Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 37 ✝ Jóhanna Stef-ánsdóttir fædd- ist 20. júlí 1919 á Eyvindarstöðum á Álftanesi. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Holts- búð í Garðabæ 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson, bóndi á Ey- vindarstöðum, f. í Tjaldanesi í Saurbæ í Dalasýslu 17. des- ember 1883, d. 26. júní 1971, og Hrefna Ólafsdóttir húsfreyja, f. á Þóru- stöðum í Bitru í Strandasýslu 1. maí 1880, d. 12. ágúst 1971. Bræður Jóhönnu eru: Eyþór Markús oddviti og bóndi í Ak- urgerði á Álftanesi, f. 8. ágúst 1906, d. 31. október 1992, Har- aldur eftirlitsmaður, f. 6. febrúar 1908, d. 25. september 1994, Gunnar bóndi á Norður-Eyvind- arstöðum á Álftanesi, f. 23. apríl 1909, d. 3. september 2000, og Ólafur Elías landsráðunautur, f. 19. desember 1966, maki: Hall- dóra S. Jónsdóttir, sonur: Stefán Rafn; Ármann Rafn, f. 18. júlí 1968, maki: Drífa Garðarsdóttir, börn: Hrefna Sif, Orri og Salka; og Valur Rafn, f. 17. febrúar 1974, d. 27. ágúst 1991. 3) Pétur Hrafn arkitekt, f. 29. ágúst 1961. Jóhanna ólst upp í foreldra- húsum á Álftanesi og gekk í barnaskóla sveitarinnar. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1933–35 og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1937–39. Veturinn 1941–42 nam hún við húsmæðradeild Kvenna- skólans í Reykjavík. Á árunum 1943–45 reisti Jóhanna ásamt manni sínum húsið Eyvindarholt í landi Eyvindarstaða sem var heimili hennar og starfsvettvang- ur allt til æviloka. Jóhanna hafði mikinn áhuga á gróðri og garð- yrkju og lagði sérstaka alúð í ræktun garðsins við heimili sitt. Hún var einn stofnfélaga Ung- mennafélags Bessastaðahrepps og var kjörinn heiðursfélagi þess á fimmtíu ára afmæli félagsins árið 1996. Hún var í kvenfélaginu Hörpu í Hafnarfirði frá stofnun þess og var þar í stjórn um ára- bil. Útför Jóhönnu fer fram frá Bessastaðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 7. júní 1922. Jóhanna giftist 14. febrúar 1942 Ár- manni Péturssyni tollfulltrúa og aðal- bókara, f. á Skamm- beinsstöðum í Holtum í Rangárvallasýslu 25. nóvember 1913, d. 7. desember 1984. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson bóndi á Skammbeinsstöð- um, f. 7. júní 1874, d. 29. október 1940, og Guðný Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1875, d. 7. maí 1961. Synir Jó- hönnu og Ármanns eru: 1) Gunn- ar járnsmíðameistari, f. 7. maí 1942, d. 23. júní 2000, börn hans eru Margrét, f. 1. júní 1966, Jó- hann, f. 16. mars 1977, og Tinna Rós, f. 18. júlí 1980. 2) Úlfar framkvæmdastjóri, f. 4. maí 1943, maki Bryndís Ásgeirsdóttir, f. 3. desember 1947, synir: Elfar, f. 18. júni 1965, maki: Dröfn Vilhjálms- dóttir, börn: Alexander, Ósk og Vilhjálmur; Sigurbjörn Rafn, f. Ekki man ég hvenær ég hitti Jóhönnu Stefánsdóttur í Eyvind- arholti á Álftanesi í fyrsta sinn, en fljótlega varð Hanna ,,frænka“ kona sem skipti heilmiklu máli í lífi mínu. Hún var einkasystir Ólafs fóstra míns, en honum gift- ist mamma þegar ég var nýorðin átta ára gömul. Þau systkinin voru yngst í systkinahópnum og mjög samrýnd. Ólafur var þá þegar í miklu uppáhaldi hjá mér og ekki minnkaði ánægjan þegar ég kynn- ist fjölskyldu hans. Foreldrar þeirra systkinanna settust að á Álftanesi árið 1910 og þar óx systkinahópurinn úr grasi á heim- ili sem bar bestu kostum íslenskr- ar bændamenningar gott vitni. Öll systkini Ólafs og fjölskyldur þeirra, sem flestar bjuggu í grennd við æskuheimilið, tóku mér, forvitinni stelpu úr Reykja- vík, afskaplega vel. Atvikin hög- uðu