Morgunblaðið - 09.02.2002, Page 30
30 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BANDARÍKIN OG
PALESTÍNUMENN
Bush Bandaríkjaforseti tilkynntiAriel Sharon, forsætisráðherraÍsraels, á fundi þeirra í Wash-
ington í fyrradag að Bandaríkjamenn
mundu ekki slíta öll tengsl við heima-
stjórn Palestínumanna eins og Ísraels-
menn hafa hvatt þá til. Fyrir skömmu
leit út fyrir að Bandaríkjamenn hefðu
slíkt í huga og tónninn í Washington
var á þann veg.
Þessi yfirlýsing Bush er fagnaðar-
efni. Bandaríkin gegna veigameira
hlutverki í Miðausturlöndum en nokk-
urt annað ríki utan þeirra sem eiga
beina aðild að átökunum þar. Banda-
ríkjamenn eru eina þjóðin í heiminum
sem hefur afl til þess að stilla til friðar
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Yfirburðir Bandaríkjanna sem stór-
veldis hafa aldrei verið meiri en nú.
Raunar fullyrða fræðimenn að aldrei í
þekktri sögu mannsins hafi nokkurt
eitt ríki haft þá yfirburðastöðu sem
Bandaríkin hafa nú.
Nú er bara eitt stórveldi í heiminum.
Rússland er miðlungsríki þegar um er
að ræða efnahagslegan styrk eða hern-
aðarmátt. Kína hefur möguleika á að
verða stórveldi á næstu áratugum, sem
veitt getur Bandaríkjunum samkeppni,
en er það ekki í dag. Um önnur ríki er
ekki ástæða til að ræða í þessu sam-
hengi.
Þessi óvenjulega staða Bandaríkj-
anna hefur orðið mönnum ljós vegna
átakanna í Afganistan. Þar hafa tækni-
legir yfirburðir Bandaríkjamanna í
hernaði orðið skýrir. Þar hefur greini-
lega komið fram hversu miklar fram-
farir hafa orðið í hernaðartækni
Bandaríkjamanna frá því Persaflóa-
stríðið var háð.
Af þessum sökum og vegna þessara
óumdeilanlegu yfirburða hafa gamlir
bandamenn Bandaríkjanna haft
áhyggjur af því að þeir muni ekki
kunna sér hóf. En yfirlýsing Bush
varðandi Palestínumenn er til marks
um að bandarísk stjórnvöld hafa ekki
tapað áttum.
Bandaríkjamenn hafa hernaðarlegt
afl til þess að setja bæði Ísraelsmönn-
um og Palestínumönnum stólinn fyrir
dyrnar og knýja þá til friðarsamninga.
Þeir hafa líka fjárhagslega burði til
þess að veita þessum þjóðum þann
fjárhagslega stuðning sem þarf til þess
að koma á friði. Sagt er að hagkerfi
Bandaríkjamanna eitt sé stærra en
samanlögð hagkerfi næstu níu ríkja
sem á eftir þeim koma.
Þessari yfirburðastöðu eiga Banda-
ríkjamenn að beita til þess að koma á
friði í Miðausturlöndum. Clinton var
kominn mjög nálægt því að koma á
friðarsamningum. Það sem út af stóð
var spurningin um Palestínumennina
sem dveljast landflótta víða um heim
og hafa á undanförnum áratugum
misst heimili sín og eignir í átökunum.
Það var skiljanlegt að Bush héldi að
sér höndum á fyrstu mánuðum valda-
tíma síns. En nú er tími til komin að
ríkisstjórn repúblikana beiti sér. Hún
er að mörgu leyti í sterkari stöðu til
þess en ríkisstjórn Clintons m.a. vegna
þess að repúblikanar eru ekki jafn háð-
ir pólitískum stuðningi gyðinga í
Bandaríkjunum og demókratar eru.
Þjóðir heims hafa fyllst viðbjóði við
að fylgjast með manndrápunum í Mið-
austurlöndum. Það er tími kominn til
að stöðva þessi ósköp. Bandaríkja-
menn einir hafa vald til þess.
