Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 11
liður á þessum árum. Því var ekki
breytt fyrr en við fjárlagagerð árs-
ins 1998.
Í öðru lagi þarf að gæta þess
þegar bornar eru saman tölur milli
ára að það sé gert á sama verð-
lagsgrundvelli til að samanburður
verði raunhæfur. Sé það gert er
heildarkostnaður embættisins árið
1995 81.5 milljónir króna miðað við
verðlag ársins 2001.
Í þriðja lagi sveiflast kostnaður
við embætti forseta Íslands frá
einu ári til annars af ýmsum
ástæðum. Þannig var kostnaður
embættisins til dæmis 121,5 millj-
ónir króna árið 1994, ári áður en
tilgreint var í samanburði fyrr-
nefndrar greinar, 98,5 milljónir ár-
ið 1998 eða heldur lægri en hann
var átta árum fyrr, árið 1990 þeg-
ar hann nam 104 milljónum króna.
Allar þessar tölur eru á sam-
bærilegu verðlagi, miðaðar við árið
2001.
Í fjórða lagi hafa útgjöld aukist
um nærri 20 milljónir króna á um-
VEGNA greinar í Morgunblaðinu
föstudaginn 8. febrúar eftir Hann-
es Hólmstein Gissurarson vill
embætti forseta Íslands koma á
framfæri eftirfarandi upplýsing-
um:
Meginefni greinarinnar er byggt
á fyrirlestri sem höfundur flutti
nýlega á málstofu lagadeildar og í
lok hennar endurtekur hann full-
yrðingu sem hann varpaði þar
fram og segir: „kostnaður af for-
setaembættinu hefur tvöfaldast á
fimm árum, frá 1995 til 2000, úr 50
milljónum króna 1995 í 131 milljón
króna 2000“.
Þessi tölulegi samanburður er
því miður bæði rangur og villandi
af eftirfarandi ástæðum.
Í fyrsta lagi vegna þess að talan
árið 2000 tekur bæði til útgjalda
embættisins og kostnaðar við op-
inberar heimsóknir en talan sem
vitnað er til fyrir árið 1995 tekur
aðeins til útgjalda embættisins þar
sem kostnaður vegna opinberra
heimsókna var sérstakur fjárlaga-
liðnum árum vegna ákvarðana sem
embættið hefur ekki haft áhrif á.
Þar ber þetta hæst:
1. Húsnæðiskostnaður forseta-
embættisins hefur vaxið þar
sem ríkisstjórnin ákvað árið
1996 að færa skrifstofu for-
seta úr Stjórnarráðshúsinu í
Staðastað á Sóleyjargötu 1,
en áður hafði rekstrarkostn-
aður skrifstofunnar verið
hluti af rekstri Stjórnarráðs-
hússins, og fasteignagjöld
hafa hækkað verulega í kjöl-
far endurbóta og uppbygg-
ingar á Bessastöðum.
2. Alþingi breytti árið 2000 lög-
um um launakjör forseta og
handhafa forsetavalds en sú
ákvörðun hafði í för með sér
umtalsverða hækkun á þess-
um liðum.
Þegar kostnaður við emb-
ætti forseta Íslands á um-
liðnum áratug er metinn verð-
ur að hafa framangreind at-
riði í huga.
Rangar og villandi tölur um
kostnað við forsetaembættið
BORGARSTJÓRI hefur sent Vetur-
liða Gunnarssyni listmálara afsökun-
arbréf vegna þess að myndskreyting
hans á vegg í Árbæjarskóla var brot-
in niður þegar skólinn var stækkað-
ur. Bréf Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra er svohljóðandi:
„Ágæti Veturliði.
Erindi þessa bréf er að biðjast fyr-
ir hönd Reykjavíkurborgar afsökun-
ar á þeim slæmu mistökum sem urðu
þegar myndskreyting þín á vegg í
Árbæjarskóla var brotin niður og
eyðilögð í tengslum við nýja viðbygg-
ingu skólans. Því miður gerðu emb-
ættismenn borgarinnar sér ekki
grein fyrir því að þeim bar að gera
borgarráði og menningarmálanefnd
Reykjavíkur viðvart og kalla eftir
áliti þeirra áður en þeir hófu slíkar
aðgerðir. Það gerðu þeir ekki og því
fór sem fór. Get ég ekki annað en
fyrir þeirra hönd beðið þig og að-
standendur þína innilega afsökunar
á þessum leiða atburði. Atburðir eins
og þessir eiga ekki að geta gerst og
hafa mér vitanlega aldrei áður gerst
hjá Reykjavíkurborg. Ég mun sjá til
þess að farið verði yfir vinnulag
borgarinnar í málum sem þessum til
að hindra að mistök af þessu tagi geti
endurtekið sig. Það tekur auðvitað
ekki aftur þann skaða sem hlotist
hefur, en ég vil að lokum fullvissa þig
um að enginn sem að þessu máli kom
hafði í hyggju að sýna þér og verki
þínu nokkra vansæmd.
