Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 24
LISTIR/KVIKMYNDIR 24 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEL þekktur geðlæknir í New York, dr. Nathan Conrad, sem hefur átt velgengni að fagna í starfi, á fallega eiginkonu og aðlaðandi dóttur, er að búa sig til heimferðar til að eiga með fjölskyldunni friðsæla þakkargjörð- arhátíð þegar starfsbróðir gerir boð eftir honum til að skoða skjólstæð- ing, unga konu að nafni Elisabeth Burrows, sem segir sögu af óútskýr- anlegu ofbeldi og slóð misheppnaðra meðferða. Í stuttu máli er Elisabeth dæmi um manneskju, sem Nathan var vanur að fást við áður en hann fór að vinna á meðal broddborgaranna. Elisabeth er á síðasta snúning og verður nú að reiða sig á Nathan ef hún ætlar sér ekki að verða innilokuð á stofnun. Þar sem Nathan býr yfir miklu innsæi ákveður hann að taka málin í sínar hendur og forvitni hans minnk- ar ekki þegar Elisabeth talar fyrst við hann og af vörum hennar koma hin leyndardómsfullu orð: „Þú vilt það sem þeir vilja fá, er það ekki…? Ég mun aldrei segja frá.“ En Nathan grunar ekki að þessi dularfullu skila- boð eru tengd hættu, sem þrengir stöðugt að honum og fjölskyldu hans. Dótturinni er rænt og sér til mikillar skelfingar kemst hann að því að lausnargjald ræningjanna er að hann geti fengið geðklofa sjúklinginn til að leysa frá skjóðunni um leynistað verðmæts demants. Að öðrum kosti fái hann ekki að sjá dóttur sína aftur. Hvorki samræður né samningar duga. Á meðan fangaverðir dóttur- innar fylgjast með hverju skrefi föð- urins lifir Nathan í martröð atburða- rásar. Þetta er söguþráður spennumynd- arinnar „Don’t Say a Word“, sem frumsýnd verður í dag, en hún er byggð á samnefndri verðlaunabók eftir Andrew Klavan. Framleiðendur eru Arnold og Anne Kopelson sem voru fljót að krækja sér í kvikmynda- réttinn eftir að Klavan hafði lokið við síðasta kafla bókarinnar. Leikstjóri er Gary Fleder, sem m.a. hefur leik- stýrt „Things to do in Denver when you’re dead“, „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“. Auk Douglas eru aðalleikarar Sean Bean, Brittany Murphy, Guy Torry, Jennifer Espo- sito, Famke Janssen, Oliver Platt, Skye McCole Bartusiak og Conrad Goode. Framleiðendurnir segja að það hafi verið nokkrum annmörkum háð hvernig koma ætti efni bókarinnar sem best á hvíta tjaldið og því hafi verið brugðið á það ráð að fá tvo handritshöfunda til að vinna verkið í sitthvoru lagi, þá Anthony Peckham og Patrick Smith Kelly, en báðir skrifuðu aðalhlutverkið fyrir Michael Douglas sem hafði sjálfur sóst eftir því. „„Don’t Say a Word“ er spennu- mynd í sígildum stíl. Styrkur mynd- arinnar liggur í óútreiknanlegum persónum sögunnar. Til dæmis virð- ist sem Nathan Conrad sé maður sem hefur allt til alls. Allt í einu er það sem hann elskar mest tekið í burtu frá honum og hann berst við tifandi tímasprengju um að fá dóttur sína til baka og verður Nathan að grannskoða heim geðveikinnar til þess,“ segir Douglas. Leikarar: Michael Douglas (One flew over the Cuckoo’s nest, The China Synd- rome, Fatal Attraction, Romancing the Stone, Wonder Boys, Basic Instinct, Made in America, Disclosure); Sean Bean (Patriot Games, Ronin, Goldeneye, Stormy Monday, The Dield); Brittany Murphy (Girl interrupted, Trixie, Clue- less, Summer Catch, Cherry Falls, Drop dead gorgeous); Guy Torry (American History X, Life, Trippin, Pearl Harbor, The Animal); Jennifer Esposito (Summer of Sam, I still know what you did last summer, No looking back, A brother’s kiss); Famke Janssen (Made, X-men, Love and sex, House on haunted hill, The faculty); Oliver Platt (Dr. Doolittle, Simon Birch); Skye McCole Bartusiak (Riding in cars with boys, The patriot); Conrad Goode (Tomcats, Highway, New Guy). Leikstjóri: Gary Fleder. Michael Douglas og Famke Janssen í kvikmyndinni Don’t Say a Word. Spenna í heimi geðveikinnar Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna Don’t Say a Word með Michael Douglas, Sean Bean, Brittany Murphy, Guy Torry, Jennifer Esposito, Famke Janssen, Oli- ver Platt, Skye McCole Bartusiak og Conrad