Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SNJÓRINN sem féll á höf- uðborgarsvæðinu á dögunum hafði lítið að segja fyrir opn- un skíðasvæðisins í Bláfjöll- um að sögn umsjónarmanns- ins þar og brekkurnar því enn um sinn lokaðar almenn- ingi. Opið er í byrjenda- brekkunni á æfingasvæði Víkings í Sleggjubeinsskarði á Hengilssvæðinu fyrir ofan Kolviðarhól. „Ég mældi 17 sentímetra jafnfallinn snjó á planinu í Laugardal en það voru ein- hverjir sex til sjö millímetrar uppi í Bláfjöllum. Þetta sleikti bara ströndina og fór eiginlega ekkert í fjöllin en það hefur aðeins verið að skafa þarna þannig að þetta er aðeins í áttina,“ segir Grétar Þórisson, umsjón- armaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Hann segir þó enn vanta töluvert upp á að hægt sé að opna byrj- endalyftur. Hins vegar sé Ár- mannslyftan opin fyrir skíða- æfingar en það sé einungis fyrir lokaða hópa frá íþrótta- félögunum. Gönguskíðamenn þurfa þó ekki að örvænta því Grétar segir alveg hægt að rekja sig um hraunið á gönguskíðum þótt ekki hafi verið hægt að troða brautir. Að gefnu til- efni bendir hann á að bannað er að vera á vélsleðum og jeppum á gönguskíðasvæð- inu en töluvert sé um það. Hvað varðar önnur skíða- svæði bendir hann á að opið erfyrir almenning á Víkings- svæðinu þar sem búið sé að framleiða snjó í eina byrj- endabrekku. Gunnar Guðmundsson, sem ljósmyndari Morgun- blaðsins rakst á í gær, lætur snjóleysið í Bláfjöllum hins vegar ekkert aftra sér frá því að skella sér á skíði enda ágætis færi fyrir skíðagöng- ur í höfuðborginni. Morgunblaðið/Þorkell Brekkurnar lok- aðar enn um sinn Bláfjöll ATHUGASEMDIR frá 15 aðilum bárust Bæjarskipu- lagi Kópavogs þegar athuga- semdafrestur rann út klukk- an þrjú í gærdag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Bæjarskipulagi komu at- hugasemdirnar fyrst og fremst frá einstaklingum varðandi einstök mál eða eignir. Þá bárust athuga- semdir frá íbúum við Vatns- enda sem hópur fólks stend- ur að. Í fréttatilkynningu frá Sveit í borg, sem eru hverf- issamtök íbúa við Vatnsenda, segir að athugasemdunum fylgi undirskriftalisti sem íbúar svæðisins hafi undirrit- að til að mótmæla fyrirhug- aðri byggð á svæðinu. Í texta undirskriftalistans segir að mótmælt sé fyrir- hugaðri 5.000 manna byggð í Vatnsendahverfi, sem muni verða þéttari en meðalþétt- leiki íbúðarbyggðar er áætl- aður í Kópavogi öllum í lok skipulagstímabilsins. Þá er mótmælt fyrirhug- aðri legu Elliðavatnsvegar, þar sem hann muni kljúfa íbúðarbyggðina og skapa þar með óþarfa hættu vegfar- enda. Bent er á að mikil um- ferð muni verða um veginn og því eigi hann ekki erindi inn í íbúðarhverfið. Loks er bent á að skipu- lagið muni rýra eignir margra íbúa til muna. Athugasemdafrestur vegna aðalskipulags rann út í gær Fimmtán athugasemd- ir bárust Kópavogur UMSÆKJANDI um stöðu skólastjóra í Mosfellsbæ hefur krafist skaðabóta vegna þeirrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að falla frá því að ráða hann til starf- ans. Segir lögmaður manns- ins að bæjarráð hafi látið óstaðfestar sögusagnir um að maðurinn tengdist barnaverndarmáli á Vest- fjörðum hafa áhrif á ákvörð- un sína. Bréf frá lögmanni manns- ins var lagt fram í bæjarráði í síðustu viku. Greinir hann svo frá málsatvikum að í mars í fyrra hafi bæjarráð ákveðið að ráða umbjóðanda hans til starfsins. Viku síðar hafi bæjarráð hins vegar fallið frá þeirri ætlan sinni að ráða manninn. Segir lögmaðurinn í bréf- inu að komið hafi fram við vitnaleiðslur að í millitíðinni hafi fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar Vest- urbyggðar verið í heimsókn í Mosfellsbæ. „Hún mun þá hafa heyrt að búið væri að ráða um- bjóðanda minn í starfið. Hún hafi þess vegna mánu- daginn 5. mars, 2001, sett sig í samband við bæjar- stjóra og greint honum frá því að umbj. minn hefði ver- ið viðriðinn barnaverndar- mál er hann starfaði á Vest- fjörðum. Þannig viðurkenn- ir bæjarstjóri