Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 9. febrúar 2002 kl. 11-16.30 Kennsludeildir háskólans og stoðþjónusta kynna starfsemi sína Nýr vefur Háskólans á Akureyri opnaður formlega Nýtt nám við auðlindadeild kynnt Tónlist og veitingarAL LIR VELKO MNIR Akureyrarbær Umsóknir um styrki Auglýst er eftir umsóknum um styrki hjá nefndum innan Félagssviðs Akureyrarbæjar. Um er að ræða styrki á vegum félagsmálaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði. Félagsmálaráð veitir m.a. styrki til félagasamtaka, sem starfa á sviði félags- og mannúðarmála. Íþrótta- og tómstundaráð veitir rekstrarstyrki til íþrótta- og æskulýðs- félaga. Úr Menningarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir til verkefna á menning- arsviði á vegum félaga, stofnana, listamanna og fræðimanna. Úr Hús- verndarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir vegna framkvæmda við friðuð hús og hús með varðveislugildi. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum. sem liggja frammi í Upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og hjá við- komandi deildum í Glerárgötu 26. Einnig er hægt að nálgast eyðu- blöðin á vefsíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is. Á eyðublöðunum kemur fram hvaða upplýsingar er beðið um að fylgi styrkbeiðnum. Styrkjum er að mestu leyti úthlutað einu sinni á ári hjá hverri nefnd. Úr Menningarsjóði er þó úthlutað þrisvar á hverju ári, þ.e.a.s. í febrúar, júní og september og þar er umsóknarfrestur til næstu mánaðamóta á undan. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk., nema umsóknarfrestur um framlög úr Húsverndarsjóði er til loka febrúar. Umsóknum skal skila til Upplýsingaanddyris, Geislagötu 9, eða til skrifstofu viðkomandi deilda í Glerárgötu 26. Sviðsstjóri Félagssviðs VINNU við nýja byggðaáætlun fyrir árin 2002–2005 lýkur á næstu dögum og verður hún þá lögð fyrir Alþingi. Áætluninni er skipt niður í 12 áherslusvið sem taka á flestum þeim þáttum sem snerta líf og störf fólks á landsbyggðinni. Meðal þess sem fram kemur í áætluninni er að efla á Akureyri sem byggð- arkjarna við Eyjafjörð. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdótt- ur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi um landsbyggðarmál sem Samtök fyrirtækja á Norðurlandi efndu til á Hótel KEA á Akureyri í gær. Valgerður sagði að í áætluninni kæmi fram vilji til þess að styrkja byggð við Eyjafjörð og væri stefnt að því að fólki á svæðinu myndi fjölga um 2–3% á ári. Nefndi ráð- herra að fjölmörg tækifæri væru til staðar,m.a. á sviði ferðaþjón- ustu, líftækni, fiskeldi og þá nefndi Valgerður að sérstök áhersla yrði lögð á sjávarlíffræði. Í hinni nýju byggðaáætlun verður einnig lögð áhersla á að öflugt þróunarstarf í öllum landshlutum. Nýr vegur myndi stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um 85 kílómetra Halldór Blöndal kynnti á fund- inum hugmynd um nýjan veg milli Reykjavíkur og Akureyrar, en hann gæti stytt leiðina um allt að 85 kílómetra. Núverandi vegalengd er 389 kílómetrar, en hún gæti orðið 304 kílómetrar verði byggður upp nýr vegur. Um er að ræða veg um Hvalfjarðargöng, Hvítarsíðu, Arnarvatnsheiði, sunnan Blöndu- lóns, niður Gilhagadal, yfir Hér- aðsvötn hjá Villinganesi, á Hring- vegi við Kjálká og síðan um Öxnadalsheiði. Slíkur vegur yrði 334 kílómetrar, en ef farið