingar þeirra sem með henni hafa starfað, hvort sem um er að ræða sam- flokksmenn, starfsfólk bæjarins eða pólitíska andstæðinga. Ég hvet ykkur, kjósendur í Kópavogi, að styðja hana í 3. sæti listans eins og hún óskar eftir. Sigurrósu í 3.sæti Jón Gunnarsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar, skrifar: Jón Gunnarsson ÁSDÍS Ólafsdóttir leikfimikenn- ari er sú manngerð sem við þurfum í stjórnmál. Hún hefur sterka rétt- lætiskennd, er ein- læg baráttumann- eskja og fer ekki í grafgötur með skoð- anir sínar. Ásdís kenndi mér leikfimi í Snælands- skóla. Hún hélt uppi mjög góðum aga og var okkur nem- endum uppeldislega góð. Ásdís hef- ur unnið markvisst að heilsueflingu og kynntist ég henni enn betur í stjórn Tennissambandsins. Þar var Ásdís atkvæðamikil, stofnaði m.a. Tennisfélag Kópavogs ásamt fleir- um, og starfaði með opnum en gagnrýnum huga og skein sterk réttlætiskennd hennar ávallt í gegn. Við vitum öll, sem höfum haft Ás- dísi sem kennara eða starfað með henni, að þar fer manneskja sem er ákveðin og kemur hlutum í verk með öguðum vinnubrögðum. Ég skora á þá sem þekkja Ásdísi, sér- staklega fyrrverandi nemendur í Snælandsskóla, íþróttaáhugamenn í Kópavogi og aðra sem hafa áhuga á mannrækt, umhverfismálum og umfram allt réttlátri stjórnsýslu, að styðja við bakið á Ásdísi. Ásdís í bæjarstjórn Jónas Páll Björnsson, viðskiptafræðingur og tennisþjálfari, skrifar: Jónas Páll Björnsson ÞAÐ er mér afar ljúft að mæla með Höllu Halldórsdóttur í opnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fer 9. febrúar nk. Ástæðan er einföld. Undanfarin átta ár hefur Halla sýnt að hún býr yfir mörgum eftirsóknarverðum kostum, sem heil- steyptur og metn- aðarfullur fulltrúi bæjarbúa. Fyrir bæjarsamfélag í ör- um vexti er brýnt að það njóti áfram krafta þessarar atorkumiklu konu. Einkennandi fyrir Höllu er sú grundvallar lífsafstaða, að vandi er til að leysa og erfiðleikar til að sigr- ast á. Þótt hún sé að eðlisfari full drífandi bjartsýn er Halla jafnframt varkár þegar það á við. Á síðustu árum hefur Halla eink- um beitt sér í húsnæðis- og fé- lagsmálum, einum vandmeðfarnasta kjarna í þjónustu hvers bæjarfélags. Brennandi áhugi Höllu á þessu sviði sýnir jafnframt að það er engin til- viljun að hún valdi sér upphaflega ljósmóðurstarfið sem menntabraut sína. Ég hvet því alla Kópavogsbúa til að veita Höllu stuðning sinn í kom- andi prófkjöri, en hún gefur kost á sér í 2. sæti listans. Styðjum Höllu Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur skrifar: Helga Guðrún Jónasdóttir Meira á mbl.is/aðsendar greinar SJÁLFSTÆÐISMENN í Kópa- vogi halda í hefðir lýðræðisins og standa fyrir opnu prófkjöri næstu helgi. Það er styrkur Sjálfstæðisflokksins hve mikið af öflugum einstaklingum býður sig fram til starfa fyrir flokkinn á Al- þingi og í sveitar- stjórnum. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi er engin undantekning frá þessu. Gunnar Birgisson, alþingismaður og athafnamaður, hefur verið í for- ystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Sú forysta hefur verið farsæl. Kópavogur ber af í kröftugu uppbyggingarstarfi hvert sem litið er og ber það ekki síst að þakka skeleggri forystu Gunnars Birg- issonar. Framganga Gunnars í sjáv- arútvegsmálum sýndi að þar fer maður með sjálfstæða skoðun sem lætur ekki ægisterka forystu beygja sig. Það er lán hvers bæjarfélags að slíkur framkvæmdamaður sem Gunnar er gefi kosti á sér til þjón- ustu við bæjarfélagið. Máttvana gagnrýni stjórnarandstöðunnar í Kópavogi hefur Gunnar hrist af sér eins og gæs vatn. Það er von mín að sjálfstæðismenn fylki sér um Gunn- ar Birgisson til áframhaldandi for- ystu fyrir bæjarfélagið. Sjálfstæðismenn fylki sér um Gunnar Birgisson Jón Baldur Lorange kerfisfræðingur skrifar: Jón Baldur Lorange SIGURRÓS Þorgrímsdóttir hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Kópa- vogi. Hér er á ferð- inni