Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR að hafa flett Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 2. febrúar og gluggað í viðtal við hina nýbökuðu gallerista Einar Hákonarson og Hauk Dór setti að mér eilítinn hroll því mér fannst á orðum þeirra eins og dagar málverks- ins væru taldir og höfuðborgarsvæðið hefði ekk- ert að bjóða þeim fáeinu eftirlegukindum sem enn stunduðu málaralist. En eftir að hafa flett einni síðu lengra létti mér mjög við að sjá heila síðu helgaða sýningu Listasafns Íslands á íslenskum expressjónist- um, skreytta þremur undurfögrum málverkum í lit. Þar við hliðina var greinarstúfurinn Fjöl- skyldan í listinni, sem sagði frá nýrri sýningu á verkum Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Rögnu Sigurðardóttur og Sigríðar Ólafsdóttur í Lista- safni ASÍ á Skólavörðuholti. Eftir að hafa drifið mig þangað og síðan rifjað upp ritdóma liðins mánaðar hvarflaði að mér eitt andartak að þeir Einar og Haukur Dór hefðu tekið of djúpt í árinni. Með flestöll söfn á höf- uðborgarsvæðinu undirlögð málaralist af einum eða öðrum toga spurði ég sjálfan mig hvort verið gæti að þeir félagar skilgreindu fag sitt of þröngt. Sannleikurinn virðist nefnilega sá að hvarvetna, hvort heldur hér, á Vesturlöndum, eða annars staðar, plumar málaralistin sig prýðilega og er reyndar í gróskumikilli upp- sveiflu um þessar mundir. Það eru að vísu ekki sömu stílbrigðin og þau sem þeir Einar og Haukur Dór ástunda, en gæði málverka hafa heldur aldrei, frekar en annarra listaverka, ákvarðast af einum ákveðnum stíl. Þótt vissulega sé langur vegur frá verkum Ingu Þóreyjar og Sigríðar Ólafsdóttur til stíl- brigða Einars og Hauks Dór, eru verk þeirra engu minni málverk en þeirra nema síður sé. Inga Þórey hefur fyrir löngu sýnt hvað í henni býr sem hugvitssamlegum málara. Tilraunir hennar með form og liti leiða hana nú á vit létt- leikandi spils með litaða hringi og doppur líkar þeim sem ákvarða litblindu. Deiling hennar á einu verki sínu í mislítil tondi – hringlaga mál- verk – sem hún dreifir eins og plánetum frá miðju og út eftir veggnum er til marks um hve auðvelt henni reynist að búa málverkinu nýjan og ferskan búning án þess að hverfa frá meg- ineigindum þess. Sigríður Ólafsdóttir, sem lauk framhaldsnámi frá Beaux-Arts í Lyon, Frakklandi, árið 1992, sýnir stórar fjölskyldumyndir bersýnilega mál- aðar eftir vörpuðum ljósmyndum. Í bestu verk- unum nær hún mjög fínu litaspili og leiftrandi áherslum sem lyfta þeim langt yfir tæknilega grunngerð þeirra. Einkum tekst henni vel upp í notkun dempaðri listasamsetninga svo sem grárra og rauðgulra. Ragna Sigurðardóttir er sú eina þeirra þriggja sem ekki fæst við málaralist. Tækni- brögð hennar byggjast á textagerð sem hún set- ur fram í orðskviðum, ekki ólíkt Jenny Holzer eða Bruce Nauman. Þannig er gólfið í gryfjunni notað sem skrifblokk, auk tveggja sérsmíðaðra stóla með áklæði sem Ragna bróderar. Ekki er langt síðan hún fjallaði í Lesbók Morgunblaðs- ins um orð og setningar í myndlist, og nú má sjá hana fylgja því eftir með eigin verkum. Styrkur sýningar þeirra Ingu Þóreyjar, Rögnu og Sigríðar felst í tengslunum sem þeim tekst að skapa sín í millum þótt verk þeirra séu harla ólík. Innileg og hrein og bein framsetn- ingin undirstrikar hversdagslegt þemað um leið og dregnir eru fram þeir látlausu töfrar sem tengja list kvennanna þriggja við aðra heimilis- list fyrr og síðar; Chardin eða Mary Kelly, svo eittvað sé nefnt. Athyglisverð sýning þrátt fyrir yfirlætisleysið. Halldór Björn Runólfsson Könnun hversdagsins „Styrkur sýningar þeirra Ingu Þóreyjar, Rögnu og Sigríðar felst í tengslunum sem þeim tekst að skapa sín í millum þótt verk þeirra séu harla ólík. Innileg og hrein og bein framsetningin undirstrikar hvers- dagslegt þemað,“ segir í umsögninni. MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 17. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. MÁLVERK & BLÖNDUÐ TÆKNI INGA ÞÓREY JÓHANNSDÓTTIR, RAGNA SIGURÐARDÓTTIR OG SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Hafnarborg, Hafnarfirði Tveimur sýningum lýkur á mánu- dag. Sýningu á verkum ljósmyndar- ans Ásgeirs Long, Svona var Fjörð- urinn og fólkið, og sýningu á verkum norska listmálarans Inge Jensen. Sýningarnar eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Í tilefni af lokum ljósmyndasýn- ingar Ásgeirs Long verður kvik- myndin „Hafnarfjörður fyrr og nú“ eftir Ásgeir og Gunnar Róbertsson Hansen sýnd í Bæjarbíói á sunnudag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Sýningum lýkur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd við umsögn Braga Ásgeirssonar um bókina Sköp- un og samnefnda myndlistarsýningu í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni (Mbl. 1. febrúar 2002). „Ég undirrituð, sem ásamt Krist- jönu Emilíu Guðmundsdóttur, sá um útgáfu á bók Ritlistarhóps Kópavogs, Sköpun, sem kom út í nóvember sl., leiðrétti hér með eftirfarandi atriði. 1. Myndlýsingar við ljóð: Í bókinni Sköpun eða á samnefndri listsýn- ingu í Gerðarsafni er ekki um að ræða myndlýsingar við ljóð. Það kemur skýrt fram í formála að ým- ist var ljóð samið við mynd eða mynd gerð í tilefni af ljóði. Langt mál Braga um myndlýsingar í þessari grein á þar ekki heima. 2. Bókin Sköpun er í greininni í tví- gang nefnd Ljósblik. Ekki veit ég hvaðan greinarhöfundur hefur það. 3. Í grein Braga segir að Valgerður Benediktsdóttir muni vera í for- svari fyrir bókinni. Það er rangt. Valgerður er hins vegar ein af stofnendum Ritlistarhóps Kópa- vogs og skrifaði formála að Sköp- un. 4. Bragi segir að bókin Sköpun sé „eins konar heimild um myndlist- ar- og ritmennt í Kópavogi á al- mennum grundvelli.“ Það er mjög vafasöm fullyrðing. Bókin er eins og segir á titilsíðu: „Ljóð og mynd- ir skálda og myndlistarmanna úr Kópavogi“ og gefur sig alls ekki út fyrir að vera neitt annað. 5. Að lokum vil ég mótmæla harðlega þeirri fullyrðingu Braga um sýn- inguna Sköpun að ekki sé „tiltak- anleg fagmennska að baki upp- setningarinnar í heild“. Sýningin er einmitt sett upp af reyndum fagmönnum Gerðarsafns og er uppsetningin mjög vel heppnuð. Það er ekki auðvelt verk að setja upp sýningu innbyrðis ólíkra verka þannig að hún myndi heild en hér hefur það takist með ágætum. Helga K. Einarsdóttir.“ Athugasemd ♦ ♦ ♦ „VÍÐA liggja vegamót“ var ein- hvern tíma sagt og það átti sann- arlega við um ferðir Kristínar R. Sigurðardóttur sópransöngkonu þegar hún fór á söngnámskeið til Búdapest í sumar. Þar hitti hún ungverska mezzósópransöngkonu, Ildikó Varga, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, nema fyr- ir það að Ildikó var þá sjálf að koma héðan frá Íslandi en hún starfaði sem söngkennari í Stykk- ishólmi síðasta vetur. Á námskeið- inu var líka breskur píanisti, Clive Pollard, og þegar betur var að gáð hafði hann starfað sem píanókenn- ari í Borgarnesi. Þremenningarnir sem hittust þarna á vegum tilvilj- ananna í Búdapest eru nú allir hér á landi og á morgun kl. 16 halda þau tónleika í Grensáskirkju. Að sögn Kristínar eru verkin á efnis- skrá þeirra eftir eldri meistara; Vivaldi, Händel, Gluck, Pergolesi og Cherubini. „Þetta eru aríur og dúettar úr messum, kantötum og óratoríum auk fjögurra dúetta eft- ir Cherubini en ég held að þeir hafi ekki heyrst hér áður án þess að ég þori að fullyrða það.