Morgunblaðið - 08.02.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 08.02.2002, Síða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... LANGT er síðan Víkverji hefurséð jafnskynsamlegar tillögur úr ranni landbúnaðarráðuneytisins og fram koma í nýrri skýrslu nefnd- ar landbúnaðarráðherra um eflingu ferðaþjónustu í sveitum. Þá hefur Víkverji sérstaklega í huga tillögu nefndarinnar um að gert verði átak í að kynna íslenzka matarmenningu undir yfirskriftinni „íslenzkur sveitamatur“. Í greinargerð með til- lögunni segir m.a.: „Mörgum ferða- mönnum þykir forvitnilegt að kynn- ast matarhefð landsins eða héraðsins sem þeir heimsækja og svo er einnig með þá sem koma til Íslands. Matur og matarvenjur skipa stóran sess í skynjun og minn- ingum ferðamanna. Ýmsar þjóðir hafa nýtt sér þetta við markaðssetn- ingu á ferðaþjónustu og spyrt saman menningu, náttúru, sögu, vín og mat … Markaðssetning á ferðaþjón- ustu með áherslu á íslenska matar- hefð yrði nýjung á Íslandi er gæti haft margvíslegan ávinning í för með sér.“ x x x HÚRRA, segir Víkverji nú baraog tekur ofan hatt sinn fyrir nefndarmönnum. Honum hefur um árabil verið algerlega hulið hvers vegna ferðaþjónustan úti á landi heldur ekki að ferðamönnum hinum prýðilegu íslenzku landbúnaðar- og sjávarafurðum, t.d. hangikjöti, flat- brauði, ostum, harðfiski, hákarli o.s.frv. Víkverja hefur sömuleiðis fundizt að bjóða ætti upp á slíkar kræsingar í þjóðlegu umhverfi, þ.e. gömlum eða nýjum torfbæjum og timburhúsum. Til þessa hafa svangir ferðamenn fyrst og fremst átt kost á klístruðum hamborgurum og mauk- soðnum pylsum í klesstu brauði, sem seldar eru í subbulegum sjoppum með plastinnréttingum, af stúlkum í of stórum stuttermabol og svuntu með æpandi munstri. Hver vildi ekki frekar gæða sér á hangikjöti með uppstúf og kartöflum, kaffi með hnallþóru eða jólaköku, veitingum sem bornar væru fram af fólki sem væri snyrtilega klætt í hefðbundna þjóðlega tízku, kvenfólk t.d. á upp- hlut eða peysufötum og karlmenn í einhverri sæmilega sniðinni vað- málsflík? Einhverjum kann að þykja þetta fráleitt en þetta er þó það, sem virkar á ferðamenn í landi á borð við Noreg, sem hefur álíka sérkennilega matarhefð og Ísland. x x x AÐ ÝMSU er þó að hyggja, eigiþetta að komast í framkvæmd. Í tillögum nefndar landbúnaðarráð- herra kemur fram að á búnaðarþingi á síðasta ári hafi verið ályktað um möguleika á heimasölu afurða á ferðaþjónustubýlum og að mikil- vægt sé að „þessu máli verði fylgt eftir þannig að sömu möguleikar og sömu reglur gildi hér á landi og í ná- grannalöndunum um þetta efni“. Víkverji þykist vita að þetta þýði t.d. að dregið verði úr forræðishyggju og miðstýringu í landbúnaðinum, þann- ig að menn geti t.d. slátrað heima og reykt sitt eigið hangikjöt til að selja ferðamönnum – væntanlega undir einhvers konar gæðaeftirliti – í stað þess að vera skyldugir að blanda af- urðum sínum saman við misgóðar af- urðir allra hinna. Sama ætti þá t.d. við um sölu mjólkur heima við; það er opinbert leyndarmál að á mörg- um býlum eru gæði mjólkur svo mik- il að óhætt er að neyta hennar nán- ast beint úr kúnni án þess að senda hana í mjólkursamlag til gerilsneyð- ingar, en reglur torvelda slíkt. Vík- verji veltir því hins vegar fyrir sér hvort nefndin vilji hvetja til þess að ferðamenn geti tekið íslenzkan mat með sér heim – og hvort hún treysti því þá að þeir komi aðallega frá lönd- um, þar sem það telst ekki glæpur að koma með sæmilega ferskar, útlend- ar landbúnaðarvörur með sér frá út- löndum. NBA á Sýn MICHAEL Jordan lék í sinni ástkæru Chicago- borg fyrir stuttu. Að þessu sinni var hann ekki í sínum gamla Bulls-búningi heldur sem leikmaður Washington Wizards. Mikið hafði verið gert úr þessari heimsókn goðsins í bandarískum fjöl- miðlum og leikurinn sýndur um gjörvöll Bandaríkin í beinni útsendingu. Menn veltu fyrir sér hvernig mót- tökur sá gamli myndi fá á áhorfendapöllunum í Chic- ago. Ég