Goode. SAMVINNA Pixar Animation Stud- ios Film og Walt Disney Pictures hef- ur skilað sér í Monsters Inc. með góð- um árangri sé tekið mið af þeirri staðreynd að myndin hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og þar með toppað Toy Story, sem lengi vel vermdi efsta sæti vinsældarlistans. Stórfyrirtæki vestanhafs virðast um þessar mundir binda miklar vonir við teiknimyndir gerðar með stafrænni tölvutækni. Það eru höfundar stórmyndarinnar Toy Story, sem frumsýnd var árið 1995, sem eiga jafnframt heiðurinn af Monsters, en allt frá því að þeir upp- lifðu þá velgengni, sem fylgdi Toy Story hafa þeir unnið að því að koma með nýja afurð í svipuðum stíl þar sem opnaðar eru dyr inn í fyndinn ævintýraheim skrímsla og annarra óvætta. Þetta hnyttna og hugmynda- ríka nýja tölvuteiknaða ævintýri er nýjasta afurðin frá Disney/Pixar og siglir í kjölfar Toy Story, A Bug’s Life og Toy Story 2 og er önnur myndin í fimm mynda röð sem fyrirtækin tvö standa sameiginlega að. Leikstjórn Monsters Inc. var í höndum þess þaulreynda leikstjóra Pete Docter, sem jafnframt var í verðlaunaliði Toy Story. Listrænn stjórnandi var John Lasseter, sem leikstýrði báðum Toy Story-myndun- um og A Bug’s Life. Um tónlist sá Randy Newman, en eins og nærri má geta kom her manns nálægt mynd af þessu tagi, tölvu- og tæknifólk jafnt sem fagfólk í kvikmyndaiðnaði. Framleiðendur myndarinnar fóru af stað með þann þankagang, sem flestir fullorðnir eflaust þekkja úr barnæskunni, að skrímsli hlytu að leynast í hverju horni, inni í skápum og undir rúmum, eftir að ljósin eru slökkt á kvöldin. Heill skrímslabær hefur því í myndinni fengið nafnið Monstropolis og þar nærast íbúarnir á sem háværustum öskrum frá mann- fólkinu, sem meðhöndlað er í sér- stakri verksmiðju í bænum sem heitir einmitt Monsters, Inc. Hópur skrímsla er því gerður út í mann- heima á næturnar til að hræða börn og safna saman sem flestum ópum. Aftur á móti gerir það skrímslunum erfiðara fyrir að þau trúa því að börn séu eitruð og að bein snerting við þau geti haft alvarlegar afleiðingar. Helsta hlutverkinu í Monsters- verksmiðjunni gegnir James P. Sul- livan eða Sulley, eins og hann er gjarnan nefndur í myndinni, en það er mjög hávaxið blágrænt skrímsli með fjólubláum blettum hér og þar. Að- stoðarmaður Sulley er Mike Waz- owski, sítrónugrænt skrímsli með að- eins eitt auga. Þessir tveir njóta lífsins og eru auk þess bæði herberg- isfélagar og bestu vinir. Eina nóttina í öskurleit, hleypir hann fyrir slysni ungri stúlku úr mannheimum inn í sína skrímslaver- öld, en minnugur þess að börn eru eitruð, reynir Sulley eftir megni að eyða með sér óttanum þrátt fyrir að aðstæður hans fari nú síversnandi með hverju skrefi sem hann stígur. Sulley og Mike ákveða að fara með stúlkubarnið, sem þeir nefna Boo, heim og bíða átekta á meðan þeir eru að hugsa hvað taka eigi næst til bragðs. Daginn eftir dulbúa þeir Boo sem skrímsli, fara með hana í verk- smiðjuna í þeirri von að þeir nái að skila henni af sér til síns heima. Mike og Sulley hætta eigin öryggi á meðan þeir keppast við að koma Boo í mann- heima áður en einhver uppgötvar hvað í raun og veru sé þarna á ferð- inni. Óafvitandi standa þeir í vegi fyr- ir framþróun í skrímslaheimi. Talsetning: John Goodman, Billy Crystal, James Coburn, Jennifer Tilly, Steve Busc- emi, Mary Gibbs, John Ratzenberger, Bob Peterson, Frank Oz og Bonnie Hunt. Leikstjórn: Pete Docter. Skrímsl í ævintýraljóma Úr myndinni Monsters Inc. Sambíóin í Kringlunni, Álfabakka, Snorrabraut, Keflavík, Akureyri og Há- skólabíó frumsýna Monsters Inc. með íslensku og ensku tali. RÓMANTÍSKA spennumyndin „Original Sin“ í leikstjórn Michael Cristofer er frumsýningarmynd Stjörnubíós í dag. Spænski leikarinn Antonio Banderas fer með aðalhlut- verkið í myndinni ásamt Angelina Jolie, en í öðrum hlutverkum eru Thomas Jane, Jack Thompson, Pedro Armendáriz Jr., Gregory Itz- in, James Haven, Allison Mackie, Jo- an Pringle og Cordelia Richards. Leikstjóri og handritshöfundur er Michael Cristofer. Myndin, sem kemur frá MGM, er alls ekki laus við ofbeldi