Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 11
Auðlindagjald gæti aukið lands- framleiðslu GYLFI Magnússon og Þórólfur G. Matthíasson, dósentar í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands, hafna báð- ir niðurstöðum Ragnars Árnasonar, prófessors í fiskihagfræði, um áhrif auðlindagjalds á skatttekjur ríkisins. Þeir sögðust báðir vera þeirrar skoð- unar að álagning auðlindagjalds að gefnum tilteknum forsendum væri frekar til þess fallin að auka lands- framleiðslu en draga úr henni. Í skýrslunni kemst Ragnar að þeirri niðurstöðu að tekjuaukning ríkisins af álagningu auðlindagjalds sé nánast örugglega miklu minni en nemur upphæð gjaldsins. Álagning gjaldsins gæti jafnvel leitt til tekju- minnkunar, einkum þegar til lengri tíma sé litið. Hann rekur þetta til lækkunar á tekju- og eignaskatti og lækkunar á landsframleiðslu og af þessum þremur þáttum hafi lækkun á landsframleiðslu mest áhrif. Sjávarútvegurinn greiðir lítinn tekjuskatt Gylfi sagði að í skýrslu Ragnars væri að finna áhugaverðar og djarfar niðurstöður. Málið hefði hins vegar margar hliðar. Gylfi sagði það án efa rétt hjá Ragnari að auðlindagjaldið kæmi til með að leiða til þess að sjáv- arútvegurinn greiddi lægri tekju- skatt vegna þess að auðlindagjaldið yrði án efa frádráttarbært frá tekju- skatti. „Sennilega verða þessi áhrif hins vegar ekki mjög mikil vegna þess að sjávarútvegurinn greiðir núna mjög lítinn tekjuskatt og raun- ar hefur greinin aldrei greitt mikinn tekjuskatt þó að auðvitað voni maður að afkoma hennar batni í framtíðinni og tekjuskattsstofninn vaxi. Það er líka hugsanlegt að auð- lindagjaldið hafi líka einhver áhrif í þá átt að lækka eignaskattsgreiðsl- urnar, en þau áhrif eru lítil ef nokk- ur.“ Gylfi sagði að einstaklingar sem ættu hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tækjum greiddu eignaskatt af nafn- virði hlutabréfanna en ekki af mark- aðsvirði og því skipti markaðsvirði bréfanna ekki máli. Þar fyrir utan væri mikið af hlutabréfum í eigu líf- eyrissjóða sem ekki greiddu eigna- skatt. Eignaskattur fyrirtækjanna sjálfra gæti eitthvað lækkað, en á móti kæmi að fyrirtækin hefðu ekki eignfært kvótann nema að hluta. Ef það kæmi festa á úthlutun kvótans og hann yrði viðurkenndur sem var- anleg eign yrði hann væntanlega all- ur eignfærður og þar með myndu eignaskattar fyrirtækja hækka. Að- alatriðið væri þó að þessar vanga- veltur um eignaskattinn skiptu litlu máli vegna þess að teikn væru á lofti um að eignaskatturinn yrði lagður af. Ekki trúverðug niðurstaða Gylfi sagði að það sem skipti mestu máli í vangaveltum Ragnars væri sú niðurstaða hans að auðlinda- skattur myndi draga úr fjárfesting- um og það myndi í kjölfarið lækka landsframleiðslu sem myndi síðan rýra skattstofna. Það væri langerf- iðast að kanna þetta og óvissan væri mikil. „Þessi grundvallarhugmynd um að hækkun skatta dragi úr vexti í hagkerfinu er ekki ný. Í skýrslunni er vitnað í svokallaðan VR-feril sem var dálítið í umræðunni á níunda ára- tugnum þar sem sýnt var fram á að tekjur af einhverjum ákveðnum skattstofni myndu bara vaxa að ákveðnu marki þegar skatthlutfallið er hækkað. Það kæmi að því að hækkað skatthlutfall leiddi til þess að tekjurnar lækkuðu vegna þess að fólk færi að leggja minna á sig til að búa til verðmæti. Þessi grundvallar- hugmynd er rétt svo langt sem hún nær, en það eru engar rannsóknir sem benda til að við séum stödd á niðurhallandi hluta þessa ferils, en hann er lína eða brekka sem fer upp og leitar síðan niður á við. En það myndi þýða að hækkun skatta myndi beinlínis leiða til minni skatttekna. Almennt held ég að það sé mat hag- fræðinga að þó að þessi kenning standist fræðilega sé þetta ekki rétt Dósentar í viðskiptafræði við Háskóla Íslands hafna niðurstöðum Ragnars Árnasonar miðað við þá stöðu sem flest lönd búa við núna. Menn hafa þó talið að Svíar kunni að hafa verið í þessari stöðu þegar skatthlutfall þar var hvað hæst, en þar var um að ræða miklu hærra skatthlutfalla en Íslendingar hafa búið við. Mér finnst