Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Júlíusson rithöfundur lést á Sól- vangi í Hafnarfirði í fyrradag. Hann var fæddur 25.9. 1915 í Þúfukoti í Kjós, en foreldrar hans voru Helga Guðmundsdótt- ir og Júlíus Jónsson. Stefán tók kennara- próf frá Kennaraskóla Íslands 1936, BA-próf í bókmenntum og ensku frá Carleton College í Northfield í Minnesota, Bandaríkj- unum, 1943, stundaði nám í uppeldisfræðum og skóla- rekstri við Columbia University í New York 1941 til 1942 og var við nám í nútímabókmenntum við Cornell University í Íþöku í Banda- ríkjunum 1951 til 1952 auk þess sem hann sótti tíma í íslensku, sálar- fræði og bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann var kennari, yfirkennari og skólastjóri Barnaskóla Hafnarfjarð- ar 1936 til 1955, kennari og yfir- kennari Flensborgarskóla 1955 til 1963, forstöðumaður Fræðslu- myndasafns ríkisins 1963 til 1969, bókafulltrúi ríkisins 1969 til 1977 og framkvæmdastjóri Hjartaverndar og ritstjóri 1977 til 1990. Hann var auk þess virkur í flokksstarfi Al- þýðuflokksins frá æskuárum fram að miðjum áttunda áratugnum og var m.a. varabæjar- fulltrúi og varaþing- maður. Hann var bóka- vörður um skeið, blaðamaður 1956 til 1958, sat í fræðsluráði Hafnarfjarðar, skóla- nefnd Iðnskólans, stjórn Kaupfélags Hafnarfjarðar, bóka- safnsstjórn o.fl. Hann var ritari og formaður Félags íslenskra rithöf- unda, formaður og varaformaður Rithöf- undasambandsins eldra 1958 til 1969, fyrsti varaformaður Rithöfundasam- bandsins yngra 1969, í útvarpsráði 1972 til 1978 og varamaður 1958 til 1972 auk þess sem hann var fyrsti formaður Rithöfundasjóðs og í fyrstu stjórn Kvikmyndasjóðs. Hann var í framkvæmdastjórn Hjartaverndar 1971 til 1991 og um- dæmisstjóri Rotaryhreyfingarinnar á Íslandi 1987 til 1988. Stefán Júlíusson var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda barna- bóka, m.a. margar bækur um Kára litla sem voru þýddar á dönsku auk þess sem hann þýddi fjölda barna- bóka. Hulda Sigurðardóttir lifir eigin- mann sinn en sonur þeirra er Sig- urður B. Stefánsson, framkvæmda- stjóri eignastýringar hjá Íslands- banka. Andlát STEFÁN JÚLÍUSSON BIÐLISTAR eftir almennum sjúkrarúmum á Vogi hafa lengst verulega undanfarin tvö ár og er nú svo komið að karlmenn eldri en tví- tugir sem hafa farið í meðferð þurfa að bíða í sex til átta vikur eftir plássi. „Okkur tókst að útrýma biðlistum fyrir þá sem eru yngri en tvítugir ár- ið 2000,“ segir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir SÁÁ, „og hann hefur ekki myndast þannig að þeir sem eru undir tvítugu komast yfirleitt inn með litlum fyrirvara.“ Þórarinn segir að hins vegar sé biðlisti fyrir eldra fólk sem hefur verið áður í meðferð, einkum fyrir karlmenn, og biðin geti verið allt upp í sex til átta vikur. „Núna eru því yf- irleitt um 200 til 300 manns á biðlista hjá okkur. Við vorum nánast búnir að útrýma þessum listum á árinu 2000, enda var umfang starfsins þá meira en það er nú. Ástæðan er sú að starfsfólki á Vogi hefur fækkað, sem aftur er afleiðing af fjárskorti þar sem styrkur frá ríkinu og okkar eig- in fjáröflun dugðu ekki til að standa undir því umfangi,“ segir Þórarinn. Allt að átta vikna bið eftir plássi HÆSTIRÉTTUR lækkaði í gær bætur til vélfræðings vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir í október 1998 þegar hann starf- aði hjá Hitaveitu Suðurnesja. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt honum tæp- lega 21 milljón í bætur en Hæstaréttur taldi ekki hægt að líta fram hjá því að við vinnu sína hefði maðurinn brotið gegn fyrirmælum og öryggisreglu. Því væri rétt að hann bæri sjálf- ur þriðjung tjóns en Hitaveita Suðurnesja 2/3. Maðurinn var 26 ára þegar slysið varð. Hann var að vinna að viðhaldi á viftum á þaki orku- vers þegar ein viftan fór í gang. Lenti viftuspaðinn á vinstri fæti mannsins með þeim afleiðingum að taka þurfti fótinn af fyrir neð- an hné. Örorka mannsins var metin 50% og varanlegur miski 40%. Maðurinn kvaðst fyrir dómi ekki hafa vitað annað en að vift- urnar væru ræstar handvirkt. Hefði hann því talið óhætt að stíga ofan í viftuopið en um leið fór viftan af stað. Húnreyndist hafa verið stillt á sjálfvirka end- urgangsetningu. Hæstiréttur segir ljóst að gangsetningar- búnaði viftunnar hafi verið áfátt og rekja megi slysið til þess að hluta. Beri Hitaveitan ábyrgð á því. Jafnframt var félagið látið bera ábyrgð á breytingu sem var gerð án þess að mæta jafn- framt aukinni hættu sem því fylgdi. Hitaveitunni var gert að greiða 500.000 krónur í máls- kostnað en gjafsóknarkostnað- ur vélfræðingsins fyrir sömu upphæð greiðist úr ríkissjóði. Lögmaður Hitaveitunnar var Hákon Árnason hrl. en Friðjón Örn Friðjónsson hrl. flutti málið fyrir vélfræðinginn. Ber sjálfur ábyrgð á þriðjungi tjóns UM helgina gengst utanríkisráðu- neytið fyrir fyrsta námskeiði fyrir ís- lensku friðargæsluna og er gert ráð fyrir um 100 þátttakendum, að sögn Auðuns Atlasonar, sendiráðsritara. Utanríkisráðuneytið stofnaði ís- lensku friðargæsluna formlega í september sem leið og í kjölfarið var auglýst eftir einstaklingum til gefa kost á sér til friðargæslustarfa með skömmum fyrirvara. Um 300 um- sóknir bárust og voru valdir um 100 manns úr hópnum til að vera á við- bragðslistanum. Auðunn Atlason segir að um sé að ræða breiðan hóp borgaralegra sérfræðinga eins og fjölmiðlafólk, hagfræðinga, við- skiptafræðinga, lækna, hjúkrunar- fræðinga, verkfræðinga, tæknimenn og fleiri en markmiðið er að fjölga friðargæsluliðum á vegum ráðuneyt- isins úr 15 í allt að 25 árið 2003. Ekki eru sendar út íslenskar sveitir held- ur eru Íslendingar sendir til starfa í alþjóðlegum sveitum. Undirbúnings- námskeiðið er fræðilegt og auk inn- lendra fyrirlesara, sem gera grein fyrir stöðu mála innanlands, koma fyrirlesarar frá Sameinuðu þjóðun- um, NATO, Evrópusambandinu, Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu og Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna, en þeir koma til með að skýra frá þátttöku stofnana sinna í svona aðgerðum og hugmyndafræðinni á bak við hana. Fyrsta námskeið ís- lensku friðargæslunnar Í UMFERÐINNI leynast margar hættur og vissara fyr- ir unga vegfarendur að dvelja ekki of lengi á götum. Á skilti eru ökumenn varaðir við því að börn geti verið á ferð en greinilega þarf ekki að vara börnin við bílun- um. Þau vita að vissara er að fara varlega, fara aðeins yfir á grænu ljósi þar sem gangbrautarljós eru, líta til beggja hliða og flýta sér síðan yfir gangbrautir í Hafn- arfirði eins og annars staðar á landinu. Morgunblaðið/Ásdís Ungir Hafnfirðingar í umferðinni Keyrði á snjóflóð í Óshlíð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sigmundur V. Garðarsson ók út úr vegskála og á snjófljóð. FÓLKSBIFREIÐ skemmdist smávægilega