Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ eim sem fylgjast nokkuð með störfum Alþingis er löngu orðið ljóst að á þingi sitja menn sem mættu hafa mun tímafrekari áhugamál. Ólíkt því sem sumir þeirra, sem ekki fylgjast með þingstörfum, halda eru þing- menn nefnilega yfirleitt lúsiðnir og fellur sjaldan verk úr hendi. Gallinn er bara sá að verkin væru oft og tíðum betur látin óunnin. Nú eru nokkrar þingannir eins og gengur á þessum árstíma og með því að líta á nokkur af þeim málum sem rædd hafa verið á þingi allra síðustu daga má sjá hvers vegna auknar tómstundir væru til bóta. Nefna má sem dæmi þingsályktunartillögu um rekstur al- mennings- sam- göngukerfis í Eyjafirði sem ríkið myndi niðurgreiða. Í greinargerð með tillögunni kemur fram hvaða leiðir skuli eknar og á hvaða tímum og færðar eru fram nokkrar röksemdir um hagræði þessa fyrir íbúa svæðisins. Þá segir að kostnaður hafi verið áætlaður 34–37 milljónir króna, en tekjur öllu minni og óvissari. Tvennt kann að koma nokkuð á óvart varðandi þessa brýnu til- lögu. Annað er það að flutnings- maðurinn er þingmaður Norður- landskjördæmis eystra og hitt að ekki skuli vera minnst á hags- muni skattgreiðenda í grein- argerðinni. Önnur ekki síðri tillaga til þingsályktunar fjallar um vöru- verð og rekstrar- og samkeppn- isstöðu atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni. Ef marka má greinargerð tillögunnar hafa tillöguflytjendur af því áhyggjur að mönnum hér á landi sé mis- munað eftir búsetu. Af þeirri ástæðu vilja þeir breyta reglum um þungaskatt og jafna með því móti rekstrarstöðu fyrirtækja á landinu, enda komi þungaskatt- urinn misjafnlega niður eftir því hvar fyrirtæki eru. Ef til vill furðar sig einhver á því að fyrsti flutningsmaður tillögunnar skuli vera af landsbyggðinni. Og ann- ar undrast sennilega að í rök- semdum með tillögunni skuli staðreyndum snúið á haus. Svo virðist þó vera. Því er haldið fram að í því felist mismunun að þeir sem aki lengri vegalengd greiði hærri þungaskatt og að meira jafnræði væri með íbúum landsins ef afsláttur væri veittur af þungaskatti í þágu ákveðinna landsvæða. Nú má út af fyrir sig færa fyrir því rök að allur skatt- ur sé ranglátur. Þá má einnig færa fyrir því rök að eini réttláti skatturinn sé nefskattur. Loks má færa rök fyrir því að skatt- kerfi sem tekur jafnt hlutfall af neyslu og tekjum allra manna sé sanngjarnt. Engin sanngjörn rök eru hins vegar fyrir því að breyta skattkerfinu á þann hátt að það hygli sumum á kostnað annarra eins og tillagan gerir ráð fyrir. Steininn tekur úr þeg- ar slíkar hugmyndir eru settar fram í nafni baráttunnar gegn mismunun og rangsleitni í ver- öldinni. Ein nýleg tillaga til þings- ályktunar sýnir glöggt að enda- laust má setja á fót ný embætti og ráða meiri mannafla til hins opinbera og má segja að hún hafi með því þann óvænta kost að slá á ótta manna við hugsanlegt at- vinnuleysi. Þessi tillaga kveður á um að skipaður verði sérstakur talsmaður útlendinga hér á landi. Í tillögunni segir að fjöldi útlendinga sé hér mikill og mik- ilvægt sé að unnið sé að málum þeirra „heildstætt svo að góð yf- irsýn fáist“. Þá er sagt áríðandi að hið nýja embætti sé „staðsett miðlægt, t.d. í fyrirhuguðu al- þjóðahúsi sem er væntanlegt samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en tals- maður mundi jafnframt vinna af- ar náið með væntanlegum lands- hlutamiðstöðvum.