Morgunblaðið - 09.02.2002, Side 1

Morgunblaðið - 09.02.2002, Side 1
33. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. FEBRÚAR 2002 VERKAKONA með múrsteina á höfðinu á byggingarsvæði í Nýju- Delhí. Tæpar 260 milljónir af rúm- um milljarði íbúa Indlands lifa und- ir fátæktarmörkum, eða á andvirði 40.000 króna á ári, að sögn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. 32% indverskra karlmanna eru ólæs og 45% kvenna. AP Brauðstrit í Nýju-Delhí STJÓRN Bandaríkjanna hafnaði í gær tillögum Frakka, sem miðast að því að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Hún lagði áherslu á að halda þyrfti áfram þrýstingnum á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, og láta reyna á friðaráætlanir sem samið var um í fyrra. Frakkar hafa lagt til að efnt verði til kosninga á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna til að taka af öll tví- mæli um hvort Arafat hafi fullt umboð palestínsku þjóðarinnar og gera ýms- ar ráðstafanir til að draga úr stuðn- ingi íslamskra öfgamanna. Embættismaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu sagði að Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, hefði beitt sér fyrir kosningum í alllangan tíma. Vedrine hefði rætt tillöguna við Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem hefði tekið henni fálega. Talsmaður Powells lagði áherslu á að reyna þyrfti til þrautar að fá Arafat til að skera upp herör gegn hryðju- verkum eins og hann hefur lofað. Hann kvaðst ekki telja að Evrópu- sambandið styddi tillögur Frakka. Ekkert lát á blóðsúthellingunum Tveir Palestínumenn biðu bana í sprengingu sem varð í bíl þeirra í Norður-Ísrael í gærkvöldi og ísraelsk kona lést á sjúkrahúsi eftir að hópur Palestínumanna stakk hana með hnífi í austurhluta Jerúsalem. Lögreglu- menn náðu tveimur árásarmannanna og annar þeirra lést, líklega af völdum hjartabilunar, þegar verið var að handtaka hann. Talið er að Palestínumennirnir, sem létu lífið í sprengingunni, hafi ætlað að gera árás í Ísrael en sprengja þeirra hafi sprungið of snemma, að sögn heimildarmanna í lögreglunni. Fyrr um daginn særðust tveir Pal- estínumenn þegar ísraelskir hermenn hleyptu af byssum í Nablus á Vest- urbakkanum. Skriðdrekar voru send- ir inn í borgina og hermenn leituðu að meintum hryðjuverkamönnum. Reuters Palestínskir drengir grýta ísraelskan skriðdreka nálægt skrifstofu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum. Arafat hefur verið þar í herkví í rúma tvo mánuði. Hafna nýrri friðartillögu Frakklands Washington, Jerúsalem. AFP. FARÞEGAR með kínversku lestunum reyna yfirleitt að láta sér líða vel meðan á ferð- inni stendur og taka því marg- ir af sér skóna. Gýs þá oft upp þvílíkur fnykur að ráðamenn telja fulla þörf á að taka í taumana. Kínversk stjórnvöld hafa nú ákveðið að skera upp herör gegn dauninum, en í næstu viku hefst nýtt tunglár og svo- kölluð vorhátíð og þá eru jafn- an milljónir eða tugmilljónir manna á faraldsfæti. Fá fótaþvott og inniskó Byrjað var á leiðinni milli Peking og Shanghai í síðasta mánuði. Sjái lestarstarfs- mennirnir einhvern farþega taka af sér skóna hvísla þeir í eyra hans, að hann geti farið inn í herbergi starfsmannanna og þvegið fæturna og auk þess eru honum boðnir inniskór. Ekki vilja allir farþegar not- færa sér þessa þjónustu, en þá verða þeir líka að fara aftur í skóna til að draga úr fnyknum. Ekki segjast lestarstarfs- mennirnir vita fyrir víst hvernig farþegunum líkar þessi afskiptasemi. Herferð gegn daunill- um fótum Shanghai. AFP. SKOSKUR dómstóll heimilaði í gær nýjan vitnisburð í áfrýjunarmáli Líb- ýumanns sem dæmdur var í lífstíð- arfangelsi fyrir að koma sprengju fyrir í farþegaþotu sem sprakk í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie. Fimm manna áfrýjunarréttur sam- þykkti beiðni verjenda Líbýumanns- ins um að heimila vitnisburð fyrrver- andi öryggisvarðar á Heathrow-flug- velli sem segist hafa fundið vísbend- ingar um að brotist hafi verið inn í farangursgeymslu flugvallarins skömmu áður en þotan lagði af stað 21. desember 1988. Verjendurnir segja að vitnisburður öryggisvarðar- ins og yfirmanns hans grafi undan fullyrðingum saksóknaranna um að Líbýumaðurinn hafi komið sprengj- unni í þotuna á Möltu. Líbýumaðurinn, Abdel Basset Ali al-Megrahi, sem er 49 ára, hefur áfrýjað lífstíðardómnum sem skoski dómstóllinn kvað upp fyrir ári eftir réttarhöld í Hollandi. Sprengjutil- ræðið kostaði 270 manns lífið. Heimila ellefu önnur vitni Sakfellingin byggðist á ýmsum óbeinum sönnunum, aðallega á vitn- isburði kaupmanns á Möltu sem kvaðst hafa selt Líbýumanninum fatnað sem reyndist hafa verið í ferðatösku þar sem sprengjan var falin. Verjendurnir hafa lagt áherslu á að véfengja þennan vitnisburð. Dómararnir úrskurðuðu einnig að saksóknararnir gætu stefnt ellefu nýjum vitnum til að véfengja vitn- isburð mannanna tveggja. Samþykkja ný vitni Camp Zeist. AP. Dómi í Lockerbie-málinu áfrýjað STÉTTARFÉLÖG starfs- manna flugfélagsins SAS mót- mæltu í gær áformum um að greiða 250 yfirmönnum þess alls 226 milljónir íslenskra króna í launauppbót þrátt fyrir mettap á síðasta ári. Stéttarfélögin segja greiðsl- urnar undarlegar í ljósi þess að síðasta ár var hið versta í sögu flugfélagsins. Búist er við að skýrt verði frá því í næstu viku að rekstrartap félagsins hafi numið andvirði 16–22 milljarða króna. SAS hyggst spara 40 milljarða króna og segja upp alls 3.500 starfsmönnum. Bónusi yfir- manna SAS mótmælt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.