Með vinsemd og virðingu.“
Undir bréfið skrifar Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri og afrit
þess sendi hún Benedikt Gunnars-
syni listmálara, Guðmundi Pálma
Kristinssyni, hjá byggingadeild
borgarverkfræðings, og Eiríki Þor-
lákssyni, forstöðumanni Listasafns
Reykjavíkur.
Veturliða
Gunnarssyni
send afsök-
unarbeiðni
BÆJARSTJÓRN Ísafjarðarbæjar
hefur samþykkt að falla frá hækkun á
dagvistargjöldum á leikskóla og halda
gjöldunum óbreyttum út árið. Þá
verður daggjald á gæsluvöllum lækk-
að um 5%, gjald fyrir heimaþjónustu
og félagsstarf aldraðra lækkar um 5%
sem og gjaldskrá vegna dægradvalar
í heilsdagsskóla, íþróttahúsa, sund-
lauga og skíðasvæðis.
Lækkanirnar taka gildi frá og með
1. mars en með þessu vill Ísafjarð-
arbær leggja sitt af mörkum til þess
að tryggja stöðugt verðlag.
Lækkun á
gjaldskrá Ísa-
fjarðarbæjar
TALSVERÐAR skemmdir urðu af
völdum elds og reyks í timbur-
húsi á Laugavegi 64 í gær. Eldur
kviknaði í geymslu í kjallara og
barst reykurinn upp á næstu
hæðir.
Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins fékk tilkynningu um eldinn
kl. 12.35 og var komið á staðinn
fimm mínútum síðar. Slökkvi-
starfi var að mestu lokið klukkan
eitt. Gunnar Jónsson, stöðvar-
stjóri í Skógarhlíð, segir að tölu-
verðar skemmdar hafi orðið í
verslun á jarðhæð af völdum
reyks. Þá hafi gólf og milliveggir
skemmst af völdum elds og einnig
hafi þurft að rífa klæðningu frá
til að gæta að glóðum.
Lögreglan í Reykjavík rann-
sakar eldsupptök.
Reyk-
skemmdir í
verslun við
Laugaveg
Morgunblaðið/Þorkell
Slökkviliðsmenn á vettvangi á Laugavegi í hádeginu í gær að loknu slökkvistarfi.
Í BYRJUN næsta mánaðar hefst
rannsóknarverkefni í nokkrum
Evrópulöndum á vegum aðila sem
starfa að geðheilbrigðismálum.
Snýst það um rannsóknir á kvíða
og þunglyndi og um mat á því til
hvaða forvarna má grípa til að
koma í veg fyrir slíka sjúkdóma.
Lönd innan Evrópusambands-
ins og Evrópska efnahagssvæð-
isins geta tekið þátt í verkefninu.
Evrópsku geðheilbrigðissamtökin
Mental Health Europe skipu-
leggja verkefnið í samvinnu við
aðra aðila. ESB fjármagnar það
að miklu leyti með sem svarar ríf-
lega 60 milljóna króna framlagi.
Verða rannsakaðir mismunandi
aldurshópar, börn og ungmenni,
fólk á aldrinum 24 til 60 ára og
síðan 61 árs og eldra fólk, og ráða
þátttökulöndin því hvaða hóp þau
leggja einkum áherslu á að vinna
með. John Henderson, skoskur
geðlæknir og verkefnisstjóri, seg-
ir verkefnið snúast um rannsókn-
ir og upplýsingasöfnun um al-
gengi kvíða og þunglyndis í
Evrópulöndum. Jafnframt verður
gaumgæft með hvaða hætti hægt
er að auka forvarnir á þessu
sviði.