ÚTSENDINGAR FRÁ HM Í KNATTSPYRNU
Það hefur valdið knattspyrnuáhuga-mönnum verulegum áhyggjum
undanfarnar vikur að Ríkisútvarpið
taldi sig ekki geta tryggt sér sýning-
arrétt á Heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu sem fram fer á vormánuð-
um í Japan og Suður-Kóreu vegna fjár-
skorts stofnunarinnar. Enn stóðu þó yf-
ir samningaviðræður milli RÚV og
erlendra söluaðila þegar einkafyrirtæk-
ið Norðurljós kom til sögunnar og
tryggði sér sýningarrétt frá mótinu.
Tilkynnt var um samningana á mið-
vikudag og víst er að knattspyrnu-
áhugamenn önduðu léttar, þrátt fyrir að
flestir leikir mótsins verði sýndir í
læstri dagskrá. Fjórir leikir – opnunar-
leikurinn, undanúrslitaleikirnir tveir og
úrslitaleikurinn – verða þó sýndir í op-
inni dagskrá en viðamikilli dagskrá
mótsins verður sjónvarpað í beinni út-
sendingu, ýmist á stöðinni Sýn eða á
Stöð 2.
Það fyrirkomulag er að því leyti mjög
hentugt að efninu verður að verulegu
leyti sjónvarpað á sérstakri íþróttarás.
Dagskrá mótsins mun því ekki raska
dagskrá Stöðvar 2 líkt og vaninn er þeg-
ar slíku efni er sjónvarpað á einu sjón-
varpsrás RÚV. Ríkissjónvarpið hefur
ávallt glímt við árekstra íþróttaefnis
sem þessa og fréttaflutnings í hefð-
bundinni dagskrá og þurft að færa til
dagskrárliði, þegar leikir og útsending-
ar á stórmótum skarast við fréttatíma,
og hafa lesendadálkar ávallt fyllst af
bréfum reiðra áhorfenda, sem ekki vilja
láta hringla með dagskrána.
Ástæðan fyrir þeirri óvissu, sem ríkt
hefur um útsendingar frá Heimsmeist-
arakeppninni hér á landi, er sú að fjöl-
miðlafyrirtækið Kirch keypti réttinn til
sýninga frá keppninni í ár og að fjórum
árum liðnum af Alþjóðaknattspyrnu-
sambandinu, FIFA, og setti upp mun
hærra verð fyrir útsendingarréttinn en
áður þekktist. Sjónvarpsstöðvarnar
kvörtuðu undan okri, en talsmenn Kirch
svöruðu því til að þær hefðu greitt allt
of lítið áður og rakað síðan inn fé með
auglýsingum. Nú yrði þessi slagsíða
rétt af. Einnig hefur þetta vakið upp
deilur um það hvort útsendingar frá
íþróttamóti á borð við Heimsmeistara-
keppnina ætti að vera í beinni útsend-
ingu og hefur þar verið borið við þjóð-
arhag. Reglur um slíkt er að finna í
Evrópu og kannski ekki að furða að sú
krafa komi upp hjá þjóðum, sem oftar
en ekki eiga lið í Heimsmeistarakeppn-
inni, að þær fái að fylgjast með viður-
eignum þeirra í opinni dagskrá en ekki
læstri. Engar reglur eru um það hér á
landi að sýnt skuli frá HM í opinni dag-
skrá og ekki hefur það gerst enn að ís-
lenska landsliðið hafi unnið sér þátt-
tökurétt í Heimsmeistarakeppninni.
Norðurljós sömdu ekki aðeins um
réttinn til að sýna frá HM í Japan og
Suður-Kóreu, heldur einnig Heims-
meistarakeppninni, sem haldin verður í
Þýskalandi árið 2006. Fyrirtækið hefur
með þessum samningum sýnt Ríkis-
sjónvarpinu fram á að raunveruleg sam-
keppni ríkir á markaðnum. Samkeppni
sem stjórnendur Ríkissjónvarpsins
virðast ekki hafa gert ráð fyrir, þótt
svipað hafi verið uppi á teningnum þeg-
ar enska knattspyrnan færðist frá Rík-
issjónvarpinu til Stöðvar 2 og Sýnar.