að viðkom- andi hafi hringt til þess að vara hann við að ráða um- bjóðanda minn,“ segir í bréfinu. Annar beðinn að end- urnýja umsókn sína Segir lögmaðurinn einnig hafa komið fram að eftir þetta símtal hafi bæjarstjóri farið á fund Birgis Einars- sonar, sem síðar var ráðinn, og óskað eftir því að hann endurnýjaði umsókn sína en hann hafði dregið hana til baka áður en bæjarráð tók upphaflegu ákvörðun sína. Að mati lögmannsins er ljóst að bæjarráð Mosfells- bæjar hafi sem stjórnvald látið óstaðfestar sögusagnir vera ástæðu þeirrar ákvörð- unar sinnar að hætta við að ráða umbjóðanda hans. Þannig hafi það brotið grundvallarreglur stjórn- sýsluréttar um rannsóknar- skyldu og andmælarétt um- bjóðandans. Er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um greiðslu skaðabóta til um- sækjandans vegna málsins og krafist 6,4 milljóna króna sem er fjögurra ára mis- munur núverandi launa mannsins og þeirra sem hann hefði haft hefði hann fengið starfið eins og upp- haflega var áætlað. Á fundi bæjarráðs í síð- ustu viku var erindið tekið fyrir og var samþykkt að fela bæjarstjóra að leita lögfræðiálits á réttmæti kröfunnar. Umsækjandi um stöðu skólastjóra telur ákvörðun bæjarráðs um ráðningu brjóta í bága við stjórnsýslureglur Krefur bæ- inn um skaðabætur Mosfellsbær BÆJARSTJÓRI Hafnar- fjarðar telur ekki óeðlilegt að tekin hafi verið ákvörðun um að efna til lokaðrar arkitekta- samkeppni um skipulag á Norðurbakkanum án samráðs við bæjarráð og bæjarstjórn. Minnihlutinn segir þessi vinnubrögð dæmalaus. Skipulagsmál á Norður- bakkanum voru til umræðu í bæjarstjórn í vikunni þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýndu framgöngu bæjar- stjóra. Segir í bókun þeirra að hann hafi án umræðu eða samþykkis bæjarráðs eða bæjarstjórnar ákveðið sem stjórnarformaður Norður- bakka ehf. að velja þrjú fyr- irtæki til að vinna tillögur að skipulagi Norðurbakka og jafnframt skipað sjálfan sig ásamt öðrum stjórnarmönn- um í dómnefnd samkeppninn- ar. „Þessi vinnubrögð eru dæmalaus en í fullu samræmi við fyrri framgöngu bæjar- stjóra og meirihluta bæjar- stjórnar varðandi skipulag á Norðurbakkanum,“ segir í bókuninni. Fá málið til umræðu síðar Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri segir að um storm í vatnsglasi sé að ræða. „Norð- urbakki er einkahlutafélag þar sem aðilar, sem eiga eign- ir á bakkanum, eru að leggja inn í félagið 600 milljónir. Fé- lagið vinnur að ákveðinni þró- un og hugmyndavinnu á bakk- anum sem gæti þjónað hagsmunum bæjarfélagsins og eigendurnir eru eðlilega að gera þetta til þess að það verði eitthvað úr þeim verð- mætum sem þeir eru að leggja inn í þetta hlutafélag. Þegar bæjarfélagið fær í hendur niðurstöðu úr sam- keppninni verða næstu skref að sjálfsögðu þau að málið fari fyrir skipulagsnefnd, bæjar- ráð og bæjarstjórn til endan- legrar samþykktar.“ Aðspurður hvort honum þyki eðlilegt að ákvörðun um samkeppni og skipan dóm- nefndar hafi verið tekin án samráðs við bæjarfulltrúa, segir Magnús: „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Það er verið að hefja ákveðna vinnu og það eru hagsmuna- aðilar sem eiga eignir á bakk- anum sem leggja af stað með hana. Það er ekki verið að ganga gegn hagsmunum bæj- arfélagsins. Við viljum að þetta sé unnið hratt og vel og teljum okkur afar heppna að vera í samstarfi við Þyrpingu og Jóna,“ en þessi fyrirtæki eru aðrir hluthafar Norður- bakka ehf. Hann bætir því við að eftir helgina muni þeir arkitektar, sem hafa verið valdir til að taka þátt í samkeppninni, eiga viðræður við hafnarstjórn, skipulagsnefnd og bæjarráð þar sem fulltrúar í meiri- og minnihluta geti komið fram sínum sjónarmiðum á fram- færi varðandi uppbyggingu bakkans. Bæjarstjóri um gagnrýni Samfylkingar varðandi arkitektasamkeppni fyrir Norðurbakka Morgunblaðið/Þorkell Frumhugmyndir að fyrirhuguðu bryggjuhverfi á Norðurbakkanum. „Ekkert óeðlilegt“ Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.