Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... LANGT er síðan Víkverji hefurséð jafnskynsamlegar tillögur úr ranni landbúnaðarráðuneytisins og fram koma í nýrri skýrslu nefnd- ar landbúnaðarráðherra um eflingu ferðaþjónustu í sveitum. Þá hefur Víkverji sérstaklega í huga tillögu nefndarinnar um að gert verði átak í að kynna íslenzka matarmenningu undir yfirskriftinni „íslenzkur sveitamatur“. Í greinargerð með til- lögunni segir m.a.: „Mörgum ferða- mönnum þykir forvitnilegt að kynn- ast matarhefð landsins eða héraðsins sem þeir heimsækja og svo er einnig með þá sem koma til Íslands. Matur og matarvenjur skipa stóran sess í skynjun og minn- ingum ferðamanna. Ýmsar þjóðir hafa nýtt sér þetta við markaðssetn- ingu á ferðaþjónustu og spyrt saman menningu, náttúru, sögu, vín og mat … Markaðssetning á ferðaþjón- ustu með áherslu á íslenska matar- hefð yrði nýjung á Íslandi er gæti haft margvíslegan ávinning í för með sér.“ x x x HÚRRA, segir Víkverji nú baraog tekur ofan hatt sinn fyrir nefndarmönnum. Honum hefur um árabil verið algerlega hulið hvers vegna ferðaþjónustan úti á landi heldur ekki að ferðamönnum hinum prýðilegu íslenzku landbúnaðar- og sjávarafurðum, t.d. hangikjöti, flat- brauði, ostum, harðfiski, hákarli o.s.frv. Víkverja hefur sömuleiðis fundizt að bjóða ætti upp á slíkar kræsingar í þjóðlegu umhverfi, þ.e. gömlum eða nýjum torfbæjum og timburhúsum. Til þessa hafa svangir ferðamenn fyrst og fremst átt kost á klístruðum hamborgurum og mauk- soðnum pylsum í klesstu brauði, sem seldar eru í subbulegum sjoppum með plastinnréttingum, af stúlkum í of stórum stuttermabol og svuntu með æpandi munstri. Hver vildi ekki frekar gæða sér á hangikjöti með uppstúf og kartöflum, kaffi með hnallþóru eða jólaköku, veitingum sem bornar væru fram af fólki sem væri snyrtilega klætt í hefðbundna þjóðlega tízku, kvenfólk t.d. á upp- hlut eða peysufötum og karlmenn í einhverri sæmilega sniðinni vað- málsflík? Einhverjum kann að þykja þetta fráleitt en þetta er þó það, sem virkar á ferðamenn í landi á borð við Noreg, sem hefur álíka sérkennilega matarhefð og Ísland. x x x AÐ ÝMSU er þó að hyggja, eigiþetta að komast í framkvæmd. Í tillögum nefndar landbúnaðarráð- herra kemur fram að á búnaðarþingi á síðasta ári hafi verið ályktað um möguleika á heimasölu afurða á ferðaþjónustubýlum og að mikil- vægt sé að „þessu máli verði fylgt eftir þannig að sömu möguleikar og sömu reglur gildi hér á landi og í ná- grannalöndunum um þetta efni“. Víkverji þykist vita að þetta þýði t.d. að dregið verði úr forræðishyggju og miðstýringu í landbúnaðinum, þann- ig að menn geti t.d. slátrað heima og reykt sitt eigið hangikjöt til að selja ferðamönnum – væntanlega undir einhvers konar gæðaeftirliti – í stað þess að vera skyldugir að blanda af- urðum sínum saman við misgóðar af- urðir allra hinna. Sama ætti þá t.d. við um sölu mjólkur heima við; það er opinbert leyndarmál að á mörg- um býlum eru gæði mjólkur svo mik- il að óhætt er að neyta hennar nán- ast beint úr kúnni án þess að senda hana í mjólkursamlag til gerilsneyð- ingar, en reglur torvelda slíkt. Vík- verji veltir því hins vegar fyrir sér hvort nefndin vilji hvetja til þess að ferðamenn geti tekið íslenzkan mat með sér heim – og hvort hún treysti því þá að þeir komi aðallega frá lönd- um, þar sem það telst ekki glæpur að koma með sæmilega ferskar, útlend- ar landbúnaðarvörur með sér frá út- löndum. NBA á Sýn MICHAEL Jordan lék í sinni ástkæru Chicago- borg fyrir stuttu. Að þessu sinni var hann ekki í sínum gamla Bulls-búningi heldur sem leikmaður Washington Wizards. Mikið hafði verið gert úr þessari heimsókn goðsins í bandarískum fjöl- miðlum og leikurinn sýndur um gjörvöll Bandaríkin í beinni útsendingu. Menn veltu fyrir sér hvernig mót- tökur sá gamli myndi fá á áhorfendapöllunum í Chic- ago. Ég var því ánægður þegar í ljós kom að leikur- inn yrði sýndur