Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Össurar hf. á síðasta ári nam samtals 844 milljónum króna, samanborið við 409 milljónir árið 2000 og hefur því aukist um 106%. Tekjur félagsins á árinu voru 6.565 milljónir króna og jukust um 87% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta var 1.268 milljónir og jókst um 80%. Hagnaður af reglulegri starfsemi á hlut tvöfaldaðist, fór úr 1,25 kr. á hlut í 2,57 kr. Við samanburð milli áranna 2001 og 2000 þarf að hafa í huga að vegna kaupa á fyrirtækjum var samsetning samstæðunnar á rekstrartímabilinu ekki sambærileg. Samstæða Össurar hf. samanstendur af Össuri hf. á Ís- landi, samstæðu Össur Holdings Inc. í USA, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð, auk einstakra félaga á Ís- landi, í Lúxemborg, Hollandi og víð- ar. Einnig þarf að gæta að því að gengi bandaríkjadals gagnvart ís- lenskri krónu hækkaði um tæp 22% frá ársbyrjun til ársloka 2001, en það hefur veruleg áhrif á rekstrar- og efnahagsstærðir í samstæðuuppgjöri félagsins. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., segir að rekstur félagsins sé nán- ast samkvæmt áætlunum. Samein- ingarferli fyrirtækja hafi gengið mjög vel á síðasta ári, tekist hafi að samhæfa og endurskipuleggja rekst- urinn. „Við fórum í gagngera endur- skipulagningu og uppstokkun á öll- um okkar fyrirtækjum. Á sama tíma tókst okkur að halda viðunandi af- komu.“ Áætla að setja á annan tug nýrra vara á markað Reikningsskil og rekstraráætlanir fyrir félagið verða alfarið í banda- ríkjadollurum á árinu 2002. Sam- kvæmt rekstraráætlun 2002, sem birt var 29. janúar, er ársvelta á árinu 2002 áætluð 78–86 milljónir dollara, hagnaður fyrir vexti, afskriftir og skatta 15,6–17,2 milljónir dollara og hagnaður ársins 9,5–11,5 milljónir dollara. Áætlað er að á árinu 2002 verði markaðssettar á annan tug nýrra vara sem þróaðar verða hjá fé- laginu. Til samanburðar voru settar á markað þrettán nýjar vörur á árinu 2001. „Við álítum að sölukerfi okkar sé þegar farið að skila árangri í Bandaríkjunum en það er enn nokk- uð að bíða í Evrópu. Við erum því nokkuð bjartsýn á reksturinn á þessu ári, jafnvel þó að ytri aðstæður séu ekki beinlínis hagstæðar. Hinsvegar störfum við í grein sem er ekki eins háð hagsveiflum og margar aðrar greinar,“ segir Jón. Sigurður Erlingsson, sérfræðing- ur í greiningardeild Landsbankans- Landsbréfa, segir afkomu Össurar í takt við væntingar markaðarins. „Það er jákvætt að sjá framlegð fyrir afskriftir batna nokkuð á síðasta hluta ársins en hafa ber í huga að veiking krónunnar skýrir það að hluta. Hagnaður fyrir afskriftir á móti tekjum, eða EBITDA framlegð- arhlutfall Össurar, er í efri kantinum í atvinnugreininni. Almennt gefur uppgjörið til kynna að vel hafi tekist í rekstri samstæðunnar og að sam- legðaráhrifa sé þegar farið að gæta. Miðað við þessa afkomu eru verð- matskennitölur Össurar nokkuð hag- stæðar í flestum samanburði. Mark- aðsvirði í hlutfalli við hagnað, V/H gildi, er 19,4 og markaðsvirði í hlut- falli við hagnað fyrir afskriftir er nokkuð hagstætt miðað við sambæri- leg fyrirtæki, og getur tilefni til að ætla að núverandi gengi félagsins sé hagstætt í ljósi afkomu síðasta árs. Einnig ber að hafa í huga að vöxtur félagsins hefur verið mikill á undan- förnum árum og búast má við áfram- haldandi góðum vexti án þess að upp- kaup fyrirtækja komi til,“ segir Sig- urður.         (% )         )   '%% *                                                    #$& +$  !$$ # "# # !$   "& +#$  $'" &"( %( " " " " !!" !" !" " #" " "    $%  &  '  &  '  &  '      $%           $%   Hagnaður Össurar 844 m.kr. FYRIRTÆKIÐ Marel hf. hlaut í gær Íslensku þekkingarverðlaunin 2002, sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga veitir. Íslensku þekkingarverðlaunin, sem veitt eru árlega, voru afhent í lok ráðstefnu sem haldin var í gær undir yfir- skriftinni: „Þekkingu breytt í verð- mæti.“ Forseti Íslands afhenti verðlaun- in og veitti forstjóri Marel þeim viðtöku, en áður greindi formaður dómnefndar, Runólfur Smári Stein- þórsson, frá vali nefndarinnar. Hann sagði það hafa farið fram með þeim hætti að félagsmenn og forstjórar 100 stærstu fyrirtækja landsins hefðu verið innt álits á því hvaða fyrirtæki hefði skarað fram úr á þessu sviði og fjögur fyrirtæki hafi staðið upp úr, Bakkavör, Ís- lensk erfðagreining, Marel og Öss- ur. Runólfur Smári sagði að nefnd- inni hafi verið mikill vandi á höndum því öll hefðu fyrirtækin verið vel að verðlaununum komin. Svo hafi þó farið, meðal annars eft- ir heimsókn til allra fyrirtækjanna, að dómnefndarmenn hafi orðið ein- huga um að veita Marel þessa við- urkenningu nú. Hann sagði fyrir- tækið hafa náð miklum árangri í markaðssetningu og sölu og aldrei hafa tapað viðskiptavini. Þá sagði hann að í fyrirtækinu væri mikill mannauður og einnig akademískur metnaður, sem stafaði af uppruna þess. Vísindalegar aðferðir við starfsmannaval Fjöldi fyrirlesara kom fram á ráðstefnunni og prófessor Ivan Ro- bertson reið á vaðið og fjallaði um vísindalegar aðferðir við starfs- mannaval og framlag vinnusál- fræðinnar. Hilmar Ágústsson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers, ræddi um mismunandi sýn á stefnumót- unarferlið og lærdóm sem draga mætti af þeim í erindi sínu: „Ert þú að fara á mis við eitthvað?