FIMM manna nefnd ávegum umhverfisráð-herra hefur komist aðsamhljóða niðurstöðu
um tillögur um breytingar á lög-
um um verndun Mývatns og Lax-
ár. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær taka núgildandi
lög til Skútustaðahrepps alls en í
tillögunum er gert ráð fyrir að
gildissvið verndarákvæðis lag-
anna verði þrengt. Það taki
áfram til árinnar allrar ásamt
200 metra breiðum bakka báðum
megin og vatnsins alls ásamt 200
m breiðum bakka umhverfis það.
Auk þess verði tilgreind votlend-
issvæði sem liggi við bakka
vatnsins og árinnar og eru mjög
mikilvægur hluti af lífkeðju
vatnsins. Ennfremur er lagt til
að sérstakt ákvæði verði sett inn
í frumvarpið varðandi verndun
vatnasviðs árinnar en hvað önn-
ur svæði við Mývatn varðar er
lagt til að farið verði í þá vinnu að
friðlýsa þau á grundvelli ákvæða
náttúruverndarlaga og því lokið
fyrir árslok 2005.
Ekkert stríð í gangi
út af þessu
Kári Þorgrímsson, í Garði í
Mývatnssveit, sem á sæti í stjórn
Landeigendafélags Mývatns og
Laxár, segist ekki hafa séð end-
anlegar tillögur nefndarinnar en
hugmyndir nefndarinnar um
breytingar hafi verið kynntar
stjórn Landeigendafélagsins á
fyrri stigum. ,,Við gerðum engar
athugasemdir eins og þetta leit
út þá. Við settum ekki fram neina
beina andstöðu við breytingarn-
ar eins og þær litu út en auðvitað
er maður alltaf hræddur við það
þegar farið er að káfast í þessum
lögum vegna þess að það eru
nógir sem vilja afnema þau,“ seg-
ir Kári.
,,Formaður nefndarinnar og
starfsmaður komu á fund stjórn-
ar Landeigendafélagsins og þær
hugmyndir sem þeir kynntu fyrir
okkur voru svo sem bæði slæmar
og góðar. Það er að mínu mati
þörf á þessum lögum og maður
vill ekki missa þau,“ segir Kári.
Hann bendir á að þetta sé ekki í
fyrsta sinn sem lögunum er
breytt. ,,En það er ekkert stríð í
gangi út af þessu,“ segir hann.
Lögin sett í kjölfar
Laxárdeilu
Lögin um verndun Laxár og
Mývatns voru sett 1974 í kjölfar
hinnar hörðu Laxárdeilu sem
stóð yfir frá 1969 til 1973. Deilan
snerist um áætlanir um stækkun
Laxárvirkjunar með byggingu
hárrar stíflu í Laxárgljúfrum
sem hefði m.a. haft í för með sér
breytingar á vatnakerfi Mývatns
og að hluti Laxárdals færi undir
vatn. Þessar áætlanir og fram-
kvæmdir mættu mikilli mótspyrnu
og háværum mótmælum Þingey-
inga og í ágúst 1970 tóku á annað
hundrað heimamenn sig til og
sprengdu burt stíflu Laxárvirkj-
unar í Miðkvísl. Í kjölfarið var gef-
in út ákæra á hendur 65 manns úr
Mývatnssveit og nágrenni. Lang-
vinnum og hatrömmum deilum um
Laxárvirkjunarmálið lauk ekki
fyrr en í maí 1973 er ríkisstjórnin,
stjórn Laxárvirkjunar og Land-
eigendafélag Laxár og Mývatns
gengust að samkomulagi um að
ekki verði virkjað frekar í Laxá.
