Morgunblaðið - 09.02.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.02.2002, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!! www.atv.is – Skeifunni 17 Afritunarhugbúnaður ÞINGVELLIR hafa aðdráttarafl ár- ið um kring og laða til sín íslenska sem erlenda ferðamenn svo þús- undum og tugþúsundum skiptir. Náttúran sýnir þar síbreytilegan svip eftir árstíðum og veðurfari. Ekki eru vetrarstillurnar síðri í stemmningu sinni en aðrar ásýndir Þingvalla og því ofur eðlilegt að ljósmyndarinn reyni að fanga þær til varðveislu. Ljósmynd/Haukur Snorrason Vetrar- stillur á Þingvöllum BIRGIR Björn Sigurjónsson, sem sæti á í launanefnd sveitarfélaganna, segir að sveitarfélögin hafi markað þá stefnu að jafna lífeyrisréttindi op- inberra starfsmanna og félagsmanna í ASÍ. Þess vegna hafi sveitarfélögin hafnað því að semja um viðbótarlíf- eyrissparnað sveitarfélaga við opin- bera starfsmenn, en hins vegar hafi þau gert slíka samninga við félögin í ASÍ. Ríkið hefur hins vegar ekki fylgt þessari stefnu og samið um slík- an sparnað við alla starfsmenn sína. Í nýútkomnu málgagni Kennara- sambands Íslands, Skólavörðunni, gagnrýnir Eiríkur Jónsson, formað- ur KÍ, sveitarfélögin fyrir að hafa ekki samið um viðbótarlífeyrissparn- að til handa kennurum í grunnskól- um, leikskólum og tónlistarskólum, en ríkið hefur gert samning um slík- an sparnað við framhaldsskólakenn- ara. „Þessi afstaða launanefndar sveit- arfélaganna olli vissulega vonbrigð- um og með henni skipar hún sér á bekk með fulltrúum þeirra vinnuveit- enda sem hvað minnstan skilning hafa á mikilvægi sparnaðar í þjóð- félaginu,“ segir Eiríkur og skorar á kennara og skólastjóra að halda þessu máli vakandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Töldu að ríkið myndi fylgja sömu stefnu Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar launanefnd- ar sveitarfélaganna, sagði að sveitar- félögin hefðu ekki gert neina samn- inga um viðbótarlífeyrissparnað við stéttarfélög nema þau félög sem enn- þá byggju við mun lakari lífeyrisrétt- indi en opinberir starfsmenn. „Sú stefna var mörkuð, og ég hélt að það hefði verið sameiginleg stefnumörkun ríkisins og sveitarfé- laganna, að jafna lífeyriskjörin milli allra launamanna. Þess vegna ákváðu sveitarfélögin vorið 2000 að bæta kerfisbundið lífeyrisréttindi ASÍ-fé- laganna en vera ekki að breikka mun- inn aftur með því að gera samninga um viðbótarlífeyrissparnað við opin- bera starfsmenn. Ríkið breytti svo um stefnu á miðri leið og hélt áfram þessum mun á lífeyrisréttindum milli ASÍ-manna og opinberra starfs- manna. Það kom okkur reyndar al- veg í opna skjöldu vegna þess að milli okkar hafði verið rætt um hið gagn- stæða.“ Birgir Björn sagði vert að geta þess að hjá ríkinu störfuðu tiltölulega fáir ASÍ-menn, en hjá sveitarfélög- unum væru ASÍ-menn mjög stór hluti starfsmanna. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kannast ekki við að ríkið hafi nokkurn tímann markað þá stefnu að semja ekki við opinbera starfsmenn um viðbótarlíf- eyrissparnað. „Ríkisstjórnin hafði verið að mæl- ast til þess að innlendur sparnaður yrði aukinn. Samtök avinnulífsins og fleiri töldu að þessi aðferð væri mjög góð til að auka innlendan sparnað. Menn mátu það svo að ríkið gæti ekki skorast undan út frá þessu sjónar- horni. Menn gerðu sér hins vegar grein fyrir því að þetta viðhéldi þess- um réttindamun sem hefur verið í líf- eyrismálum,“ sagði Gunnar. Sveitarfélög semja ekki við opinbera starfsmenn um viðbótarlífeyrissparnað Sveitarfélögin vilja jafna lífeyrisréttindin RAUÐVÍNSSALA hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var 27,9% meiri nú í jan- úar en í sama mánuði á síðasta ári. Hvítvínssala jókst um 16,2% og bjórsala um 7,4% miðað við sama tíma. Í lítrum talið hefur áfengissal- an aukist um 7,9% í janúar í ár miðað við janúar árið 2001. Ef aukningin er hins vegar reiknuð í alkóhóli hefur salan aukist um 5,7%. Ekki varð mælanleg aukn- ing á bjórsölu síðustu viku jan- úar þegar Evrópumótið í hand- knattleik stóð sem hæst miðað við aðrar vikur eins og margir höfðu spáð. Sala rauðvíns jókst um 28% FERÐUM Herjólfs milli lands og Eyja verður fjölgað um tæpar fimm- tíu á ári og á tímabilinu 15. maí til fyrstu helgarinnar í september siglir Herjólfur þrettán ferðir á viku, þ.e. tvær ferðir alla daga nema laugar- daga. Þetta var samþykkt með at- kvæðum meirihlutans á bæjarstjórn- arfundi seint í gærkvöldi. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að þetta sé veruleg breyting og þá beri einnig að nefna að í athugun sé að reyna að fá aukaferðir á næturnar á álagstím- um, þ.e. kringum Þjóðhátíð og Shell- mótið í knattspyrnu, þannig að hægt sé að flytja alla farþega milli lands og Eyja. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Eyjamenn sjálfa og eins ferðamannaiðnaðinn. Og það skiptir máli að hér er um varanlega fjölgun á ferðum að ræða.“ Guðjón segir að brýn þörf hafi ver- ið að fjölga ferðum Herjólfs, að hluta til vegna þess hve stutt skipið sé, þ.e. bíladekkið stjórni farþegafjöldanum. Gjaldskráin hækkar að meðaltali um 13% „Samfara þessu hækkum við gjaldskrána að meðaltali um 13% en í því sambandi vil ég taka fram að hún hefur ekki hækkað frá byrjun árs 1997 þannig að hækkunin er ekki einu sinni í takt við verðlagsþróun.“ Aðspurður segir Guðjón að þessi ákvörðun komi í kjölfar borgara- fundar með samgönguráðherra þar sem samgöngumálin voru í brenni- depli og rætt um að fjölga ferðum Herjólfs. Ríkið borgi ákveðna upp- hæð fyrir hverja ferð og þar hafi menn náð samkomulagi um fjölgun ferða. „Vestmannaeyjahöfn hefur að vísu alltaf komið á móti líka með nið- urgreiðslu á ferðum fyrir aldraða, öryrkja og unglinga.“ Ferðum Herj- ólfs fjölgað um nær 50 í sumar KONA á fimmtugsaldri, sem var ökumaður jeppabifreiðar, beið bana er hún missti stjórn á bifreið sinni í beygju á þjóðvegi 1 innarlega í norð- anverðum Hamarsfirði um miðjan dag í gær. Bifreiðin valt út af veg- inum og fór yfir stórgrýtisurð og er talið að konan hafi látist samstundis, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Fáskrúðsfirði. Í bifreiðinni var farþegi sem slapp ómeiddur úr slysinu. Aðvífandi veg- farandi tilkynnti um slysið í gegnum Neyðarlínuna og var farþegi fluttur á slysadeild til skoðunar. Hálku- blettir voru á veginum en ekki hefur verið leitt í ljós hvort tildrög slyssins megi rekja til hálku. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá sýslumanns- embættinu á Eskifirði. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. 3$45+*       6             Kona lést eftir bílveltu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.