á SÝN. Sú ánægja breyttist fljótt í vonbrigði þegar út- sendingin hófst. Öll kynn- ing á leikmönnum var yfir- staðin og leikurinn var að hefjast. Síðar komst ég að því að áhorfendur hefðu ris- ið úr sætum og hyllt Jordan í margar mínútur og hefðu fagnaðarlætin verið gífur- leg. Varð að grípa til þess ráðs að slökkva ljósin í höll- inni til þagga niður í áhorf- endum svo kynning gæti hafist á heimaliðinu og féll það ekki í góðan jarðveg. En lýsendur leiksins pöss- uðu sig nú á því að láta áhorfendur ekki vita hverju þeir hefðu misst af. Þeir Snorri og Friðrik hafa ef- laust horft á þetta allt sam- an og fylgst með bollalegg- ingum hinna bandarísku íþróttafréttamanna fyrir leikinn og í hálfleik. Þeir hlusta líka á banda- rísku lýsinguna meðan sjálfur leikurinn stendur yfir og hafa eflaust mjög gaman af og geta gert skoð- anir Bill Walton að sínum þegar það hentar og fyndn- ar athugasemdir Marv Al- bert að sínum. Því miður er skrúfað niður í þeim, þann- ig að körfuknattleiksunn- endur fara á mis við „lýs- ingu“ eins og hún best gerist. SÝN á þakkir skilið fyrir að sýna NBA körfu- boltann, en betur má ef duga skal. Er ekki hægt að hafa bandarísku lýsinguna í bakgrunninum? Jóhannes Jónasson. Ekki sama verð í Bónusbúðum ÉG HEF um langan tíma farið á laugardögum að versla í gamla Bónus við Súðavog. Svo brá við um daginn að ég komast ekki á laugardegi og fór því á sunnudegi í Bónus við Holtagarða. Vakti það undrun mína að sjá að þar var ekki sama verð á vörum og í versluninni við Súðar- vog, sumt var ódýrara ann- að dýrara. Spyr ég hvað valdi þessu. 041133-2609. Virðingarvert VIL koma á framfæri ánægju minni með pistil sem birtist í Velvakanda þar sem kona er að þakka stúlkum fyrir aðstoðina við að finna kisuna hennar. Finnst mér þetta virðingar- vert. Björg. Heimsendingar- þjónusta ÞAR sem ég ligg veik heima hjá mér ákvað ég að kanna hvort ég fengi mat- vöru heimsenda. Komst ég þá að því það er einungis hægt milli kl. 17-18 á kvöld- in. Þetta er óhentugur tími ef verið er að panta í kvöld- matinn. Finnst mér slæmt að geta ekki notað þessa þjónustu. Beta. Dýrahald Kettlingur fæst gefins FALLEG 8 vikna læða, kassavön, fæst gefins á gott heimili. Sími 587-0343. Kettlingur fæst gefins SVARTUR kettlingur, 15 vikna fress, fæst gefins á gott heimili. Er kassavan- ur. Uppl. í síma 698-0419. Fress vantar heimili VEGNA breyttra heimilis- aðstæðna vantar fjögurra ára gulbröndóttum fress gott heimili. Uppl. í síma 863-4227. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 sannreyna, 8 súld, 9 ær- ið, 10 málmur, 11 gera auðugan, 13 beitan,15 næðings, 18 æki, 21 eldi- viður, 22 spjald, 23 jöfn- um höndum, 24 órök- stutt. LÓÐRÉTT: : 2 óbeit, 3 hafna, 4 leitast við, 5 sporin, 6 tjóns, 7 duglegt, 12 giska á, 14 trant, 15 þraut, 16 nurla saman, 17 fiskur, 18 gegna, 19 eldstæðis, 20 sæti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 safna, 4 skáld, 7 sýkil, 8 nakin, 9 ann, 11 aðal, 13 anga, 14 elfur, 15 hjóm, 17 afar, 20 haf, 22 gamma, 23 jálks, 24 runni, 25 reisn. Lóðrétt: 1 sessa, 2 fokka, 3 afla, 4 sönn, 5 álkan, 6 dunda, 10 nefna, 12 lem,13 ara, 15 hugur, 16 ólman, 18 fálki, 19 rósin, 20 hali, 21 fjær. K r o s s g á t a „STRÁKARNIR okkar“ eiga það sannarlega skil- ið að þessar 15 milljónir sem söfnuðust fari beint til þeirra með hluta- skiptum samkvæmt gam- alli hefð, skipstjóri + áhöfn. Þegar maður les um menn sem fá ótæpileg laun, án þess einu sinni að lyfta blýanti, og bera síðan saman ótrúlegt út- hald strákanna á örfáum dögum með sigrum og ósigrum eiga þeir að mínu mati fyllilega skilið að þeir beri úr býtum meira en létt klapp á öxlina – látum þá fá aur- ana og það núna, strax. Gunnar Ólafsson. „Strákarnir okkar“ fái aurana Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen, Hjalteyrin, Arnarborg Mánafoss Lagarfoss Vædderen Hjalteyrin Mánafoss og Arnarborg fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535-2700. Þorrablót er í dag Hjördís Geirs og hljómsveit. Bingóið fell- ur niður. