Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 19 HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 WIM Duisenberg, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, tilkynnti í gær að hann myndi láta af störf- um í júlí 2003. Þykir líklegt að nú hefjist mikil barátta um það hver sest í stól Duisenbergs en staðan er ein sú valdamesta í alþjóðleg- um fjármálaheimi. Duisenberg var valinn af leiðtogum Evr- ópusambands- ríkjanna árið 1998 til að verða banka- stjóri Evrópu- bankans og beið hans þá það erfiða verkefni að hafa yfirumsjón með upptöku evrunnar, sameiginlegs gjald- miðils tólf ESB-ríkja. Þjóðverjar og Frakkar deildu á sínum tíma mjög hart um efnið en Frakkar vildu að franski seðlabankastjór- inn, Jean-Claude Trichet, fengi starfið. Það varð hins vegar úr að hinn hollenski Duisenberg settist í stólinn og sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, á sínum tíma að samkomulag hefði náðst um þetta á þeirri forsendu að Duis- enberg segði sig frá embættinu er hann væri hálfnaður með átta ára samning sinn, þ.e. um mitt ár 2002. Duisenberg hefur þó alltaf neitað því að samkomulag væri um þetta atriði og var fullyrt í yf- irlýsingu evrópska seðlabankans í gær að það væri persónuleg ákvörðun Duisenbergs að hætta störfum um mitt næsta ár, á þeim degi þegar hann verður 68 ára, þ.e. 9. júlí 2003. Duisen- berg hættir um mitt næsta ár Wim Duisenberg Frankfurt. AFP. KONA í búningi trúðs fagnar á götu í Köln í Þýskalandi í gær, en nákvæmlega ellefu mínútur yfir ell- efu hófst þar kjötkveðjuhátíð er nefnist á tungu þarlendra Weiber- fastnacht. Á mánudaginn munu síð- an hundruð þúsunda manna um allt Þýskaland taka þátt í skrúðgöng- um, en kaþólskir menn fasta á mið- vikudag í tilefni páskanna sem að þessu sinni verða 31. mars. Reuters Upphaf kjöt- kveðjuhátíð- ar í Köln Á Netinu hefur þúsundþjalasmið- urinn og tölvugrafíkerinn Peter Wendelboe sett upp síðu og þar geta þeir skráð sig, sem vilja sýna Henrik stuðning. „Undirritaðir vilja tjá Henrik prinsi þakklæti sitt og virðingu fyrir það sem hann hefur lagt og leggur af mörkum fyrir danskt samfélag,“ segir á síðunni en slóðin er kafka.dk/ prinshenrik. Seint í fyrrakvöld höfðu mörg hundruð manns sett nafnið sitt undir þessa yfirlýsingu. Nýársfagnaðurinn enn Dönsku blöðin, sérstaklega þó vikublöðin, halda áfram að gera þessu máli góð skil. Billed Bladet lagði undir það 12 síður og forsíðuna í fyrradag en Se og Hør lét sér nægja átta. Þar þóttust menn hins vegar vita nákvæmlega hvað hefði komið upp á hjá prinsinum. Ástæðan var sú, segir blaðið, að Mærsk-reið- arinn Mc-Kinney Møller hrósaði Friðriki krónprinsi sem gestgjafa í nýársfagnaðinum á kostnað föður hans. Hefði Henrik tekið það mjög nærri sér. Gjafir streyma til Henriks LJÓST er að margir Danir hafa mikla samúð með Henrik prinsi því að Amali- enborg, aðsetur dönsku konungsfjölskyldunnar í Kaupmannahöfn, er beinlín- is að drukkna í tölvupósti, gjöfum og bréfum með árnaðaróskum til hans vegna þeirra þrenginga sem hann verið í að undanförnu. Starfsfólk prinsins er nú önnum kafið allan daginn við að svara tölvupóst- inum og bréfunum fyrir hans hönd en sumu er honum sjálfum ætlað að svara þegar hann kemur aftur heim frá Frakklandi. Gjafirnar eru af ýmsu tagi en þó er mest um bækur að því er fram kemur í Berlingske Tidende. COHOR, stofnun, sem úthlutar stæðistímum á frönskum flugvöllum, ætlar að taka ríkisflugfélög framyfir lággjaldaflugfélög þegar úthlutað verður 10.000 stæðistímum á Orly- flugvelli í París. Franska fjármálablaðið Les Ech- os skýrði frá þessu í gær og sagði, að ríkisflugfélög eins og Air Algerie, El Al, TAP-Air Portugal og Turkish Airlines yrðu látin ganga fyrir lág- gjaldafélögum á borð við easyJet og Ryanair. Við þessi tíðindi hækkaði gengi hlutabréfa í franska ríkisflugfélag- inu Air France og er það haft eftir ýmsum, að til þess hafi leikurinn líka verið gerður. Augljóst sé, að stjórn- völd vilji vernda það gegn of mikilli samkeppni við lággjaldafélögin. Þrengt að lággjalda- flugfélögum París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.