því að þetta sé ekki trúverð- ugt og kannski sér- staklega ef maður hef- ur í huga að ef eitthvað er er of mikil fjárfest- ing í sjávarútvegi. Það er of mikil afkastageta bæði í veiðum og vinnslu. Ef eitthvað er væri það til bóta ef dregið væri úr fjárfestingu í sjávarútvegi. Þar að auki eru vaxta- möguleikar þessarar greinar tak- markaðir hér innanlands. Afkasta- geta fiskistofnanna er fullnýtt og sennilega ofnýtt. Það eru því ekki horfur á að það þurfi mikla fjárfest- ingu í sjávarútvegi í framtíðinni fyrir utan eðlilega endurnýjun á atvinnu- tækjum og kaup á fullkomnari tækj- um. En í meginatriðum kallar grein- in ekki á svo mikla fjárfestingu að það sé fyrirsjáanlegt að einhver auð- lindaskattur myndi breyta miklu um hagvöxt vegna þess að hann myndi draga úr fjárfestingu. Í raun og veru er líklegra að þetta verði frekar í hina áttina. Ef lagaum- hverfi og skattaumhverfi þessarar greinar verður gert öruggara og það skapast meiri sátt um rekstrarum- hverfi hennar og hún treysti því að það héldi þá held ég að fjárfestingar í greininni yrðu skynsamlegri og reksturinn allur skilvirkari en nú er. Auðlindagjaldið, sem er væntanlega hluti af því að ná sátt um þetta, myndi sennilega ef eitthvað er auka landsframleiðslu heldur en minnka,“ sagði Gylfi. Rangar ályktanir um eignaskattinn Þórólfur Matthíasson sagðist telja að líkanið sem Ragnar notaði í skýrslu sinni væri nokkuð gamal- dags. Ekki væri t.d. tekið tillit til þess að við byggjum við frjálsa fjár- magnsflutninga milli landa og fjár- festingar gætu komið til frá fjár- magni sem kæmi erlendis frá. Ekki væri heldur tekið tillit til þeirrar sérstöðu sem auðlindabú- skapar ylli í líkaninu. Hann sagðist hafa grun um að þessi einfaldleiki líkansins mótaði niðurstöðurnar. Þórólfur sagði að Ragnar gæfi sér þá forsendu að auðlindagjald kæmi ekki í staðinn fyrir aðra skatta held- ur til viðbótar, en það væri þvert á það sem talsmenn hugmyndarinnar hefðu yfirleitt gert. „Það er langt síðan fiskihagfræð- ingar á borð við Rögnvald Hannes- son bentu á að væri auðlindagjald notað í stað tekjuskatta þá myndi slík aðgerð ein og sér auka hagvöxt. Niðurstöður Ragnars nú hrekja ekki þá niðurstöðu Rögnvaldar. Ólíklegt er að menn breyti auðlindanotkun- inni mikið við það að skatturinn er lagður á ef hann er ekki of hár, en ef lagður er skattur á vinnutekjur eru hins vegar líkur á því að það hafi áhrif á vinnugleði fólks.“ Þórólfur sagði að önnur forsenda Ragnars væri að útgerðarmenn væru öðrum skynsamari í fjárfest- ingum. Reynslan sýndi að útgerðar- menn væru afar mistækir í fjárfest- ingum rétt eins og aðrir. Þórólfur sagði að Ragnar gerði mikið mál úr því að eignaskattar muni minnka mikið vegna auðlinda- gjalds. „Þarna sýnist mér að hann hafi gleymt að skoða skattalögin. Setjum sem svo að kvóti lækki í verði vegna álagningar auðlindagjalds, þá mun það lítil áhrif hafa á eignastöðu fyrirtækjanna vegna þess að kvóti er yfirleitt ekki eignfærður. Það getur hugsanlega haft áhrif á markaðsverð fyrirtækjanna og þar með á eigna- skattsstofn fyrirtækjanna, en þá er á það að líta að það er nafnverð hluta- fjár sem myndar eignaskattsstofn en ekki markaðsverð þeirra. Ég get því ekki séð að breytingar á kvótaverði muni hafa veruleg áhrif á eigna- skattsstofninn. Svo má ekki heldur gleyma því að núverandi ríkisstjórn ætlar að lækka eignaskatta og ég hef skilið fjármálaráðherra þannig að hann vilji gjarnan losna alveg við þá.