Morgunblaðið - 09.02.2002, Qupperneq 52
DAGBÓK
52 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI dagsins er ekki hag-fræðimenntaður, en engu að
síður hefur hann gaman af því að lesa
sér til um nýjustu kenningar í þeim
fræðum, þar sem þær tengjast
gjarnan álitamálum í stjórnmálum
og þjóðmálum almennt jafnt á inn-
lendum vettvangi sem erlendum.
Frægur maður lét þess eitt sinn get-
ið að hagfræði væri vísindagrein þar
sem menn gætu náð mikilli frægð og
frama með kenningum sínum án þess
að hafa nokkru sinni rétt fyrir sér.
Þetta er semsé ekki síst fræðigrein
kenninganna og álitaefnin eru mörg.
x x x
ÞETTA rifjaðist upp fyrir Vík-verja í vikunni þegar Hagfræði-
stofnun Háskóla Íslands kynnti nýja
skýrslu sína um áhrif auðlindagjalds
í sjávarútvegi. Höfundur skýrslunn-
ar, Ragnar Árnason prófessor,
komst að þeirri niðurstöðu að tekju-
aukning ríkisins af álagningu auð-
lindagjalds væri nánast örugglega
miklu minni en sem nemur upphæð
gjaldsins. Álagning gjaldsins gæti
jafnvel leitt til tekjuminnkunar. Í
gær birtist svo í Morgunblaðinu
skoðanir tveggja dósenta við sömu
vísindastofnun Háskóla Íslands, þar
sem þessari kenningu var alfarið
hafnað. Þeir Gylfi Magnússon og
Þórólfur G. Matthíasson sögðust
báðir vera þeirrar skoðunar að
álagning auðlindagjalds að gefnum
tilteknum forsendum væri frekar til
þess fallin að auka landsframleiðslu
en draga úr henni. Næstu daga
munu eflaust birtast fleiri greinar
með viðbrögðum lærðra manna á
sviði hagfræðinnar um þessi álitaefni
og vísast verða skoðanir áfram skipt-
ar.
Hér skal á engan hátt tekin af-
staða til þess hver hefur rétt fyrir sér
í þessu máli, enda vandséð hvort
unnt sé að meta slíkt. En leikmenn
eru ekki miklu nær eftir umræðu
undanfarinna daga, í besta falli er
hægt að mynda sér skoðun á því
hvaða hagfræðingur setur fram sjón-
armið sín og röksemdir af mestri
sannfæringu.
x x x
VARLA er hægt að fara inn íhelgina án þess að hrósa for-
ráðamönnum Norðurljósa, þ.e.
Stöðvar 2 og Sýnar, fyrir að hafa
tryggt íslenskum sjónvarpsáhorf-
endum beinar útsendingar frá
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu sem fram fer í Japan og Suð-
ur-Kóreu snemmsumars.
Alls verða 64 leikir sýndir á stöðv-
unum tveimur í beinni útsendingu og
í samningi Norðurljósa við fjölmiðla-
samsteypuna Kirsch felst einnig
réttur frá útsendingum HM í Þýska-
landi árið 2006. Margir telja að sú
keppni verði sú allra stærsta frá upp-
hafi.
Að mati Víkverja er þessi samn-
ingagerð eitthvað það besta dæmi
um jákvæð áhrif einkaframtaksins
sem lengi hefur komið fram hér á
landi og svo sannarlega dæmi um
það sem einstaklingarnir fá áorkað
þegar hið opinbera hefur þrotið
örendið.
Hávær krafa í þjóðfélaginu um
beinar útsendingar frá stærsta
íþróttaviðburði ársins varð forráða-
mönnum Stöðvar 2 og Sýnar hvatn-
ing til góðra verka og fyrir það eru
ekki aðeins knattspyrnuáhugamenn,
heldur sjónvarpsáhorfendur al-
mennt, ævinlega þakklátir.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Frábær þjónusta
ÉG vil koma á framfæri
þakklæti mínu fyrir góða
þjónustu starfsfólks í versl-
uninni CM á Laugavegi 66.
