Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 23 TILBOÐS- DAGAR HORFÐU TIL FRAMTÍÐAR Hugsaðu um húðina í dag URBAN ACTIVE VINNUR Á 1. MERKJUM ÖLDRUNAR Hentar frá 25 ára aldri Einstakir kaupaukar* fylgja ofantöldum HR kremum. Með FACE SCULPTOR fylgir t.d. taska, 15 ml næturkrem, 3 ml augnkrem og 3 ml varakrem að verðmæti 4.300 kr. *G ild ir m eð an b irg ði r en da st COLLAGENIST ÁHRIF KOLLAGENS ÁN SPRAUTUNNAR FACE SCULPTOR LYFTING ÁN SKURÐAÐGERÐAR Útsölustaðir: Reykjavík og nágrenni: Ársól snyrtistofa-verslun Grímsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Gullbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni 23, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Fína Háholti 14 Mosfellsbæ, Hygea Smáralind Kópavogi. Landið: Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Hjá Maríu Hafnarstræti Akureyri, Konur og Menn Aðalstræti 9 Ísafirði, Miðbær Vestmannaeyjum, Myrra Austurvegi 4 Selfossi. EF einhver skyldi ekki vita það þá er Stoppleikhúsið lítill leikhópur sem hefur það að markmiði að setja upp farandsýningar í grunnskólum landsins, ýmist fyrir yngri eða eldri nemendur, og hafa sýningarnar oft- ar en ekki einhvern boðskap eða fræðslu fram að færa. Sem dæmi um viðfangsefni hópsins frá undan- förnum árum má nefna umferðar- mál, misnotkun vímuefna, kynlíf og vináttu. Sýningar þessa litla leik- hóps hafa ætíð verið hugvitssamlega unnar og fjörugar og markmið þeirra er að ná til hinna ungu áhorf- enda á þeirra eigin forsendum sem hefur yfirleitt tekist með ágætum. Það var barn í dalnum … er ní- unda verkefni hópsins og að þessu sinni hefur hann fengið Þorvald Þorsteinsson til að semja fyrir sig verk sem að mörgu leyti er frá- brugðið fyrri viðfangsefnum hóps- ins. Þorvaldur er kunnur sem höf- undur bókanna um Blíðfinn og leikritsins Skilaboðaskjóðunnar og því ljóst að hér er um úrvals höfund barnaefnis að ræða. Hann bregst heldur ekki vonum aðdáenda sinna með þessu litla en vandaða verki því hér er um að ræða mjög vel samið og skemmtilegt leikverk þar sem fortíð og nútíð er fléttað saman af hugvitssemi og frumleika. Leikritið segir frá unglingunum Barða (Eggert Kaaber) og Rúnu (Katrín Þorkelsdóttir) sem í byrjun verksins eru stödd í tónlistartíma í skólanum en með einhverjum dul- arfullum hætti sogast þau aftur til fortíðar þar sem þau tengjast sögu forfeðra sinna og renna saman við persónur sem áttu sér örlagaríka og átakamikla sögu sem hefur að geyma bæði ástríður og harmleik. Bæði á fortíðar- og nútíðarsviði leik- ritsins er verið að fjalla um sterkar tilfinningar og mikilvæga þætti mannlífsins en það er gert á mjög tempraðan hátt, meira er gefið í skyn en sagt og áhorfandinn hefur mikið rými fyrir eigin vangaveltur og túlkanir. Tónlist skipar stóran sess í sýn- ingunni og hér er einnig fléttað sam- an gömlu og nýju og sérlega skemmtilegt að heyra hið kunna Ókindarkvæði rappað. Kannski verður það til þess að opna augu unglinga enn fremur fyrir þeim möguleikum sem búa í íslenskri kvæða- og rímnahefð, en rímurnar t.d. ættu margar hverjar að falla af- ar vel að rapptónlist. Það er Pálmi Sigurhjartarson sem á heiðurinn af hljóðmynd verksins sem er skemmtilega unnin og að auki tekur Pálmi þátt í leiknum sem tónlistar- kennarinn/tónlistarskrattinn. Eggerti og Katrínu hefur alltaf látið mjög vel að leika unglinga og þessi sýning er engin undantekning á því. Þau skapa hvort um sig sann- færandi persónur sem eru mjög ólíkar. Rúna er framhleypin og kot- roskin, virðist ánægð með sig, mont- in og snobbuð en í ljós kemur að framkoma hennar er kannski fyrst og fremst hennar leið til að brynja sig og breiða yfir sársauka og óör- yggi. Barði er andstæðan við Rúnu, hefur fengið á sig „lúserastimpil“ en reynist ráðagóður á raunastund. Í gegnum persónulýsingu hans verð- ur nemendum/áhorfendum (von- andi) ljóst hversu varasamt er að dæma aðra að ókönnuðu máli. Farandsýningar af því tagi sem Stoppleikhúsið sýnir bjóða ekki upp á mikla og flókna sviðsmynd en óneitanlega er