því þannig að Hanna varð ótrúlega fljótt vinkona mín, þrátt fyrir aldursmuninn, sem var býsna mikill á þeim tíma þegar ég var kannski þrettán eða fjórtán ára og hún orðin hálffimmtug. Það segir mikið um þann persónuleika Hönnu að taka unglingnum sem ákvað að gerast heimagangur í Eyvindarholti jafn vel og hún gerði. Í meira en áratug voru heimsóknirnar margar og ég kynntist Hönnu mjög vel. Hún var kona með mjög sterka réttlætis- kennd og geysifróð og áhugasöm um landsmál og heimsmál. Það kom fyrir að við körpuðum um heimsmálin, þegar ég hafði fundið enn einn stóra sannleikann, og hún lá ekki á liði sínu við að koma vitinu fyrir mig. Eftir á að hyggja verð ég að viðurkenna að hún hafði næstum alltaf rétt fyrir sér. Til dæmis man ég eftir ágætri og langvinnri deilu okkar um Palest- ínu þar sem hún hélt fram skoð- unum sem á þeim tíma voru ekki háværar, um að illa hefði verið farið með Palestínumenn. Eins og fleiri af eftirstríðsárabörnum var ég enn í losti yfir þeirri meðferð sem gyðingar höfðu sætt í seinni heimsstyrjöldinni og hafði ekki enn náð þeim þroska að skilja að eitt vandamál verður ekki leyst með því að búa til annað. Flestir eru nú orðnir samþykkir því sem Hanna hélt fram þá og eflaust átti hún þá þegar mörg skoðanasystk- in. En þetta var í fyrsta sinn sem ég sá þetta mál frá þessari hlið og því er það minnisstætt. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum sem ég man af þessum skemmti- legu umræðum okkar og þeirri staðreynd að við gátum allaf verið vinkonur þótt við værum ósam- mála. Því það var kannski það sem eftir sat, umræður gátu orðið heit- ar, en aldrei bar nokkurn skugga á vinsemdina sem ég fann og traustið sem ég vissi að var einn af helstu kostum Hönnu. Og það er líka athyglisvert að þótt Hanna væri flokksbundin og ágætlega trygg sínum flokki, reyndi hún aldrei koma mér á flokkstrúna sína. Hún var gagnrýnin á eigið fólk ekki síður en aðra, ekki síst ef henni fannst vanta upp á að kon- um væri gert nógu hátt undir höfði í flokknum hennar. Ármann, eiginmaður Hönnu, var oft skammt undan í þessum um- ræðum, og þótt hann væri ,,sel- skapsmaður“ af lífi og sál og ágætlega pólitískur sjálfur, þá minnist ég þess aldrei að hann reyndi að skyggja á Hönnu í þess- um umræðum. Þau voru samhent á mjög skemmtilegan hátt, miklir vinir og félagar, og það var virki- lega sorglegt að örlögin skyldu ekki haga því svo að þau fengju að eiga samleið til æviloka. Það varð hlutskipti Hönnu að lifa mann sinn um alllangt skeið og það skarð sem hann skildi eftir sig var stórt í lífi hennar. Þegar ég gerði mér grein fyrir að síðustu dagarnir í ævi Hönnu væru að líða toguðust á tvenns konar tilfinningar. Sorg yfir að þurfa að kveðja þessa góðu vin- konu og viss skilningur á því að á einhverjum tíma þyrfti hún að fá hvíldina, frá veikindunum og frá því að hafa ekki Ármann hjá sér. Hanna og Ármann eignuðust þrjá syni, Gunnar, Úlfar og Pétur Hrafn. Synirnir reyndust hver um sig búa yfir sérstökum hæfileik- um, þótt þeir væru á margan hátt afskaplega ólíkir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau Hanna og Ármann ýttu undir það mark- visst að þeir þroskuðu færni sína á þeim sviðum sem þeir voru sterk- astir. Ófáar stundir var Gunnar að smíða úti í skúr á meðan við Hanna sátum og spjölluðum yfir kaffibolla í eldhúsinu. Sú aðstaða sem hann átti þar var án efa hon- um mikils virði og listrænir hæfi- leikar hans voru móður hans vel ljósir. Úlfar var um langt skeið líf- ið og sálin í Ungmennafélagi Bessastaðahrepps, líkt