Stúlkurnar þar eru alveg
sérstakar.
Ég keypti hjá þeim skó
fyrir mörgum mánuðum
síðan. Fyrir stuttu tók ég
eftir því að saumarnir á sól-
anum voru farnir að losna
og fór með skóna til skó-
smiðs. Þar fékk ég að vita
að ekki væri hægt að gera
við skóna.
Ég fór með skóna í búð-
ina og var mér þá strax
boðið að fá mér nýja skó.
Hélt ég að ég þyrfti eitt-
hvað að borga í þeim þar
sem hinir skórnir voru jú
notaðir í nokkra mánuði.
En ég fékk ekkert að borga
og gekk ég út í nýum skóm.
Finnst mér þetta einstök
þjónusta og þakka fyrir
mig.
Ánægður
viðskiptavinur.
Klippum hrossin
GREIN sem birtist í Morg-
unblaðinu 22. janúar sl.
vakti athygli mína en þar er
fjallað um aukna ábyrgð
hestaeigenda. Með grein-
inni fylgdi mynd af hrossi
með óklipptan topp og velti
ég því fyrir mér hvort það
geti verið ástæða þess að
hestar hlaupi fyrir bíl, þ.e.
að þeir sjái ekki út úr aug-
um. Þetta þykir víst fínt en
mér finnst þetta misþyrm-
ing á dýrunum.
Sigríður.
Vantar pláss í frysti
ÉG þarf að koma fatnaði,
sem kominn er mölur í, í
djúpfrysti í nokkra daga.
Ég hef heyrt af fyrirtæki
sem hafi gert þetta fyrir
fólk en hef ekki tekist að
hafa upp á því. Þeir sem
gætu gefið mér uppl. hafið
samband í síma 552 4690
eða 698 6774.
Tapað/fundið
Úr í óskilum
ÚR fannst á göngustíg á
milli Flataskóla og Garða-
skóla í Garðabæ sl. mánu-
dag. Uppl. í síma 565 6113.
Týnd númeraplata
SÁ sem fann númeraplöt-
una YL 356 er vinsamleg-
ast beðinn að hafa samband
við Guðmundu í síma
554 6502 eða 564 2677.
Dýrahald
Stjáni er týndur
STJÁNI er grábröndóttur/
gráflekkóttur högni sem
hvarf frá Helgubraut í
Kópavogi aðfaranótt 30.
janúar. Stjáni er eyrna-
merktur og á að vera með
ól. Hafi einhver orðið hans
var þá er viðkomandi vin-
samlega beðinn að hafa
samband við Svandísi í
síma 863 9901 eða 554 2953.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 þröng hola, 4 gerir við,
7 svikult, 8 hnakkakerrt,
9 greinir, 11 umtalað, 13
sprota, 14 á jakka, 15
poka, 17 skordýr, 20
drýsill, 22 árnar, 23 lag-
armál, 24 sníkjudýrið, 25
geta neytt.
LÓÐRÉTT:
1 spakur, 2 missætti, 3
sigaði, 4 niðji, 5 fleinn, 6
nagdýr, 10 lærir, 12 gríp,
13 erfðafé, 15 sæti, 16
matreiðslumanns, 18 sér,
19 byggja, 20 tímabilin,
21 vont.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 sannprófa, 8 suddi, 9 yfrið, 10 tin, 11 auðga, 13
agnið, 15 gusts, 18 hlass, 21 kol, 22 tafla, 23 ýmist, 24
rakalaust.
Lóðrétt: 2 andúð, 3 neita, 4 reyna, 5 förin, 6 usla, 7 iðið,
12 get, 14 gúl, 15 gáta, 16 safna, 17 skata, 18 hlýða, 19
arins, 20 sáta.
K r o s s g á t a
ÉG VIL vekja athygli á
málefnum ungmenna sem
lent hafa í ógöngum í lífi
sínu. Ég er móðir 17 ára
stúlku sem er á hraðri nið-
urleið og virðist hún hvergi
eiga heima í kerfinu. 15 ára
gömul leitaði hún sér að-
stoðar í Rauða kross húsinu
vegna vanlíðunar og þar
var mér sagt að eitthvað
væri að hjá henni og henni
boðið að dvelja þar meðan
unnið væri í hennar máli.
