Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Runólfur Guð-mundur Krist- jánsson fæddist 7. ágúst 1916 í Ólafs- vík. Hann lést á Grensásdeild Land- spítalans í Fossvogi 1. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján S. Jónsson, sjómaður í Ólafsvík, f. 1. ágúst 1880, d. 24. október 1966, og Lára Ágústa Elíasdóttir, f. 27. júlí 1883, d. 5. maí 1961. Runólfur átti þrjú systkini en aðeins eitt þeirra komst til fullorðinsára, Ing- ólfur sjómaður, f. 6. desember 1911, hann er látinn. Hinn 6. september 1941 kvænt- ist Runólfur Jóhönnu Snjálaugu Ögmundsdóttur, f. í Ólafsvík 3. júlí október 1948, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Fyrir átti Hörð- ur einn son. 4) Sigurður Kristján vélvirki, f. 4. júní 1952, var kvænt- ur Guðrúnu Gísladóttur, f. 11. febrúar 1956, d. 10. ágúst 1990, þau áttu tvö börn og er annað þeirra látið. Seinni kona hans er Kristín Ása Harðardóttir, f. 16. október 1953. Þau eiga saman eitt barn, en fyrir átti Kristín þrjár dætur. Síðustu 17 árin hefur Run- ólfur verið í sambúð með Önnu Vil- borgu Magnúsdóttur. Runólfur ólst upp í Ólafsvík, á unglingsárunum var hann í sveit á sumrin á Lágafelli í Staðarsveit. Síðan stundaði hann sjómennsku meðan heilsa hans leyfði. Eftir að Runólfur hætti sjómennsku hóf hann akstur hjá Kaupfélaginu Dagsbrún í Ólafsvík. Árið 1970 fluttu Runólfur og Jóhanna til Reykjavíkur og starfaði hann þar sem vaktmaður hjá Olíufélaginu hf. uns hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Runólfs fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 1919, d. 1. janúar 1983. Foreldrar henn- ar voru Ögmundur Jó- hannesson, f. 1. júní 1892, d. 30. maí 1937, og Hermanía Jóns- dóttir, f. 18. des. 1893, d. 5. júlí 1921. Runólf- ur og Jóhanna eiga fjóra syni: 1) Ögmund- ur Hermann bifvéla- virkjameistari, f. 28. nóvember 1940, kvæntur Þóreyju Þor- kelsdóttur, f. 1. des- ember 1947, þau eiga tvö börn. 2) Kristján Lárus, skipstjóri og útgerðarmað- ur, f. 4. júní 1946, kvæntur Krist- ínu Pétursdóttur, f. 17. febrúar 1949, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Hörður múrari, f. 23. júlí 1947, kvæntur Mundu Kristbjörgu Jóhannsdóttur, f. 26. Nú er komið að kveðjustund elsku afi. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um þig en við munum fyrst eftir þér eftir að þú fluttir í Karfavoginn til hennar Önnu þinnar sem þú fórst að búa með eftir að amma dó. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ykkar. Þú gafst okkur alltaf gott faðmlag og sagðir okkur sögur að vestan sem eru alveg ógleyman- legar. Aldrei fór maður svangur frá ykkur því alltaf voru á boðstólum nýjar kökur og lummur sem Anna var svo dugleg að baka. Eftir að þið fluttuð upp í Hraunbæ átti handa- vinnan allan þinn hug. Þú málaðir fallega dúka og margt fleira sem okkur er mjög dýrmætt. Einnig var mikið rætt um útsæði á vorin því ekki mátti klikka á því að setja niður kartöflur. Elsku afi, stundin sem við áttum saman kvöldið áður en þú sofnaðir inn í eilífðina er okkur mikils virði. Þú svafst svo vært og það var greini- legt að þér leið mjög vel. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt elsku afi, viltu skila kveðju til ömmu og allra hinna. Við söknum þín svo mikið, en minningin um þig er ljós í lífi okkar. Hvíl í friði. Þorbjörg Hanna og Lilja. Það var í kaffikróknum í gamla kaupfélagshúsinu í Ólafsvík fyrir margt löngu, sem ég hitti fyrir glað- legan mann, sem gerði að gamni sínu við konurnar á staðnum og flutti með sér í herbergið einhver þau notaleg- heit, sem festu þessa morgunstund í minni. Þetta var rauðbirkinn, mynd- arlegur maður sem var að sinna akstri og ég man ekki eftir að hafa hitt aftur í Ólafsvíkinni þennan vet- ur. Svo var það mörgum árum síðar að ég var að heimsækja móður mína á Landakotsspítalann sem þá hét. Þá mæti ég í dyrunum reffilegum manni sem hafði litið til móður minnar og stundin úr Ólafsvík forðum rifjaðist upp. Þegar heimsókninni lauk sá ég glettnisglampa í augum mömmu og hún spurði son minn ungan, hvort sá sem nýgenginn var út, yrði ekki fínn afi. Þetta var upphafið að fjölskyldu- tengslum og einkar notalegum kynn- um okkar Runólfs, sem stóðu allt þar til kallið endanlega hér á jörð kom. Á árinu 1983 urðu þau Runólfur og móðir mín bæði fyrir ástvinamissi. Það var stutt á milli heimila þeirra og spor beggja lágu á Snæfellsnes- inu. En svo heldur lífið áfram og sem betur fer er það annað og meira en einhver æskuljómi. Fyrir rúmum ártug slógust þau í hóp landnema hjá eldri borgurum og fluttu úr Karfavoginum í hið glæsi- lega hús í Hraunbæ 103. Þegar þau mættu til leiks var ein íbúð óseld í húsinu – á fyrstu hæð. Allir vildu komast sem hæst. En fyrsta hæðin reyndist unaðsstaður. Aðeins nokkur skref út á grasið og fljótlega umlukti blómahaf verönd- ina. Síðar má segja að þau hafi sam- einað Snæfellsnesið í eitt á þessum stað með komu góðra granna, hjónanna Páls og Ingu frá Borg í Miklaholtshreppi. Þarna voru þau dyr við dyr – Runólfur vestast af nesinu, mamma austast úr Kolbeins- staðahreppnum og Borgarhjónin af miðjunni. Margt var því spjallað um menn og málefni fyrir vestan og munaði ekki síst um gamla fréttarit- arann frá Borg. Þær voru ekki sístar stundirnar á góðum sumdardegi úti undir vegg með ilm af grasi í fangið. Allir þurfa að eiga sér fasta punkta í tilverunni og hin efri ár snúast oft um það að viðhalda þeim og rækta – annars glatast eitthvað. Mig langar að nefna þrennt sem Runólfi var fast í huga og ég hafði gaman af að fylgj- ast með. Það fyrsta voru berjaferð- irnar vestur undir Jökul á hverju hausti. Þá gerðist það stundum, að þótt aðrir yrðu ekki varir, fann Run- ólfur þúfu hér og brekku þar og geymslan fylltist af sultum og safa. Svo voru það kartöflurnar. Það verð- ur engin uppskera án útsæðis og þar sannaðist sem oftar, að þú uppskerð eins og þú sáir. Það hvarflaði að manni hin síðustu ár, að þeir sem undu sér í kartöflulöndunum, væru eins og flóttamenn – hröktust úr ein- um stað í annan. En Runólfur gafst ekki upp og hopaði ekki fyrir neinum nema elli kerlingu undir það síðasta. Á mínu heimili varð til sérstakt orð yfir þennan gjöfula matargjafa – Runnakartöflur og þær þóttu því betri sem þær voru smærri. Svo voru það ferðirnar á haustin norður í Bitrufjörð eftir nýmetinu úr sláturhúsinu, kjöti og öðrum innmat. Þá kom sér vel að vera þrautreyndur bílstjóri með óbilandi kjark. Nú er þessum ferðum öllum lokið og geymslur fyllast ekki lengur af berjum, kartöflum, kjöti og slátri. Flest er þetta að hverfa með kyn- slóð Runólfs Kristjánssonar, sem svo sannarlega man tímana tvenna Í baráttunni um lifibrauðið. Ég kveð með virðingu starfsamar hendur til sjós og lands og heil- steyptan hug, sem unni landinu með öllum nytjum þess, fólki og furðum. Blessuð sé minning Runólfs Krist- jánssonar. Reynir Ingibjartsson. Elskulegur vinur minn og svili, Runólfur Kristjánsson, er fallinn frá. Það eru 44 ár síðan ég kynntist hon- um, en það var í minni fyrstu ferð til Ólafsvíkur. Frá þeim tíma hefur allt- af farið vel á með okkur. Bergmund- ur maðurinn minn og konan hans Jó- hanna Ögmundsdóttir, voru systkini. Þau hjónin bjuggu þá við Grundar- braut í húsi því sem heitir Lækjar- mót. Þangað fór Beggi með mig til að sýna stóru systur unnustuna. Ég man að mér fannst þetta hálf vand- ræðalegt. En þegar ég hitti þetta ágæta fólk og Hanna tók mig í fangið og bauð mig velkomna fann ég og skynjaði hvað þessi kona var góð systir. Þau hjón voru skemmtilegar og góðar manneskjur sem gaman var að umgangast. Það varð mikill sam- gangur á milli heimila okkar og í rúmt ár bjuggu þau að hluta til á okkar heimili. Það var á þeim tíma þegar þau voru að byggja sér nýtt hús, Sandholt 9. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þau alltaf hafa verið í góðu skapi. Við fórum saman á þær skemmtanir sem sóttar voru og það var sko mikið hlegið og sporin tekin glæsilega á dansgólfinu. Runni var myndarlegur maður, dansaði vel og kunni vel þá list að gleðjast í góðra vina hópi. Þessi ár liðu allt of fljótt. Runni varð astmaveikur og oft las- inn, en hann reyndi hvað hann gat að vinna sína vinnu. En hér í Ólafsvík var lítið um létta vinnu fyrir hann og þess vegna fluttu þau suður til Reykjavíkur. Hann fékk vinnu sem vaktmaður hjá Olíufélaginu og kunni vel við sig þar. Þau komu oft í heim- sókn á heimaslóðir og héldu þá til hjá okkur. Alltaf komu þau í berjatínslu- ferðir og svo var útbúin saft og sulta. Eitt af því sem var mjög vinsælt hjá okkur þegar við hittumst var að spila vist. Það var alltaf þannig að við Hanna spiluðum saman og Beggi og Runni saman, þannig varð keppnin harðari og við plötuðum þá oft. Þeir áttu það til að láta okkur gefa mest allt kvöldið án þess að við áttuðum okkur á því, svo mikið var talað og hlegið. Þessar samverustundir voru góðar og ánægjulegar. Ég þurfti oft að fara suður vegna verslunarreksturs míns og var ekki alltaf á mínum bíl, þá var Runni boð- inn og búinn að keyra mig um allan bæ, svo hann var eins og einkabíl- stjórinn minn. En Runna þótti alltaf gaman að keyra. Á nýársnótt 1983 lést Hanna snögglega aðeins 62 ára. Hún var bú- in að vera veik fyrir hjarta í nokkur ár en enginn átti von á fráfalli henn- ar svo fljótt. Næstu ár voru erfið hjá Runna, hann sá mikið eftir æskuást- inni sinni og varð mjög einmana. Hann var duglegur að fara vestur í Ólafsvík og norður í Strandasýslu til Öglu mágkonu sinnar, en honum leiddist að ferðast einum. Hann tal- aði oftar við mig í síma á þessum ár- um og við urðum eins og „vinkonur“. Hann sagði mér frá konu sem hann hafði kynnst en ég tók nú ekkert vel í það og sagði honum að passa sig á að láta ekki einhvern kvenmann gleypa sig. Í einni heimsókn hans vestur trúði hann mér fyrir því að honum líkaði svo vel við þessa konu og þá áttaði ég mig á því að hann væri ást- fanginn. Við hlógum mikið að þessu seinna því ég spurði hann hvort hann væri með mynd af henni. Svo var ekki og þá bauð ég honum að koma RUNÓLFUR G. KRISTJÁNSSON 6  7 8            ( ,( #'&  < -, - 08 !$@.9/ 48 08        67             $%%& ;'+ 6  %% > !! ! - 1 4 184  %% & %  ! - 1 & %=%!  %% 2"! ! - 1 +! 5  %%  !"! ! - 1 & %" %% -A1   -$2' '               3 , -<$88        9       *  $%%& 2    67       !    (" ,   1 )  $$%&  $1  !" %% $2%4 $2 $$21 $$$2' '           #()+( ( #()3   $ 88 "!  $88.B 48 08     1        )  $$  $%%& :        #   #        ,     0   (     % %%  !    %% 4" % 1 #!"$!#!"! 1 -5 !-84  %% 2 %!#!"! 1 :!8  %% 1 $$2' 6  7         )      (C;   & !"%1 .D  08        ,          )  $$  $%%& 2    ;    < " <04 1 & %   %% ! 04 1 61 -< 6 %  1 , -  %% 4   1  4  -4"  %% & "8  1 & % %  %% 2!$21 - 2 8 !' '              3 #( ) 56  "4 % - 4%.E 48 08     #     + /",     $ 2 #!  %%' 3'4$4%  %% 1 %4& 1 4 &'4$4%  %% %! %4- 1 #!4$4% 1 + =%< %% 1 -$2'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.