og faðir hans hafði verið, og ég veit að það gladdi Hönnu mikið að sjá þessa eiginleika feðganna blómstra. Pét- ur er langyngstur bræðranna og er arkitekt. Á farsælum náms- og starfsferli fylgdust foreldrar hans af lifandi áhuga með því sem hann var að gera á meðan beggja naut við. Þau glöddust ósegjanlega yfir því hversu góðan farveg hann fann fyrir hæfileika sína. Eftir lát Ár- manns, þegar Hanna var orðin ein eftir í Eyvindarholti, varð hún ein að fylgjast með stækkandi hópi af- komenda sinna. Það brást ekki að ef ég kom í heimsókn í Eyvind- arholt gat Hanna sagt mér frá ein- hverju nýju sem var að gerast í þeim hópi, sýnt mér nýjar teikn- ingar sem Pétur hafði gert, mynd- ir af viðburðum í fjölskyldunni, sagt mér frá árangri afkomend- anna á ýmsum sviðum og hún hafði svo sannarlega oft ástæðu til að vera stolt. Það hlýtur stundum að hafa verið erfitt fyrir hana að geta ekki deilt gleði sinni yfir þessum áföngum með Ármanni. Eins hlýtur það að hafa verið erf- itt fyrir hana að hafa ekki lífs- förunautinn sér við hlið á þeim stundum sem urðu henni erfiðast- ar. Hanna þurfti því miður að upp- lifa þá sorg að kveðja bæði son sinn og sonarson og það er sár lífsreynsla. Eyvindarstaðafjölskyldan á um sárt að binda um þessar mundir. Skammt er síðan mágkona Jó- hönnu, Guðrún Sigurjónsdóttir í Akurgerði, lést í hárri elli. Og nú kveður fjölskyldan Jóhönnu Stef- ánsdóttur í Eyvindarholti. Hugur okkar allra hlýtur að vera með því fólki sem eftir lifir og saknar. Sjálf þakka ég kynnin við Hönnu, ekki síst áratuginn á ung- lingsárum og fyrstu fullorðinsár- um, þegar ég fékk að vera heima- gangur á heimili hennar. Jafnvel að setjast þar upp í nokkra daga í próflestri eða á öðrum átakast- undum. Mörgum árum síðar gerð- ist það reyndar að börnin mín tvö fengu líka að gerast heimagangar í Eyvindarholti um nokkra hríð, þegar þau voru að byrja að læra á píanó og æfðu sig hjá Hönnu frænku sinni. Mér fannst ég finna á þeim hvað þau mættu sömu vin- áttunni og velvildinni á heimilinu og ég hafði mætti næstum tuttugu árum fyrr. Hún leyfði þeim að njóta sín og velti einstaklingsein- kennum þeirra fyrir sér. Þótt Jó- hanna dóttir mín væri skírð í höf- uðið á henni en sonurinn Ólafur (skiljanlega) ekki þá veit ég að hún gætti þess afskaplega vel að gera ekki upp á milli þeirra. Ég býst ekki við að réttlætiskennd hennar hefði leyft henni það. Á seinustu árum hefur Hanna dóttir mín hins vegar án efa verið sú okkar fjögurra í Blátúni 1, sem hefur fylgst hvað best með Hönnu frænku sinni, ekki síst með full- tingi ömmu sinnar á Tjörn. Mamma og Hanna mágkona henn- ar urðu nánar og ég held að það hljóti að hafa verið ánægjuefni fyrir Ólaf fóstra minn að sjá syst- ur sína og eiginkonu sína tengjast svo sterkum böndum. Við fjöl- skyldan í Blátúni 1, sem byggðum húsið okkar í kartöflu- og rófu- garðinum á Eyvindarstöðum, kveðjum Jóhönnu Stefánsdóttur með þakklæti. Anna Björnsson. JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR börnum sínum verða að fullorðnu fólki og barnabarnabörnum sínum var hann einnig mjög kær. Ég vil að lokum þakka Agnari tengdaföður mínum fyrir samfylgdina og vinátt- una. Blessuð sé minning hans. Þórður Skúlason. Fyrir þrjátíu árum voru húsin í Bernhöftstorfunni, hinum megin við heimili fjölskyldu okkar í Skóla- stræti, í mikilli niðurníðslu, og þar bjuggu margir villikettir. En þessir kettir voru svolítið óvenjulegir – þeir voru með tungur úr dökku súkkulaði, sem afi okkar, Agnar Guðmundsson, veiddi handa okkur barnabörnunum. Á