öflugur talsmaður sjálfstæð- isstefnunnar, með mikla reynslu af sveitarstjórn- armálum og fé- lagsmálum almennt. Hæst hafa störf hennar risið sem formaður Soropt- imistaklúbbs Kópavogs, forseti Rot- aryklúbbsins Borga í Kópavogi og formaður Inner Wheel-klúbbsins í Kópavogi. Sigurrós er öflugur talsmaður aukins fjárhagslegs sjálfstæðis leik- skólanna og samstarfs leikskólans og grunnskólans. Hún hefur einnig sett málefni eldri borgara á oddinn, enda ekki vanþörf á að stuðla að sem bestum lífskjörum þeirra sem byggðu upp okkar góða bæ. Um leið og ég hvet sem flesta bæj- arbúa til að taka þátt í prófkjörinu næsta laugardag minni ég á Sig- urrós Þorgrímsdóttur í þriðja sæti listans. Þar er verðugur fulltrúi allra Kópavogsbúa á ferð sem gera mun góðan bæ betri. Öfluga konu í forystu Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur skrifar: Jón Kristinn Snæhólm Meira á mbl.is/aðsendar greinar PÉTUR Berg Matthíasson er ungur maður á uppleið í stjórn- málum í Mosfellsbæ. Kynni mín af Pétri í gegnum tíð- ina segja mér að hann sé úrræðagóð- ur og samkvæmur sjálfum sér. Þátt- töku hans í bæjarlífi Mosfellsbæjar þekkja flestir, enda búinn að skrifa um íþróttir í Mosfells- blaðið í mörg ár sem og starfa við íþróttamiðstöðina á Varmá. Eins og staða bæjarfélagsins er í dag veitir ekki af ungu blóði sem skilur þarfir unga fólksins og engum treysti ég betur til þess að koma því til skila. Pétur hefur alla sína ævi búið í Mos- fellsbæ og þekkir hann vel til á flest- um vígstöðum, áhugi hans á mál- efnum bæjarins segir mér að þetta sé einstaklingur sem þarf að velja til forystu í bæjarmálunum. Ég vil hvetja bæjarbúa, jafnt flokksbundna sjálfstæðismenn sem óflokksbundna, til að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðimanna í dag og kjósa Pétur Berg í baráttusætið. Pétur í baráttusætið! Jóhann Guðjónsson, formaður handknatt- leiksdeildar Aftureldingar, skrifar: Jóhann Guðjónsson Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi 9. febrúar nk. gefst tækifæri til að hafa áhrif á skipan D- listans í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Í forystu- sveit flokksins þarf að vera dugmikið fólk með pólitíska reynslu. Halla Hall- dórsdóttir skipar nú 3. sæti listans. Hún hefur verið bæj- arfulltrúi síðan 1994 og hefur því tekið virkan þátt í glæsilegri upp- byggingu Kópavogsbæjar á síðustu árum. Hún situr einnig í fjölmörgum nefndum bæði á vegum bæjarins og annarra aðila. Halla hefur sýnt það og sannað að hún á fullt erindi til að vera áfram í forystusveit Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi. Ég vil ein- dregið hvetja alla sjálfstæðismenn í Kópavogi til að taka þátt í prófkjör- inu og kjósa Höllu í 2. sætið. Höllu í forystusveit Hrafnkell Guðmundsson bifvélavirkjameistari skrifar: Hrafnkell Guðmundsson ÞAÐ hefur lengi verið baráttu- mál kvenna að fá svokölluð örugg sæti á framboðslistum flokkanna til jafns við karla. Um þetta eru skipt- ar skoðanir, fylgj- endur þessa hafa jafnvel krafist þess að settur sé kvóti á kynin og öruggu sætunum deilt jafnt. Ég er hlynnt- ur því að konur hafi jöfn völd á við karla, en get þó ekki fallist á að settar séu reglur sem kveða á um í hvaða sæti kona eigi að vera og hvar karl. Ég gleðst því þegar hæfileikakona býður sig fram til setu í bæj- arstjórn Kópavogs. Margrét Björnsdóttir stefnir á 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi. Hún er ósérhlífin atorku- kona, sem ber hagsmuni bæj- arfélagsins fyrir brjósti og hefur undanfarin ár unnið ötullega að málefnum bæjarins, m.a. í skipu- lagsnefnd. Ég hvet alla sem meta jafnrétti og vel unnin störf að gera Margréti Björnsdóttur að sínum fulltrúa og setja hana í 3. sætið. Ég er sannfærður um að hún er verðug þess. Margréti í bæjarstjórn Kópavogs Kjartan Sigurgeirsson, starfsmaður Reiknistofu bankanna, skrifar: Kjartan Sigurgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.