Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍR og Víkingur skildu jöfn í Austurbergi/B3 Tranmere sýnir Ólafi Gottskálkssyni áhuga/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið FAGRA VERÖLD 2002–2003 frá Heimsklúbbi Ingólfs. Blaðinu verður dreift um allt land. SAMNINGAFUNDUR í deilu Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra og samninganefndar ríkisins er boðað- ur kl. 9.30 í dag hjá ríkissáttasemj- ara. Í gær funduðu deilendur frá há- degi og stóð fundur fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Loftur Jóhanns- son, formaður félagsins, tjáði Morg- unblaðinu að jákvætt væri að fundur skyldi hafa verið boðaður á ný en vildi ekki tjá sig um gang viðræðna. Ríkisstjórnin hafði fyrr í gær fjallað um málefni flugumferðar- stjóra og fyrirhugaða lagasetningu á yfirvinnubann þeirra. Fjórir flugumferðarstjórar til- kynntu veikindi í gær, sem áttu að koma á vakt í flugturninum í Reykja- vík, en það olli engri röskun á flug- umferð. Ekki kom til tafa í flugi á Akureyri þar sem flugturninn þar var fullmannaður. Flugumferðarstjórar hafa verið samningslausir frá því um miðjan nóvember síðastliðinn, þegar rann út skammtímasamningur sem gerður var við ríkið fyrir ári. Þá gripu flug- umferðarstjórar til verkfallsaðgerða eftir að hafa verið samningslausir frá nóvember árið 2000. FÍ óskar eftir niðurfellingu gjalda Flugfélag Íslands sendi Flug- málastjórn bréf í gær þar sem óskað er eftir niðurfellingu þjónustugjalda vegna yfirvinnubannsins. Félagið hefur þurft að fella niður nokkrar ferðir til Akureyrar frá því að yfir- vinnubannið tók gildi 14. janúar sl. og er áætlað að tekjutap og beinn kostnaður nemi rúmum 10 milljón- um króna. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði að tilgangur bréfsins væri fyrst og fremst sá að kanna mögu- lega bótaskyldu. Félagið væri látið greiða fyrir ákveðna þjónustu sem það hefði ekki fengið að fullu síðustu vikur. Engin röskun á flugi í gær vegna veikinda flugumferðarstjóra Samningafund- ur aftur í dag Morgunblaðið/Sverrir Samninganefnd flugumferðarstjóra á fundi í húsakynnum ríkissátta- semjara í gær, skömmu áður en samninganefnd ríkisins kom á svæðið. Loftur Jóhannsson, formaður félagsins, er fremstur á myndinni. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norð- urlandanna munu á reglulegum fundi sínum í Ósló í næstu viku ræða ástandið í Palestínu, samn- ingana um Evrópumál og stöðu og horfur varðandi samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það lengi hafa verið til athugunar að Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, kæmi í heimsókn hingað til lands en af því hefði ekki getað orðið ennþá. Halldór Ásgrímsson segir utan- ríkisráðherra Norðurlandanna jafn- an ræða á fundum sínum mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Evr- ópumálin séu ávallt á dagskrá og ekki síst nú verði m.a. fjallað um stöðu Evrópska efnahagssvæðisins og þróun og horfur samningsins. Þá sagði hann verða rætt um ástandið í Palestínu en það hafi mikið verið á dagskrá Evrópusam- bandsins síðustu mánuði. Sagði hann það merkilegt að nú hefðu lönd ESB náð saman um pólitíska afstöðu til Palestínu en áður hefðu þau verið mjög sundruð í afstöðu sinni. Utanríkisráðherra sagði áreiðanlega verða komið inn á þær skemmdir sem unnar hafa verið á mannvirkjum sem Norðurlöndin hafa m.a. fjármagnað í uppbygging- arstarfi sínu í landinu, ekki síst Norðmenn. Sagði hann að menn hlytu að horfa til framtíðar en hins vegar ríkti mikið vonleysi um þróun mála. Þó mætti kannski eygja von um að Ísraelsmenn myndu breyta um afstöðu og reyna fyrir sér með samningum í kjölfar fundar Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, með Bush Bandaríkjaforseta. Halldór Ásgrímsson sagði því oft hafa verið komið á framfæri við Yasser Arafat að hann kæmi í heimsókn til Íslands en ekki hefði enn tekist að láta verða af því. Helst hefði það verið reynt í tengslum við heimsóknir hans til annarra Norðurlanda. Nú væri staða hans nokkuð óljós bæði heima fyrir og í alþjóðasamfélaginu og kvað hann því óljóst hvort eða hve- nær af þeirri heimsókn gæti orðið. Utanríkisráðherrar Norðurlanda hittast í Ósló í næstu viku Ræða ástandið í Pal- estínu og Evrópumál FJÖLDI fólks var í Hlíðarfjalli við Akureyri í gærdag, en þar var glampandi sól fram eftir degi og 10° frost. „Þetta er eins og best verður á kosið,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli. Hann sagði að strax um hádegi hefði fólk tekið að streyma í fjall- ið og áberandi mest væri þar um að ræða fólk af höfuðborgarsvæð- inu. „Það hefur verið stanslaus straumur bíla hingað upp eftir og mikið fjör,“ sagði Guðmundur. Um síðustu helgi snjóaði mikið og er nú nægur og góður skíðasnjór í Hlíðarfjalli, að sögn Guðmundar. „Það hefur gengið ljómandi vel hérna, fólk er spennt að prófa nýju lyftuna.“ Straumur að sunnan Flugfélag Íslands áætlaði að fljúga alls sjö ferðir milli Reykja- víkur og Akureyrar í gær, föstu- dag, og var fullt í þær allar. Margir koma einnig landleiðina að sunnan til að bregða sér á skíði norðan heiða. Á Hótel KEA feng- ust þær upplýsingar að ekki væri fullbókað á hótelið um helgina, en þar væri nokkuð um skíðafólk. Þá væri ekki óalgengt að gestir sem ættu annað erindi til Akur- eyri gripu skíðin með. Nýja fjögurra sæta stólalyftan í Hlíðarfjalli verður formlega tekin í notkun í dag, laugardag, og verður Björn Bjarnason mennta- málaráðherra viðstaddur athöfn af því tilefni. Stöðugur straumur skíðafólks til Akur- eyrar STEFNT er að fjölgun útgáfu- daga Morgunblaðsins með það fyrir augum að bæta þjónustu þess við áskrifendur og auglýs- endur. Fyrsta skrefið í þeirri við- leitni er fjölgun útgáfudaga nú um páskana. Morgunblaðið kemur þá út á páskadag, 31. mars (sem dreift verður á laug- ardagseftirmiðdegi) og þriðju- daginn eftir páska, 2. apríl. Útgáfudög- um fjölgað ÁHÖFN TF-SIF, þyrlu Landhelg- isgæslunnar, flutti slasaðan mann á Landspítalann í Fossvogi síðdeg- is í gær eftir að naut réðst á hann inni í gripahúsi í Miðfirði í Húna- þingi. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild Landspítala var maðurinn mikið marinn á útlimum, brjóstkassa og kviði. Hann virtist þó hafa sloppið við beinbrot og innvortis meiðsl. Naut réðst á mann LANGAR raðir bíla hafa verið síðustu daga við flestar bíla- þvottastöðvar höfuðborgarsvæð- isins. Milli 500 og 600 bílar renna gegnum Bón- og þvottastöðina í Sóltúni á annadegi þar sem þessi mynd var tekin í vikunni. Biðraðir í bílaþvott Morgunblaðið/Ásdís Þyrla send í sjúkraflug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.