Morgunblaðið - 08.02.2002, Page 21

Morgunblaðið - 08.02.2002, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 21 TALIÐ er, að nokkrir háttsettir al- Qaeda-menn, hugsanlega Osama bin Laden sjálfur, hafi fallið síðastliðinn mánudag er flugskeyti var skotið frá ómannaðri, bandarískri njósnavél á bílalest á Tora Bora-svæðinu í Suð- austur-Afganistan. Margir telja þó líklegast, að bin Laden sé ekki leng- ur í Afganistan, sé hann þá yfirleitt á lífi. Haft er eftir heimildum, að menn- irnir hafi verið á ferð í nokkrum bíl- um en höfðu stöðvað þá og að því er virtist skotið á fundi er flugskeytinu var skotið. Áður mátti sjá með aug- um Predator-njósnavélarinnar, að einn í hópnum var umkringdur líf- vörðum og augsýnilegt, að fyrir hon- um var borin mikil virðing. Haft er eftir ónefndum, bandarískum emb- ættismanni, að það gæti átt við um bin Laden en hugsanlega líka um einhvern annan háttsettan mann í al- Qaeda. Mjög hávaxinn Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS fullyrti, að einn þeirra, sem féllu í árásinni, hefði verið áberandi hærri en aðrir í hópnum og hefur það kynt enn frekar undir getgátur um, að þar hafi verið um bin Laden að ræða. Á það er hins vegar bent, að Egyptinn Ayman al-Zawahri, næstráðandi bin Ladens, sé líka mjög hávaxinn. CBS hélt því einnig fram, að talið væri, að bin Laden og nánustu samstarfsmenn hans hefðu verið í felum í Zawar Khili rétt við pakist- önsku landamærin síðan þeir flúðu árásirnar á hellana sem kenndir eru við Tora Bora. Breska dagblaðið Financial Times hafði í gær eftir Bandaríkjamannin- um Frank Spicka, yfirmanni hryðju- verkadeildar Alþjóðalögreglunnar, Interpol, að svo virtist sem bin Lad- en og hundruð stuðningsmanna hans hefðu sloppið burt frá Afganistan. Kvaðst hann ekki trúa því fyrr en annað kæmi í ljós, að bin Laden hefði fallið í árásinni sl. mánudag. „Við fáum sífellt fleiri vísbending- ar um, að margir al-Qaeda-menn hafi farið frá Afganistan áður en megin- sóknin gegn þeim hófst og þar með er líklegt, að þeir séu búnir að koma sér fyrir annars staðar. Þeir geta til dæmis verið í einhverju landi þar sem eru stór, eftirlitslaus svæði, í Jemen, Sómalíu, Pakistan eða jafn- vel í Íran,“ sagði Spicka. George Tenet, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sagði á fundi með njósnanefnd öldunga- deildarinnar í fyrradag, að hann hefði ekki hugmynd um hvort bin Laden væri lífs eða liðinn. Hann sagði hins vegar, að al-Qaeda stefndi að því að fremja ný hryðjuverk í Bandaríkjunum og öðrum vestræn- um ríkjum.Vitað væri, að hryðju- verkamennirnir hefðu velt fyrir sér árásum á stjórnarstofnanir og aðrar áberandi byggingar í Bandaríkjun- um, flugvelli, brýr, hafnir og stíflur. Kvað hann hugsanlegt, að þeir hygð- ust láta til skarar skríða á Vetraról- ympíuleikunum í Salt Lake City, sem hefjast nú um helgina. Al-Qaeda-menn sagðir hafa fallið í flugskeytaárás Efasemdir um að bin Laden hafi verið í hópnum   !" #$%&'!( )!%*&+#! !" " ', ! !&-! !-. %-/0-%%%% &#! !!12!!1-3&)"1 '!!#%!! !&# %! $% #!&" ,4                                                         ! "#$ % &   ' !" Washington. AFP. Kynning á nýju förðunum frá Kanebo í Hagkaup Kringlunni föstudag og laugardag. Húðgreiningartölvan og fagleg ráðgjöf. Nýr betrumbættur púðurfarði. FARÐINN SEM FULLKOMNAR HINA SÖNNU FEGURÐ! BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is 13.-16. FEBRÚAR AMERÍSKIR DAGAR Michael Quigley 6 rétta matseðill í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Matargerðarlist frá Kaliforníu, eins og hún gerist best. Frábær eðalvín. matreiðslumeistari kemur frá Restaurant Café Lolo í Santa Rosa í Kaliforníu. Hann hefur áunnið sér virðingu sem meistari í kalífornískri matargerð undir frönsk- ítölskum áhrifum. Quigley býður sex rétta glæsilegan matseðil þar sem hörpuskel, humar, önd, lamb og súkkulaði koma við sögu. Fyrir máltíð verður vínkynning í Þingholti: Sex víninnflytjendur gefa gestum tækifæri til að bera saman víngerðarhús og vínþrúgutegundir frá Bandaríkjunum. Takmarkaður sætafjöldi hvert kvöld. 6 tegundir af borðvíni, kaffi með koníaki eða líkjör. Verð: 11.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.