þetta verk þess eðlis að það hefði notið sín enn betur með viðeigandi umgjörð og leikmynd. Ósjálfrátt verður áhorfandanum hugsað til þess hversu vel verkið myndi njóta sín, t.d. í formi kvik- myndar, og mætti leikhópurinn gjarna velta því fyrir sér hvort ekki mætti gera meira með þetta frá- bæra efni því þótt leikritið sé stutt þá býr það yfir mikilli sögu sem gaman væri að vinna meira með. Jón St. Kristjánsson leikstjóri hefur unnið vel úr þessum fína efnivið Þorvaldar Þorsteinssonar en ljóst er að verkið býður upp á miklu flóknari úrvinnslu en farandleikhús getur boðið upp á. Ástir og örlög í fortíð og nútíð LEIKLIST Stoppleikhúsið Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leik- stjóri: Jón Stefán Kristjánsson. Leikarar: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson. Hljóðmynd og tón- list: Pálmi Sigurhjartarson. Breiðholts- skóli 5. febrúar ÞAÐ VAR BARN Í DALNUM... Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Þorkell „Hér er um að ræða mjög vel samið og skemmtilegt leikverk þar sem fortíð og nútíð er fléttað saman af hugvitssemi og frumleika.“ Staðbundin stjórnmál er eftir Gunnar Helga Kristinsson. Bók- in er fyrsta al- menna fræðiritið sem birtist á ís- lensku um sveit- arstjórnarmál. Í bókinni rann- sakar höfund- urinn árangur sveitarfélaga með hliðsjón af valddreifingu, þátttöku og hagkvæmni. Í kynningu segir m.a.: „Sveit- arfélögin gleymast oft þegar rætt er um stjórnmál á Íslandi. Ýmsum finnast sveitarstjórnarmál varla pólitísk í eðli sínu heldur snúast um rekstur og verklegar fram- kvæmdir. Þetta er harla takmörkuð sýn þótt sveitarfélögin fáist vissu- lega við margháttaða þjónustu. En sérstaða þeirra, samanborið við aðrar þjónustustofnanir, felst í hin- um lýðræðislega grundvelli þeirra. Ólíkt hinni staðbundnu stjórnsýslu landsstjórnarinnar eru sveit- arfélögin þátttökustofnanir og mik- ilvæg undirstaða lýðræðis í land- inu.“ Gunnar Helgi Kristinsson er pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands og höfundur fjölda bóka, bókarkafla og tímaritsgreina um stjórnmálafræði. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 200 bls., kilja. Verð: 2.690 kr. Stjórnmál HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Nýi Freemanslistinn kominn út Þjóðarbókhlaðan, Kvenna- sögusafnið Sýning á verkum eftir Gerlu verður opnuð kl. 12. Gerla hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga myndlistarmanna. Hún hef- ur verið með gjörninga, innsetningar, unnið textílverk og er höfundur leikmynda og búninga um það bil þrjátíu leikverka á sviði og í sjónvarpi. Sýningin er sú áttunda í sýning- arröðinni Fellingar sem er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns og þrettán starfandi myndlistarkvenna. Hver sýning stendur í einn mánuð og er henni skipt í tvennt: annars vegar er sýnt á Kvennasögusafninu sem er til húsa á fjórðu hæð í Þjóð- arbókhlöðunni og hins vegar í and- dyri hússins. Afgreiðslutími Kvennasögusafnsins er kl. 9–16 alla virka daga. Félagsstarf Gerðubergs Myndlist- arsýning Braga Þórs Guðjóns- sonar verður opnuð kl. 16. Bragi er fæddur árið 1927 í Vestmanna- eyjum. Hann hefur lagt stund á myndlistarnám í frístundum, lengst við Myndlistarskólann í Reykjavík. Myndir Braga eru flestar unnar með olíu á striga, en einnig nokkrar unn- ar í gifs og tré. Þetta er fyrsta sýn- ing Braga og stendur hún fram til 1. apríl. Hún er opin mánudaga til föstudaga kl. 10–17. Við opnunina munu félagar úr Tón- horninu og Gerðubergskórinn syngja og leika. Listaháskóli Íslands, Laug- arnesvegi 91 Sýning á verkum annars árs nemenda myndlist- ardeildar verður í Kælinum, sýning- arrými skólans, kl. 12–16. Á sýning- unni eru ljósmyndir sem unnar eru út frá hugmyndum þeirra um rými eða herbergi sem þau hafa búið til og ljósmyndað. Leitast hefur verið við að fanga í ljósmyndunum stemningu og per- sónuleika hvers rýmis, tengsl þess við ólíka hugarheima og hugsanleg tengsl rýmisins við umhverfið. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.