var því ánægður þegar í ljós kom að leikur- inn yrði sýndur á SÝN. Sú ánægja breyttist fljótt í vonbrigði þegar út- sendingin hófst. Öll kynn- ing á leikmönnum var yfir- staðin og leikurinn var að hefjast. Síðar komst ég að því að áhorfendur hefðu ris- ið úr sætum og hyllt Jordan í margar mínútur og hefðu fagnaðarlætin verið gífur- leg. Varð að grípa til þess ráðs að slökkva ljósin í höll- inni til þagga niður í áhorf- endum svo kynning gæti hafist á heimaliðinu og féll það ekki í góðan jarðveg. En lýsendur leiksins pöss- uðu sig nú á því að láta áhorfendur ekki vita hverju þeir hefðu misst af. Þeir Snorri og Friðrik hafa ef- laust horft á þetta allt sam- an og fylgst með bollalegg- ingum hinna bandarísku íþróttafréttamanna fyrir leikinn og í hálfleik. Þeir hlusta líka á banda- rísku lýsinguna meðan sjálfur leikurinn stendur yfir og hafa eflaust mjög gaman af og geta gert skoð- anir Bill Walton að sínum þegar það hentar og fyndn- ar athugasemdir Marv Al- bert að sínum. Því miður er skrúfað niður í þeim, þann- ig að körfuknattleiksunn- endur fara á mis við „lýs- ingu“ eins og hún best gerist. SÝN á þakkir skilið fyrir að sýna NBA körfu- boltann, en betur má ef duga skal. Er ekki hægt að hafa bandarísku lýsinguna í bakgrunninum? Jóhannes Jónasson. Ekki sama verð í Bónusbúðum ÉG HEF um langan tíma farið á laugardögum að versla í gamla Bónus við Súðavog. Svo brá við um daginn að ég komast ekki á laugardegi og fór því á sunnudegi í Bónus við Holtagarða. Vakti það undrun mína að sjá að þar var ekki sama verð á vörum og í versluninni við Súðar- vog, sumt var ódýrara ann- að dýrara. Spyr ég hvað valdi þessu. 041133-2609. Virðingarvert VIL koma á framfæri ánægju minni með pistil sem birtist í Velvakanda þar sem kona er að þakka stúlkum fyrir aðstoðina við að finna kisuna hennar. Finnst mér þetta virðingar- vert. Björg. Heimsendingar- þjónusta ÞAR sem ég ligg veik heima hjá mér ákvað ég að kanna hvort ég fengi mat- vöru heimsenda. Komst ég þá að því það er einungis hægt milli kl. 17-18 á kvöld- in. Þetta er óhentugur tími ef verið er að panta í kvöld- matinn. Finnst mér slæmt að geta ekki notað þessa þjónustu. Beta. Dýrahald Kettlingur fæst gefins FALLEG 8 vikna læða, kassavön, fæst gefins á gott heimili. Sími 587-0343. Kettlingur fæst gefins SVARTUR kettlingur, 15 vikna fress, fæst gefins á gott heimili. Er kassavan- ur. Uppl. í síma 698-0419. Fress vantar heimili VEGNA breyttra heimilis- aðstæðna vantar fjögurra ára gulbröndóttum fress gott heimili. Uppl. í síma 863-4227. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 sannreyna, 8 súld, 9 ær- ið, 10 málmur, 11 gera auðugan, 13 beitan,15 næðings, 18 æki, 21 eldi- viður, 22 spjald, 23 jöfn- um höndum, 24 órök- stutt. LÓÐRÉTT: : 2 óbeit, 3 hafna, 4 leitast við, 5 sporin, 6 tjóns, 7 duglegt, 12 giska á, 14 trant, 15 þraut, 16 nurla saman, 17 fiskur, 18 gegna, 19 eldstæðis, 20 sæti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 safna, 4 skáld, 7 sýkil, 8 nakin, 9 ann, 11 aðal, 13 anga, 14 elfur, 15 hjóm, 17 afar, 20 haf, 22 gamma, 23 jálks, 24 runni, 25 reisn. Lóðrétt: 1 sessa, 2 fokka, 3 afla, 4 sönn, 5 álkan, 6 dunda, 10 nefna, 12 lem,13 ara, 15 hugur, 16 ólman, 18 fálki, 19 rósin, 20 hali, 21 fjær. K r o s s g á t a „STRÁKARNIR okkar“ eiga það sannarlega skil- ið að þessar 15 milljónir sem söfnuðust fari beint til þeirra með hluta- skiptum samkvæmt gam- alli hefð, skipstjóri + áhöfn. Þegar maður les um menn sem fá ótæpileg laun, án þess einu sinni að lyfta blýanti, og bera síðan saman ótrúlegt út- hald strákanna á örfáum dögum með sigrum og ósigrum eiga þeir að mínu mati fyllilega skilið að þeir beri úr býtum meira en létt klapp á öxlina – látum þá fá aur- ana og það núna, strax. Gunnar Ólafsson. „Strákarnir okkar“ fái aurana Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen, Hjalteyrin, Arnarborg Mánafoss Lagarfoss Vædderen Hjalteyrin Mánafoss og Arnarborg fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535-2700. Þorrablót er í dag Hjördís Geirs og hljómsveit. Bingóið fell- ur niður. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl.13 frjálst að spila og glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi boðar til al- menns fundar í Gjá- bakka, laugardaginn 9. febrúar nk. Fundarefni: Kjara- og framboðsmál. Óskað hefur verið eftir að fulltrúar stjórn- málaflokkanna mæti og ræði málin og svari fyr- irspurnum. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilakvöld á Álftanesi 14. febr. kl. 19. 30 á vegum Lionsklúbbs Bessastaðahrepps. Akstur samkvæmt venju. Í dag kl. 9 snyrti- námskeið. Mán. 11. feb. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 kl. 12.15 og kl. 13.05 leikfimi, kl. 13. gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvunámskeið, þri. 12. feb. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður kl. 13.30 spilað í Kirkju- hvoli, kl.16. Bútasaum- ur. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndlist kl. 13, bridge kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádeginu Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara Söng og gamanleikinn „Í lífsins ólgu“ sjóminn- ingar frá árum síld- arævintýranna. Og „Fugl í búri“, drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og föstudaga kl. 14, sunnu- daga kl. 16. Miðapant- anir í síma: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Heilsa og hamingja á efri árum Laugardag- inn 9. febrúar nk. kl. 13.30 1: Minnkandi heyrn hjá öldruðum. Hannes Petersen yf- irlæknir heyrnardeildar Landspítala Fossvogi. 2: Íslenskar lækn- ingajurtir. Sigmundur Guðbjarnason prófessor skýrir frá sínum vís- indalegum rannsóknum og hans manna í Há- skóla Íslands. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Fræðslu- fundirnir verða haldnir í Ásgarði Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borgara og hefjast kl. 13.30. Allir velkomnir. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður hald- inn í Ásgarði, Glæsibæ, sunnudaginn 24. febr- úar 2002 kl. 13.30. Far- in verður ferð til Krítar með Úrvali-Útsýn 29. apríl, 24ra daga ferð. Skemmtanastjóri Sig- valdi Þorgilsson. Skrán- ing fyrir 15. febrúar á skrifstofu FEB. Hag- stætt verð. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14. brids. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14 bingó. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 16 verð- ur opnuð sýning Braga Þórs Guðjónssonar kl. 16, m.a. syngur Gerðu- bergskórinn undir stjórn Kára Friðriks- sonar. Félagar úr Tón- horninu leika og syngja létt lög. Veitingar í veitingabúð. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Klukkan 14 verður spil- að bingó, kaffiveitingar. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, Gleði- gjafarnir syngja kl. 14– 15. Hið árleg þorrablót Gullsmára verður laug- ardaginn 9. feb. kl. 18. Örfá sæti laus uppl. í s. 564-5260 og á staðnum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postu- lín. Fótaaðgerð og hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Rjómabollur verða með kaffinu í dag. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl.13.30 bingó. Háteigskirkja aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Sauma-, prjóna- klúbbur, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15–17 á Geysi, kakó- bar, Aðalstræti 2. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Knattspyrnudeild Hauka, aðalfundurinn verður haldinn fimmtu- daginn 14. feb. kl. 20 í hátíðarsal félagsins á Ásvöllum. Venjuleg að- alfundarstörf, kosning nýrrar stjórnar, önnur mál. Minningarkort Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er op- in miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er föstudagur, 8. febrúar, 39. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann og óvini hans við hann. (Orðskv. 16, 7.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.