yrði um Þingvallaveg og Kaldadal upp á Arnarvatnsheiði og síðan sömu leið og að ofan stytti það leiðina enn meira eða um 85 kílómetra og yrði þannig í heild 304 kílómetrar. Gróf kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að slíkur vegur myndi kosta um 7 milljarðar króna. Halldór sagði að þennan veg mætti byggja upp gagngert fyrir þungaflutninga. Nefndi hann að um helming kostn- aðarins mætti fjármagna með einkafjármagni og hægt væri að hugsa sér að umferðin stæði undir um helmingi kostnaðar með veggjaldi. Taldi Halldór að ferlið tæki um 7 ár, þ.e. undirbúningur, hönnun, umhverfismat og lagning vegarins. „Slíkur vegur myndi gjörbreyta allri aðstöðu á Norður- landi,“ sagði Halldór. Flutningskostnaður íþyngir fyrirtækjum á landsbyggðinni Svanfríður Jónasdóttir, Sam- fylkingu, ræddi um stofnstyrki í atvinnulífinu og sagði eðlilegt að skoða hvort taka ætti upp slíka styrki til fyrirtækja á landsbyggð- inni. „Ég tel að við eigum hiklaust að fara þá leið ef hún er fær,“ sagði Svanfríður, en hún benti á að Norðmenn hefðu byggt upp öfluga sjóði sem veittu styrki til upp- byggingar í atvinnulífinu og árang- urinn verið góður. Kristján L. Möller, Samfylkingu, fjallaði m.a. um þungaskatt og flutningskostnað sem hann sagði verulega íþyngjandi fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni. Þungaskatt sagði hann hafa hækkað um allt að 50% frá árinu 1998. „Þetta er það mál sem hvað brýnast er að taka á varðandi fyrirtækjareksturinn á landsbyggðinni,“ sagði Kristján. Árni Steinar Jóhannsson, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, kvaðst fagna því að í nýrri byggðaáætlun kæmu fram nýjar tillögur. „En það vantar aldrei hugmyndir, það sem vantar núna eru aðgerðir og því miður sýnist mér ekki vera sérstakur vilji til þess að spýta í varðandi þessi mál,“ sagði hann. Áætlun um uppbyggingu fjarvinnslu gengu ekki eftir Í umræðum að framsögum lokn- um kom fram í svari iðnaðarráð- herra við fyrirspurn að margt hefði gengið eftir í fyrri byggða- áætlun, en vissulega hefðu þar einnig verið markmið sem ekki náðu fram. Nefndi hún í því sam- bandi flutning opinberra starfa út á landsbyggðina og þá hefði lítið orðið úr stórhuga áætlunum um fjarvinnslu. „Þar náðist ekki sá ár- angur sem stefnt var að. Kannski var of bratt farið af stað,“ sagði hún. Svanfríður Jónasdóttir sagði að ef til vill væri orsakanna á því að leita til þess að ráðamenn hefðu ekki vald yfir þessum málum þeg- ar til ætti að taka. Hún sagði mik- ilvægt að landsbyggðin hefði að- gang að slíkum störfum enda þyrfti sífellt færra fólk til að vinna hin hefðbundnu störf sem þar hefðu í eina tíða verið unnin. Fjölsóttur fundur með þingmönnum um málefni landsbyggðar Efla á Akur- eyri sem byggðarkjarna við Eyjafjörð Morgunblaðið/Kristján Alþingismennirnir Halldór Blöndal, Kristján L. Möller, Svanfríður Jón- asdóttir og Tómas Ingi Olrich hlýða á framsögu á fundinum. ÁÆTLUNARFLUG til og frá Akur- eyri raskaðist í gær, annan daginn í röð, vegna yfirvinnubanns flugum- ferðarstjóra. Flugumferðarstjóri sem átti að vera á vakt frá kl. 7-15 boðaði forföll og var því ekki hægt að veita almenna þjónustu í flugturninum á Akureyri á því tímabili. Vélar Flugfélags Íslands þurftu því að lenda tvívegis á Aðaldalsflugvelli í nágrenni Húsavíkur í gær. Þaðan var ekið með farþegana til Akureyrar og