“ Vitaskuld er gríðarlega mikilvægt að talsmað- urinn sé „staðsett miðlægt“ og gott að fyrir því skuli hafa verið hugsað frá upphafi. Þá er ekki síður gleðilegt að með tillögunni skuli minnt á alþjóðahúsið fyr- irhugaða og landshlutamiðstöðv- arnar. Í þeim felast, ekki síður en í embætti talsmannsins, mikl- ir vaxtarbroddar í atvinnumálum frumbyggja landsins. Og hver veit nema þar kunni með tím- anum einnig að skapast störf fyrir svokallaða nýbúa. Ekki eru öll þingstörf þó svo óþörf sem þetta. Má í því sam- bandi nefna tillögu til þings- ályktunar um „endurheimt Drekkingarhyls í Almannagjá“, en flutningsmaður saknar hins forna svips hylsins góða sem tók fljótt og vel við þeim konum sem mættu honum íklæddar hæru- sekk eftir að hafa verið fundnar sekar um óhæfu og for- dæðuskap. Er þess getið sér- staklega að þeim sem höfðu unn- ið til þessarar refsingar hafi sennilega verið kastað í hylinn austanmegin af klettunum og iðuköst hafi séð til þess að dauðastríðið hafi tekið fljótt af. Eðlilegt er að flutningsmönnum þyki heillandi hugmynd að end- urskapa þennan hyl í sinni fornu mynd og enn eðlilegra að þeir skuli láta algerlega undir höfuð leggjast að áætla upphæð þess reiknings sem skattgreiðendum yðri réttur í þeim tilgangi. Sem betur fer eru þó ekki öll mál sem flutt eru á Alþingi til þess fallin að íþyngja almenn- ingi. Margflutt frumvarp um af- nám banns við að stunda hér ólympíska hnefaleika, eða áhugamannahnefaleika eins og þeir heita víst í nýjustu gerð frumvarpsins, er dæmi um að stundum snúast þingstörf um að auka frelsi fólks. Frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak er af sama meiði. Þar er gert ráð fyrir að Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins framselji einkaleyfi sitt til smásölu áfengis. Fyrir því eru að vísu ákveðin skilyrði, en sam- þykkt frumvarpsins yrði engu að síður til mikilla bóta fyrir al- menning, ekki síst á landsbyggð- inni þar sem sums staðar er langt í næstu áfengisútsölu. Önnum kafnir „Engin sanngjörn rök eru hins vegar fyrir því að breyta skattkerfinu á þann hátt að það hygli sumum á kostnað ann- arra eins og tillagan gerir ráð fyrir.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj- @mbl.is NÚ um næstu helgi stendur fyrir dyrum prófkjör sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Að venju sækjast margir eftir umboði til setu á framboðslistanum. Þeirra á meðal er kona sem vert er að gefa góðan gaum. Undirritaður hefur borið gæfu til að starfa náið með Her- dísi Sigurjónsdóttur að málefnum sem tengjast almannavörnum, hópslysa- viðbrögðum og almannaheill. Í þessu starfi hefur komið greinilega í ljós hvílíkur forkur hún er til vinnu og hversu vel og skipulega hún starfar. Hér er klárlega um að ræða stjórn- anda í fyrsta flokki, manneskju sem hefur lag á að stjórna öðrum á jafn- réttisgrundvelli og með hógværð. Þannig nær Herdís að virkja það besta í samstarfsfólki sínu. Það er einmitt fólk þessum kostum búið sem veljast þarf til forystu. Herdís er ábyrgðarfull, orkumikil, glaðvær og góður félagi í samstarfi. Mosfellingar ég hvet ykkur til að velja Herdísi Sigurjónsdóttur til for- ystu sjálfstæðismanna í prófkjörinu. Skilaboð til íbúa Mosfellsbæjar Hallgrímur Sigurðsson, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, skrifar: Hallgrímur Sigurðsson HALLA Halldórsdóttir bæj- arfulltrúi tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Halla hefur verið bæjarfulltrúi sl. átta ár og auk þess gegnt fjölmörgum öðrum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Kynni mín af Höllu hafa sannfært mig um að hún hefur bæði getu og vilja til að breyta því sem breyta þarf. Halla er ljósmóðir og hjúkr- unarfræðingur, og hefur sú mennt- un nýst vel til að vinna að ýmsum framfaramálum fyrir bæjarfélagið, t.d. á sviði heilbrigðis-, félags- og öldrunarmála. Hún situr í stjórn Heilsugæslu Kópavogs og er for- maður húsnæðisnefndar bæjarins. Kjósum konu með reynslu í 2. sæt- ið! Höllu í 2. sætið! Birna María Sigurðardóttir háskólanemi skrifar: Birna María Sigurðardottir VIÐ undirritaðir skorum á unga sjálfstæðismenn að styðja Harald Sverrisson í fyrsta sæti í prófkjörinu hinn 9. febrúar. Hann er traustur og reynslumikill stjórnmálamaður, sem við trúum að muni leiða lista sjálfstæðismanna til sigurs í kosning- unum í vor. Ungir Mosfell- ingar: Takið þátt í prófkjörinu og kjósið Harald Sverrisson á Hulduhólum í fyrsta sætið. Harald Sverris- son í 1. sæti Þórarinn Örn Andrésson og Magnús Þór Magnússon, ungir sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ, skrifa: Þórarinn Örn Andrésson Magnús Þór Magnússon SJÁLFSTÆÐISMENN í Mos- fellsbæ munu 9. febrúar nk. ganga til prófkjörs til þess að velja fólk á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. Þrettán menn og konur taka þátt í prófkjörinu. Mörgum verður vandi á höndum við að gera upp á milli þessa fólks, en það er ákaflega mikilvægt að vel takist til við að velja forystumann listans. Ég hef gert upp hug minn og mun styðja Harald Sverrisson á Huldu- hólum í fyrsta sætið. Haraldur er viðskiptafræðingur og stundaði framhaldsnám í fjármálum í Banda- ríkjunum. Hann hefur öðlast mikla starfs- og stjórnunarreynslu sem rekstrarstjóri fjármálaráðuneytisins auk þess sem hann hefur verið mjög virkur í starfi bæjarmálaflokks sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ. Þar að auki hefur Haraldur verið virkur í öðrum félagsstörfum og ber þar hæst formennsku hans í Golf- klúbbnum Kili. Ég hvet sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ til þess að velja Harald Sverrisson í fyrsta sæti í prófkjörinu 9. febrúar nk. Harald í 1. sæti Guðmundur Bragason verslunarrekandi skrifar: Guðmundur Bragason MOSFELLSBÆR er sjöunda fjölmenn- asta sveitarfélag landsins og gert er ráð fyrir mikilli uppbygg- ingu á næstu árum og áratugum. Samhliða uppbyggingunni verð- ur að tryggja með ábyrgri fjármálastjórn og aga, að halda uppi góðu þjónustustigi, án þess að skuldsetja íbúana meira en nú- verandi meirihluti hef- ur gert. Skuldir á hvern íbúa eru með því mesta sem gerist á landinu og hefur skuldastaðan versnað hratt í valda- tíð núverandi meirihluta Framsókn- ar og vinstri manna. Höfum við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn ítrek- að varað við þróun mála. Er málum nú svo fyrir komið að enn einu sinni hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sent bréf og lýst yfir áhyggjum sínum og óskað eftir að gerð verði grein fyrir því hvernig meirihlutinn hyggst bregðast við fjárhagsvandanum. Það er því deg- inum ljósara að á næsta kjörtímabili verður að fara með gát í fjárfest- ingar. Leggja þarf aukna vinnu í áætlanagerð og sýna meiri fyrir- hyggju í uppbyggingu en gert hefur verið undanfarin ár. Af hverju Mosfellsbær? Mosfellsbær