í Óshlíðinni í fyrri- nótt þegar ökumaður hennar keyrði á um tveggja metra hátt snjóflóð sem hafði fallið á veginn stuttu áður. Ökumaðurinn, Sig- mundur V. Garðarsson, var á leið til vinnu í Bolungarvík um klukkan fjögur um nóttina í slæmu skyggni og var kominn út úr þriðja vegskál- anum á leiðinni þegar hann allt í einu skall á jaðri snjóflóðsins og ók aðeins upp í það. „Þetta var eins og að lenda á vegg,“ sagði Sigmundur í samtali við Morgunblaðið en vildi þó ekki gera mikið úr atvikinu. „Það var dálítið blint en þó sá ég aðeins fram fyrir bílinn. Ég hugsa að ég hafi verið á 40–50 km hraða og svo birtist veggurinn.“ Sig- mundur yfirgaf bílinn og hljóp til baka að vegskálanum í hvassviðri, skafrenningi og ofankomu, líklega um 700 metra vegalengd. „Það var ekki um annað að ræða en hlaupa til baka. Ég hélt að það væri styttra í vegskálann en raun bar vitni og sá síðar hvað þetta var langt.“ Í vegskálanum gat Sigmundur hringt í lögregluna úr neyðarsíma og var hann sóttur eftir um hálf- tíma bið. Daginn eftir, í gær, sótti hann bíl sinn og átti alveg eins von á að annað flóð hefði fallið í millitíð- inni og sópað bílnum burt, en heppnin virðist hafa verið með í þetta skiptið. „Eins og að lenda á vegg“ LÖGREGLAN á Ísafirði hafði af- skipti af tveimur rúmlega tvítugum mönnum í Vestfjarðagöngum á mið- vikudagskvöld og fann við leit í bif- reið þeirra 15 hylki af ólöglega efn- inu Ripped Fuel. Efnið inniheldur m.a. koffein og efedrín, en síðar- nefnda efnið er skylt amfetamíni. Lögreglan á Ísafirði hefur fregnað að umrætt örvandi efni sé nokkuð í umferð meðal yngra fólks. Það hafi verið notað til að auka kraft og þol í íþróttaiðkun og eins þegar um skemmtanir er að ræða. Lögreglan vill hvetja fólk til að forðast efnið. Þeim, sem boðið er efn- ið, bendir lögreglan á að afla sér upp- lýsinga hjá viðurkenndum lyfjafræð- ingum og öðru fagfólki varðandi virkni þess og sérstaklega þá fylgi- kvilla sem er neyslunni samfara. Nokkrir þeirra fylgikvilla sem efnið hefur er t.d. óhóflegt álag á hjarta sem lýsir sér í hröðum hjartslætti og gáttaflökti, og hár blóðþrýstingur og stækkun blöðruhálskirtils sem hefur í för með sér þvagtregðu. Þá koma einnig fram aukaverkanir frá mið- taugakerfi, s.s. kvíðaköst, tauga- veiklun, skjálfti og svefnerfiðleikar. Þegar lyfið hefur verið notað í nokk- urn tíma er hætta á ofsóknarbrjál- æði, ofskynjunum og fleira, að því er fram kemur í fréttatilkynningu lög- reglunnar Ísafirði. Teknir með efni skylt amfetamíni AÐILAR innan raunvísindadeildar, verkfræðideildar og Raunvísinda- stofnunar Háskóla Íslands vinna nú að því að koma á fót Bragastofu, sem yrði samstarfsvettvangur um vetn- isrannsóknir á Íslandi. Stofan verður kennd við Braga Árnason, prófessor í efnafræði við HÍ, en hann hefur lengi haft áhuga á hagnýtingu vetnis. Helgi Þór Ingason verður verkefn- isstjóri stofunnar að sögn Sveins Ólafssonar, sérfræðings hjá Raun- vísindastofnun. Sveinn segir að ætlunin sé að yfir stofunni verði stjórn sem muni m.a. sjá um að sækja um styrki til vetn- isrannsókna sem unnar yrðu á veg- um stofunnar. Til að mynda stendur til að sækja um styrki hjá Rannsókn- arráði Íslands og norrænum sjóði sem styrkir orkurannsóknir. Sveinn gerir ráð fyrir því að stofan verði far- in að starfa að ráði með vorinu. Bragastofa um vetnis- rannsóknir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.