einnig var farþegum á suðurleið ekið í Aðaldalinn. Sami háttur var hafður á vegna morgunflugsins á miðvikudag en ferð um hádegisbil til Akureyrar þann dag var felld niður. Þá varð klukkustundar seinkun á miðdegis- vélinni í gær og gat hún því lent á Ak- ureyri, eftir að annar flugumferðar- stjóri kom á vakt kl. 15.00. Um 70 farþegar komu um Aðal- dalsflugvöll til Akureyrar í þessum tveimur ferðum í gær og um 50 far- þegar fóru sömu leið suður til Reykjavíkur. Ferðalagið í gegnum Aðaldalinn til og frá Akureyri tekur nálægt fjórum klukkustundum, þar af er um einnar klukkustundar rútu- ferð milli Akureyrar og Aðaldalsflug- vallar. Flug milli Akureyrar og Reykjavíkur tekur hins vegar rúma klukkustund, miðað við að farþegar mæti 15-30 mínútum fyrir brottför. Vegna ástandsins hefur verið eitt- hvað um afbókanir í fluginu og dæmi eru um að fólk hafi frekar farið ak- andi á milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Fullt í allar vélar til Akureyrar í dag Rúnar Kristjánsson starfsmaður Flugfélags Íslands á Akureyrarflug- velli sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að farþegarnir sem þurftu að fara lengri leiðina væru alls ekki sátt- ir með stöðu mála. Þeir hafi þó verið þokkalega yfirvegaðir og ekki látið óánægju sína bitna á starfsmönnum FÍ. Rúnar sagði að fullt væri í allar vélar frá Reykjavík til Akureyrar á morgun [í dag, föstudag] en alls verða farnar sjö ferðir yfir daginn. Hann sagðist vonast til að aðgerðir flugum- ferðarstjóra hefðu þar ekki áhrif. „Það er mikið hringt vegna föstu- dagsins en það er mjög erfitt fyrir okkur að gefa einhver afgerandi svör og þetta ástand er alveg hundleiðin- legt,“ sagði Rúnar. Steinþór Ólafsson framkvæmda- stjóri Sæplasts á Dalvík flýgur á milli Akureyrar og Reykjavíkur að minnsta kosti vikulega. Hann kom til Akureyrar í gegnum Aðaldalinn í gær og var alls ekki sáttur við stöðu mála. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og það getur ekki gengið til lengdar. Mér finnst þessar aðgerðir flugum- ferðarstjóra fáránlegar og þær trufla m.a. starfsemi fyrirtækja.“ Enn röskun á áætlun- arflugi til Akureyrar XXX Rottweilerhundar koma fram í KA-heimilinu í kvöld, föstudagskvöldið 8. febrúar. Skytturnar og DJ Lilja hita upp, en húsið verður opnað kl. 23. Aldurstakmark er 16 ár. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum á Glerártorgi, en miðar eru einnig seldir við inn- ganginn. XXX Rott- weiler- hundar í KA- heimilinu VAL á íþróttamanni Þórs fyr- ir árið 2001 verður kunngjört í hófi í Hamri, félagsheimili Þórs, laugardaginn 9. febrúar nk. kl. 14. Við sama tækifæri verður kunngjört val á bestu íþróttamönnum einstakra deilda innan félagsins. Alls hlutu átta íþróttamenn félagsins tilnefningu að þessu sinni, þ.e. tveir frá hverri deild. Þau sem fengu tilnefn- ingu eru; Ásta Árnadóttir knattspyrna, Einar Örn Að- alsteinsson körfubolti, Hafþór Einarsson handbolti, Helgi Þór Leifsson taekwondo, Orri Freyr Óskarsson knatt- spyrna, Óðinn Ásgeirsson körfubolti, Páll Viðar Gíslason handbolti og Þórdís Úlfars- dóttir taekwondo. Þórsarar og aðrir velunn- arar félagsins á öllum aldri eru hvattir til að mæta í Ham- ar á laugardag, fylgjast með útnefningunni og þiggja kaffi- veitingar að henni lokinni. Íþrótta- maður Þórs út- nefndur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.