“ Hann sagði m.a. að endurskoða þyrfti stefnu og árangur reglulega, byggja nauðsynlegan sveigjanleika inn í fyrirtæki og síðast en ekki síst þyrftu stjórnendur íslenskra fyr- irtækja að reyna að læra af mistök- um og velgengni annarra sem farið hafa í gegnum breytingar. Hilmar sagði reglulegt stefnumótunarferli, sniðið að þörfum og eðli viðkom- andi fyrirtækis, mikilvægan þátt í velgengni fyrirtækisins. Einar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Íslandspósts, lýsti reynslu sinni og fyrirtækisins af stefnumótunarferli með utan- aðkomandi ráðgjöf árin 1998 og 2000. Hann sagði ferlið hafa gert fyrirtækinu gott og m.a. væru markmið fyrirtækisins nú skýrari. Einar sagði árangur af slíku stefnumótunarferli byggjast á ut- anaðkomandi verkstjórn, ferlinu sjálfu frekar en skýrslu um stefnu- mótun og því að endurtaka ferlið. Hrannar Hólm frá KPMG fjallaði um virðisstjórnun, sem hann sagði aðferð til að meta rekstur og stýra honum, en aðferðin væri upprunnin frá fyrirtækinu Coca Cola í Banda- ríkjunum. Hann sagði að aðalmark- mið stjórnanda fyrirtækis ætti að vera að ávaxta fé, en til að ná því markmiði væri nauðsynlegt að líta til annarra markmiða svo sem ánægju starfsfólks og viðskipta- vina, enda næðist árangur ekki að öðrum kosti. Hrannar sagði stjórnanda ekki eiga að einblína á hlutabréfaverðið, en líta þess í stað til raunhagnaðar, sem sé hagnaðurinn eftir að litið hafi verið til allra þátta, þar með talið ávöxtunarkröfu til hluthafa. Marel hlýtur Íslensku þekking- arverðlaunin 2002 Morgunblaðið/Kristinn Forstjóri Marel hf. tekur við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunagripurinn, Þekkingar- brunnur, eftir Þórodd Bjarnason. ● SPARISJÓÐURINN í Keflavík var í forsvari fyrir sambankalán upp á tvær milljónir evra fyrir Bláa lónið ný- verið eins og greint var frá í Morg- unblaðinu 30. janúar sl. Að sögn Geirmundar Kristinsson- ar, sparisjóðsstjóra í Keflavík, er þetta í fyrsta skipti sem Sparisjóður- inn í Keflavík hefur umsjón með sam- bankaláni en sjóðurinn hefur áður tekið þátt í slíkri lánveitingu til Bláa lónsins. Geirmundur segir að ekki sé ósennilegt að Sparisjóðurinn haldi áfram að taka þátt í slíkum lánum en hjá sjóðnum hefur verið starfandi við- skiptastofa um tveggja ára skeið og hafði hún veg og vanda af lánasamn- ingnum nú. Sparisjóðurinn í Keflavík í forsvari ● KAUPÞING banki hf. hefur keypt hlutabréf í Skeljungi að nafnverði kr. 34.075.272 á genginu 9,2 og er verðmætið því um 313,5 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er seljandi bréfanna sjóð- ur á vegum Búnaðarbanka Íslands. Eignarhlutur Kaupþings banka hf. í Skeljungi er nú 12,45% eða kr. 94.075.192 að nafnverði en var áð- ur 7,94% eða kr. 59.999.920 að nafnverði, þar af vegna framvirkra kaupa, 30 milljónir að nafnverði. Verðmæti 12,45% eignarhlutar Kaupþings í Skeljungi miðað við lokagengi bréfanna á Verðbréfaþingi Íslands í gær er um 880 milljónir króna en lokagengi bréfanna í gær var 9,35 og hækkaði um 3,3% frá fyrra degi. Mest viðskipti voru með bréf Skeljungs á Verðbréfaþingi í gær eða fyrir 323,7 milljónir króna. Markaðsverðmæti Skeljungs er miðað við lokagengið í gær um sjö milljarðar. Gengi hlutabréfa Skelj- ungs hefur hækkað um 8,7% frá ára- mótum. Kaupþing á nú 12,45% í Skeljungi ● VEGNA fréttar sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, 7. febrúar, varðandi samning um sölu á Norton Antivirus hugbúnaði, vill Nýherji að eftirfarandi komi fram: Rangt var farið með í fréttatilkynningu sem send var út frá Nýherja þar sem minnst var á menntamálaráðuneytið. „Mennta- málaráðuneytið tengist ekki þessum samningi, heldur er hann milli Nýherja og Symantec, fyrirtækisins sem fram- leiðir Norton Antivirus hugbúnaðinn. Nýherji harmar þessi mistök, sem byggðust á leiðinlegum misskilningi“ að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Nýherja. Leiðrétting frá Nýherja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.