og kynlífs- atriði, en hún er látin gerast á Kúbu á síðari hluta 19. aldar og gerir út á kynþokka, spennu og allt að því hættulega og banvæna ást. Luis Antonio Vargas, sem leikinn er af Banderas, er auðugur kaffikaup- maður á Kúbu sem ákveðið hefur að eigna sér amerískt kvonfang. Þegar hann svo hittir verðandi eiginkonu, Juliu Russel, sem leikin er af Jolie, uppgötvar hann að hún er ekki sú fá- brotna kona, sem hann bjóst við. Hamingjusöm hefja þau skötuhjúin nýtt líf. En ýmsar óvæntar uppákomur verða á veginum sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér á afdrifaríkan hátt. Leikarar: Antonio Banderas (Spy Kids, The Body, Play it to the Bone, The White River Kid, The Mask of Zorro, Never talk to Strangers); Angelina Jolie (Gone in Sixty Seconds, Girl Interrupted, The Bone Collector, Pushing Tin, Playing by Heart, Hell’s Kitchen). Leikstjóri: Mich- ael Cristofer. Angelina Jolie og Antonio Banderas í kvikmyndinni Original Sin. Ást og átök Stjörnubíó frumsýnir Original Sin með Antonio Banderas, Angelina Jolie, Thomas Jane, Jack Thompson, Gregory Itzin og Allison Mackie. PAR tékkar sig inn á hótelsvítu í Las Vegas og úr fortíðinni fá áhorfendur að kynnast þeim nánar. Maðurinn, Richard Longman, er verkfræðingur og nýtur velgengni í viðskiptalífinu en á ekki jafnvel upp á pallborðið hjá kvenþjóðinni enda hinn mesti klunni hvernig sem á hann er litið. Hann er niðurdreginn, ákveður að draga sig í hlé og afturkallar fundi með fjárfest- um. Konan, Florence, er nektardans- mær í næturklúbbi. Hann falast eftir sambandi við hana og býður henni háa fjárhæð fyrir að eyða með sér þremur nóttum á hóteli í Vegas. Hún samþykkir með þeim skilyrðum þó að hann fær aðeins fjóra klukkutíma á nóttu í ástarleiki, en án samfara. Þennan umsamda tíma nota þau bet- ur til að kynnast, skemmta sér og hitta vini og vinkonur hennar, en eft- ir fyrstu nóttina fara hlutirnir að verða ansi flóknir. Þetta er umfjöllunarefni kvik- myndarinnar „The Center of the World“ sem Sambíóin í Álfabakka frumsýna í dag. Með aðalhlutverkin fara Peter Sarsgaard og Molly Park- er, en aðrir leikarar eru: Mel Gor- ham, Jason McCabe, Carla Gugino, Balthazar Getty, Pat Morita og Shane Edelman. Leikstjóri og framleiðandi mynd- arinnar er Wayne Wang, sem er son- ur Johns Wayne, sem hvað þekktast- ur er fyrir leik sinn í svokölluðum vestrum á hvíta tjaldinu. Wang nam kvikmyndafræði í Kaliforníu og sett- ist svo að því loknu að í San Frans- iskó. Með styrkjum tókst honum að framleiða og leikstýra fyrstu mynd sinni í fullri lengd, „Chan is missing“ árið 1982, en sú mynd ásamt „Dim Sum: a little bit of heart“ frá árinu 1984 kom honum á sporið. Í kjölfarið sigldu myndir á borð við Slamdance, Eat a Bowl of Tea, Toilet Paper is Expen- sive, Smoke og The Joy Luck Club, sem byggir sögu sína á ágreiningi tveggja kynslóða af kínversk-banda- rískum ættum. Wang er kvæntur leikkonunni Cora Niao sem m.a. hefur leikið í sumum mynda hans. Gagnrýnandi vestanhafs fann þessari nýjustu mynd Wangs helst til foráttu að einblínt væri um of á klám og kynlíf og fjallaði hún í raun og veru nánast einvörðungu um það efni. Leikstjórinn svaraði þessari gagnrýni á eftirfarandi hátt: „Ég er miður mín yfir því að svo virðist sem enginn sé tilbú- inn að fást við kynlíf í bíó- myndum á opinskáan hátt. Á sama tíma og klámiðnaður- inn blómstrar og er sífellt að verða villtari, láta alvöru framleið- endur hjá liggja að fást við þá stað- reynd.“ Leikarar: Peter Sarsgaard (Empire, Kitchen Privileges, Boys don’t Cry, Freak City, Another Day in Paradise, Desert Blue, The Man in the Iron Mask); Molly Parker (Men with Brooms, Rare Birds, Last Wedding, The War Bride, Waking the Dead); Mel Gorham (Wishful Thinking, Cop Land, Curdled, Blue in the Face, Smoke). Leikstjóri: Wayne Wang. Maður kaupir konu Sambíóin í Álfabakka frumsýna „The Center of the World“ með Peter Sars- gaard, Molly Parker, Mel Gorham, Jason McCabe og Carla Gugino. Aðalleikarar í The Center of the World: Peter Sarsgaard og Molly Parker.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.