Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 1
33. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. FEBRÚAR 2002 VERKAKONA með múrsteina á höfðinu á byggingarsvæði í Nýju- Delhí. Tæpar 260 milljónir af rúm- um milljarði íbúa Indlands lifa und- ir fátæktarmörkum, eða á andvirði 40.000 króna á ári, að sögn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. 32% indverskra karlmanna eru ólæs og 45% kvenna. AP Brauðstrit í Nýju-Delhí STJÓRN Bandaríkjanna hafnaði í gær tillögum Frakka, sem miðast að því að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Hún lagði áherslu á að halda þyrfti áfram þrýstingnum á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, og láta reyna á friðaráætlanir sem samið var um í fyrra. Frakkar hafa lagt til að efnt verði til kosninga á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna til að taka af öll tví- mæli um hvort Arafat hafi fullt umboð palestínsku þjóðarinnar og gera ýms- ar ráðstafanir til að draga úr stuðn- ingi íslamskra öfgamanna. Embættismaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu sagði að Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, hefði beitt sér fyrir kosningum í alllangan tíma. Vedrine hefði rætt tillöguna við Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem hefði tekið henni fálega. Talsmaður Powells lagði áherslu á að reyna þyrfti til þrautar að fá Arafat til að skera upp herör gegn hryðju- verkum eins og hann hefur lofað. Hann kvaðst ekki telja að Evrópu- sambandið styddi tillögur Frakka. Ekkert lát á blóðsúthellingunum Tveir Palestínumenn biðu bana í sprengingu sem varð í bíl þeirra í Norður-Ísrael í gærkvöldi og ísraelsk kona lést á sjúkrahúsi eftir að hópur Palestínumanna stakk hana með hnífi í austurhluta Jerúsalem. Lögreglu- menn náðu tveimur árásarmannanna og annar þeirra lést, líklega af völdum hjartabilunar, þegar verið var að handtaka hann. Talið er að Palestínumennirnir, sem létu lífið í sprengingunni, hafi ætlað að gera árás í Ísrael en sprengja þeirra hafi sprungið of snemma, að sögn heimildarmanna í lögreglunni. Fyrr um daginn særðust tveir Pal- estínumenn þegar ísraelskir hermenn hleyptu af byssum í Nablus á Vest- urbakkanum. Skriðdrekar voru send- ir inn í borgina og hermenn leituðu að meintum hryðjuverkamönnum. Reuters Palestínskir drengir grýta ísraelskan skriðdreka nálægt skrifstofu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum. Arafat hefur verið þar í herkví í rúma tvo mánuði. Hafna nýrri friðartillögu Frakklands Washington, Jerúsalem. AFP. FARÞEGAR með kínversku lestunum reyna yfirleitt að láta sér líða vel meðan á ferð- inni stendur og taka því marg- ir af sér skóna. Gýs þá oft upp þvílíkur fnykur að ráðamenn telja fulla þörf á að taka í taumana. Kínversk stjórnvöld hafa nú ákveðið að skera upp herör gegn dauninum, en í næstu viku hefst nýtt tunglár og svo- kölluð vorhátíð og þá eru jafn- an milljónir eða tugmilljónir manna á faraldsfæti. Fá fótaþvott og inniskó Byrjað var á leiðinni milli Peking og Shanghai í síðasta mánuði. Sjái lestarstarfs- mennirnir einhvern farþega taka af sér skóna hvísla þeir í eyra hans, að hann geti farið inn í herbergi starfsmannanna og þvegið fæturna og auk þess eru honum boðnir inniskór. Ekki vilja allir farþegar not- færa sér þessa þjónustu, en þá verða þeir líka að fara aftur í skóna til að draga úr fnyknum. Ekki segjast lestarstarfs- mennirnir vita fyrir víst hvernig farþegunum líkar þessi afskiptasemi. Herferð gegn daunill- um fótum Shanghai. AFP. SKOSKUR dómstóll heimilaði í gær nýjan vitnisburð í áfrýjunarmáli Líb- ýumanns sem dæmdur var í lífstíð- arfangelsi fyrir að koma sprengju fyrir í farþegaþotu sem sprakk í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie. Fimm manna áfrýjunarréttur sam- þykkti beiðni verjenda Líbýumanns- ins um að heimila vitnisburð fyrrver- andi öryggisvarðar á Heathrow-flug- velli sem segist hafa fundið vísbend- ingar um að brotist hafi verið inn í farangursgeymslu flugvallarins skömmu áður en þotan lagði af stað 21. desember 1988. Verjendurnir segja að vitnisburður öryggisvarðar- ins og yfirmanns hans grafi undan fullyrðingum saksóknaranna um að Líbýumaðurinn hafi komið sprengj- unni í þotuna á Möltu. Líbýumaðurinn, Abdel Basset Ali al-Megrahi, sem er 49 ára, hefur áfrýjað lífstíðardómnum sem skoski dómstóllinn kvað upp fyrir ári eftir réttarhöld í Hollandi. Sprengjutil- ræðið kostaði 270 manns lífið. Heimila ellefu önnur vitni Sakfellingin byggðist á ýmsum óbeinum sönnunum, aðallega á vitn- isburði kaupmanns á Möltu sem kvaðst hafa selt Líbýumanninum fatnað sem reyndist hafa verið í ferðatösku þar sem sprengjan var falin. Verjendurnir hafa lagt áherslu á að véfengja þennan vitnisburð. Dómararnir úrskurðuðu einnig að saksóknararnir gætu stefnt ellefu nýjum vitnum til að véfengja vitn- isburð mannanna tveggja. Samþykkja ný vitni Camp Zeist. AP. Dómi í Lockerbie-málinu áfrýjað STÉTTARFÉLÖG starfs- manna flugfélagsins SAS mót- mæltu í gær áformum um að greiða 250 yfirmönnum þess alls 226 milljónir íslenskra króna í launauppbót þrátt fyrir mettap á síðasta ári. Stéttarfélögin segja greiðsl- urnar undarlegar í ljósi þess að síðasta ár var hið versta í sögu flugfélagsins. Búist er við að skýrt verði frá því í næstu viku að rekstrartap félagsins hafi numið andvirði 16?22 milljarða króna. SAS hyggst spara 40 milljarða króna og segja upp alls 3.500 starfsmönnum. Bónusi yfir- manna SAS mótmælt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60