Meta þekkingu og
semja leiðbeiningar
„Við þurfum ekki síst að auka
forvarnir meðal ungs fólks sem
við vitum að fær þessa sjúkdóma
ekkert síður en fullorðið fólk,“
segir hann. „Við viljum reyna að
finna leiðir til að forðast þessa
sjúkdóma til að geta bætt þannig
geðheilbrigði með því að safna
saman reynslu og þekkingu í
þessum löndum. Hún er auðvitað
mjög misjöfn því heilbrigðisþjón-
ustan er mismikið þróuð frá einu
landi til annars.“ Í framhaldinu
segir John Henderson síðan ráð-
gert að semja eins konar leiðbein-
ingar eða ábendingar um forvarn-
ir. Gert er ráð fyrir að verkefnið
taki um 18 mánuði. Í gær og í
dag hefur staðið yfir fundur í
Brussel þar sem verkefnið er
kynnt fulltrúum þátttökulanda.
Frá Ísandi situr fundinn ásamt
fleirum Héðinn Unnsteinsson,
framkvæmdastjóri Geðræktar,
sem er samstarfsvettvangur um
geðheilbrigðismál. Héðinn segir
að Geðrækt, Vinnueftirlitið og
Landspítalinn muni annast verk-
efnið hérlendis. Segir hann að
safna þurfi saman upplýsingum
hérlendis um verkefni á þessu
sviði og að nauðsynlegt sé að
stjórnvöld marki skýra heildar-
stefnu í geðheilbrigðismálum.
Evrópuverkefni í for-
vörnum geðsjúkdóma
♦ ♦ ♦
OPNAÐUR hefur verið vef-
urinn www.spilafikn.is, sem er
ítarlegur vefur um spilafíkn.
Honum er ætlað að veita þeim
sem vilja fræðast um spilafíkn
sem bestar upplýsingar um
fíknina, en samkvæmt rann-
sókn IMG Gallup í fyrra eru
0,6% Íslendinga á aldrinum
16-80 ára spilasjúkir, eða um
1.200 til 1.500 manns.
Aðstandendur vefjarins eru
Gullnáma HHÍ og Íslenskir
söfnunarkassar. Vonast forvíg-
ismenn fyrirtækjanna til að
vefurinn verði spilafíklum
hvatning til að leita sér með-
ferðar og verði einnig öðrum
upplýsingalind.
Geta tekið sjálfspróf
„Umræðan um spilafíkn
hefur undanfarin misseri
beinst mikið að happdrættis-
fyrirtækjum og við vildum
bregðast við umræðunni með
því að kynna landsmönnum á
Netinu ýmis meðferðarúr-
ræði,“ segir Magnús Snæ-
björnsson, framkvæmdastjóri
Íslenskra söfnunarkassa. „Á
vefnum geta notendur tekið
sjálfspróf, bæði þeir sem telja
sig haldna spilafíkn og þeir
sem telja ástvini sína haldna
fíkninni. Ennfremur er hægt
að fá upplýsingar um hvar
hjálp er að finna. Við gerum
síðan ráð fyrir að notendur
geti síðar sent sérfræðingi fyr-
irspurn á vefnum og fengið
svör við spurningum sem
kunna að vakna í tengslum við
spilafíkn. En nú þegar er
hægt að finna svör við algeng-
ustu spurningunum um spila-
fíkn um leið og spilafíklum og
aðstandendum þeirra eru gef-
in góð ráð.“
Þess má geta að nú um
helgina, 8.-9. febrúar, heldur
SÁÁ námskeið fyrir spilafíkla
og aðstandendur þeirra. Á
vefnum er að finna ítarlegar
upplýsingar um námskeiðið.
Www.spilafikn.is
Spilafíkl-
um og að-
standend-
um gefin
góð ráð
OPIÐ hús verður hjá Háskólan-
um á Akureyri í laugardaginn 9.
febrúar, frá kl. 11 til 16.30.
Þar verður kynnt nýtt náms-
framboð við Háskólann á Akur-
eyri við auðlindadeild, en það
byggist að nokkru á námi sem
áður var í sjávarútvegsdeild. Þá
kynna heilbrigðisdeild, kenn-
aradeild, rekstrardeild og upp-
lýsingatæknideild einnig starf-
semi sína, sem og samstarfs-
stofnanir og bókasafn háskól-
ans.
Þorsteinn Gunnarsson, rekt-
or, og Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri, munu
opna nýjan vef Háskólans á Ak-
ureyri, en hann er samstarfs-
verkefni háskólans og Akureyr-
arbæjar. Vefurinn hefur það
hlutverk að kynna Akureyri
sem háskólabæ.
Hljómsveitin Hrafnaspark
leikur fyrir gesti og þá syngur
Kór Háskólans á Akureyri
nokkur lög.
Opið hús Háskólans
á Akureyri
Nýr vefur
um há-
skólabæinn