Ég gaf samþykki mitt fyrir
því. Þar var hún í 3 vikur,
sótti fundi og viðtöl hjá sál-
fræðingi án þess að nokkuð
kæmi út úr því nema það
helst, að stúlkan væri að
brjótast undan for-
eldravaldi. Nú er rúmt ár
liðið og stúlkan er komin í
neyslu, týnist iðulega og ég
þarf að láta leita að henni.
Þegar hún finnst er hún bú-
in að týna öllu sem hún
var með og veit ekkert
hvar hún hefur verið.
Eina úrræðið virðist vera
að koma henni inn á
Stuðla þar sem hún hefur
dvalist áður – en þar er
biðlisti.
Ég hef leitað til allra
aðila sem hugsanlega
gætu veitt aðstoð, félags-
málaráðherra, umboðs-
manns barna, Barna-
verndarstofu, og verið í
viðtölum hjá ráðgjöfum
og sálfræðingum. Ég hélt
að verið væri að vinna í
hennar málum en það
virðist engin lausn finn-
ast. Hjá Barnavernd-
arstofu er málið í biðstöðu
því þar er beðið eftir
skýrslu um hennar mál og
ekkert hægt að gera fyrr
en umrædd skýrsla berst.
Um síðustu helgi hvarf
hún enn á ný og þegar
hún fannst var eina lausn-
in að koma með hana
heim, þar sem ég tók við
henni. Daginn eftir lét
hún sig hverfa aftur. – Í
dag er hún skráð týnd.
Þessi stúlka fær enga
greiningu í kerfinu og
sama rútínan heldur
áfram og það eina sem
hún hefur lært á þesu
rúma ári er að hún getur
haldið þessu líferni áfram.
Hvað gerist á næsta ári
þegar hún verður 18 ára
og fær sjálfræði?
Hvernig á maður að
geta unnið barninu sínu
til góðs í öllum þessum
glundroða sem virðist
ríkja í þessum málum?
Hvað skyldu margir
foreldrar vera í sömu að-
stöðu og ég?
Örvæntingarfull móðir.
Ungmenni í ógöngum
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Irena
Arctica kemur í dag.
Mannamót
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 11. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum,
kór eldri borgara í
Mosfellsbæ á Hlað-
hömrum fimmtudaga kl.
17–19. Púttkennsla í
íþróttahúsinu kl. 11 á
sunnudögum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586-8014,
kl. 13–16. Uppl. um fót-,
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og
fótanudd, s. 566-8060 kl.
8–16.
Félag eldri borgara
Kópavogi boðar til al-
menns fundar í Gjá-
bakka, laugardaginn 9.
febrúar. Fundarefni:
Kjara- og framboðsmál.
Óskað hefur verið eftir
að fulltrúar stjórn-
málaflokkanna mæti og
ræði málin og svari fyr-
irspurnum.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
mánudag pútt í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30 og
félagsvist kl. 13.30.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilakvöld á
Álftanesi 14. febr. kl.
19. 30 á vegum Lions-
klúbbs Bessa-
staðahrepps. Akstur
samkvæmt venju.
Mánud. 11. feb. kl. 9
leir, kl. 9.45 boccia, kl.
11.15 kl. 12.15 og kl.
13.05 leikfimi, kl. 13
gler/bræðsla, kl. 15.30
tölvunámskeið, þrið. 12.
feb. kl. 9 vinnuhópur
gler, kl. 13 málun, kl.
13.30 tréskurður kl.
13.30 spilað í Kirkju-
hvoli, kl. 16 bútasaum-
ur.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádeginu. Í
dag, laugardaginn 9.
febrúar, kl. 13.30, heilsa
og hamingja á efri ár-
um. Ath. breyting hefur
orðið. 1: Krabbamein í
brjóstum eldri kvenna.