Landeigendafélag Laxár og
Mývatns var stofnað 1970 og hefur
síðan haft að markmiði að vinna að
vernd svæðisins. Fékk það sett
lögbann á heimild virkunarinnar
til vatnstöku í Laxá. 1970 fól iðn-
aðarráðuneytið hópi sérfræðinga
það verkefni að gera áætlun um
heildarrannsókn á lífríki Laxár og
Mývatns. Laxármálið þoldi enga
bið og skiluðu sérfræðingarnir
skýrslu árið 1972 þar sem þeir á
grundvelli vistfræðirannsókna
rökstuddu algjöra verndun Mý-
vatnssvæðisins og mæltu gegn
fyrirhugaðri vatnsborðshækkun á
Laxá.
Sáttagjörðin, sem undirrituð
var af deiluaðilum Laxárdeilunnar
í Stórutjarnarskóla 19. maí 1973,
fól m.a. í sér að ríkisstjórnin
myndi láta semja frumvarp um
verndun Laxár- og Mývatnssvæð-
isins. Lögin um verndun Mývatns
og Laxár tóku svo gildi í maí 1974.
Hafa þau verið talin marka þátta-
skil í umhverfis- og náttúruvernd-
armálum á Íslandi. Það friðlýsta
svæði sem lögin taka til er mjög
stórt en ákvæði laganna um
verndun taka til Skútustaða-
hrepps og Laxár með hólmum og
kvíslum, allt að ósi árinnar við
Skjálfanda, ásamt 200 metra
breiðum bakka meðfram ánni báð-
um megin.
Tilgangur laganna er að stuðla
að verndun Mývatns- og Laxár-
svæðisins og er meginreglan sú að
hvers konar mannvirkjagerð og
jarðrask er bannað nema að
fengnu leyfi Náttúruverndar rík-
isins. Óheimilt er skv. lögunum að
gera breytingar á hæð vatnsborðs
stöðuvatna og rennsli straum-
vatna nema til verndunar og rækt-
unar þeirra, enda komi til sérstakt
leyfi Náttúruverndar ríkisins, en
skv. lögunum hafa þó verið heim-
ilaðar framkvæmdir, sem nauð-
synlegar og eðlilegar teljast til bú-
skapar á lögbýlum, nema spjöllum
valdi á náttúruverðmætum að
dómi Náttúruverndar ríkisins.
Einnig hafa verið heimilar án sér-
staks leyfis Náttúruverndar
ingar samkvæmt staðfestu
lagi, enda hafi stofnunin fa
skipulagsáætlun þá sem um
ræða.
Niðurstaða nefndar
innar samhljóða
Árni Bragason, forstjóri
úruverndar, átti sæti í nefn
hverfisráðherra sem nú hefu
að tillögum sínum. Að han
komst nefndin að samhljóð
urstöðu. Árni og Gísli Már
son, prófessor og stjórnarfo
ur Náttúrurannsóknarstöðv
ar við Mývatn, sem einnig
nefndinni, höfðu þó einn fyr
á samþykki sínu. Lögðu þei
bókun þar sem þeir leggja t
meðan á friðlýsingarferlinu
ur þurfi að leita leyfis Ná
verndar ríkisins fyrir
kvæmdum. ,,Þetta var eina
sem menn voru ekki sa
um,“ segir Árni.
Talsmenn Náttúruverndar ríkisins og
tillögum um breytingar á lögum um v
Ekkert verð
úr verndun
Forsvarsmenn Náttúruverndar ríkisins,
Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mý-
vatn og Landeigendafélags Mývatns og
Laxár leggjast ekki gegn fyrirhuguðum
breytingum á lögum um verndun Mývatns
og Laxár en hafa þó uppi ákveðinn fyrir-
vara. Ómar Friðriksson ræddi við þá og
rifjar upp tilurð laganna um friðlýsingu
Mývatnssvæðisins, sem mörkuðu þátta-
skil í náttúruvernd á Íslandi.
!"#$%
*
’ Framkvæmdirháðar leyfi Náttú
verndar á meðan
er að friðlýsingu