kvöldin, ef við báðum hann fallega, fór afi inn í svefnherbergi til sín, læsti dyrunum og kallaði á kettina, blekkti þá með sérstöku breimi. Við börnin stóðum og biðum fyrir utan dyrnar með stór augu, og hlustuðum á öll óhljóðin í kattargreyjunum þeg- ar hann barðist við þá og reif úr þeim súkkulaðitungurnar. Síðan kom hann út með fenginn, nokkrar pastíl- ur, og rétti okkur. En stærsti og ljót- asti kötturinn, sagði afi okkur, var ófétis-fressinn hann Stóri-Brandur. „Æ, nú náði ég honum næstum því,“ sagði hann stundum þegar hann kom reittur og sveittur úr bardaganum. En því miður hreppti hann aldrei þetta stærsta hnoss. Það voru nú ekki allir sem áttu afa sem var svo stór og sterkur að hann gat veitt kattatungur. Maður gat líka verið stoltur af honum þegar hann leiddi okkur um götur, bæði í Reykjavík og eins seinna meir úti í London, þegar hann heimsótti okkur þar. Á heimaslóðum, í miðbænum í Reykjavik, var hann auðvitað vel þekktur. En hann bar líka af í hinum mikla fólksfjölda ensku stórborgar- innar. Afi í dökkbláa blazer-jakkan- um hafði brag hermanns og herra- manns af gamla skólanum. Hann var með sterkan og djúpan róm sem hafði örugglega í fullu tré við gný hafsins þegar hann var til sjós. Á meðan foreldrar okkar bjuggu í London var það mikið tilhlökkunar- efni þegar von var á afa í heimsókn. Hann var nefnilega svo skemmtileg- ur og góður. Afinn og afabörnin vöknuðu snemma, leyfðu mömmu og pabba að sofa lengur og fóru í göngu- túra, stálust í sælgætisbúð eða í teiknimyndabíó. Síðan sagði afi sög- ur, oft um bræðurna Nabba, Búld og Laup, sem voru að vísu bara fing- urnir á honum en lentu samt í mörg- um ævintýrum. En það voru ekki bara puttarnir heldur líka afi sjálfur sem átti sögulega fortíð. Hann hafði gert alveg óskaplega margt um æv- ina, ferðast mikið og hitt marga. Hann gat sagt frá stríðinu, frá Ís- landi, Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi á þessum merkisárum. Svo var hann svo stálminnugur að sögurnar hans voru næstum jafn áreiðanlegar og opinberir annálar – allar dagsetningar og ártöl voru á hreinu og hann hélt þessum hæfileik- um til æviloka. Afi var ekki bara athafnamaður. Hann var fróður um vísindi og ver- öld, mikill lestrarhestur. Hann elsk- aði góðan mat, ferðalög, sólskin og umfram allt fjölskylduna sína. Hann var sannkallaður ættfaðir. Barna- barnabörnunum þótti öllum afskap- lega vænt um hann og jafnvel þau minnstu eiga núna eftir að sakna hans mikið. Það var gaman að sjá hversu auðveldlega okkar eigin börn komust að því sem við höfðum líka skynjað frá blautu barnsbeini: að í þessum stóra manni með miklu rödd- ina bjó einstaklega ljúft og hlýtt hjarta. Þegar dótturdóttir hans fékk heimþrá í sveit, átta ára gömul, vissi hún alveg hvert hún ætti að hringja. Aðrir í fjölskyldunni hefðu örugg- lega reynt að tala stúlkuna til, láta hana þrauka í vistinni aðeins lengur. En afinn mátti ekkert aumt sjá eða heyra, og brást við eins og við mátti búast. Hann spurði hvorki kóng né prest, en settist strax upp í bílinn að loknu símtali og sótti barnið í bæinn. Þegar við vorum lítil, upplifðum við afa okkar eins og hálfgerða hetju sem barðist harkalega við villiketti, jafnt sem hvali út á hafi. Þegar við urðum eldri, skynjuðum við hversu duglegur hann hafði verið í bardaga gegn miklu öflugri mótherja – þeirri miklu sorg sem dundi yfir hann þeg- ar hann missti þessa einstöku konu, ömmu okkar, langt fyrir aldur fram. Og ekkert var hetjulegra í hans langa lífsferli en síðustu mánuðirnir, þegar hann tókst