er einstakt sveitar- félag, nálægðin við ósnortna nátt- úru, fellin og sagan var m.a. það sem varð til þess að ég kaus að búa hérna með fjölskyldu minni. Í bænum hefur alla tíð verið lögð rík áhersla á að skapa góð skilyrði til uppeldis og menntunar og ber að styðja vel við starf þeirra góðu leik- og grunnskóla sem hér eru starfandi og auka sjálfstæði stjórnenda. Ýmsar brýnar fram- kvæmdir liggja fyrir á næstu árum og þarf að byggja nýjan leikskóla, ljúka við byggingu Lágafellsskóla og bæta úr sund- laugarmálum bæjarbúa svo eitthvað sé nefnt. Hjúkrunarheimili Sorglegt er til þess að hugsa að ekki sé neitt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ og því engin úrræði í bænum fyrir langlegusjúklinga og aldraða sem ekki hafa tök á að vera heima eða á dvalarheimili. Fólk þarf að fara burt úr bæjarfélaginu til vistunar í hjúkrunadeildum á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Þegar af verður, mun hjúkrunarheimilið rísa við núver- andi byggingu á Hlaðhömrum og verða í tengslum við dvalarheimilið Hlaðhamra sem er ákjósanlegt vegna þess að þá er hægt að sam- nýta eldhús og fleira. Það eru sjálf- sögð réttindi fyrir þennan hóp fólks að hafa möguleika á að vera sem lengst á sínum heimaslóðum og í ná- grenni við ættingjana og því verður að knýja á úrbætur frá ríkinu. Stefnubreyting Í dag eru spennandi tímar og framundan eru fjölmörg tækifæri fyrir okkur Mosfellinga til að taka afstöðu um þróun mála. Ekki er sama hvernig spilað er úr spilunum og því hvet ég þig til að mæta í Varmárskóla á morgun og taka þátt í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna og velja sigurstranglegan lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ágæti Mosfellingur, ég hef setið í bæjarstjórn síðustu fjögur ár og öðlast þekkingu á sveitarstjórnar- málum og málefnum bæjarfélags- ins. Ég býð mig fram í 1.sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna og óska ég eftir stuðningi þínum í það sæti. Hvert stefnum við Mosfellingar? Herdís Sigurjónsdóttir Mosfellsbær Með ábyrgri fjármála- stjórn og aga telur Herdís Sigurjónsdóttir að hægt sé að halda uppi góðu þjónustustigi. Höfundur er bæjarfulltrúi og þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. http://www.simnet.is/herdis VIÐ höfum séð ný vinnubrögð við stjórn umhverfismála í Kópavogi undanfarin misseri. Ný hugsun og ný viðhorf hafa komist að með áreynslulaus- um hætti. Skyn- samleg stefna í takt við bestu leiðarvísa alþjóðasamfélagsins hefur verið sett í framkvæmd í góðri sátt bæjarstjórnar og bæjarbúa. Mik- ilvægasti leiðarsteinn mannkynsins í umhverfismálum er Staðardagskrá 21, sem er vegvísir við stefnumótun í umhverfismálum sveitarfélaga. Allt of víða má sjá dæmi um að látið sé reka á reiðanum í þessum mikilvæga málaflokki, sem tekur til alls um- hverfisins, skipulagsmála, útivist- arsvæða, mannvirkjagerðar og einn- ig aukins lýðræðis. Undir stjórn Ásdísar Ólafsdóttur, formanns Um- hverfisráðs Kópavogs, hefur Kópa- vogsbær tekið myndarlega á þessum málum. Ég hef þekkt Ásdísi lengi og veit að hún er dugleg, heiðarleg og sjálfri sér samkvæm. Við þurfum sannarlega hennar líka í bæjarstjórn. Kjósum Ásdísi í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi! Ásdís fyrir Kópavog Ágúst Þorgeirsson, verkfræðingur og umhverfisfræðingur, skrifar: Ágúst Þorgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.