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl.13 frjálst að spila og glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi boðar til al- menns fundar í Gjá- bakka, laugardaginn 9. febrúar nk. Fundarefni: Kjara- og framboðsmál. Óskað hefur verið eftir að fulltrúar stjórn- málaflokkanna mæti og ræði málin og svari fyr- irspurnum. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilakvöld á Álftanesi 14. febr. kl. 19. 30 á vegum Lionsklúbbs Bessastaðahrepps. Akstur samkvæmt venju. Í dag kl. 9 snyrti- námskeið. Mán. 11. feb. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 kl. 12.15 og kl. 13.05 leikfimi, kl. 13. gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvunámskeið, þri. 12. feb. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður kl. 13.30 spilað í Kirkju- hvoli, kl.16. Bútasaum- ur. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndlist kl. 13, bridge kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádeginu Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara Söng og gamanleikinn „Í lífsins ólgu“ sjóminn- ingar frá árum síld- arævintýranna. Og „Fugl í búri“, drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og föstudaga kl. 14, sunnu- daga kl. 16. Miðapant- anir í síma: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Heilsa og hamingja á efri árum Laugardag- inn 9. febrúar nk. kl. 13.30 1: Minnkandi heyrn hjá öldruðum. Hannes Petersen yf- irlæknir heyrnardeildar Landspítala Fossvogi. 2: Íslenskar lækn- ingajurtir. Sigmundur Guðbjarnason prófessor skýrir frá sínum vís- indalegum rannsóknum og hans manna í Há- skóla Íslands. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Fræðslu- fundirnir verða haldnir í Ásgarði Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borgara og hefjast kl. 13.30. Allir velkomnir. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður hald- inn í Ásgarði, Glæsibæ, sunnudaginn 24. febr- úar 2002 kl. 13.30. Far- in verður ferð til Krítar með Úrvali-Útsýn 29. apríl, 24ra daga ferð. Skemmtanastjóri Sig- valdi Þorgilsson. Skrán- ing fyrir 15. febrúar á skrifstofu FEB. Hag- stætt verð. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14. brids. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14 bingó. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 16 verð- ur opnuð sýning Braga Þórs Guðjónssonar kl. 16, m.a. syngur Gerðu- bergskórinn undir stjórn Kára Friðriks- sonar. Félagar úr Tón- horninu leika og syngja létt lög. Veitingar í veitingabúð. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Klukkan 14 verður spil- að bingó, kaffiveitingar. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, Gleði- gjafarnir syngja kl. 14– 15. Hið árleg þorrablót Gullsmára verður laug- ardaginn 9. feb. kl. 18. Örfá sæti laus uppl. í s. 564-5260 og á staðnum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postu- lín. Fótaaðgerð og hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Rjómabollur verða með kaffinu í dag. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl.13.30 bingó. Háteigskirkja aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Sauma-, prjóna- klúbbur, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15–17 á Geysi, kakó- bar, Aðalstræti 2. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Knattspyrnudeild Hauka, aðalfundurinn verður haldinn fimmtu- daginn 14. feb. kl. 20 í hátíðarsal félagsins á Ásvöllum. Venjuleg að- alfundarstörf, kosning nýrrar stjórnar, önnur mál. Minningarkort Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er op- in miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er föstudagur, 8. febrúar, 39. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann og óvini hans við hann. (Orðskv. 16, 7.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.