Helgi Sigurðsson, yf-
irlæknir Landspítala –
háskólasjúkrahúss v.
Hringbraut. 2. Íslensk-
ar lækningajurtir. Sig-
mundur Guðbjarnason
prófessor skýrir frá sín-
um vísindalegum rann-
sóknum og hans manna
í Háskóla Íslands. Á
eftir hverju erindi gefst
tækifæri til spurninga
og umræðna. Fræðslu-
fundirnir verða haldnir
í Ásgarði, Glæsibæ, fé-
lagsheimili Félags eldri
borgara og hefjast kl.
13.30. Allir eru vel-
komnir. Sunnudagur:
Félagsvist kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20
Caprý-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda fram-
hald kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30.
Þriðjudagur: Skák kl.
13 og alkort spilað kl.
13.30. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Ásgarði
kl. 10. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýnir
í Ásgarði í Glæsibæ, fé-
lagsheimili Félags eldri
borgara Söng og gam-
anleikinn „Í lífsins ólgu-
sjó“ minningar frá ár-
um síldarævintýranna.
Og „Fugl í búri“,
dramatískan gamanleik.
Sýningar: Miðvikudaga
kl. 14 föstudaga kl. 14
og sunnudaga kl. 16.
Miðapantanir í síma:
588-2111, 568-8092 og
551-2203. Aðalfundur
Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni,
verður haldinn í Ás-
garði, Glæsibæ,
sunnudaginn 24. febr-
úar kl. 13.30.
Farin verður ferð til
Krítar með Úrvali-
Útsýn 29. apríl, 24ra
daga ferð. Skemmt-
anastjóri Sigvaldi Þor-
gilsson. Skráning fyrir
15. febrúar á skrifstofu
FEB. Hagstætt verð.
Gerðuberg, félagsstarf,
Í dag kl. 13–16 mynd-
listasýning Braga Þórs
Guðjónssonar. Veitingar
í veitingabúð. Miðvikud
13. feb. Öskudagur,
íþróttahátíð á vegum
FÁÍA í íþróttahúsinu
við Austurberg kl. 14–
16. Fjölbreytt dagskrá
nánar kynnt síðar.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9 Krummakaffi, kl.
10 Hana-nú ganga.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, sprengidags-
matur, helgistund og
fleira.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 14
bingó.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla
3–5, og í Kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigs-
veg á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er við
12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Kvenfélag Breiðholts,
aðalfundurinn verður
haldinn þriðjudaginn
12. feb kl. 20 í safn-
aðarheimili Breiðholts-
kirkju. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Þorramatur.
Knattspyrnudeild
Hauka. Aðalfundurinn
verður haldinn fimmtu-
daginn 14. feb. kl. 20 í
hátíðarsal félagsins að
Ásvöllum. Venjuleg að-
alfundarstörf, kosning
nýrrar stjórnar, önnur
mál.
Minningarkort
Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi) 2.
hæð, s. 552-2154. Skrif-
stofan er opin miðvikud.
og föstud. kl. 16–18 en
utan skrifstofutíma er
símsvari. Einnig er
hægt að hringja í síma
861-6880 og 586-1088.
Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Minningarkort MS fé-
lags Íslands eru seld á
skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl.10–15.
Sími 568-8620. Bréfs.
568-8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda Alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í síma
588-9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafnar-
fjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elíasdótt-
ur, Ísafirði.
Parkinson-samtökin.
Minningarkort Park-
inson-samtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í
síma 552-4440 frá kl.
13–17. Eftir kl. 17, s.
698-4426 Jón, 552-2862
Óskar eða 563-5304
Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562-5605, bréfsími 562-
5715.
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafn-
arfjarðar (K.H.),
er hægt að fá í Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 64, 220 Hafn-
arfirði s. 565-1630
og á skrifstofu K.H.,
Suðurgötu 44, II. hæð,
sími á skrifstofu 544-
5959.
Í dag er laugardagur, 9. febrúar,
40. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Vingjarnleg orð eru hunangs-
seimur, sæt fyrir sálina, lækning
fyrir beinin.
(Orðskv. 16, 24.)