“ Meðal þessara verka eru þekkt atriði úr Messíasi eftir Händel og úr Stabat Mater eftir Pergolesi. „Það var skemmtileg tilviljun að kynnast Ildikó þarna úti. Hún er nú að kenna sitt annað starfsár í Stykkishólmi, en henni var boðið starf þar fljótlega eftir að hún kláraði einsöngvarapróf og söng- kennarapróf frá Franz Liszt- akademíunni. Hún þáði það að koma hingað og líkar mjög vel hér. Við erum búnar að æfa mikið saman í vetur og stefnum á fleiri tónleika. Í sumar syngjum við svo saman í Cosi fan tutte eftir Mozart hjá Óperustúdíói Austurlands, en þar verðum við í aðalhlutverkum sem systurnar Fiordiligi og Dora- bella, en óperan verður sýnd fyrir austan og svo tvisvar í Íslensku óperunni.“ Kristín segist hafa mjög gaman af tónlist frá barrok- og klassíska tímanum. „Ég er þó meira mennt- uð í þessum týpíska bel canto óp- erusöng; ég lærði á Ítalíu en það má segja að þessi tónlist sé gamli bel canto stíllinn; – uppruninn og mér finnst það rosalega hollt að syngja þessa tónlist reglulega.“ Þegar talið berst að píanóleik- aranum, Clive Pollard er Kristín óspör á lýsingarorðin. „Hann Clive er eitt af undrabörnunum. Hann er algjör snillingur. Þegar við hitt- umst í Búdapest í sumar kom það á daginn að hann hafði kennt í nokkra mánuði í Borgarnesi um 1996. Hann var svo píanóleikari á námskeiðinu. Það vildi svo til núna í vetur að það vantaði píanókenn- ara í tímabundnar afleysingar í Stykkishólmi og Dagrún Hjart- ardóttir söngkennari í tónlistar- skólanum í Borgarnesi mundi eftir honum og það vildi svo vel til að Clive var á lausu og sló til og er búinn að vera hér núna í sjö vikur en fer aftur út eftir viku.“ „Hollt að syngja þessa tónlist“ Morgunblaðið/Golli Ildikó Varga mezzósópran, Clive Pollard píanóleikari og Kristín R. Sigurðardóttir sópran. MÁVAHLÁTUR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, sem nýverið kom út hjá Krüger-forlaginu í Þýskalandi, fær lofsamlega dóma í þýskum fjölmiðlum. Gagnrýnandi Die Welt segir í um- sögn sinni að það sem taki langan tíma verði á endanum gott: „Það tók Kristínu Marju Baldursdóttur átta ár að skrifa fyrstu skáldsögu sína og hún varð góð, meira að segja mjög góð. Þessi stórkostlega saga rann- sakar mannlegt eðli í krók og kima, ódrengskap og manngæsku, kven- lega reisn og vanmátt karlmanna.“ Hann segir jafnframt að Freyja sé eins og kvenhetja úr Íslendingasög- unum. Mávahlátur er að mati gagnrýn- anda Oldenburger Volkszeitung „bráðskemmtileg saga“. Hann segir að Ísland sé „bókmenntalegt undra- land með sína tæplega 290.000 íbúa. ... Nú hefur Kristín Marja Baldurs- dóttir bæst í hópinn með Máva- hlátri. Hún stendur eins og aðrir ís- lenskir höfundar föstum fótum í þúsund ára sagnahefð landsins ... Frábær kímnigáfan brýst alltaf í gegn og er aldrei ofaukið heldur sprettur úr miðju mannlífsins og er svo heillandi af því að hún er ættuð úr hugarheimi Öggu litlu. Trúið mér, Mávahlát- ur er svo sannarlega stór skáldsaga – frum- raun Kristínar Marju og verður fyrir alla muni að þýða meira af verkum hennar á þýsku.“ Sögð í léttum tón Í Ticket segir að barnið Agga og heims- daman Freyja séu skemmtilegar andstæður sem bæti hvor aðra upp á dásamlegan hátt. „Íslenska skáldkonan Kristín Marja Baldursdóttir segir söguna í léttum tón og af ást á því um- hverfi sem hún gerist í. Er Freyja ef til vill ein af þeim nornum sem búa í barnslegum hugmyndaheimi Öggu,“ spyr gagnrýn- andinn að lokum. Gagnrýnandi Kieler Nachrichten ritar að það sé ekki auðvelt að flokka Mávahlátur. Sagan sé í senn glæpasaga, þjóð- félagslýsing og beri auk þess merki hefð- bundinnar þroska- sögu. Þetta sé „skemmtileg þorps- og tíðarandalýsing, þar sem gest- urinn frá Ameríku hleypir fjöri í at- burðarásina“. Mávahlátur fær góða dóma í Þýskalandi Kristín Marja Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.