Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Allt um bikarúrslit KR og Njarðvíkur/C2 Ólafur fær frjálsa sölu frá Brentford/C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Sinatra-sveifla 1B  Í leyni við þjóðveginn 2B  Tónlist ’68 kynslóðarinnar 4B  Fólk til fyrirmyndar 6B  Auðlesið efni 8B Sérblöð í dag DRÖG að lagafrumvarpi um stöðvun yfirvinnu- banns flugumferðarstjóra hafa verið kynnt í þing- flokkum stjórnarflokkanna, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Búist er við að forsætisráð- herra leggi frumvarpið fram á Alþingi á næstunni, hafi ekkert þokast í samkomulagsátt í deilu flug- umferðarstjóra við ríkið. Samkvæmt heimildum blaðsins gera drögin ráð fyrir því að gefa deiluaðilum ákveðinn frest til að gera samning. Takist það ekki á tilsettum tíma verði skipaður gerðardómur til að ákveða launa- kjör flugumferðarstjóra. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöld að slík áform ríkisins legðust illa í menn. ,,Auðvitað erum við afskaplega óhressir. Laga- setning og skipan gerðardóms felst beinlínis í því að við og samninganefnd ríkisins hættum að tala saman. Ég get verið fyllilega sammála samgöngu- ráðherra um að staðan í deilunni sé algerlega óvið- unandi en hann ber þar vissulega ábyrgð,“ sagði Loftur. Nokkrar tafir urðu á innanlandsflugi í gær þar sem átta flugumferðarstjórar tilkynntu veikindi, þar af þrír vegna veikinda barna sinna. Kemur yf- irvinnubannið í veg fyrir að hægt sé að kalla út fólk á aukavakt. Engin þjónusta var veitt á Akureyrarflugvelli til kl. þrjú í gær, að undanskildu sjúkra- og neyð- arflugi. Þá var engin þjónusta, utan neyðarþjón- ustu, veitt í flugturninum í Reykjavík milli kl. sjö og átta í gærmorgun en þá var einn flugumferð- arstjóri á vakt. Undir venjulegum kringumstæð- um ættu þrír flugumferðarstjórar að vera á vakt í flugturninum í Reykjavík. Tafir í innanlandsflugi í gær vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra Lagasetning um skipan gerðardóms yfirvofandi FJÓRIR menn á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna inn- flutnings á samtals um fimm kíló- um af hassi til landsins. Tveir voru úrskurðaðir í þriggja vikna gæslu- varðhald á miðvikudag en tveir aðrir sátu þá þegar í gæsluvarð- haldi til jafnlangs tíma. Við rannsókn fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík kom í ljós að tvær tilraunir til innflutn- ings á hassi tengdust. Fyrra til- fellið varð 13. janúar sl. þegar toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli stöðv- aði mann með um tvö kíló af hassi þegar hann kom til landsins frá Kaupmannahöfn. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur. Rúmri viku síðar, 22. janúar, stöðvaði tollgæslan annan mann með þrjú kíló af hassi. Hann var líka að koma frá Kaupmannahöfn. Menn- irnir voru báðir með hassið í hand- farangri. Sá sem var stöðvaður í seinna skiptið var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Fjórir í haldi fyrir innflutn- ing á hassi HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við sýknudómi Héraðsdóms Vestur- lands frá síðastliðnu sumri og sak- felldi rútubílstjóra af ákæru fyrir að hafa ekið of hratt út á einbreiða brú yfir Hólsselskíl í júlí 2000 með þeim afleiðingum að rútan fór út af brúnni, 11 þýskir farþegar slösuðust og einn lést. Dæmdi Hæstiréttur bíl- stjórann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og líkamstjón. Þá var ákærði sviptur al- mennum ökuréttindum í 6 mánuði og dæmdur til greiðslu alls sakarkostn- aðar. Hæstiréttur taldi sannað að ákærði hefði ekið of hratt og ógæti- lega miðað við aðstæður, en hraði rútunnar var talinn 43–54 km á klst. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að einbreiðar brýr séu alltaf varasamar og gera verði þær kröfur til öku- manna, sérstaklega ökumanna stórra bifreiða, að þeir dragi svo úr hraða, er þeir nálgast þær, að þeir hafi fullt vald á ökutækinu og gæti ítrustu varkárni. Líta yrði til þess, að vegurinn að brúnni var nýheflaður og laus í sér og þurfti því að gæta sérstakrar varúðar. Reynsluleysi ákærða í akstri hóp- ferðabifreiða og það, að hann þekkti ekki veginn og brúna, kallaði á aukna aðgæslu af hans hálfu að mati Hæstaréttar. Í ljós var leitt, að rútan kom skökk inn á brúna og lenti hægri afturhjólbarðinn á brúar- stólpa. Taldi Hæstiréttur af þessum sökum ljóst að ákærði hefði ekki haft fullt vald á rútunni. Málið dæmdu Guðrún Erlends- dóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein.Verjandi ákærða var Sigurður G. Guðjónsson hrl. Bogi Nilsson ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Rútubíl- stjóri sek- ur um manndráp af gáleysi Hafnfirðingur á hálum ís Morgunblaðið/RAX ÞAÐ getur borgað sig að fara varlega þegar ís er þunn- ur og háll, líkt og þessi ungi Hafnfirðingur fékk að reyna við Lækinn þar í bæ. Varð honum ekki meint af og stóð upp á ísröndinni eins og ekkert hefði í skorist. ALDREI hefur verið lagt hald á við- líka magn e-taflna á Íslandi og á síð- asta ári. Alls lagði lögregla og toll- gæsla hald á um 26 þúsund e-töflur sem ætlaðar voru á markað hér á landi. Þá var maður stöðvaður með 67.485 töflur á Keflavíkurflugvelli en hann var á leið til Bandaríkjanna með fíkniefnin. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum ríkislögreglustjóra fyrir árið 2001. Árið 2000 var lagt hald á um 22 þús- und e-töflur en ríflega 14 þúsund fundust á manni sem var á leið með töflurnar til Bandaríkjanna. Um átta þúsund voru því ætluð til neyslu á Ís- landi. Stærsti hluti fíkniefna sem lögregla og tollgæsla lagði hald á hér á landi á síðasta ári kom frá Danmörku. Er þá miðað við fíkniefni sem ætluð voru á markað hérlendis. Þá vekur athygli hve stór hluti kemur frá Noregi, en fíkniefnasmygl þaðan hafði verið nánast óþekkt áður. Hald var lagt á rúmlega 25 kíló af hassi sem fannst á mönnum á leið frá Danmörku og rúmlega 8,5 kíló á mönnum sem komu frá Noregi. Alls var lagt hald á tæplega 47 kíló af hassi hér á landi á síðasta ári, sem er um 15 kílóum meira en árið á und- an. Hald var lagt á 93.710 e-töflur, um 600 grömm af kókaíni, rúmlega kíló af amfetamíni og 1,2 kíló af marijúana. Af því sem náðist á landamærum var langmestur hluti tekinn á Kefla- víkurflugvelli. Þá var talsvert flutt inn um Reykjavíkurflugvöll og nokkurt magn kom með Norrænu. Mun meira náðist af e-töflum árið 2001 en árið á undan, sem skýrist með því að í einu máli var lagt hald á 67.485 e-töflur á Keflavíkurflugvelli. Hald var lagt á um 900 kannabisplöntur í landinu. Bráðabirgðatölur ríkislögreglu- stjóra um fíkniefnamál árið 2001 Aldrei lagt hald á fleiri e-töflur SEX tilfelli af inflúensu af A-stofni hafa greinst á veirufræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss á tímabilinu 30. janúar til 5. febrúar. Staðfest tilfelli eru eingöngu inn- an höfuðborgarsvæðisins, þar af eru tvö tilfelli hjá börnum og fjög- ur meðal fullorðinna. Haraldur Briem, sóttvarnar- læknir hjá landlæknisembættinu, segist ekki búast við að inflúensan sé öðruvísi en sú sem gangi í ná- grannalöndunum um þessar mundir, en þar er bóluefni talið virka gegn flensunni. Hann segir hins vegar að í ljósi fjölda stað- festra tilfella megi tala um að far- aldur hafi brotist út. Haraldur segir inflúensuna vera óvenju seint á ferðinni að þessu sinni, en búast megi við henni hvenær sem er á bilinu októ- ber til mars-apríl. Einkennin lýsa sér m.a. í beinverkjum, höfuðverk, slappleika, hita og hálssærindum. Þeim sem veikjast er ráðlagt að halda sig heima uns heilsu er náð á ný og ættu að fara vel með sig. Inflúensufaraldur hefur brotist út ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.