Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 35

Morgunblaðið - 08.02.2002, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 35 ÞÁTTTAKENDUR í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eru góðir ein- staklingar sem tilbúnir eru að verja kröftum sínum í þágu okkar bæj- arfélags. Aðal- og varabæjarfulltrúar flokksins hafa undir forystu Gunnars I. Birgissonar skilað okkur íbúum Kópa- vogs árangursríku kjörtímabili. Ég er þess fullviss að við viljum áfram sjá haldið á málum með þeim hætti sem gert hefur verið á þessum upp- bygginartíma. Það er því mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að taka þátt í prófkjörinu. Ég hef setið með Sigurrósu Þor- grímsdóttur bæjarfulltrúa í leik- sólanefnd á kjörtímabilinu. Sig- urrós er með langa reynslu í sveitarstjórnarmálum. Undir for- ystu hennar í leikskólanefnd hefur verið tekið af festu á málum og mikil uppbygging hefur átt sér stað. Sigurrós hefur verið farsæl í sínum störfum og nýtur virðingar þeirra sem með henni hafa starfað, hvort sem um er að ræða sam- flokksmenn, starfsfólk bæjarins eða pólitíska andstæðinga. Ég hvet ykkur, kjósendur í Kópavogi, að styðja hana í 3. sæti listans eins og hún óskar eftir. Sigurrósu í 3.sæti Jón Gunnarsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar, skrifar: Jón Gunnarsson ÁSDÍS Ólafsdóttir leikfimikenn- ari er sú manngerð sem við þurfum í stjórnmál. Hún hefur sterka rétt- lætiskennd, er ein- læg baráttumann- eskja og fer ekki í grafgötur með skoð- anir sínar. Ásdís kenndi mér leikfimi í Snælands- skóla. Hún hélt uppi mjög góðum aga og var okkur nem- endum uppeldislega góð. Ásdís hef- ur unnið markvisst að heilsueflingu og kynntist ég henni enn betur í stjórn Tennissambandsins. Þar var Ásdís atkvæðamikil, stofnaði m.a. Tennisfélag Kópavogs ásamt fleir- um, og starfaði með opnum en gagnrýnum huga og skein sterk réttlætiskennd hennar ávallt í gegn. Við vitum öll, sem höfum haft Ás- dísi sem kennara eða starfað með henni, að þar fer manneskja sem er ákveðin og kemur hlutum í verk með öguðum vinnubrögðum. Ég skora á þá sem þekkja Ásdísi, sér- staklega fyrrverandi nemendur í Snælandsskóla, íþróttaáhugamenn í Kópavogi og aðra sem hafa áhuga á mannrækt, umhverfismálum og umfram allt réttlátri stjórnsýslu, að styðja við bakið á Ásdísi. Ásdís í bæjarstjórn Jónas Páll Björnsson, viðskiptafræðingur og tennisþjálfari, skrifar: Jónas Páll Björnsson ÞAÐ er mér afar ljúft að mæla með Höllu Halldórsdóttur í opnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fer 9. febrúar nk. Ástæðan er einföld. Undanfarin átta ár hefur Halla sýnt að hún býr yfir mörgum eftirsóknarverðum kostum, sem heil- steyptur og metn- aðarfullur fulltrúi bæjarbúa. Fyrir bæjarsamfélag í ör- um vexti er brýnt að það njóti áfram krafta þessarar atorkumiklu konu. Einkennandi fyrir Höllu er sú grundvallar lífsafstaða, að vandi er til að leysa og erfiðleikar til að sigr- ast á. Þótt hún sé að eðlisfari full drífandi bjartsýn er Halla jafnframt varkár þegar það á við. Á síðustu árum hefur Halla eink- um beitt sér í húsnæðis- og fé- lagsmálum, einum vandmeðfarnasta kjarna í þjónustu hvers bæjarfélags. Brennandi áhugi Höllu á þessu sviði sýnir jafnframt að það er engin til- viljun að hún valdi sér upphaflega ljósmóðurstarfið sem menntabraut sína. Ég hvet því alla Kópavogsbúa til að veita Höllu stuðning sinn í kom- andi prófkjöri, en hún gefur kost á sér í 2. sæti listans. Styðjum Höllu Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur skrifar: Helga Guðrún Jónasdóttir Meira á mbl.is/aðsendar greinar SJÁLFSTÆÐISMENN í Kópa- vogi halda í hefðir lýðræðisins og standa fyrir opnu prófkjöri næstu helgi. Það er styrkur Sjálfstæðisflokksins hve mikið af öflugum einstaklingum býður sig fram til starfa fyrir flokkinn á Al- þingi og í sveitar- stjórnum. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi er engin undantekning frá þessu. Gunnar Birgisson, alþingismaður og athafnamaður, hefur verið í for- ystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Sú forysta hefur verið farsæl. Kópavogur ber af í kröftugu uppbyggingarstarfi hvert sem litið er og ber það ekki síst að þakka skeleggri forystu Gunnars Birg- issonar. Framganga Gunnars í sjáv- arútvegsmálum sýndi að þar fer maður með sjálfstæða skoðun sem lætur ekki ægisterka forystu beygja sig. Það er lán hvers bæjarfélags að slíkur framkvæmdamaður sem Gunnar er gefi kosti á sér til þjón- ustu við bæjarfélagið. Máttvana gagnrýni stjórnarandstöðunnar í Kópavogi hefur Gunnar hrist af sér eins og gæs vatn. Það er von mín að sjálfstæðismenn fylki sér um Gunn- ar Birgisson til áframhaldandi for- ystu fyrir bæjarfélagið. Sjálfstæðismenn fylki sér um Gunnar Birgisson Jón Baldur Lorange kerfisfræðingur skrifar: Jón Baldur Lorange SIGURRÓS Þorgrímsdóttir hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Kópa- vogi. Hér er á ferð- inni öflugur talsmaður sjálfstæð- isstefnunnar, með mikla reynslu af sveitarstjórn- armálum og fé- lagsmálum almennt. Hæst hafa störf hennar risið sem formaður Soropt- imistaklúbbs Kópavogs, forseti Rot- aryklúbbsins Borga í Kópavogi og formaður Inner Wheel-klúbbsins í Kópavogi. Sigurrós er öflugur talsmaður aukins fjárhagslegs sjálfstæðis leik- skólanna og samstarfs leikskólans og grunnskólans. Hún hefur einnig sett málefni eldri borgara á oddinn, enda ekki vanþörf á að stuðla að sem bestum lífskjörum þeirra sem byggðu upp okkar góða bæ. Um leið og ég hvet sem flesta bæj- arbúa til að taka þátt í prófkjörinu næsta laugardag minni ég á Sig- urrós Þorgrímsdóttur í þriðja sæti listans. Þar er verðugur fulltrúi allra Kópavogsbúa á ferð sem gera mun góðan bæ betri. Öfluga konu í forystu Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur skrifar: Jón Kristinn Snæhólm Meira á mbl.is/aðsendar greinar PÉTUR Berg Matthíasson er ungur maður á uppleið í stjórn- málum í Mosfellsbæ. Kynni mín af Pétri í gegnum tíð- ina segja mér að hann sé úrræðagóð- ur og samkvæmur sjálfum sér. Þátt- töku hans í bæjarlífi Mosfellsbæjar þekkja flestir, enda búinn að skrifa um íþróttir í Mosfells- blaðið í mörg ár sem og starfa við íþróttamiðstöðina á Varmá. Eins og staða bæjarfélagsins er í dag veitir ekki af ungu blóði sem skilur þarfir unga fólksins og engum treysti ég betur til þess að koma því til skila. Pétur hefur alla sína ævi búið í Mos- fellsbæ og þekkir hann vel til á flest- um vígstöðum, áhugi hans á mál- efnum bæjarins segir mér að þetta sé einstaklingur sem þarf að velja til forystu í bæjarmálunum. Ég vil hvetja bæjarbúa, jafnt flokksbundna sjálfstæðismenn sem óflokksbundna, til að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðimanna í dag og kjósa Pétur Berg í baráttusætið. Pétur í baráttusætið! Jóhann Guðjónsson, formaður handknatt- leiksdeildar Aftureldingar, skrifar: Jóhann Guðjónsson Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi 9. febrúar nk. gefst tækifæri til að hafa áhrif á skipan D- listans í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Í forystu- sveit flokksins þarf að vera dugmikið fólk með pólitíska reynslu. Halla Hall- dórsdóttir skipar nú 3. sæti listans. Hún hefur verið bæj- arfulltrúi síðan 1994 og hefur því tekið virkan þátt í glæsilegri upp- byggingu Kópavogsbæjar á síðustu árum. Hún situr einnig í fjölmörgum nefndum bæði á vegum bæjarins og annarra aðila. Halla hefur sýnt það og sannað að hún á fullt erindi til að vera áfram í forystusveit Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi. Ég vil ein- dregið hvetja alla sjálfstæðismenn í Kópavogi til að taka þátt í prófkjör- inu og kjósa Höllu í 2. sætið. Höllu í forystusveit Hrafnkell Guðmundsson bifvélavirkjameistari skrifar: Hrafnkell Guðmundsson ÞAÐ hefur lengi verið baráttu- mál kvenna að fá svokölluð örugg sæti á framboðslistum flokkanna til jafns við karla. Um þetta eru skipt- ar skoðanir, fylgj- endur þessa hafa jafnvel krafist þess að settur sé kvóti á kynin og öruggu sætunum deilt jafnt. Ég er hlynnt- ur því að konur hafi jöfn völd á við karla, en get þó ekki fallist á að settar séu reglur sem kveða á um í hvaða sæti kona eigi að vera og hvar karl. Ég gleðst því þegar hæfileikakona býður sig fram til setu í bæj- arstjórn Kópavogs. Margrét Björnsdóttir stefnir á 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi. Hún er ósérhlífin atorku- kona, sem ber hagsmuni bæj- arfélagsins fyrir brjósti og hefur undanfarin ár unnið ötullega að málefnum bæjarins, m.a. í skipu- lagsnefnd. Ég hvet alla sem meta jafnrétti og vel unnin störf að gera Margréti Björnsdóttur að sínum fulltrúa og setja hana í 3. sætið. Ég er sannfærður um að hún er verðug þess. Margréti í bæjarstjórn Kópavogs Kjartan Sigurgeirsson, starfsmaður Reiknistofu bankanna, skrifar: Kjartan Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.