“ Þórólfur sagðist telja að ef skatt- heimta yrði flutt frá tekjuskatti yfir í auðlindagjöld væri það líklegra til þess að auka landsframleiðslu en að minnka hana. Hann sagðist telja að flestir hagfræðingar væru sammála um þetta. „Niðurstaðan mín er því sú að Ragnar byggir niðurstöður sínar á hæpnu líkani og enn hæpnari for- sendum. Eða með öðrum orðum. Öll þessi röksemdafærsla er byggð á sandi,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Matthíasson Gylfi Magnússon Gylfi Magnússon og Þórólfur G. Matthíasson, dósentar í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands, hafna niðurstöðum Ragnars Árnasonar, prófessors í fiskihagfræði, um áhrif auðlindagjalds á skatttekjur. ÞÆR fara ekki langt í bili þessar Metró-flugvélar Flugfélags Ís- lands sem líkjast helst væng- stýfðum fuglum þar sem þær standa á flugvellinum á Höfn í Hornafirði. Önnur vélanna bilaði í aðflugi til Hafnar sl. laugardag en vonir standa til að hún geti hafið sig til flugs um helgina. Hin vélin rann í snjóruðning eftir lendingu í éljaveðri í desember og skemmd- ust skrúfublöð beggja hreyfla en vonast er til að hún komist í loftið um miðjan mánuðinn. Bíða eftir því að komast í loftið Morgunblaðið/Heiðar Sigurðsson FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 11 GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir það ástæðulaust fyrir garðyrkjubændur að hafa áhyggjur af áhrifum þeirra aðgerða sem grænmetisnefndin svonefnda hefur lagt til svo lækka megi grænmetis- verð til neytenda. Gagnrýni og áhyggjur komu fram hjá nokkrum garðyrkjubændum úr ólíkum greinum í Morgunblaðinu í gær þar sem m.a. var talið að krafa kæmi fram á markaðnum um sam- bærilega lækkun og á þeim þremur tegundum grænmetis sem verða nið- urgreiddar. Forsendur væru t.d. ekki fyrir sömu lækkun á kartöflum og öðru útiræktuðu grænmeti. Sam- keppnisstaða bænda muni því skekkjast. „Allt orkar tvímælis þá gert er. Garðyrkjubændur vita og viður- kenna að mjög erfiður áróður hefur verið gegn háu verði á ákveðnum tegundum, og vond tímabil hafa runnið upp sem hafa skaðað neysl- una. Menn verða að átta sig á því að aðallækkunin er á þremur tegund- um; agúrkum, tómötum og papriku. Þar gæti lækkunin orðið allt að 50%. Það er ástæðulaus ótti að halda að krafa komi um sambærilega lækkun á aðrar grænmetistegundir. Nú verður vel fylgst með verðmyndun- inni og mikið aðhald veitt frá sam- tökum eins og ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtökunum,“ segir Guðni. Landbúnaðarráðherra segir jafn- framt að frekara svigrúm eigi að skapast í bæði heild- og smásölu til að lækka álagningu. Það sé nú þegar að gerast, samanber nýlega lækkun í verslunum Nóatúns á grænmeti og ávöxtum. Hann segist að sumu leyti skilja það að bændur hafi áhyggjur af jafn- róttækum breytingum og til standi að framkvæma. Hins vegar sé mik- ilvægt að allir hagsmunaaðilar vinni að málinu af heilum hug. Meðal þeirra áhyggna sem fram komu í blaðinu í gær í máli garð- yrkjubænda var að þeir yrðu kallaðir „ríkisstyrktir ölmusumenn“. Guðni segir að þessi ótti sé einnig ástæðu- laus. „Hvað ætti þá að segja um bænd- ur í Evrópu og Bandaríkjunum? Um 80% af fjárlögum Evrópusambands- ins eru til niðurgreiðslu á landbún- aðarvörur. Þetta kerfi er við lýði um víða veröld og menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir það. Svona hefur þróunin orðið í hinum vestræna heimi,“ segir ráðherra. Ný framtíð og meiri friður Hann segist sjá nýja framtíð fyrir sér í garðyrkju á Íslandi, meiri friður eigi að skapast í kringum greinina og neyslan muni aukast. Haft var eftir garðyrkjubónda í Eyjafjarðarsveit í blaðinu í gær, sem aðallega er með útiræktað græn- meti, að störfum í þeirri grein ætti eftir að fækka og jafnvel hætta á að hún legðist af. Um þetta segir Guðni að garðyrkjan líkt og aðrar greinar landbúnaðarins hér á landi hafi verið að þróast. Framleiðendum hafi fækkað en tækninni fleygt fram og vel geti verið að sú þróun haldi áfram. „En ég legg upp úr því að magn- tollur verður áfram lagður á til dæm- is innfluttar kartöflur og gulrófur og innlendir framleiðendur á þeim teg- undum munu ekki fá neinar bein- greiðslur. Sá tollur á að tryggja stöðu þeirra bænda, auk þess sem þeir munu fara langt á gæðunum líkt og þeir hafa gert hingað til. Ef þetta kerfi tekst vel mun það hafa í för með sér aukna neyslu á grænmeti í framtíðinni. Ég trúi því að atvinnu- greinin í heild sinni verði miklu sterkari á eftir,“ segir Guðni. Allt orkar tvímælis þá gert er en óttinn er ástæðulaus Landbúnaðarráðherra um áhyggjur sumra garðyrkjubænda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.