á við erfiðan sjúk- dóm með ótrúlegum dugnaði og já- kvæðni. Við sem fylgdumst með hon- um þá getum lítið annað en dáðst að því, hversu sterkur hann var. Það var mikill heiður og ánægja fyrir okkur að eiga slíkan mann sem afa. Honum verður ekki gleymt og við munum ekki sjá hans líka aftur. Birna Huld Helgadóttir. Bláhvalur er stærsta og öflugasta dýr jarðarinnar. Ekkert jafnast á við 100 feta og 100 tonna stærð hans og þynd. Enginn ber eins mikla virð- ingu fyrir mikilfeng þessarar skepnu eins og sá sem komið hefur nálægt hvalveiðum og er kunnugur þeim verkferlum og vinnu sem þeim er samfara. Hvalveiðar hafa í gegnum tíðina verið snar þáttur af íslenskri menningu. Á því leikur enginn vafi að fyrir fiskveiðiþjóð eins og Íslend- inga er það grundvallarforsenda fyr- ir tilvist sjálfstæðs hagkerfis að stundaðar séu virkar rannsóknir á atferli sjávardýra og eru hvalir og hvalveiðar þar engin undantekning. Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa tengst hvalveiðum og Hvalstöð- inni í Hvalfirði. Það er þó bara einn sem fengið hefur viðurnefnið Hvalur – Agnar Hvalur – hann var afi minn og bar nafn með rentu. Ekki ein- göngu var hann manna stærstur og sterkastur heldur einnig var hann dáður foringi. Þær voru ófáar sög- urnar sem ég fékk að heyra af af- reksverkum hans á þeim tíma sem ég vann í Hvalstöðinni og ekki hef ég enn hitt fyrir þann mann sem þekkti afa minn og ekki tók þéttar í hönd mína þegar hann vissi hverra manna ég var. Slíkt veitir mikla hlýju og stolt. Afi fór víða og lenti í ýmsum spennandi ævintýrum sem aðrir kunna betur frá að segja en ég. Það sem hins vegar vakti endalausa að- dáun mína var hversu einstaklega minnugur og skarpur hann var. Ég hef sjálfur átt því láni að fagna að fá tækifæri til að ferðast nokkuð en oft- ar en ekki varð ég hálfkindarlegur er heim kom og afi fór að rifja upp og inna eftir staðarháttum sem hann mundi til hlítar þegar ég mundi varla nafnið á hótelinu mínu. Fyrir rúmum hálfum mánuði sat ég með afa ásamt nokkrum fjöl- skyldumeðlimum og vinum og verið var að rifja upp sögur úr stríðinu í til- efni af því að þá um morguninn var grein í Morgunblaðinu um skips- skaða á þeim árum. Við spurðum afa um hvaða skip það var sem hann var á þegar ráðist var á þá og hvenær það hafði verið. Þarna var afi orðinn ansi veikur og lúinn og átti erfitt með tjáskipti, hann virkaði fjarrænn og ætla mátti að hann hefði ekki heyrt eða skilið spurninguna. Það var öðru nær – stundarkorni síðar kom svarið – „skipið hét Arinbjörn Hersir og Þjóðverjarnir réðust á okkur kl. níu um morgun 20. des. 1940“. Hann var að rifja upp nákvæma tímasetningu – svona hárbeittur var hann allt und- ir það síðasta. Afanum var fjölskyldan kær. Hann var hinn mesti sjentilmaður þegar vildi og sannarlega heillaði hann konuna mína upp úr skónum frá fyrsta degi. Börnin okkar hænd- ust að honum og þá sérstaklega sú elsta en hún var fyrsta langafabarn- ið. Það er mikill fjársjóður fólginn í því að sjá fjóra ættliði tengjast sem teygja fæðingu sína öldina nánast á enda og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa það. Afinn var þrot- inn kröftum þegar kallið kom og ljóst hafði verið um nokkurt skeið hvert stefndi. Nú fær hann verðskuldaða hvíld og hversu sárt sem við söknum hans vitum við að þetta var fyrir bestu. Hans löngu og viðburðaríku lífsgöngu er lokið. Blessuð sé minnig hans. Elsku afi minn – hvíl þú í friði. Agnar Hansson.  Fleiri minningargreinar um Agn- ar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.